Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Rannsóknar- og þróunarstarfsemi á íslandi: Aukinn óljós og óáþreifanlegur. í mati alþjóð- legra stofhana er íslenskt efnahagslíf sérstaklega lofað fyrir fært vinnuafl. Styrkur okkar íslendinga virðist öðru fremur liggja í þeim mannauð sem hér hefur verið byggður upp. íslendingar standa vel í samanburði við aðrar þjóðir virð- ist staða okkar vera býsna sterk og nokkuð hátt hlutfall af þjóðarfram- leiðslu er sett í rannsóknir og þróunar- starfsemi. Til dæmis var 9,6 milljörð- um varið til rannsókna árið 1997, eða 1,8% af þjóðarframleiðslu, en tölur fyr- ir 1998 eru ekki tilbúnar. Með þessum árangri höfum við náð meðaltali ESB- ríkja og stefnum að því að ná OECD- meðaltali ef svo fer fram sem horfir. ís- lendingar eru nú efnahagslega í fremstu röð, eða í 5. sæti, meðal iðn- ríkja í þjóðartekjum á mann og öflug nýsköpun fer fram í atvinnulífmu. Þrátt fyrir aukin útgjöld til þessa málaflokks eru teikn á lofti um að þetta fé skili sér ekki nægjanlega vel eða geti skilað sér betur. Hér á landi er hlutfall útgjalda til rannsóknarstarf- semi að of miklu leyti frá hinu opin- bera. Þetta sést til dæmis ef skoðaður er fjöldi einkaleyfaumsókna á mann. Þar á bæ eru íslendingar með því lægsta sem þekkist innan OECD. Einkageirinn hefur hingað til ekki fjár- fest nægjanlega í þróunarstarfsemi en einkafjárfesting er talin skila meiri arði en opinberar einfaldlega vegna þess að þar býr gjarnan annar hvati að Fjárfestingar í rann- sóknum eru þjóðhags- iega hagkvæmar. baki þeim rannsóknum sem fjármagn er sett í. Þar eru það hagnaðarsjónar- mið sem ráða en vissulega eru sumar rannsóknir, t.d. veður- og jarðfræði- rannsóknir, ekki á færi annarra en op- inberra aðila. íslenskir frumkvöðlar Þó svo að Háskólinn og ríkisstofn- anir séu stærst á þessu sviði eru einkafyrirtæki í auknum mæli að fjárfesta í rannsóknum. Þar standa tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi framarlega og horfur eru á að þróunarstarfsemi þar muni aukast. Lyfjafyrirtæki hér á landi hafa náð góðum árangri og gott starf er unn- ið þar. Þá eru bjartar horfur í líf- tæknigeiranum og þar fer DeCODE fremst í flokki. Auk þess eru ótal aðrir aðilar með starfsemi á þessu sviði en margt smátt gerir eitt stórt. Fjárfesting í þekkingu hefur hing- að til skilaö sér ríkulega þótt löng- um væri skorin við nögl. Ef við ætl- um að fullnýta þá þekkingu sem hér er til staðar þarf að stuðla að áfram- haldandi uppbyggingu í menntamál- um og hvetja einkaaðila til að stunda rannsóknar- og þróunar- starfsemi. -bmg lög og fyrirtæki áttað sig á. Slík starfsemi eflir mjög þann mannauð sem starfar innan geirans og hvetur um leið unga og efnilega námsmenn til dáða í vísindaiðkun. Fjár- festing í rannsóknum skilar líka miklum þjóð- hagslegum ávinningi. Slík ávöxtun réttlætir þannig miklar flár- festingar og lántök- ur erlendis frá. Hins vegar er það flókið hagfræðilegt vandamál að útskýra hvernig þessi ávinning- ur og ávöxtun kemur fram því til skamms tíma getur árangurinn verið »t 0 f Uppgötvanir í jaröeölisfræði: Sveiflur á jarðbraut - ráöa tíðni ísalda • * . • * . • • . ‘ •. ■ " ■ ■ , '' ■ :' - í ■ *' Bandarískur jarðeðlisfræð- ingur, Jose Rial, hefur leitt að því líkur að fremur óregluleg tíðni isalda á jöröinni, sem verða með um 100 þúsund ára millibili, sé afleiðing sveiflna á braut jarðar um sólu. Kenning þessi er ekki ný af nálinni og var almennt viðurkennd fyrr á öldinni en hefur átt undir högg að sækja síðustu áratugi. Árleg braut jarðar um sólu breyt- ist á tugþúsundum ára þannig að hún verður annað hvort meira eða minna sporöskjulaga með tímanum og eru þessar sveiflur aðalástæða ís- aldanna þar sem mismikið af sólar- geislum vermir plánetima hverju sinni miðað við hvemig brautin er í laginu. Serbi fær uppreisn æru Breytingin frá hringlaga yfir í sporöskjulaga er eitt dæmi af mörg- um um langtímasveiflur á jarö- brautinni og em þess háttar sveifl- ur kenndar við serbneska stærð- og stjamfræðinginn Milankovitch en kenningar hans um tímasetningar ísalda vom í heiðri hafðar þar til fyrir um þremur áratugum. Milankovitch- sveiflurnar verða á tveimur mismun- andi tímabilum og er annað 100 þúsund ár en hitt 413 þús- und ár. Hið fyrra hefur lengi verið al- mennt viðurkennt og fjöldi sannana fundist fyrir því, til dæmis í gömlum set- lögum og jökulbor- kjörnum, en ekki hefur hingað til tek- ist að sanna að hið seinna eigi sér stað. Rial skoðaði sam- sætur súrefnis, þ.e. súrefni með mis- munandi massatölu, er fundust í borkjörnum frá hafsbotni. Þyngri samsætur súrefnis eru algengari þegar kalt er í veðri og fann vísinda- maðurinn með samanburði bæði ummerki 100 - og 413 þúsund ára tímabilsins. Þannig má vera að hann hafi veitt Serbanum uppreisn æru - seint og um síðir. -fin Milankovitch- sveifíumar verða á tveimur mismunandi tímabilum og er annað 100 þúsund ár en hitt 413 þúsund ár. hibu) Fáar fjárfestingar skila eins miklum arði og það fjár- magn sem sett í rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Þetta er löngu viðurkennd staðreynd og þessu hafa mörg framsækin þjóðfé- momiíun iBook: Föröunartaska fyrir væmið fóik í kjölfar kynningar Apple á iBook-far- tölvunni hafa hinir ýmsu aðilar látið skoðun sína í ljós á Netinu. Sumir hrósa fartölvunni í hástert en aðrir eru ekki eins hrifnir. Pésavinimir í PC Mag- azine koma þó með furðulegustu rökin um vankanta nýju fartölv- unnar frá Apple. John C. Dvorak, einn af fasta- pennum PC Magazine, finnst iBook-in nefnilega vera væmin og stelpuleg og líta út eins og förðun- artaska. Telur John C. Dvorak svo upp manngerðir sem eigi eftir að kaupa iBook-fartölvuna og telur hann þar fremsta háskólastúdenta með bakpoka í víðum buxum en það er manngerð sem virðist fara óstjómlega í taugamar á blaða- manninum. Fyrir þá sem vilja sjá greinina í heild sinni þá er slóðin http://www.zdnet.co.uk/news og þar er hægt að taka afstöðu til óvæginna skoðana John C. Dvorak. í kjölfarið á þessari fyndnu en fáránlegu grein hafa ýmsir Makkavinir bmgðist hart við en einnig fólk sem telur sig vera í hópnum sem blaðamaðurinn talar um af svo lítilli aðdáun. -sno J'ílJVilj' hagvöxtur og meiri mannauður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.