Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 4
21 20 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 ÞRIÐJUDAGUR10. AGUST 1999 insCT Tölvuiönaöurinn er í gríöarlegum vexti um þessar mundir bœöi hér heima og erlendis. Tœkifœrin fyrir hugmyndaríka einstaklinga og vel rekin fyrirtœki eru nœr óþrjótandi en jafnframt eru margir um hituna. íslendingar hafa ekki bara veriö aö hasla sér völl á tölvumarkaönum hér á landi heldur hafa þeir einnig sett markiö hœrra og lagt út í starf og markaössetningu erlendis. D V-Heimur var á ferö í Danmörku nú fyrir skömmu og tók þar hús á tveimur tölvufyrirtœkjum sem bœöi eiga þaö sameiginlegt aö eiga rœtur sínar aö rekja til íslands. Annaö þeirra er dótturfyrirtœki íslensks tölvufyrirtœkis en hitt er stofnaö af íslendingum búsetttum í Danmörku. Þau eiga þaö sameiginlegt aö vera í mjög örum vexti og hafa nóg af mikilvœgum verkefnum fram undan. Dótturfyrirtæki Hugvits nær fótfestu í Danmörku: Ekki auðvelt að komast inn á markaðinn - en tengslin við ísland veita forskot, segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson KtfgiiUifr — • V. íslenska hugbún- aðarfyrirtækið Hugvit hefur ver- ið starfandi síðan 1993 og vaxið mjög hratt að undanfömu. Fyr- ir u.þ.b. þremur árum tókust samn- ingar milli fyrirtækisins og Unibank, sem er annar stærsti banki Danmerk- ur og einn af stærstu bönkum Norður- landa. Þá hófst í raun sókn Hugvits inn á danskan markað sem leiddi til þess að dótturfyrirtækið Scio Consulting International var stofnað í Danmörku fyrir um einu og háifu ári. DV-Heimur leit fyrir skömmu inn í höfuðstöðvar Scio í Hellerup í Kaup- mannahöfn til að forvitnast um fyrir- tækiö. Þar var fyrir Guðmundur Fer- tram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Scio Consulting Intemational, og við spurðum hann að því út á hvað rekst- ur Scio gengi. Mikil stækkun fram undan „Aðalmarkmið Scio er í raun að yfírfæra það verklag, þekkingu og tækni sem Hugvit hefur tileinkað sér á íslandi á erlendan markað," segir Guðmundur. „Við erum með skrifstofur hér í Kaupmannahöfn og í London og erum að byggja upp skrifstofur í Stokkhólmi og Berlín." Að sögn Guðmundar hefur Hug- vit gert samning við tölvurisann IBM um að Hugvit hafí aðgang að dreifikerfi IBM og geti þannig komið vörum sínum á markað viðs vegar um Evrópu. Verkefhi Scio er svo að þjónusta erlend fyrirtæki sem velja lausnir Hugvits. Starfsmenn Hugvits og dóttur- fyrirtækja eru nú rúmlega 100 tals- ins og þar af eru starfsmenn Scio Consulting Intemational um 20. Stefna Scio er síðan að sögn Guð- mundar að stækka fyrirtækið til muna á næstu árum og t.d. leggja mikið í að byggja upp skrifstofu fyrirtækisins í London. „Við erum um þessar mundir í viðskiptum við nokkur mjög stór alþjóðleg fyrirtæki. Framtíðaráætl- anir okkar miðast að því að þjón- & Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Scio Consulting International, sér fram á mjög aukin umsvif fyrirtækisins í Evrópu á næstu árum en Scio sér um að selja hugbúnaðarlausnir sem fyrirtækið Hugvit þróar hér heima. lTugvirogSc^áNetín“ Þeim sem,vú]L Ltturfyrirtækiþess, Scio viti og hinu danska dotmrty . heimaslö- Consulting InternaUonal, erueviy§/ 0S usta þessi fyrirtæki sem víðast um heiminn og bæta þjónustuna við þau um leið og við aukum hana. Almennt er svo stefnan að byggja upp skrifstofur í fleiri löndum til að geta bætt þjónustuna enn og fjölgað viðskiptavinum," segir Guðmundur. ísland heppilegt til þróunar En nú fysir DV-Heim að vita af hverju Danmörk hafi orðið fyrst fyr- ir vaiinu þegar Hugvit hóf sókn á er- lendan markað. Guðmundur svarar því td að aðaUega hafi spilað inn í nálægð við markaðinn í Evrópu, auk þess sem tölvumarkaðnum í Danmörku svipar mjög til þess ís- lenska. „Aðalmunurinn á hinum ís- lenska og danska tölvumarkaði er stærðin. Vegna stærðar hins danska markaðar eru aUar upphæðir í við- skiptum mun hærri en heima á íslandi og kallar það á mjög skipuleg vinnu- brögð,“ segir Guð- mundur. Hann telur jafnframt að það sé að mörgu leyti mjög hentugt að þróa hugbúnað heima á íslandi áður en hann er settur á stærri markaði. „íslenski markaður- inn er það sem kall- að er örmarkaður „Það tekur tíma og fjár- muni að komast inn á markaðinn eins og sjá má afþví að okkar við- skiptasambönd eru ár- angur margra ára vinnu og mikils erfiðis. Fyrir- tæki hér úti eru nefni- lega mjög fljót að beina viðskiptum sínum eitt- hvað annað efþau fá ekki þá þjónustu sem þau ætiast til og fram- boð af tölvuþjónustu er mikið.“ þar sem er mjög stutt á miUi við- skiptavinarins og þjónustuaðUans. Nálægðin þýðir t.d. í tölvugeiranum að Hugvit getur þróað sínar lausnir mun hraðar heima á íslandi vegna þess í hve nánu sambandi fyrirtæk- ið er við viðskiptavininn. Þetta þýð- ir svo jafnframt að þegar við flytjum lausnimar á stærri markað, eins og t.d. til Danmerkur, vitum við hverju við getum búist við og vitum hvem- ig á að bregðast við því vegna reynslu okkar af íslenska markaðn- um.“ Harður markaður En telur Guðmundur það vera erfitt fyrir íslendinga að setja á fót tölvufyrirtæki í Danmörku? „Já, ég myndi segja að það sé enginn dans á rósum að minnsta kosti. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýver- ið reynt að hasla sér völl hér úti án mikils árang- urs. Málið er nefnilega ekki svo einfalt að maður geti bara opnað skrifstofu og beðið eftir að við- skiptavinimir komi hlaupandi. Það tekur tíma og fjármuni að komast inn á markað- inn eins og sjá má af því að okkar viðskiptasambönd em ár- angur margra ára vinnu og mikils erfiðis. Fyrirtæki hér úti eru nefni- lega mjög fljót að beina viöskiptum sínum eitthvað annað ef þau fá ekki þá þjónustu sem þau ætlast tíl og fram- boð af tölvuþjónustu er mikið,“ segir Guð- mundur að lokum. -KJA fij z «4 ■ -1? ■ ■*& , m : M ifí *m m m „Danirnir hafa það fram yfir íslendinga að þeir eru mun lengra komnir í að nýta sér Netið og möguleika þess hvað varðar viðskipti. íslendingar eru enn ekki búnir að átta sig á því almennilega hvemig hægt er að græða peninga á Netinu. “ H SMm Þórður Aðalsteinsson spókar sig í danskri sól við skrifstofur lcon Medialab f Kaupmannahöfn þar sem starfa nú um 40 manns. Hann segir Dani vera mjög framarlega í að nýta sér Netið til að græða peninga. DV-mynd KJA Icon Medialab hefur stækkaö tífalt á 18 mánuöum: Hefur gengið og í sögu - segir Þóröur Aöalsteinsson, einn stofnenda fyrirtækisins Þegar gengið er inn á skrifstofur tölvufyrirtækis- ins Icon Medi- alab við Havne- gade, nálægt miðborg Kaupmannahafnar, er erfitt að ímynda sér að fyrir rétt rúmu einu og hálfu ári var fyrirtækið starfrækt í hálfgerðum bílskúr og starfsmennfrnir aðeins fjórir talsins. í dag er fjöldi starfsmanna nefni- lega farinn að nálgast fjórða tuginn og aðstaðan er vistleg, björt og rúm- góð. Fyrirtækið ber þess greinilega merki að vera í fararbroddi á tölvumarkaðnum sem er í gífurlegum vexti þessar mundir. Verkefni streyma inn Icon Medialab í Kaupmannahöfn er eitt nokkurra dótturfyrirtækja sænska fyrirtækisins Icon Medi- alab. Þegar sænska fyrirtækið ákvað að hefja innreið sína á danska tölvumarkaðinn fannst for- ráðamönnum þess vænlegasti kost- urinn að kaupa upp lítið tölvufyrir- tæki í eigu nokkurra islenskra at- hafnamanna. Þeim var falið það verkefni að stækka fýrirtækið til mikilla muna og auka umfang þess og það hefúr þeim sannarlega tekist því verkefnin streyma inn og þau ekki af verri endanum. Á lista yffr viðskiptavini eru fyrirtæki eins og Sony, Pioneer, Nestle, Incentive, Nordisk Film & TV og Cap Gemini auk fjölda annarra. „Það má segja aö þróun þessarar starfsemi okkar hér í Danmörku hafi í raun gengið eins og í sögu,“ sagði Þórður Aðalsteinsson, einn stofnenda Icon Medialab í Dan- mörku, þegar DV-Heimur heimsótti hann fyrir skömmu. Hann segist ekki hafa órað fyrir því að þróun fyrirtækisins yrði jafnhröð og raun ber vitni en hún hófst þegar Þórður byrjaöi fyrir fjórum árum að vinna hjá litlu tölvufyrirtæki sem íslensk- ur kunningi hans stofnaði í Dan- mörku. í fremstu röð „Þá var ég fenginn til að vera með vegna þess að ég hafði búið í Dan- mörku í tvö ár og kunni tungumál- ið. Þetta var á fyrstu árum Netsins og ég fór smám saman að kynna mér Netið nánar og alla nýjustu tæknina á því sviði. Síðan hef ég unnið markvisst að þvi að mennta mig í öllu því nýjasta sem er að gerast á Netinu og lagt mig fram um að læra á alla nýjustu tæknina um leið og hún ryður sér til rúms. Ég er því mikið í rannsóknarvinnu og sé um að halda hönnuninni okk- ar í fremstu röð á Netinu." í dag er Icon Medialab alhliða þjónustufyrirtæki á sviði margmiðl- unar og Intemets og býður upp á ýmsar lausnir fyrir fyrirtæki, allt frá intranetum til Intemets. Einnig býður fyrirtækið upp á ráðgjöf í sambandi við viðskipti á Netinu þar sem fyrirtækjum er kennt hvemig hægt sé að nýta sér Netið á arðsam- an hátt. „Það er mjög mikilvægt fyrir okk- ur að vera á undan keppinautunum í þróun lausna okkar og mjög mikið af vinnunni hér fer í rannsóknir á því sem er að gerast í tækniþróun úti í heimi. Þegar sú þekking er komin í hús erum við auðvitað mjög vel í stakk búin til að veita öðmm fyrirtækjum ráðgjöf á þessu sviði,“ segir Þórður. Danir kunna að græða Að hans mati er Danmörk mjög heppilegur staður fyrir fyrirtæki á borð við Icon Medialab. „Um þessar mundir er mikið af erlendum fyrir- tækjum að fjárfesta I dönskum tölvufyrirtækjum. Danmörk er mið- svæðis i Evrópu og Danir em vanir því að hagnast á eigin verðleikum án hjálpar náttúruaflanna. Þeir em snillingar í að kaupa hráefni, vinna það og selja síðan aft- ur margfalt verðmætara. Þannig hefur Dönum t.d. tekist að nýta sér möguleika Netsins að miklu leyti, þó svo þeir séu í raun ekki tækni- lega séð jafnframarlega á þessu sviði og mörg nágrannalönd þeirra," segir Þórður. Hann nefnir ísland sem dæmi og segir íslendinga vera tæknilega séð framar á Netinu en Danir. Það sem Danimir hafa hins vegar fram yfir er að þeir em mun lengra komnir í að nýta sér Netið og möguleika þess hvað varðar viðskipti. íslendingar em að mati Þórðar enn ekki búnir að átta sig á þvi almennilega hvem- ig hægt sé að græða peninga á Net- inu, þó svo þróunin sé vissulega komin af stað hér heima. Heimkoma möguleg „Annars er það nú svo að maður getur nokkuð almennt spáð fyrir um þróun markaðsins heima á ís- landi út frá markaðnum í Dan- mörku því íslendingar virðast oftast vera um 6 mánuðum á eftir Dönum hvað þetta varðar," segir Þórður. Svo er aftur að hans mati gríðarlega mikilvægt fyrir dönsk fyrirtæki að fylgjast með bandaríska markaðn- um til að reyna að sjá fyrir þróun- ina í Danmörku. Þegar DV-Heimur spyr Þórð að því hvort hann geti hugsað sér að setja á fót útibú Icon Medialab á ís- landi brosir hann út í annað og auð- velt er aö sjá að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessari hugmynd er varpað fram. „Að ýmsu leyti er ísland ekki fýsilegur kostur fyrir fyrirtæki af þessu tagi vegna þess hve aftarlega íslendingar eru á merinni markaðs- lega séð,“ segir Þórður. „Maður myndi ekki stofna fyrirtæki þama heima bara til að hanna heimasíður því vaxtarbroddurinn í dag er í við- skiptalausnum á Netinu. En þrátt fyrir þaö gæti ég alveg séð mig fyr- ir mér setja á stofn Icon Medialab á íslandi einhvem tímann í framtiö- inni,“ segir hann að lokum. -KJA [ j'jJlúJuj' Microsoft: Málalok nálgast Mikilvægt skref í dómsmáli hins op- inbera á hendur Microsoft- tölvurisanum verður stigið nú í vikunni þegar Thomas Penfield Jackson dómari fær í hendur skjöl frá báðum máls- aðilum þar sem tekin er saman umræða réttarhaldanna síðan þau hófust fyrir tæpu ári. Skjölin skipta mörgmn hundruðum en þar viðra lögmenn sækjenda og veij- enda afstöðu sína til dómsmálsins og leggja áherslu á þau atriði sem talin em hvað mikilvægust. Búist er við því að Jackson muni svo fella dóm í málinu und- ir lok þessa árs eða í byrjun þess næsta. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef málsaðilar myndi komast að samkomulagi um málalok utan réttarhaldsins. Þeir sem fylgst hafa með mála- ferlunum telja þó ekki liklegt að slíkt samkomulag náist og því er allt útlit fyrir að Jackson muni hafa úrslitavald i þessu gríðarlega mikilvæga dómsmáli. LinuxWorld Expo: Mikiö um dýrðir LUÍUJ-JÍÍI4 Nú stendur ráðstefnan yfir Lin- í uxWorld Expo San Jose í Kali fomíu. Er að von um margt um dýrðir og hafa Lin ux-áhugamenn fjöl- mennt á svæðið til að fræðast um það nýjasta sem snertir þetta vinsæla stýri- kerfi. Þetta er önn- ur ráðstefnan af þessu tagi en sú fyrsta var haldin í vor við góð ar undirtektir Linux-samfélagsins. Mörg stórfyrirtæki í tölvu- bransanum nota ráðstefnuna tU að kynna nýjustu afurðir sínar sem sérhannaðar eru fyrir Linux. Þar á meðal eru fyrirtæki eins og IBM, Corel og SuSE. IBM notar tæki- færið tU að kynna hinn nýja Net- fmity 3.500 netþjón sem kemur á markaðinn um miðjan mánuðinn. Hápunktur ráðstefnunnar verð- ur svo í kvöld þegar sjálfur skap- ari Linux, Finninn Linus Tor- valds, heldur stefnuræðuna. Norsk leitarvél lofar góðu Búið er að opna formlega leitarvél sem mun á endan- um kortleggja hverja einustu heimasíðu á Netinu. Hún er á slóð- inni http://alltheweb.com/ og er rekin af hinu norska fyrirtæki, Fast Search and Transfer ASA. Norðmennfrnir segja að nú þeg- ar sé leitarvélin búin að kortleggja fjórðung af Netinu en áður hefur komið fram að bestu leitarvélarn- ar hingað til hafi einungis yfirsýn yfir um 16% Netsins. Búist er við þvi að leitarvélin verði búin að skrá allar heimasíður Netsins inn- an árs. Fast Search and Transfer ASA hefur áður getið sér gott orð fyrir MP3-leitarvélina sem netmiðstöðin Lycos hefur nýtt sér að undanfömu og hefur verið geysivinsæl. Tals- menn fyrirtækisins segja Alltheweb vera afrakstur 10 ára þróunarvinnu og ætla á næstunni að reyna að selja einhverjum hinna stóru net- miðstöðva aðgang að vélinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.