Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 8
26 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 Sport Chelsea var óumdeilanlega lið fyrstu umferðar enska boltans þegar liðið skellti nýliðum Sunderland 4-0 á Stamford Bridge á laugardaginn. Heimamenn settu á svið mikla sókn- arsýningu, sérstaklega i seinni hálf- leik þegar hvert dauðafæri á fætur öðru leit dagsins ljós. Gustavo Poyet gerði tvö mörk, þar af frábært seinna mark eftir undirbúning Gian- franco Zola sem skoraði eitt mark sjálfur. Chirs Sutton fór illa með góð færi í sínum fyrsta leik en varmaö- ur hans, Tore Andre Flo, var fljótur að setja mark sitt á leikinn og skor- aði innan fjögurra mínútna. Sjálfsmark bjargaði Arsenal Arsenal komst í hann krappann og þurfti sjálfsmark i viðtbótartíma til að tryggja sér sigur eftir að Tony Cottee hafði komið Leicester yfir um miðjan seinni hálfleik. Þetta var 30. leikur liðsins í deildinni í röð á heima- velli án taps og ennfremur 11. heimasigurinn í röð í öll um keppnum. Leeds og Derby skyldu jöfn í daufum og markalausum leik og Norðmaðurinn Egil Ostenstad tryggði Sout- hampton sinn fyrsta sig- ur á opnunardegi í 11 ár þegar hann gerði eina markið gegn Coventry. Þá tryggði Frank Lampard West Hamm 1-0 sigur á Tottenham. Fimm leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í 1-2 sigri gegn Sheffield Wednesday. Robbie Fowler lék með og átti bæði mörkin, skoraði fyrra og Tito Camera fylgdi eftir skoti hans í því síðara áður en varamaðurinn Benito Carbone minnkaði muninn. Dean Saunders, sem gekk til liðs við nýliða Bradford daginn fyrir leikinn, kom inn á sem varamaður og tryggði liðinu sigur gegn Midd- lesbrough á úti- velli en þetta var fyrsti leik- Bradford í efstu deild í 77 ár. Shearer með rautt spjald Alan Shearer fagnaði ekki 100. leik sínum með Newcastle á glæislegan hátt, hann náði ekki að skora og var í þokkabót rekinn út af í fyrsta sinn á ferlinum á 70. mínútu, þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að hafa átt að gefið Colin Calderwood gott olnbogaskot. Það var ekkert sjá- anlegt í atvikinu þegar það var skoð- að í sjónvarpinu og Ruud Gullit, stjóri Newcastle, kenndi dómaranum 100% um tap síns liðs. Mesta fjörið var í leik Watford og Wimbledon þegar Wimbledon vann 2-3 sigur þrátt fyrir að leika einum manni færri síðustu 73 mínútur leiks- ins. Carl Cort skoraði fyrsta mark enska tímabilsins strax á 10. mínútu en það var afar klaufalegt sjálfsmark nýliðanna sem kom Wimbledon í þriðja sinn yfir í leiknum og tryggði sigurinn. Jafnt á Goodison Park Everton og Englandsmeistar- ar Manchester United gerðu 1-1 jafntefli á Goodison Park i gær. Það stefndi í sigur meistaranna eftir að Dwight Yorke kom þeim yfir á 7. mínútu en sjálfsmark Jaap Stam þremur mínút- um fyrir leikslok kostaði þá tvö stig en Everton átti síst minna í leiknum S og stigið skilið. -ÓÓJ Stuð- ka llar Gianfranco Zola fagnar marki sínu gegn Sunderland með félaga sínum Gustavo Poyet, sem sjálfur gerði tvö mörk fyrir Chelsea sem rúllaði yfir nýliðana. Seinna í leiknum átti Zola eftir að leggja upp mark fyrir Poyet á glæsilegan hátt. DV-myndir Reuters Dwight Yorke fagnar fyrsta marki sínu í ár fyrir Englandsmeistara Manchester United gegn Everton á Goodison Park í opnunarleik liðsins á nýjum tímabili. DV-mynd Reuters 2 ENGLAND Úrvalsdeild: Enska knattspyrnan hófst um helgina: Arsenal-Leicester ...........2-1 Lárus Orri Sigurðsson spilaði allan leikinn með Stoke í 1-2 tapi fyrir Ox- ford, Bjarnólfur Lárusson kom inn á sem varamaður hjá Walsall en fé- lagi hans Sigurður Ragnar Eyjólfs- son sat á bekknum allan tímann. Jóhann B. Guðmundsson (Watford), Þorvaldur Örlygsson (Oldham), Arnar Gunnlaugsson (Leicester), og Guóni Bergsson (Bolton) voru ekki i leikmannahópi sinna liða, þeir tveir síðastnefndu eru meiddir. Hermann Hreióarsson, til vinstri, byrjaði tima- bilið ekki vel því hann var rekinn út af á 88. minútu hjá Brentford í markalausu jafntefli gegn Bristol Rovers. Arsenal hélt hreinu í fyrri hálfleik gegn Leicester á laugardag og hefim liðið aðeins fengið á sig eitt mark (gegn Tottenham) í fyrri hálfleik í síðustu 24 deildarleikjum en aðeins þrisvar náðu andstæðingarnir að skora hjá liðinu fyrir hlé á öllu síð- asta tímabili. Laugardagsins 7. ágúst verður minnst, í herbúðum Leicester, sem mikils hrakfalladags. Liðið missti tvo lykilmenn út af í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Fyrirliðinn Steve Walsh meiddist og skömmu seinna þurfti Emile Heskey að yfirgefa völlinn á börum og í kraga eftir að hafa farið illa út úr samstuði við Gilles Grimaldi. í seinni hálfleik fengu síð- an heimamenn í Arsenal tvö mörk á silfurfati, það seinna meira að segja skoraö af Leicester-mönnum sjálfum. Paul Jewell, framkvæmdastjóri Bradford City, hefur gert mörg skynsöm kaup en fá hafa örugglega borgað sig jafnfljótt og þau á Dean Saunders frá Benfica. Saunders, sem er 35 ára, kom í frjálsri sölu frá portúgalska félaginu og var aðeins búinn að vera sólarhring hjá Bradford og 11 mínútur inni á vellinum þegar hann hafði tryggt fyrsta sigur félagsins í efstu deild í 77 ár, einni mínútu fyrir leikslok. Manchester er enn ósigrað á útiveili í ensku deildinni á þessu ári og það dugði ekki hjá Everton-mönnum að þrengja völlinn sinn fyrir leikinn því að það tók meistarana aðeins 7 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. 0-1 Cottee (57.) 1-1 Bergkamp (65.) 2-1 sjálfsmark, Sinclair (90.) Chelsea-Sunderland..........4-0 1-0 Poyet (20.), 2-0 Zola (32J3-0 Flo (77.) 4-0 Poyet (78.) Coventry-Southampton........0-1 O-l Ostenstad (85.) Leeds-Derby.................0-0 Middlesbrough-Bradford .... 0-1 0-1 Saunders (89.) Newcastle-Aston Villa......0-1 0-1 Joachim (75.) Sheff.Wednesday-Liverpool .. 1-2 0-1 Fowler (75.) 0-2 Camara (84.) 1-2 Carbone (89.) Watford-Wimbledon ..........2-3 0-1 Cort (10.), 1-1 Kennedy v.sp.(17), 1-2 Gayle (28.) 2-2 Ngonge(70.) 2-3 sjálfsmark, Johnson (77.) West Ham-Tottenham .........1-0 1-0 Lampard (45.) Everton-Manchester United . . 1-1 0-1 Yorke (7.) 1-1 sjálfsmark, Stam (87.) Næstu leikir í úrvalsdeild Mánudagur 9. ágúst: Tottenham-Newcastle Þriðjudagur 10. ágúst: Derby-Arsenal Sunderland-Watford Wimbledon-Middlesbrough Miðvikudagur 11. ágúst: Aston Villa-Everton Leicester-Coventry Liverpool-West Ham Manchester United.-Sheff.Wednesday 1. deild: Birmingham-Fulham............2-2 Blackburn-Port Vale..........0-0 Charlton-Barnsley............3-1 Crystal Palace-Crewe.........1-1 Grimsby-Stockport ...........0-1 Ipswich-Nottingham Forest .... 3-1 Portsmouth-Sheffield United ... 2-0 QPR-Huddersfield.............3-1 Tranmere-Bolton..............0-0 Walsall-Swindon..............0-0 WBA-Norwich..................1-1 Manchester City-Wolves ......0-1 - skellti nýliðum Sunderland og Manchester gerði jafntefli Gjafamark í lokin Frakkinn Patrick Viera hjá Arsenal hleypur fagnandi frá marki Leicester City í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að Arsenal hafði fengið óvænta aðstoð við gerð sigrmarks síns í leiknum. Tim Flowers, markvörður Liecester, og varnarmenn liðsins eru vonbrigiðin uppljómuð enda má rekja bæði mörk Arsenal til slæmra varnarmistaka. Manchester hefur leikió 21 leik í röð í deildinni án þess að tapa og 14 í röð á útivelli. Síðastir til að vinna Manchester voru Middlesbrough 19. desember 1998. -ÓÓJ ENGLAND Eiður Smári Guðjohn- sen, til hægri, átti besta færi leiksins hjá Bolton gegn Tranmere i ensku B- deildinni á laugardag en skaut framhjá opnu marki á 75. mínútu leiks- ins, sem endaði síðan markalaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.