Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 13 DV Fréttir Ragnar á Brjánslask: Hefur mætt í hálfa öld á bryggjuna hjá Baldri DV, Barðaströnd: „Ég byrjaði að afgreiða Flóabát- inn Baldur fermingarvorið mitt 1949. Þá var í ferðum 18 tonna bátur sem kom einu sinni í viku og síðar tvisvar til að sækja póst, auk þess sem ferðimar voru notaðar til far- þega- og vöruflutninga. Yfir sumar- ið kom báturinn að kvöldi á Brjáns- læk og lá þar yfir nóttina en hélt til baka morguninn eftir. Það var ef til vill fyrsta byltingin að þurfa ekki að fara út á Patreksfjörð í strandferða- skipin heldur var hægt að koma hingað til að fara suður,“ segh- Ragnar Guðmundsson afgreiðslu- maður Breiðafj arðarferj unar Bald- urs á Bijánslæk. Ragnar hefur í hálfa öld sinnt af- greiðslu Baldurs á viðkomu hans á Brjánslæk á Barðaströnd og tók hann við starfinu af fóður sínum. Ragnar heldur upp á þetta merka starfsaf- mæli sitt á sama tíma og 75 ár eru lið- in frá því að siglingar Baldurs hófust. Fyrst i stað var róið á árabátum fram í flóabátinn en síðan leysti vélbátur árabátinn af hólmi allt þar til um 1960 að Baldur gat farið að leggjast að bryggju á Brjánslæk. 1965 kom nýr Baldur sem jafn- framt fyrri verkefnum flutti bíla yfir Breiðafjörðinn. Þá voru bílam- ir hífðir um borð og var hægt að flytja 12 bfia í ferð, eingöngu litla bila. Nýja skipið getur tekið allt að 20 bílum í ferð, auk þess sem það tekur stærri bíla eins og flutninga- bíla og rútur sem áður var ekki hægt. Ragnar segir að strax í upp- hafi hafi bátamir verið yfirfullir af farþegum og vöram og enn sé þetta að aukast. „Svona þróaðist þetta skip fram af skipi þar til þetta skip kom sem nú er orðið stopp í þróuninni. Nú fara á milli sjö og átta þúsund bílar með skipinu yfir Breiðafjörð á ári og yfir 30.000 farþegar". Þegar nýja feijan, sem er sú sjö- unda með þessu nafni, kom réðst Ragnar ásamt konu sinni í það að koma upp veitingasölu í húsi sem áður var Kænan í Hafnarfirði og heitir nú því virðulega nafni Flakk- arinn eftir for sína vestur á firði. „Það var mikil sala fyrstu árin en ferðamáti fólks hefúr breyst þannig að nú era allir með allt með sér og staðurinn er að mestu leyti orðin af- greiðsla fyrir feijuna. Það var þokkalegt út úr þessu að hafa en það er orðið breytt". Þær stúlkur i áhöfn Baldurs sem DV ræddi við sögðu Ragnar ávallt hressan í bragði og að hann heilsaði iðulega með nýjum vísum þegar skipið kæmi að Brjánslæk. Var því gengið á kappann með vísu sem kom á augabragði: Ellin hefur engin völd, ýmsum þykir galdur. Hefur mætt í hálfa öld á „höfnina" í Baldur. -GS Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk við afgreiðslu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. DV-mynd Guðm. Sig. $ SUZUKI -////------ Suzuki Baleno GL, árg. '96, ek. 43 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GLX, árg. '96, ek. 56 þús. km, ssk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Swift GLXi, árg. ‘97, ek. 25 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 820 þús. Ford Mondeo Ghia 1/98, ek. 18 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 1.750 þús. MMC Lancer GLX , árg. ‘97, ek. 66 þús. km, beinsk., 5d. Verð 1.150 þús. MMC Lancer GLX, árg. '91, ek. 110 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 490 þús. Suzuki Vitara JLX, árg. '97, ek. 50 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 1.260 þús. Opel Astra GL, árg. '96, ek. 62 þús. km, ssk., 5 d. Verð 950 þús. BMW318ÍA, árg. '96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 d. Verð 1.990 þús. Chevrolet S-10, árg. '89, ek. 75 þús. km, ssk. Verð 590 þús. Daihatsu Feroza EL, árg. '94, ek. 70 þús. km, beinsk.,, 3 d. Verð 820 þús. Ford Escort EST, árg. '96, ek. 60 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 790 þús. Opel Corca, árg. '98, ek. 36 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 880 þús. Subaru Legacy WG, árg. '92, ek. 124 þús. km, beinsk. Verð 940 þús. Toyota Touring XL, árg. '93, ek. 79 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 890 þús SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Byggðasafnið Görðum: Elsta timburhúsið endurbyggt „I sumar hefur verið unnið við ár- legt viðhald á eigum Byggðasafnsins að Görðum, það er bátum, húsum og ýmsum munum. Þá er verið að leggja síðustu hönd á endurbyggingu elsta varðveitta timburhúss á Akranesi, Neðri-Sýrupart, er smíðað var árið 1875 og stendur inni á safnasvæðinu. í sumar var einnig byrjað að hlaða grann undir hið svokallaða Sandahús og verður það sett á grunn vonandi í haust. Þá verður unnið við endurgerð á sýningum safnsins og þær settar f nútímalegri búning,“ sagði Jón Heiðar Allans- son, framkvæmdastjóri Byggða- Jón Heiðar Allansson, framkvæmdastjóri Byggðasafnsins að Görðum á Akranesi, við rúm barónsins á Hvítárvöllum sem smíðað var 1875. DV-mynd Daníel 20 tonna tankar færðir DV, Snæfellsbæ: Olíudreifing í Ólafsvík stóð fyrir miklum flutningum á dögunum. Þá voru færðir tómir olíutankar, sem staðið hafa niðri á Snoppu í Ólafs- vík um árabil, á nýtt athafnasvæði fyrirtækisins á Norðurgarði. Feng- inn var til verksins hinn svokallaði „Keikó“-krani sem er mjög öflugur. Hifði hann hvem tank fyrir sig upp og setti á flutningabíl. Hver tankur er 20 tonn að þyngd tómur. Síðan var ekið í lögreglufylgd niður á bryggju. DV-PSJ safnsins á Görðum, Akranesi, við DV. -DVÓ Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV rxyy/y/yxxxxxA/y/y oMmií/iim,- ' Smáauglýsingar 550 5000 Tankur settur á vörubíl f Ólafsvík. DV-mynd Pétur HOOVER ryksugur Bjóðum nú þessar þekktu og vönduðu ryksugur á tilboðsverði. Fjölmargar gerðir. Verðfrá 1 tilefni 70 við 9.9755 TÖFRASÓPURINN og VAPORI gólfhreinsivélin fylgir í kaupbæti. Gjörið svo vel, ágœtu viðskiptavinir. PFA F cHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími: 533 2222 Veffang: www.pfaff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.