Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 Tilkynningar Ritgerðasamkeppni Tímarits Máls og menningar: „íslensk menning í aldarlok“ Tímarit Máls og menningar fagnar sextugsafmæli sínu í ár. Af þessu til- efni var ritgerðasamkeppni auglýst í vor og ítrekuð nú. Efnið er „íslensk menning í aldar- lok“ Lengd ritgerðanna skal vera sem næst 10 bls. í venjulegu tölvuút- prenti. Skilafrestur er til 1. sept. og verða úrslit kynnt mánuði síðar. Póstsenda skal ritgerðirnar til Tímarits Máls og menningar, Laugavegi 18, 101 Reykjavík, undir dulnefni og skal nafn höfundar fylgja með í lokuðu umslagi. Þrjár bestu greinamar, að mati ritnefndarinnar, verða birtar i tíma- ritinu í byrjun desember. Veitt verða vegleg bókaverðlaun fyrir þrjár bestu ritgerðirnar og fyr- ir þá bestu fær höfundur aukinheld- ur peningaverðlaun að upphæð 50.000, auk ritlauna. Nánari upplýsingar um sam- keppnina veitir Friðrik Rafnsson í síma 515-2500. Eins er hægt að senda tölvupóst í mm@mm.is. Fella- og Hólakirkja Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja, Bænahópur kl. 20 á sunnud. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9 - 17 í síma 567-9070. Minningarkort. Minningarspjöld Frikirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars og Blómabúðinni Burkna. Hallgrímskirkja. Laugard. 7. ágúst leikur Szabolcs Szamosi frá Pécs í Ungverjalandi orgeltónlist. Hefst dagskráin.kl. 12. Friðrikskapella. Kyrrðarstund verður í hádeginu á mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. "Hlutur fegurðarinnar" á Mokka. Nú stendur yfir sýning Söru Björnsdóttur, „Hlutur feguröarinnar". Þar gefst gestum kostur á að velja fegursta hlutinn. Verkið saman stendur af 19 litlum tréskúlptúrum. Sýningin stendur til 5. september og mun þá hlutur fegurðarinnar koma í ljós. Listahátíð krakka. í byrjun sept. verður haldin Lista- hátíð krakka á aldrinum 9-12 ára í Tjamarbíói. Ef þú ert með eitthvert at- riði sem þér frnnst sniðugt, þá geturðu sent okkur bréf með alls konar upplýs- ingum um atriðið og þig, nafni, heimil- isfangi, aldri og símanúmeri og svo kikjum við á umsóknina með ábyrgð- armönnum og ef hún hentar vel fyrir hátíðina höfum við samband við þig mjög fljótt. Best væri ef atriðið væri með nokkrum krökkum, þér og vinum þínum. Atriðið getur verið hvað sem er, söngur, töfrabrögð, myndir (það verður haldin eins konar myndlistar- sýning í hléinu þar sem krakkarnir geta sýnt myndimar sínar) ljóð, sögur, fimleikaatriði eða bara hvað sem ykk- ur dettur í hug. Atriði má í mesta lagi vera öórar og hálf mín. Umsóknin þarf helst að berast fyrir 22. ágúst u.þ.b. og atriðið þarf helst að vera vel æft og til- búið. Ekki vera feimin, sendið umsókn á eitthvert af þessum heimilis- eða net- föngum. Guðrún Sóley Garðastræti 15 101 Reykjavík E-mail: josefina@simnet.is Gunnur Nýlendugata 24 101 Reykjavík E-mail: torh@itn.is Helga Álfatúni 5 200 Kópavogi Námskeið í almennri skyndihjálp. Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtud. 5. ágúst. Kennt verður frá kl. 19 til 23. Kennsludagar verða 5., 9. og 10. ágúst. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldiö í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig í síma 568 8188 frá 8-16. Námskeiðsgjald er kr. 4000. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Hestamannafálögin Þjálfi og Grani Hið árlega stórmót að Einarsstöð- um i Reykjadal um helgina. Mótið hefst kl. 11.00 á laugardag með for- keppni í öllum flokkum nema öld- ungaflokki. Seinnipartinn verður al- mennur reiðtúr. Grillveisla og kvöldvaka verða svo um kvöldið. Á sunnudag verða öll úrslit og hefst mótiö kl. 13.00. Mót þetta er eitt vin- sælasta hestamót á norð-austur- landi. Þátttakendur eru víða að. Að- stæður á Einarsstöðum eru mjög góðar, frábær sýningarvöllur og áhorfendabrekkur mjög góðar frá náttúrunnar hendi. Þess má geta að Eyfirðingar hafa verið mjög dugleg- ir að sækja þessi mót og svo mun verða nú, því Léttir á Akureyri haf- ur auglýst félagsferð á mótið. Alviðra, Umhverflsfræðslusetur við Sogsbrú. Kransagerð úr náttúruleg- um efnum laugard. 7. ágúst kl. 14 - 17. Kristín Bjamadóttir í Grænu smiðjunni leiðbeinir um kransagerð •úr íslenskum jurtum. Jurtir verða tindar í landi Alviðru. Boðið er upp á jurtate, kakó og kleinur. Þátttöku- gjald og efniskostnaður er 1.000 kr. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega. Allir velkomnir. Tannlæknafálag íslands (TFÍ), mun fá nýtt símanúmer þann 10. ágúst nk. Símanúmer skrif- stofu verður 575-0500 en myndsendis 575-0501. Símanúmer neyðarvaktar TFÍ verður áfram 568-1041 þar til ný Símaskrá kemur út fyrir árið 2000. Kvenmafiur féll af hestbaki við Lyngdalsheiði ,nánar tiltekið við Gangnamannkofa, í gær. Slysið varð með þeim hætti að konan var að stíga á bak þegar að hesturinn stökk undan henni þannig að hún féll. Hún meiddist talsvert, hlaut beinbrot og meiddist í baki. Meiðslin virt- ust þó ekki mjög alvarleg og var kvenmaðurinn fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Annað óhapp varð svo á Flóa-og Skeiðamannaafrétti í gær en þar varð norsk kona fyrir því að hestur steig ofan á hana eftir að hún féll af baki. Hún meiddist á kvið og var flutt með þyrlu landhelgsisgæsl- unnar á Sjúkrahús Reykjavíkur. Averkar hennar voru ekki alvarlegir og liggur hún á spítalanum til eftirlits í eina nótt. Á myndinni sjáum við norska konu koma á Sjúkrahús Reykjavíkur eftlr að hestur stelg á kvið hennar. Meiðsl hennar eru þó ekki alvarleg. DV-mynd S ASOJVC/5n/AUGLYSIIVGAR 550 5000 Geymið auglýsinguna. Dyrasímaþjónusta Raflagnavinna ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir í eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. / Fljót og góð þjónusta. JÓN JÓNSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 562 6645 og 893 1733. FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baökerum og niðurföllum RÖRAMYNDAVÉL til að skoða og staðsetja skemmdir (Wc lögnum. í DÆLUBÍLL Kársnesbraut S7 • 200 Kópavogl Sfmi: S54 2255 • Bfl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINOÝRAEYÐING VISA/EURO ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN 10 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA SENDUM BLOMIN STRAX ALLAN SÓLARHRINGINN STEFÁNSBLÓM 551 0771 STÍFLUÞJÖNUSTR BJRRNfl STmar 899 6363 • 554 6199 Fjarlægí stíflur úr W.C., handlaugum, baðkörum og frárennslislögnum. m cs Röramyndavél til ab ástands- skoöa lagnir Dælubíil til að losa þrær og hreinsa plön. Lekur þakið, þarf að endurnýja þakpappann? Nýlagnir og viðgerdir, góð efni og vönduð vinna fagmanna. Margra ára reynsla. Esha Þakklæðr > Símar 553 4653 og 896 4622. Odýrt þakjárn, LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR. Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt, koksgrátt og grænt. TIMBUR OG STÁL HF Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Sími 554 5544, fax 554 5607 Traktorsgröfur - Hellulagnir - Loftpressur Traktorsaröfur í öll verk. Höfum nú einnig öflugan fleyg á traktorsgröfu. Brjótum dyraop, veggi, gólf, innkeyrslur, reykháfa, plön o.fl. Hellu- og hitalagnir. Qröfum og skiptum um jarðveg í innkeyrslum, görðum o.fl. Útvegum einnig efni. Qerum föst tílboð. VÉLALEIGA SÍMONAR EHF., SÍNAR 562 3070 og 892 1129. SkólphreinsunEr Stífldð? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Haildórsson Sími 567 0530 (D Bílasími 892 7260 “ OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- Öryggis- hurðir ÆífSiL hurðir dMmll Shijr^ fö/c Smáauglýsingar EX3 550 5000 BIRTINGARAFSLATTUR oM milii hirrt/n^ 15% staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur 10% aukaafsláttur fyrir áskrifendur Smáauglýsingar OV 550 5000 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.