Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 15 Er vinnusemi dyggð? „Enn þá eru konur bundnari yfir daglegum heimilisverkum og barnaupp- eldi en karlar," segir m.a. í grein Gunnhildar. íslendingar eru svo vinnusamir að leitun er að öðru eins. Neyslan hefur kennt þjóðinni að réttlæta vinnudýrkun- ina og afþreyingin er orðin sjálf neyslan og því þarf að vinna meira til að geta skemmt sér. Ung pör leggjast árum saman í vinnu- þrælkun og hætta öllu rugli eins og ferðalög- um. Þau kaupa frekar gagnlega hluti, svo sem rafinagnstæki og tól. Ekki er óalgengt að ungt fólk steypi sér í miklar skuldir vegna bUakaupa og greiðslu- byrðin sem það tekur á sig er ótrúleg. Fjölskyldumálum ábótavant Ungt fólk sem er að eignast börn og koma sér upp heimili verður að skuldsetja sig mikið tU að komast yfir húsnæði. Langur vinnutími, lág laun og húsnæðisbasl gerir það að verkum að fjölskyldan stendur höUum fæti í samfélaginu. Launin er lág fyrir dagvinnu og duga ekki tU framfærslu fjölskyldu og jaðar- skattar eru þannig að aukin yfir- vinna gefur litið í aðra hönd. Það hlýtur að vera íhugunarefni hvort ekki sé einhverju ábótavant í fjölskyldumálum þjóðarinnar. Þarf ekki annað en skoða málefni ung- linga sem lent hafa upp á kant við kerf- ið og leiðst út á braut afbrota og vímuefnaneyslu. Ljóst er að vanda- mál unglinga eru ekki einkavanda- mál skólanna held- ur fyrst og fremst forráðamanna og samfélagsins. Skólaárið er það stysta sem þekkist á Norðurlöndunum. Fyrir kemur að hjónin eiga ekkert sumarfrí saman því þau taka frí hvort í sínu lagi til að bömin séu ekki ein heima. Það er einnig nöturlegt að einstæð móðir skuli sigla inn í sumarið með aðeins fáa sumarfrís- daga þar sem hinir hafa verið teknir um jól og páska og á starfs- dögum kennara. Sveigjanlegur vinnutími Vissulega er boðið upp á ýmis námskeið og afþreyingu fyrir böm á yngri skólastig- um en þrátt fyrir það þarf að brúa bil. Margir for- eldrar freistast til að hafa börnin ein og eftirlits- laus heima því bamagæsla er dýr. Kannski er það skýringin á því að slys á bömum í heima- húsum era al- gengari hér en annars staðar á Norðurlöndum. Forsvarsmenn fyrirtækja gætu stuðlað að fjölskylduvænna and- rúmslofti með því að draga úr yf- irvinnu og bjóða upp á sveigjan- legan vinnutíma. Samt ekki þannig að fólk taki vinnuna með sér heim og lengi þar með vinnu- timann. Draga mætti úr makalaus- um veisluhöldum eins og jólabollu en bjóða í staðinn til fjölskyldu- fagnaða. Fjölskylduálag Stjómmálaflokkarnir hafa allir fjölskyldustefnu á stefnuskrá sinni og stjómmálamenn viðurkenna að miklar og hraðar breytingar á þjóðfélagsháttum og lífsstíl hafa aukið álag á fjölskylduna og vilja styrkja stöðu hennar. Ber mest á lengdu fæðingarorlofi og jöfnum rétti mæðra og feðra til töku þess. Algengara er að feður taki hluta af sumarfríi sínu á launum heldur en feðraorlof með greiðslum ffá Tryggingastofnun því þær greiðsl- ur eru ekki háar. Enn þá eru konur bundnari yfir daglegum heimilisverkum og barnauppeldi en karlar. Aukinni menntun kvenna fylgja bættir at- vinnumöguleikar og nú era þær í fastri vinnu sem þær hlaupa ekki frá frekar en karlar. Konur sem gegnum aldirnar hafa helgað heimilinu alla sína krafta em nú komnar út á vinnumarkaðinn og þeirri þróun verður ekki breytt. Því fyrr sem samfélagið gerir sér grein fyrir því, því betra. Gunnhildur Hrólfsdóttir Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur „Það hlýtur að vera íhugunarefni hvort ekki sé einhverju ábóta- vant í fjölskyldumáium þjóöarinn- ar. Þarfekki annaö en skoða mál- efni unglinga sem lent hafa upp á kant við kerfið og leiðst út á braut afbrota og vímuefna- neyslu. “ Miskunnarleysi í vímuefnamálum Enn og aftur eru fíkniefnamál- in í brennidepli og virðist sem það sé rauði þráðurinn í umræðunni að beita hörku og óbilgimi sem bitnar jafnvel á óhörðnuðum ung- lingum sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að lenda í hinum harða heimi eiturefnanna. Sem foreldri bama sem leiðst hafa út í fikni- efnaneyslu er ég mjög undrandi á þeim ummælum Halldórs Ás- grímssonar utanrikisráðherra, að ekki eigi að sýna fíkniefnaneyt- endum neina miskunn. Það væri fróðlegt að heyra álit ráðherrans á því hvort honum finnist aó t.d. 13 ára stúlka sem selur líkama sinn og fikniefni til að fjármagna eigin fikniefnaneyslu eigi ekki skilið „neina miskunn". Það væri líka fróðlegt að heyra meira um afdrif unga piltsins, sem komst í kast við lögin og hefur af- plánað eitt ár á Litla Hrauni og var síðan sviptur sjálfræði og sett- ur á óhugnanlegustu geðdeild landsins, þ.e. réttargeðdeildina að Sogni, af því ekki er annað úrræði til fyrir hann, hvort hann eigi ekki skilið „neina miskunn“. Engin björgun sýnileg Þau ungmenni sem ánetjast fikniefnum hér á landi búa ekki við neina miskunn. Þvert á móti neyðast þau til að gera ýmislegt ógeðfellt til að eiga fyrir næsta skammti af eitrinu. Ef þeim tekst að losna úr viðjum vímunnar verða þau að horfast i augu við að hafa gert hræðilega hluti á meðan á neysl- unni stóð. Ég, og margir aðrir foreldrar vímuefnabarna, hef orðið fyrir því að engin úrræði eru til fyrir bam- ið mitt til hjálpar. Langur biðtími er í hvert einasta meðferðarpláss sem til er á landinu og eðlilega hafa þeir einstaklingar sem lengst em leiddir forgang í þau pláss sem losna. Á meðan sökkva hin sem eru að byrja í neyslu vimuefna sífellt dýpra og engin björgun er sjáanleg fyrir þau. Ég tel að reyna eigi með öllum ráðum að hindra innflutning eit- urlyfia hingað til lands- ins. Það er hræðilegt til þess að hugsa, ef einhvert sannleikskom er í því, að einstakir innflytjendur fikniefna komist upp með sitt óáreittir, bara ef þeir kjafta frá og vísi fikni- efnalögreglunni á ein- hvern annan innflytj- anda. Það hefur sýnt sig að á þeim stöðum landsins þar sem hundar eru hafð- ir við leit að fikniefnum, t.d. nú um verslunar- mannahelgina á Akur- eyri, að þeir gera stórfellt gagn við að finna efnin. Þess vegna er mér óskilj- anlegt af hverju ekki er sýnilegur fikniefnahund- ur í Leifsstöð á Keflavíkurflug- velli. Eins gætu tollverðir farið með hunda um borð í hvert ein- asta skip er hingað kemur. Líklegt er að flestir myndu þá hugsa sig um tvisvar áður en þeir kæmu með fikniefni hingað til lands. Mig hreinlega hryllir við því að nú eigi að stofna enn eina nefnd- ina vegna vímuefnavandans. Hversu mörg ungmenni eiga eftir að ánetjast vímuefnum, eða hrein- lega að týna lífi sínu meðan sú nefnd gruflar yfir málunum? Luktar dyr kerfisins Við íslendingar eigum marga færa sérfræðinga sem hægt væri að leita ráða hjá og spara þannig mikinn tíma. Má þar t.d. nefna um- boðsmann bama, formann SÁÁ, starfsfólk For- eldrahúss Vímu- lausrar æsku og formann Barna- vemdarstofu, sem öll hafa komið að þessum málum um árabil. Það er hræðileg lífs- reynsla að upplifa það að barnið manns sé á kafi í vímuefnaneyslu. Enn verra er þó, sem foreldri, að koma að luktum dymm kerfisins þegar maður grát- biður um hjálp fyrir bamið sitt, af þvi að ekki er til meðferðarpláss fyrir það. Þess vegna óska ég eftir því að sjúkrahúsið Vogur fái myndarlegan skerf af milljarðin- um margumrædda til að ljúka megi við byggingu á þeirri álmu Vogs sem ætluð á að vera ung- mennum. Enn fremur að Bamaverndar- stofu verði veittur tryggur fiár- stofn tU að halda uppi Stuðlum og öðrum meöferðarheimilum henn- ar um aUt landið. Nóg hefur verið talað og fundað um vandann. Nú er kominn tími tU aðgerða. Margrét Kristjánsdóttir „Langur biðtími er í hvert einasta meðferðarpláss sem til er á land- inu og eðlilega hafa þeir einstak- lingar sem lengst eru leiddir for- gang í þau pláss sem losna. Á meðan sökkva hin sem eru að byrja í neyslu vímuefna sífellt dýpra og engin björgun er sjáan- leg fyrir þ au.“ Kjallarinn Margrét Kristjánsdóttir foreldri barns í vímuefnavanda Með og á móti Kaupmáttur landsmanna og velferð myndi aukast til muna ef landbúnaður yrði rekinn eins og hver önnur at- vinnugrein Ingvi Hrafn Óskars- son, formaöur Heimdallar, félags ungra sjálfstæéis- i Reykjavík. Ef landbúnaður væri rekinn eins og hver önnur atvinnugrein, þar sem virðing er borin fyrir markaðslögmál- unum, væri hægt að auka kaupmátt hérlendis um 3-10% á ári. Til að ná þessu fram þarf að hætta opinberum afskiptum af landbúnaði. Þetta er mat hagfræðinga innan stjórnkerfisins og kemur fram í vinnuplaggi frá Seðla bankanum. Viðskiptafrelsi skapar velmegun „Stjórnkerfi landbúnaðarins ein- kennist af tvennu: miðstýringu og ríkisvemd. Hvort tveggja leiðir til óhagkvæmni og sóunar - og á endan- um fátæktar. Viðskiptafrelsi skapar hins vegar velmegun. Nærtækt dæmi er íslensk- ur sjávarútvegur sem að megin- stefnu býr við umhverfi frjálsra viðskipta og er fyrir bragðið grundvöllurinn að velmegun þjóðarinnar. Mjög víða erlend- is er sjávarútveg- ur bundinn i viðj- ar ríkisafskipta og skapar engan arð. Afnám við- skiptahafta í landbúnaði (þ.m.t. inn- flutningshafta) myndi leiða til þess að íslendingar ættu kost á betri vöm á mun lægra verði. Auk þess gæfist svigrúm til skattalækkana þar sem landbúnaðurinn nýtur verulegra rík- isstyrkja, Samkeppni myndi verða til og leiða til þess að aðeins yrðu framleíddar þær vörur sem þörf er fyrir og greinin yrði arðbær - og búin yrðu sannkallaðir landstólpar. Jafnframt er rétt að benda á að þó að ríkisverndin kunni að skapa atvinnu þá kemur hún í veg fyrir grósku á öðrum sviðum. Lækkun skatta og aukning kaupmáttar myndu auðvit- að leiða til þess að landsmenn hefðu ráð á ýmsum vöram og þjónustu sem þeir hafa ekki nú og ný atvinnutæki- færi yrðu þar með til.“ Drepum ekki landbúnaðinn „Með fullyrðingunni er væntan- lega átt við að íslenskur landbúnað- ur verði rekinn án nokkurra ríkisaf- skipta eða opinberra styrkja. Slíkt þekkist hvergi í nálægum löndum. Landbúnaður nýtur alls staðar verndar í okkar heimshluta og það er alveg ljóst að landbúnaður í Evrópu, og ekki sist á norðlægum slóðum, mundi vart lifa af í frjálsri og óvar- inni samkeppni. Afskipti hins op- inbera af land- búnaði hafa Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmda- stjóri Bændasam- taka íslands. minnkað, jafnt hér og í öðrum Evr- ópulöndum. Þessi þróun er jákvæð en kollsteypur kæmu sér illa, jafnt fyrir bændur sem neytendur. Ef hér væri engin vemd gætu íslendingar flutt inn ódýr matvæli frá þeim löndum sem búa við hagstætt veður- far þar sem framleiðslukostnaður er afar lítill. Hið sama má segja um mörg önnur lönd sem búa við erfið skilyrði til landbúnaðar en menn- ingar- óg velferðarríki byggist m.a. á dugrniklum landbúnaði. Matvælaör- yggi er/ hluti af velferðarsamfélag- inu. Þar erum við betur sett en flest- ar aðrar þjóðir en umræða á alþjóða- vettvangi snýst æ meira um nauð- syn þess að fólki séu tryggð holl og hrein matvæli. Þessa stöðu viljum við verja og það geram við því að- eins að við treystum okkar landbún- að en drepum hann ekki.“ -H,K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.