Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 Fréttir Refirnir léku vel fyrir austurríska sjónvarpið Þegar austurrískir sjónvarps- menn voru á ferðinni um daginn og gerðu þáttaröð um ísland vantaði þá myndir af refum að leik í náttúr- unni. Þrátt fyrir leit hafði ekki tek- ist að finna þá. Ernst Kettler leysti Fiðurfénaður dýragarðsins í Slakka er hreinn af öllum bakteríum, tand- urhreinn í sparifötunum. málið og hringdi í gamlan sam- starfsmann á sjónvarpinu, Helga Sveinbjörnsson, sem rekur dýra- garðinn í Slakka í Laugarási í Bisk- upstungum. Hann á tvo yrðlinga sem hann fékk í vor, ljónfjöruga rebba. „Ég ákvað að reyna að verða við ósk þeirra og setti rafmagnsgirð- ingu, net, umhverfis svasðið. Svo var ég búinn að svelta þá í rúman hálfan sólarhring. Við fórum með rebbana upp í kletta fyrir ofan bæ- inn, hentum mat upp í klettana og slepptum öðrum yrðlingnum. Hann var fljótur að renna á lyktina. Síðan var hann að rölta þetta og stökkva upp og niður kletta, sat efst á klett- inum og sýndi afburða-skapgerðar- leik, fannst okkur. Sjónvarpsmenn- irnir voru alveg í skýjunum og fengu fínar tökur, líka af þeim seinni sem við slepptum eftir að hafa náð hinum. En hvorugan ref- anna missti ég.“ Dýragarðurinn starfar nú fimmta árið í röð og er snyrtilegur og skemmtilegur heim að sækja. -JBP Ernst Kettler kvikmyndagerðarmaður ásamt austurrísku sjónvarpsmönnunum og öðrum yrðlingnum sem sýndi sannan skapgerðarleik í sjónvarpsmynd. Atriði úr leikritinu. DV-mynd Pétur Snæfellsnes: Útileikhús um kristnitöku á íslandi DV, Snæfellsbæ: Leikritið Nýir tímar eftir Böðv- ar Guðmundsson rithöfund var sýnt 29. júlí i lítilli rétt við Brunná, aðeins vestan við hinn fræga stað á Snæfellsnesi, Fróðá. Leikritið er samið að tilhlutan Kristnitökunefndar Eyjarfjarðar- prófastsdæmis í tilefni 1000 ára kristnitökuhátíðar. Leikstjóri var Hörður Sigurðsson. Leiksviðið er hið besta - lltill grasbali þar sem áin rennur í jaðr- inum og klettaveggir í kring. Bún- ingar leikaranna og leikmunir fóru vel við umhverfið. Áhorfenda- bekkir voru grasi vaxin hlíö með smástöllum þar sem allir sátu í stúku. Fór vel um þá og kjamyrt mál leikaranna heyrðist vel. Veðrið var mjög gott meðan á leiksýningunni stóð. Leikritið gallar um þann tíma er Þorvaldur víðfórli var að boða kristna trú, í kringum árið 1000. Tók það 80 mínútur í flutningi og var mjög skemmtilegt á að horfa. Alls tóku 30 manns þátt í þessari uppfærslu. Fjölmargir áhorfendur komu að sjá hana og klöppuðu leikurum lof í lófa að sýningu lokinni. Meðal þeirra voru fjórir prestar. Séra Gunnar Hauksson í Stykkishólmi, séra Guðjón Skarphéðinsson á Staðastað, séra Friðrik J. Hjartar í Ólafsvík og séra Hannes Örn Blandon, sem einnig tók þátt í sýn- ingunni. . -PSJ UMFERÐAR RÁÐlRHM O-kJzoÍA.CiIuflCfX) f Allir eiga að nata bílbelti Lil1l-ll llu í:llLLlll-líllll UuJJUNotið ekki barnabílstól í sæti ef uppblásanlegur öryggispúði er framan við það. Sextugt kvenfélag í Fljótum Kvenfélagskonur sungu fyrir gesti sína. félagskonur til veislu og skemmtun- ar í félagsheimilinu Ketilási. Tals- verður íjöldi þekktist boöið, bæði heimafólk og sumardvalarfólk í sveitinni. Þar komu einnig Qórir af sex heiðursfélögum félagsins. Tvær af þeim konum sem upphaf- lega stofnuðu félagið eru enn á lífi og komu þær til samkomunnar. Þar DV-myndir Örn er um að ræða frú Sigríði Jóhannes- dóttur frá Brúnastöðum og frú Jó- hönnu Antonsdóttur frá Skeiði. Á samkomunni í Ketilási var flutt ágrip af sögu kvenfélagsins, sungið og farið í ýmsa leiki. Þá var að sjálf- sögðu í boði höfðinglegar veitingar, grillmatur ásamt tilheyrandi með- læti, kaffi og tertu. -ÖÞ DV, Fljótum: Kvenfélagið Framtíðin í Fljótum varð 60 ára 26. maí sl. Þann dag árið 1939 komu sex konur í Austur-Fljót- um saman og stofnuðu félagið. Fljót- lega fjölgaði í því og síðar gengu konur úr Vestur-Fljótum einnig í Framtíðina. Félagar eru nú um 20 talsins. í tilefni tímamótanna buðu kven- Þær stóðu að stofnun félagsins fyr- ir 60 árum - Jóhanna Antonsdóttir til vinstri og Sigríður Jóhannesdótt- ir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.