Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 21 I>V Sport Penny fer til Phoenix Penny Hardaway, fyrrum leikmaður Orlando Magic í NBA- deildinni, hefur gert samning við Phoenix Suns og er þar með þriðja stórstjarna Orlando Magic sem fer frá liðinu á einni viku en Horace Grant er farinn til Seattle og Nick Anderson til Sacramento. Mörg lið voru á eftir Penny, svo sem Los Angeles Lakers, en Hardaway valdi að semja við Suns. Hardaway vildi ekki spila lengur stöðu leikstjórnanda, líkt og hjá Orlando, og sú ósk hans rætist í eyðimörkinni hjá Phoenix þar sem fyrir er Jason Kidd, einn besti leikstjómandi NBA og sá sem átti flestar stoðsendingar á síðasta ári. Líklegt byrjunarlið Suns er: Jason Kidd, Penny Hardaway, Cliff Robinson, Tom Gugliotta og miðherjinn Luc Longley. -ÓÓJ Bestu tlmar á Bretlandi Bandarísku spretthlaupararnir Marion Jones, til hægri og Maurice Green, náðu bæði tveimur fljótustu tímunum sem náðst hafa í 100 metra hlaupi á Bretlandi. Skötuhjúin náðu þessum tímum á breska stigamóti Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fór í London á laugardag. Maurice Green hljóp á 9,97 sekúndum, sá fyrsti til að hlaupa undir 10 sekúndum á breskri grund. Bruny Surin varð í öðru sæti á 10,02 og þriðji varð Bretinn Dwa- in Chambers. Ólympíumeistarinn, Donovan Bailey, varð _____________ að sætta sig við síðasta sætið. Marion Jones hljóp 100 metranna á 10,80 sekúndum hjá kon- unum og varð fyrsta konan til að hlaupa undir 11 sekúndum í Bretlandi. -ÓÓJ Kristín Elsa Erlendsdóttir, einn efnilegsti kylfingur landsins: Lifir fýrir golf Hvað finnst þér? Hvers vegna telur þú að áhugi á golfi hafi aukist svona mikið meðal al- mennings? (Spurt á Landsmótinu í golfi.) Gisli Einarsson alþingismaður: Vegna þess að það hefur verið gert mikið af því að bæta um- hverfi golfvallanna og ímynd golfsins sem almenningsíþróttar og það er fleirum og fleirum ljóst að golflð er almennings- íþrótt sem hægt er að byrja í á hvaða aldri sem er. Einar Gíslason, lagerstjóri og Alda Björk Einarsdóttir: Vegna jákvæðari fréttaum- fjöllunar og svo er þetta frábær útivera. Hrafnhildur Þórarinsdóttir verslunarmadur: Fyrst og fremst útivera og góður félagsskapur. Hafdís Ævarsdóttir: Vegna þess að golflþróttin hefur verið kynnt mikið undanfarin ár og almenningur komist að því hvað þetta er góð hreyfmg í góðum félagsskap. Sigurður Röngvaldsson sölu- maður: Þetta er góð útivera og sýnt meira í sjónvarpinu. Golf er frá- bær íþrótt þegar menn fara að kynnast þessu. Kristín Elsa Erlendsdóttir skaust upp á stjömuhimininn á Landsmót- inu í golfí um helgina. Kristín, sem er rétt nýorðin 17 ára, hafnaði í þriðja sæti á mótinu sem telst mjög góður árangur. Hún hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku og stundað golfið þar af fullum krafti en hún var aðeins 11 ára þegar hún byrjaði. Hvernig líkaði þér í Danmörku? „Mér líkaði mjög vel enda er ég að flytja þangað aftur eftir átta daga, ég er að fara í golfskóla. Þetta er svona verslunarskóli, bara eins og héma heima þannig að ég verð síðan stúdent. Það tekur bara þrjú ár og ég bý á golfvellinum í golfhúsi og ég verð keyrð og sótt í skólann og fer svo út á golfvöll alla daga.“ Hvernig lýst þér á að vera aó fara út? „Bara mjög vel, ég hlakka rosa- lega til. Besta vinkona mín sem er í danska landsliðinu er jafngömul mér og við ætlum að búa saman í húsi. Þetta verður kannski erfitt fyrst, en þetta er það sem ég vil, ég stefni á golfið. Finnst þér undirbúningurinn sem þú fékkst úti vera aó bera árangur? „Ég fékk alveg heilmikið út úr því að vera úti, þar var ég i hörku- keppni hverja einustu helgi og það telur náttúrulega, þannig að maður bætir sig.“ Vellir og veður betri Myndir þú segja aó aóstœóurnar til golfiókunar séu betri úti en hér? „Já, mun betri. Þú getur spilað miklu meira og vellimir era betri og veðrið betra. Þú þarft ekki að spila þrjá mánuði á ári eða fjóra eins og héma heldur getur þú spil- að allt árið.“ Æfirðu eitthvaó annaö en golf? „Já, ég hef verið aðeins að lyfta og hlaupa, halda mér aðeins í formi. Ég var í handbolta en ég hætti því. Ég var hrædd við að meiðast." Hvað fiinnst þér skemmtilegast við golfiö? „Bara, þetta er mikil keppnis- íþrótt. Þú ert að berjast við sjálfan þig og það er gaman að vinna sjálf- an sig þegar gengur vel og bæta sig og sjá árangur eftir alla vinnuna sem em margir klukkutímar á dag. Þá er æðislegt að sjá árangurinn." Hvernig skap hefurðu í íþróttina? „Ég verð svolítið pirruð, get tekið þetta svolítið inn á mig, en maður verður bara að vera jákvæður, því þetta er náttúrulega erfitt þegar ekkert gengur. Einbeiting er mjög mikilvæg, sérstaklega í svona stóru móti eins og þessu. Þú verður að læra að halda einbeitingu í fjóra klukkutíma.“ Hversu mikilvœg er fiölsyldan þér? „Alveg rosalega, hún hefur stutt við bakið á mér síðan ég byrjaði í þessu, keyrt mig allt og borgað nán- ast allt fyrir mig sem þarf og er búin að leggja mikið á sig þannig að ég geti spilað golf.“ Enginn tími fyrir kærasta Nú er pabbi þinn kylfusveinn fyr- ir þig á þessu móti, hjálpar þaó þér? „Já, ég finn það alveg að hann vill mér svo vel og er alltaf svo jákvæð- ur og hann er náttúrulega þarna fyrir mig. Það er sama hvort ég slæ lélegt högg, hann segir alltaf: „Þetta var fínt.“ Mamma mín og systir mín, Berglind, gengu með mér seinni níu holurnar í dag og það var líka rosalega gott.“ Áttu kœrasta? „Nei, það er enginn tími fyrir svo- leiðis, ég er alltaf á golfvellinum." Hvaó meó framtíóina? „Ég stefni á háskólanám í Banda- ríkjunum með golfinu." Áttu þér einhverja fyrirmynd í golfinu, eöa bara í lífinu? „Þegar ég byrjaði í golfinu þá var Ólöf Maria alveg mín fyrirmynd og svo horfi ég mikið upp til Ragnhild- ar, hún er svo jákvæð persóna. Það er svo gaman að horfa á hana og sjá hvemig hún er. Lífið hjá henni er bara svo skemmtilegt. Núna er ég farin að keppa við þær og það er bara gaman.“ Ertu nœsta stórstjarna okkar ís- lendinga í golfinu? „Ég veit það ekki, maður náttúru- lega stefnir á að ná eins langt og maður getur. Tíminn verður bara að sýna það og sanna." Hefur þú þér einhver önnur áhugamál? „Ég hugsa nú bara um golf. Kannski bara að vera með vinum mínum og fjölskyldu. Ég er náttúm- lega rosalega mikil íþróttamann- eskja og fylgist með öllum íþrótt- um.“ Hvaö langar þig til þess aó verða? „Ég ætla að læra viðskiptahag- fræði í háskólanum, annars stefni ég stíft á að verða atvinnumaður í golfi.“ -ÍBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.