Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 2
Sólmyrkvinn verður á morgun: Milli 60 og 70% myrkvi hér á landi - hægt að fylgjast með á Netinu Á morgun renn- ur upp stór stund fyrir alla áhugamenn um stjörnufræði og náttúrufyrir- bæri almennt, a.m.k. fyrir þá sem eru staddir í Evrópu og Mið-Austurlönd. Þá verð- ur nefnilega sólmyrkvi á þessum hluta jarðarinnar og mun almyrkvi á sólu verða á talsvert fjölmennum stöðum í Evrópu. Ekki munum við verða svo hepp- in að upplifa almyrkva hér á landi í þetta sinn en við ættum að verða talsvert vör við fyrirbærið þar sem milli 60% og 70% sólarinnar munu hverfa bak við tunglið á morgun. Myrkvinn mun hefjast hér á landi um kl. 9.30 og standa í um tvo klukkutíma. Hann verður mestur sunnanlands en þeir sem eru nyrst á landinu verða að sætta sig við að 60% sólar hverfi í þetta sinn. Nauðsynlegt að verja augun Búist er við að gríðarlegur fjöldi fólks muni fylgjast með myrkvanum og hafa miklar ráðstafanir verið gerðar til að benda áhugasömum á að vemda augu sín, þvi þó svo að- eins hluti sólarinnar sjáist eru aug- un mjög viðkvæm fyrir geislum hennar. Alþjóða heilbrigðisstofnun- in, WHO, sá t.d. ástæðu til að vara fólk sérstaklega við að fylgjast með myrkvanum án þess að verja augun með sérstökum gleraugum sem hafa selst eins og heitar lummur í Evr- ópu að undanförnu. Þar á bæ segja menn að jafnvel á meðan á al- myrkva stendur sendi sólin frá sér gríðarlega mikla slýnilega og ósýni- lega geislun sem geti haft mjög slæm áhrif á sjón manna ef þeir verja ekki augu sín. Myrkvinrt mun hefjast hér á landi um ki. 9.30 og standa í um tvo klukkutíma. Hann verður mestur sunnan- lands en þeir sem eru nyrst á landinu verða að sætta sig við að 60% sólar hverfi í þetta sinn. Sólmyrkvinn á Netinu Þeir íslendingar sem láta sér ekki nægja að sjá aðeins hluta af þessari áhrifamiklu sýningu náttúrunnar en hafa þó ekki tök á því að ferðast til Evrópu geta prófað að fylgjast með myrkvanum á Netinu. Má þar t.d. benda á heimasíðuna http://www.solar-eclipse.org/ sem verður með netmyndavélar víðs vegar á slóð almyrkvans til að netverjar geti fylgst með frá upphafi til enda. Til að fræðast nánar um þetta fyr- irbæri, bæði sólmyrkvann á morg- un og svo sólmyrkva almennt, ættu áhugasamir svo að líta inn á heima- síðuna http://sunearth.gsfc.nasa. gov/eclipse/TSE1999/TSE1999.ht ml þar sem miklum fróðleik hefur veriö safnað saman um þetta efni. -KJA Mikill áhugi er á sólmyrkvanum meðal almennings í Evrópu og eru margír búnir að tryggja sér sér- hönnuð sólmyrkvagleraugu sem munu vernda augun fyrir skaðleg- um geislum sólarinnar. Hávær danstónlist á skemmtistöðum getur valdið auknu heyrnarleysi meðal ungs fólks. Framtíðarvandi: Heyrnarlaus kynslóð Sérfræðingar í Bretlandi sögðu í síðustu viku frá því að hávaðinn á skemmtistöðum gæti um þessar mund- ir verið að skemma heyrn heiliar kynslóðar. í kjölfarið hvöttu þeir eigendur skemmtistaðanna til að auövelda gestum að nálgast eyrnatappa. í niðurstöðum nýlegrar könn- unar varðandi þessi mál kemur fram að 62% ungs fólks sem segist sækja skemmtistaðina reglulega viðurkennir að eiga við skerta heym að stríða. Um 72% sögðust síðan hafa orðið vör við óþægindi í eyrum eftir að hafa sótt rokktón- leika. Þrátt fyrir þetta sögðust átta af hverjum tíu sem tóku þátt I rann- sókninni ekki hafa áhyggjur af því hvort hávaðinn færi illa með heyrn þeirra. Sérfræðingar telja þó að ástæða sé vissulega til að hafa áhyggjur, því mjög líklegt sé að heyrn ungs fólks muni hraka mun fyrr á ævinni en áður hefur þekkst. | 8 I £%' I S* * II IpljjÍ ! i Wcí'm: r ■ ;■:■'■■.' fi-'.r,- .■ 'Á Bh^ ■ -.■ mw ■-...» ŒSZSSSH 2S Sýndarveruleikinn á næstu grösum: Boxað heima í stofu þannig að tækinu er skellt á höf uðið og snúrur tengdar við ákveðna líkamshluta eða jaðar- tæki eftir því hvaða leik er verið að spila. Síðan ráða hreyfingar spilarans þvi hvernig honum geng- ur í leiknum. Leikirnir sem verður boðið upp á í fyrstu eru hafna- bolti, fiskveiðar, ninja-bardagar, box og golf. Verð tækisins mun verða um 30 dollarar (um 2.500 kr.) í Bandaríkjunum. og sjá má er þessi útgáfa af Virtual Reality World ætluð fyr- ir hafnabolta. Þeir verða vígalegir, Kanarnir, þegar þeir standa heima í stofu og sveifla kylfunni með þennan útbúnað á höfðínu. Sýndarvem- leiki er tísku- orð sem allir ættu að vera farnir að þekkja. Draum- ur margra hef- ur lengi verið að geta spilað tölvu- leiki þannig að manni flnnist maður vera staddur á staðn- um og ættu þeir nú að fara að geta hugsað sér gott til glóðarinnar þvi slíkir leikir eru að verða að veruleika. Fyrirtækið Manley Toy Quest stígur stórt skref i þessa átt nú í haust þegar það setur á markað- inn Virtual Rea- lity World-tækið. Það virkar 'fÆíi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.