Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 39 f I>V Madonna segir líkamsræktina vera tímasóun Þar höfum við það. Stórkyn- bomban Madonna stundar enga líkamsrækt. Samt er kroppurinn á henni alveg rosalegur kroppur, þótt hún sé orðin fertug og búin að eignast bam í ofanálag. „Líkamsrækt er bæ-a tímasó- un,“ segir kynbomban og söng- konan í viðtali viö frönsku sjónvarpsstöðina Canal Plus sem senda á út í næsta mánuði. „Síð- ustu þrjú árin hef ég ekki stigiö fæti inn í líkamsræktarstöð." Madonna hefur nefhilega fúndið upp nýja aðferð til að þjálfa bæði kropp og hug. „Ég iðka jóga. Á þann hátt mun mér takast að viðhalda æsku- blómanum þar til ég verð áttræð,“ segir Madonna. Svo er það dóttirin Lourdes sem heldur uppi góða skapinu. Robert Downey fékk óblíða meðferð hjá dómaranum: Þriggja ára fang- elsi fyrir eiturát Já, það var engin miskunn hjá Magnúsi á fimmtudag. Kvikmynda- leikarinn Robert Downey yngri var dæmdur til þriggja ára fenglsisvist- ar fyrir að rjúfa skilorð vegna fyrri dóms fyrir fikniefnamisferli. Enn er þó eitthvert líf eftir í leikaraferli piltsins, að minnsta kosti fram til áramóta. Lögmaður leikarans náði ekki upp í nefíð á sér fyrir reiði eftir að dómarinn hafði kveðið upp dóminn. „Ég veit ekki um néinn sem viður- kenndi af fúsum og frjálsum vilja að hann hefði roflð skilorð og samt fengið hámarksrefsingu," sagði lög- maðurinn, Robert Shapiro. Hann vísaði í álit tveggja geð- lækna um að leikarinn væri að komast yfir eiturlyfjafikn sína. Sjálfur segist Downey hafa verið háður eiturefnum frá því hann var átta ára gamall. Dómarinn sá ástæðu til að nefna að leikarinn frægi hefði ekki unnið bug á fíkninni þótt hann hefði sjö sinnum farið í meðferð. Að minnsta kosti tvær kvikmynd- ir þar sem Robert Downey kemur fram verða frumsýndar fyrir árslok. Hvort hann fær einhver fleiri hlut- verk, skal ósagt látið. Margir, þar á meðal blaðafúlltrúi hans, telja Dow- ney hins vegar svo góðan leikara að hann muni fá vinnu eftir að hann losnar úr fangelsinu. Robert Downey yngri sér fram á að þurfa eyða næstu árum innan fangelsis- veggja fyrir að rjúfa skilorð vegna fíkniefnadóma. Sviðsljós Kate Moss vefur sig um Kravitz Beinasleggjan og ofurfyrirsæt- an Kate Moss sást vefja sig utan um ameríska popparann og krullupinnan Lenny Kravitz á næturklúbbi einum í París um daginn. Afleiðingamar urðu að sjálfsögðu þær að kjaftakerling- arnar bám út sögur um að þarna væri nýjasta parið meðal fræga og ríka fólksins. Að sögn heim- ildarmanns breska æsiblaðsins Sun höguðu Kate og Lenny sér eins og tveir ástsjúkir unglingar. Sem sé, greinilegt var að þau vom meira en bara saklausir vinir. Og hananú. / > Halle Berry skartaði sínu fegursta þegar hún kom til frumsýningar kvik- myndarinnar Dorothy Dandridge í New York í síðustu viku. Þar leikur Halle aðalpersónuna, þekkta blökkusöngkonu, leikkonu og dansara. kfMrMér.f-aila Taktu sumarmyndirnar þínar á Kodak filmu og sendu okkur bestu myndina strax. Þú getur lagt myndirnar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eða sent þaer beinttil DV, Þverholti I I, 105 Reykjavík, merktar “SUMARMYNDAKEPPNr’. Keppt verður í tveimur flokkum: A) 16 ára og yngri, B) Allir aldurshópar. CANON IXUS pakki Margverðlaunuð APS myndavél með aðdráuarlinsu 3 mismunandi myndastærðir Mögulciki á dagsctningu og texu aftan á myndunum o.fl. Falleg Canon taska fylgir. Verðmaeti 28.900.- CANON EOS IX-7 með 22-55 USM linsu. Einstaklega skemmtileg EOS APS myndavél 3 mismunandi fökusstUlingar 3 mismunandi myndastaerðir 4 mismunandi flassstillingar Aðgerðahjól með mlsmunandl stillingar Möguleiki á dagsotningu og texta aftan á myndunum. Vcrðmæti 54.900.- CANON IXUS L-l pakki. Frábcr APS myndavél með Ijósop F2.8. Sérmerkt leðurtaska ósamt fllmu fylgir. CANON IXUS FF25 myndavélar myndavélar CANON IXUS M-l pakki. Þessi netta APS myndavél vegur aðains 115g. Sérmerkt Canon laðurtaska ásamt filmu fylgtr. KODAK filma og námskcið i Ijósmyndun KODAK filma með afslátt af framköllun CANON IXUSAF I vinnlng fyrir bestu innsendu sumarmynd mánaðarins úr báðum flokkum f júll og ágúst. Verðmaeti 9.900.- Áukaverðlaun verðlaun ‘i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.