Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Síða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Í5g i MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 21 í Reykjavíku rmara þon Start Borgartún Hæðakort hlaupaleiðar Metrar 30 KM Eins og undanfarin ár verður lagt upp í Reykjavíkur maraþon frá íslandsbankahúsinu við Lækjargötu. Fimm vegalengdir standa þátttakendum til boða, 3 km, 7 km, 10 km (hlaup og línuskautar) 21 km og 42 km. Leiðirnar og helstu götuheiti eru sýnd á kortum hér til hliðar á síðunni. Drykkjarstöðvar eru jafnframt merktar inn á kortin. Hlauparar athugi vel þann rástíma sem í gildi er fyrir þá vegalengd sem viðkomandi ætlar að leggja að baki. Á stærra kortinu er jafnframt sýnt þversnið hlaupaleiðarinnar fyrir hálfa og heila maraþonið, þar sem hægt er að sjá hæðarbreytingar í hlaupinu. Maraþonleiðin hefur verið nánast sú sama frá upphafi, hlaupið er meðal annars með allri strandlengjunni að Skeiðarvogi. Það er afskaplega falleg leið í góðu veðri. Þess má geta að Sæbrautin verður lokuð bílaumferð á milli klukkan 10 og 15 og sömuleiðis miðbærinn nálægt rásmarkinu. Ökumenn eru beðnir um að taka tillit til hlaupara á ferð sinni um þær götur sem ekki verða lokaðar bílaumferð. Maraþon, tveir hringir c? Drykkjarstöðvar Sveitakeppni í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km er boðið upp á þriggja manna sveitakeppni. Vinnufélagar, félaga- samtök og fjölskyldur geta myndað sveitir til þátttöku. Konur og karlar geta myndað saman sveit. Verðlaun eru veitt þremur fyrstu sveitunum á hverri vegalengd. Dregið verður úr hópi sveitanna í 10 km um tvenn aukaverðlaun. 10 km línuskautahlaup Sú nýjung bætist við í hlaupinu í ár að keppt verður í 10 km línu- skautahlaupi. Allir þátttakendur verða að bera öryggisbúnað, hjálm, úlnliðshlífar, olnbogahlífar og hnjá- hlífar. startsi áhers'" i hveÓ“ \ntcrsp' Evrópu I, pjó»ustoL , i Evr°Pu haWi.r-0 ót 'nte \nterepor1 t i ' er fifstílf Y-r'. E( pú stadar, g' Hlauparinn þarf að huga að mörgu. Hjá Intersport er að finna mikið úrval af hlaupaskóm og hlaupa- fatnaði. Einnig bjóðum við upp á ókeypis Walk&Run hlaupa- og göngugreiningu. Walk&Run er viðurkennd aðferð til þess að fyrirbyggja óþægindi og hjálpa fólki að velja réttu skóna frá upphafi, að baki Walk&Run standa virtir sænskir læknar sem unnið hafa við rannsóknir á þessu sviði til fjölda ára og hefur þessi aðferð þegar verið notuð með góðum árangri I yfir 140 Intersport verslunum I Svlþjóð. Láttu ekki slæman útbúnað spilla ánægjunni af hollri hreyfingu og heilbrigðu llferni. PtnfrtsW 0MkarfaS VINTERSPORT Skráning í hlaupið Skráning í Reykjavíkur maraþon fer fram dagana 16.-20. ágúst. Skráningarstaðir á höfuð- borgarsvæðinu eru: Iþróttabúðin, Grensásvegi 16, Útilíf í Glæsibæ, Nike búðin, Laugavegi 6, Sportkringlan, Kringlunni, Fjölsport, Hafnar- firði. Skráning í keppni á línuskautum er í versl- uninni Contact á Suðurlandsbraut 20. Skráning- arstaðir á landsbyggðinni eru (16.-19. ágúst): Sportbúð Óskars í Keflavík, Ozone á Akranesi, Vesturferðir á ísaflrði, Sportver á Akureyri og Sportbær á Selfossi. Einnig eru gefnar upplýs- ingar á skrifstofu Reykjavíkur maraþons í síma 588 3399. Skráning er ekki tekin í gegnum síma og þátttökugjald fæst ekki endurgreitt. Forskrán- ingu lýkur 19. ágúst, eftir þann tíma hækkar skráningargjald á öllum vegalengdum um krón- ur 300 nema í skemmtiskokkinu, þar verður eng- in hækkun á þátttökugjaldi. Þjónusta og kynning Þátttakendur í Reykjavíkur maraþoni sæki keppnisgögn sín í Laugardalshöll í Laugardal laugardaginn 21. ágúst klukkan 11-17. Þátttak- endum er boðið til pastaveislu sama dag frá klukkan 12-17 í Laugardalshöll. Glæsileg verðlaun Allir þátttakendur í hlaupinu fá frían bol, pasta, diykki og frítt í sund í einhverri sund- lauganna í Reykjavík. Þeir keppendur sem ljúka viðkomandi vegalengd hljóta verðlaunapening. Þrír fyrstu karlar og þrjár fyrstu konur í mara- þoni og hálfmaraþoni fá untanlandsflugmiða frá Flugleiðum í verðlaun, auk sérverðlauna. Fyrsti karl og kona í 10 km hljóta einnig sérverðlaun. Fyrir brautarmet í maraþoni og hálfmaraþoni er greiddur bónus. í skemmtiskokkinu og 10 km er dreginn út flugmiði fyrir hvora vegalengd frá Flugleiðum. Veitt eru verðlaun fyrir furðuleg- asta hlaupabúninginn. Þegar komið er í mark eru afhent aukaverðlaun sem eru bækur frá Máli og menningu og íþróttavörur frá Nike. Matur og diskótek Verðlaunaafhending fer fram á Broadway - Hótel íslandi sunnudaginn 22. ágúst klukkan 21. Verðlaun eru veitt fyrir einstaklings-, aldurs- flokka- og sveitakeppni, einnig furðulegasta hlaupabúninginn. Úrslit verða hengd upp á staðnum. Diskótek frá klukkan 22. Þátttakend- um er boðið upp á að kaupa mat á Broadway - Hótel íslandi fyrir vægt verð, krónur 1.650, sem framreiddur er klukkan 19:30. Þátttökuréttur Maraþonið er opið öllum 18 ára og eldri. Hálf- maraþonið er opið hlaupurum 16 ára og eldri. 10 km og skemmtiskokk er öllum opið, þó er ekki æskilegt að 12 ára og yngri fari 10 km (þar með talið línuskautahlaupið) nema með góðum und- irbúningi. Hálfmaraþonið er jafnframt íslands- meistáramót. Aldursflokkar Keppt verður í fjórum aldursflokkum í karla- flokki í Reykjavíkur maraþoni og þremur í kvennaflokki. í maraþoni í karlaflokki eru ald- ursflokkarnir 18-39 ára, 40—49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Hjá kvenfólkinu er enginn flokk- ur 60 ára og eldri, aðeins 50 ára og eldri. í hálf- maraþoni eru aldursflokkarnir þeir sömu að þeirri breytingu undanskilinni að yngsti aldurs- flokkurinn er 16-39 ára. 110 km eru aldursflokk- amir 14 ára og yngri, 15-17 ára, 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Fjölbreytt úrval af sportúrum fyrir alla íþróttaiðkendur r Klukkan Hamraborg 10 200 Kópavogi s. 554 4320 i#meDa(i) Kringlunni 8-12103 Reykjavík • s. 553 1199 m (?,,//Úra °9 skarígripaverslun £7Axe| Eiríksson úrsmiöur S. 587 0706 Álfabakka 16, Mjódd FRANCH MICHELSEN ÚRSMlDAMEISTARI UUGAVEOI I i • KEYKIAVtK • SlMI »2 tJÍÍ 4"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.