Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 2
Spurning dagsins: Ætlar þú að taka þátt f Reykjavíkur maraþoni? Eva Magnúsdóttir: Ég tek ekki þátt í múgsefjun. Ásta Birna Björnsdóttir: Ég stefni að því að verða með í skemmtiskokkinu. Börkur Hreggviðsson: Nei, það held ég ekki. Ég er antisportisti. Teitur Björgvinsson: Ég verð ekki með því ég verð ekki í Reykjavík þegar hlaupið fer fram. Alma Guðjónsdóttir: Ég ætla að vinna heila maraþonið í kvenna- flokki. Guðrún Eggertsdóttir: Ég ætla að vera með í skemmtiskokkinu. MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1999 n Ávarp bonganstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur: Velkomin til þátttöku ÍRM1999 Reykjavíkurborg fagnar öllum þeim fjöl- mörgu sem koma í miðborgina í þeim erindum að taka þátt í árlegu Reykjavíkur maraþoni sem að venju er haldið í tengslum við afmæli borg- arinnar 18. ágúst. Undanfarin fimmtán ár hefur þetta verið fastur liður í afmælishaldi borgar- innar og í hvert sinn hafa bæði íslendingar og útlendingar streymt þúsundum saman niður í miðbæ til að vera við upphaf maraþonhlaups- ins. Sumir koma til að sýna sig og sjá aðra, ein- hverjir til að veita hlaupurunum móralskan stuðning en enn fleiri koma þó til að etja kappi, ýmist við sjálfa sig eða aðra, og leggja heil- brigðri iþróttaástundun sitt lið. Þau tímamót hafa nú orðið við framkvæmd hlaupsins að gerður hefur verið sérstakur sam- starfssamningur milli Reykjavíkurborgar, íþróttabandalags Reykjavíkur, Frjálsíþróttasam- bands íslands, Flugleiða og DV um fyrirkomu- lag og framkvæmd þessa mikla verkefnis. Von- andi mun þessi samningur tryggja Reykjavíkur maraþoninu veglegan sess og orðstír í hlaupaflóru heimsins og að áfram verði unnið af festu og með skipulögðum hætti að þessu hlaupi um ókomin ár. Borgaryfirvöld óska öllum hlaupurum og skipuleggjendum velfarnaðar á hlaupabrautinni og þakkar þeim þeirra hlutdeild í þessum við- burði í borgarlífinu árið 1999. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rwrí X X IíBÍh^I *■'**"' 1" * jgvap Nýjung í Reykjavíkur maraþoni: Keppni á línuskautum í fyrsta sinn Bryddað verður upp á þeirri nýj- ung í Reykjavíkur maraþoni að bjóða upp á keppni á línuskautum. Á undanfómum árum hafa vinsæld- ir línuskauta breiðst út hér á landi og má líkja því við æði. Fordæmi em fyrir því í borgarhlaupum er- lendis að boðið sé upp á keppni á línuskautum. Vegalengdin í keppni línuskautamanna er 10 km og ræst verður í þá keppni klukkan 9.50 um morguninn. Keppni í maraþoni, hálfu maraþoni og 10 km fyrir skokkarana verður ræst 10 mínút- um síðar þannig að ætla mætti að hvorugri keppninni stafi truflun af hinni. Þeir sem fara á línuskautum ættu almennt að fara hraðar yfir heldur en skokkarar. í hugum margra eru línuskautar aðeins fyrir börn og unglinga en staðreyndin er sú að fólk á öllum aldri er farið að stunda línuskauta- íþróttina. „Hingað hefur komið fólk allt upp í sextugt að fá sér línu- skauta," segir Sturla Snær Magnús- son, afgreiðslumaður í versluninni Contact, sem selur línuskauta. „Það er heldur enginn of ungur til þess að vera á línuskautum, við eram að selja skauta á börn allt niður í 2-3 ára. Þess má geta að besti íshokkí- maður í heimi, Wayne Gretzsky, byrjaði á skautum þegar hann var 3 ára.“ Einn af þeim sem þekktur er fyrir að nota línuskauta er séra Pálmi Matthíasson. Skyldustörf hans sunnudaginn 22. ágúst koma þó í veg fyrir að hann geti tekið þátt i línuskautakeppninni. Sturla Snær er með mikla reynslu á línuskautum þó að hann sé aðeins 12 ára. „Ég byrjaði á línu- skautum þegar ég var 7 ára. Ég hef þó lítið keppt í vegalengdum en að- allega fengist við „street hockey". Ég var þó einn þeirra sem fóru í gegnum Hvaifjarðargöngin við opn- un þeirra,“ segir Sturla. Mýkt dekkjanna skiptir máli Línuskautar eru misjafnir að gæð- um. Dekkin á skautunum verða að vera af réttri mýkt, ekki of hörð, sem oft er með ódýrar gerðir skauta sem eru með harðplast í dekkjunum. Öll vandaðri dekk eru með merkingar á hliðunum sem segja til um hörku dekkjanna. Mýkstu dekk hafa merk- inguna A74 og þau hörðustu eru um A100. Harka dekkja sem notuð eru til þess að ná hraða á malbiki á að vera A80-A84, þau eru þá frekar mjúk, sem dempar titring, en hafa samt nægan stífleika til þess að renna vel. Þetta er þvi það sama og með bíldekk, það verð- ur að hafa réttan þrýsting í dekkjum. Legurnar í dekkjunum verða að vera óskemmdar og af þokkalegum gæðum. Auðvelt er að kanna hvort leg- umar eru í lagi. Skautarnir eru teknir upp og dekkin sett á snúning með hendinni. Ef legur eru í lagi heyrist nánast ekkert hljóð þegar dekkin snú- ast. Ef hins vegar skröltir í legunum eru þær orðnar lélegar og ætti að skipta um þær fyrir keppnina. Lélegar legur draga verulega úr hraða og er erfitt að ná honum ef þær eru ekki í lagi. Eins og dekkin eru gæði á legum merkt á hliðum þeirra. Betri legur hafa merkinguna ABECl til ABEC7. Þá eru til sérstakar legur sem nota á til þess að ná hraða, þær eru merktar V8 og hafa 8 kúlur í stað 7 sem eru í venju- legum legum. Til eru ABEC3V8 til ABEC7V8. Góðar legur gefa betra rennsli. Hjálmar og hlífar eru skylda. Marg- ar gerðir hjálma eru til og hægt er að nota venjulega hjólahjálma. ís- hokkíhjálmar og freestyle-hjálmar eru þó æskilegri þar sem þeir hlífa betur við byltum. Úlnliðs-, olnboga- og hnjá- hlífar eru til af mörgum gerðum. Gæð- in fara oftast eftir verðinu. Það er auðvelt að vera með, ^jeins t hugum margra eru línuskaular aðeinsfyrir böm og unglinga en staðreyndin er sú að fólk á öllum aldri stundar íþróttina. verður að passa að hlifar og skautar séu í góðu lagi, þá rennur vel og fyllsta öryggis er gætt. Ljóst er að þeir bestu munu ná góðum tima á 10 km. Hófsam- ir telja að þeir fyrstu gætu komið í mark á innan við 20 minútum en bjart- sýnir telja jafnvel að brjóta megi 15 mínútna múrinn. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.