Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 29 i Sport Fimmgangur, fjórgangur, slaktaumatölt og tölt Sigurður Sigurðarson var með bestan árangur íslensku knapanna í slaktaumatölti og var í níunda sæti. Hugsanlega misstu íslendingar gull úr greipum sér í slaktaumatöltinu því Auðunn Kristjánsson (íslandi) var langefstur eftir forkeppnina á Baldri frá Bakka en var dæmdur úr leik vegna þess að mél á beisli hans var of þunnt. Hann var því úr leik. Fimmgangur Auðunn Kristjánsson á Baldri frá Bakka var eini íslendingurinn sem komst í A-úrslit í fimmgangi. Þar keppti hann við erfiða andstæðinga, meðal annarra þrjá þýska knapa, en hafði sigur eftir bráðabana við Jens Fúchtenschnieder (Þýskalandi) á Reyk frá Kringlu. Elke Scháfer (Austurríki) á Blæ frá Minni Borg var þriðja, Tanja Gundlach (Þýskalandi) á Geysi frá Hvolsvelli var fjórða, Christina Lund (Noregi) á Hlekk frá Stóra- Hofi var fimmta og Karly Zingsheim (Þýskalandi) sjötti á Fána frá Hafsteinsstöðum. Karly Zingsheim (Þýskalandi) heimsmeistari í fimmgangi árið 1997 á Feyki frá Rinkscheid mátti verja titii sinn á Feyki en hefði þá einungis getað keppt í fimmgangi. Hann keppti í fimmgangsgreinunum en var dæmdur úr leik í slaktaumatöltinu og átti því ekki möguleika á heimsmeistaratitli í samanlögðum árangri. Hann setti þvi stefnuna á heimsmeistartitil í fimmgangi og var efstur eftir forkeppni en í úrslitum gekk honum illa. Fjórgangur íslensku knaparnir lögðu undir sig A- úrslitakeppnina í fjórgangi því það voru fjórir knapar sem kepptu fyrir ísland í úrslitum af sjö sem þangað náðu og fimmti íslendingurinn keppti fyrir Svíþjóð. Þrír knapar úr íslenska landsliðinu hirtu alla málmana, gull silfur og brons. Olil Amble (íslandi) var heimsmeistari á Kjarki frá Horni, Ásgeir S. Herbertsson (íslandi) á Farsæl frá Arnarhóli var annar, Rúna Einarsdóttir (íslandi) var þriðja á Snerpu frá Dalsmynni, Unn Krogen (Noregi) var i þriðja sæti á Hruna frá Snartarstöðum, Irene Reber (Þýskalandi) var fimmta á Kappa frá Álftagerði, Styrmir Árnason (íslandi) á Boða í sjötta sæti og Sveinn Hauksson (Svíþjóð) á Hrímni frá Ödmárden í sjöunda sæti. Tölt „Það er ekki til sá hestur á staðnum serr sigrar Feng,“ sagði Sigurður Sæmundssor landsliðseinvaldur eftir að Jóhann Skúlasor (íslandi) hafði skotist á toppinn í forkeppni tölti á Feng frá íbishóli. Sigurður er spámannlega vaxinn og hafði réti fyrir sér því Jóhann sigraði örugglega. Waltei Feldman (Þýskalandi) var annar á Bjarka frá Aldenghoor, Olil Amble (íslandi) var þriðja é Kjarki frá Homi, Reinhard Loidl (Austurríki fjórði á Auði frá Eystra-Fíflholti og Juliet var Bokum (Hollandi) fimmta á Gróttu frá Litlu Tungu og Vignir Siggeirsson (íslandi) sjötti i Þyrli frá Vatnsleysu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins: Endaspr ettu r , V - Islendinga á heimsmeistaramótinu góður ■m <fl 'O S E '<fl <B O Eftir hræðilega byrj- un heims- meistaramótinu hestaíþróttum í Þýskalandi, þar sem allt var íslenska var enda- spretturinn frábær og þrjú gull unnust í þremur siðustu úr- slitagrein- unum. Fyr- ír voru tvö gull hjá Sigur- birni Bárðar- syni svo gullin voru fimm, tvö silfur og tvo brons auk fjög- urra gulla hjá kynbótahrossun- um og tvennum siffurverðlaunum. íþróttamenn segja að það sé fyrsta sætið eða ekkert sem gildi því menn gleymi fljótt þeim sem eru í neðri sætunum. Svo sannar- lega var farið eftir þeirri kenningu á heimsmeist- aramóti íslenskra hesta í Kreuth. Sennilega hefur gengi knapa í íslensku hestalandsliði aldrei ver- ið misjafnara en í Kreuth þar sem þrír knapar voru dæmdir úr leik vegna ým- issa vandamála og tveir knapar féllu úr keppni en aðrir 4 komust alla leið á toppinn og fengu 5 gull- verðlaun og heimsmeist- aratitla. Sem fyrr var það Sigubjöm Bárðarson sem mark- aði stefn- una og sameinaði alla áhorf- endur mótsins er hann setti heimsmet í 250 metra skeiði á föstudeginum og fór á 21,16 sek. Mótsgestir viður- kenndu að hafa tár- ast við þennan ein- stæða viðburð. Sigur- björn hefur oft komið á óvart en sennilega aldrei sem nú þegar hann fleytti Gordon frá Stóru-Ásgeirsá í fjórum sprettum und- ir 22.00 sek. og fór tvisvar sinnum undir heimsmetinu sem hann átti sjálfúr á Leisti frá Keldudal. Það met var frá ár- inu 1986 en þeir fóm þá á 21,4 sek. Nú fóra Sigurbjöm og Gordon á 21,72 sek í fyrsta spretti, svo á heimsmetinu 21,16 sek., þá 21,43 og loks 21,36 sek. Hugsanlega hefur það haft áhrif á heimsmetasprettinn að Sigurbjörn var í riðli með Aðalsteini Aðalsteinssyni sem keppir fýrir Noreg en á áram áður kepptu þeir Að- alsteinn og Sigurbjöm um gullin í skeiðinu á íslandi og þá var ekkert gefið eftir frekar en nú. Þjóðverjinn Bernd Schli- kermann keypti Gordon eft- ir heimsmeistaramótið í Noregi 1997 og hefur gengið mjö vel með hann. í fyrra varð Schlikermann þýskur meistari i skeiði á Gordon og í vor fóru þeir á 21,8 sek. „Ég stefndi á að komast í þýska landsliðið með Gor- don,“ segir Schlikermann. „Því miður tókst það ekki. Það kom upp vandamál með Gordon. Hann átti það til að stökkva upp eftir 200 metra. Gleðin yfir þessum frábæra árangri Sigurbjörns er blandin vonbrigðum yfir því að hafa ekki komist í þýska landsliðið," segir Schlikermann. Þeir sem til þekkja segja að Gordon sé í stórkostlegri þjálfun, hreint vöðvabúnt. Sigurbjöm var einungis með hann í tíu daga áður en í heimsmeistarakeppnina kom en í viðtali við DV fyrr í júlí lýsti hann hvemig hann ætlaði að haga þjálfuninni. Þetta er í annað sinn sem Arangur: Sigurbjöm Báröarson á Gordon frá Stóru Ásgeirsá: Heimsmeistari 1 250 metra skeiði og samanlagður meistari, 6. sæti í gæðingaskeiði, 21. sæti í slaktaumatölti og 10. sæti i fimmgangi. Auðunn Kristjánsson, til vinstri, á Baldri frá Bakka: Heimsmeistari í fimmgangi, 5. í skeiði og dæmdur úr leik í slaktaumatölti. Jóhann Skúlason á Feng frá Ibishóli: Heimsmeistari í tölti. Olil Amble á Kjarki frá Homi: Heimsmeistari í fjórgangi, 3. í tölti, dæmd úr leik í fimi. Ásgeir S. Herbertsson, til hægri á Farsæli frá Amarhóli: 2. í fjórgangi Og 11. í tölti: Rúna Einarsdóttir á Snerpu frá Dalsmynni: 3. í fiórgangi og 16. í tölti. Styrmii- Ámason á Boða frá Gerðum: 6. í fjórgangi. Einar Ö. Magnússon á Glampa frá Kjarri: Hesturinn meiddist og var úr leik. Logi Laxdal, til vinstri, á Freymóði frá Efsta-Dal: Féll úr keppni í gæðingaskeiði og var dæmdur úr leik í skeiði. Vignir Siggeirsson á Þyrli frá Vatnsleysu: 6. i tölti. Siguröur Sigurðarson, til hægri, á Prins frá Hörgshóli: 2.-3. í gæðingaskeiði, féll úr keppni í fimmgangi og 9. í slaktaumatölti. Sigurbjörn er heimsmeist- ari í 250 metra skeiði. Hann varð heimsmeistari á Adam árið 1981. Lothar Schenzel (Þýska- landi) var annar í 250 metra skeiði á Gammi frá Krithóli á 22,24 sek., Aðalsteinn Að- alsteinsson (Noregi) þriðji á Ringó frá Ringerike á 22,28 sek., heimsmeistarinn í gæðingaskeiði frá því á fimmtudaginn Höskuldur Aðalsteinsson (Austurríki) er Qórði á Katli frá Glæsibæ á 22,43 sek. og Marianne Tschappu (Sviss) fimmta á Gammi frá Ingveldarstöðum á 22,94 sek. Þegar Sigurbjörn setti heimsmetið fékk hann það ' háa einkunn að hann tryggði sér um leið sigur í samanlögðu og varði því heimsmeistaratitil sinn frá árinu 1997 en hann var eini knapinn sem það gerði. Annar í samanlögðu er Að- alsteinn Aðalsteinsson (Nor- egi) á Ringo frá Ringerike, þriðji Alexander Scustav (Slóveníu) á Örvari frá Úlfs- stöðum og fjórða Marianne Tsxhappu (Sviss) á Gammi frá Ingveldarstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.