Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Síða 6
22 * Spunning dagsins: Ætlar þú að taka þátt f Reykjavíkur maraþoni? Berglind Jónsdóttir: Ég fer með mömmu í skemmtiskokkið. íris Heiður Jóhannsdóttir: Nei, takk. Heiðdís Snorradóttir: Kannski. Dagný Gylfadóttir: Já, ég verð örugglega með í skemmtiskokk- inu. S?riðjón Orri Ketilsson: Ég ætla að vera með í heilu maraþoni. Fer að minnsta MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1999 Eisa ■H kosti hálft maraþon - ef ég kemst á annað borð, segir Steingrímur J. Steingrímur J. Sigfússon er án nokkurs vafa sá alþingismaður á íslandi sem hefur mesta reynslu af almenningshlaupum. Hann hef- ur verið þátttakandi í Reykjavík- ur maraþoni í fjölda skipta. í fyrra hljóp hann hálft maraþon og árið 1997 lét hann sig ekki muna um að hlaupa heilt maraþon. „Mig langar mikið til þess að vera með í ár, en dagamir i kring- um hlaupið í ár em nokkuð anna- samir,“ segir Steingrímur. „Ég þarf að sitja þing í Grímsey föstu- daginn 20. ágúst og á að vera staddur í Þórshöfn síðdegis á sunnudag, hlaupadaginn sjálfan í Reykjavíkur maraþoni. Ég ætla samt að reyna að vera með og fer þá að minnsta kosti hálft mara- þon. Ég er smám saman að kom- ast í ágætis form, en það hefur tekið nokkurn tima í srnnar. Vet- urinn og vorið voru venju fremur úrtökusöm vegna anna í pólitík- inni,“ segir Steingrímur. Steingrímur státar af góðum tímum í hálfu og heilu maraþoni. „Ég hljóp hálft maraþon á Akur- eyri í miðjum síðasta mánuði á 1:36 klst. og var alveg sáttur við þann tíma miðað við form. Ann- ars hef ég best náð 1:31 klst. á þessari vegalengd, en það var í Reykjavíkur maraþoni í fyrra. Mér hefur greinilega farið fram í hlaupunmn, því þegar ég hljóp fyrst hálft maraþon fór ég á 1:50 klst. Besti tími hjá mér í heilu maraþoni er 3:48 klst. frá árinu 1997 í Reykjavíkur maraþoni. Annars hefur tíminn aldrei verið neitt sérstakt keppikefli hjá mér og ég hef aldrei pínt mig verulega á hlaupunum. Þegar ég hljóp til dæmis hálfa maraþonið á 1:31 klst., þá leið mér mjög vel og ég tók aldrei verulega á.“ erlendis. Ég gæti vel hugs- að mér að taka þátt í mara- þoni í New York, Boston, London eða einhverri annarri skemmtilegri borg,“ segir Steingrimur. -ÍS Þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon státar af góðum tímum í hálfu og heilu maraþoni. Laugavegurinn heillar Steingrímur J. Sigfússon ætl ar ekki að gefa neitt eftir í hlaupunum og hyggur á frekari afrek. „Ég er alveg ákveðinn í því að hlaupa einhvem tímann Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Félag- ar minir voru að skora á mig að taka þátt i hlaup- inu í sumar, en því miður gafst mér ekki tími til þess. Það er samt alveg ljóst að ég fer einhvern tíma í það hlaup. Gallinn við lang- hlaupin er sá að æfíngar eru tímafrekar. Það er þannig með okkur alþingismennina að við komumst ekki í almenni- legt form fyrr en síðsum- ars. Ég er einnig harðá- kveðinn í því að fara ein- hvem tíma í borgarhlaup Þjóðverjinn Waldemar Cierpinski: Tvöfaldur ólympíumethafi meðal þátttakenda - í 16. sinn sem Reykjavíkur maraþon verður haldið í þau 15 skipti sem Reykjavíkur maraþon hefur verið haldið hafa oft komið hingað til lands frægir er- lendir hlauparar sem náð hafa góð- um árangri á alþjóðavísu. Á engan þeirra er þó hallað þótt því sé hald- ið fram að þeir falli í skuggann af hinum tvöfalda ólympíumethafa, Waldemar Cierpinski, sem verður meðal keppenda í ár. Waldimar Ci- erpinski er tvöfaldur ólympíumet- hafi i maraþoni. Hann vann sigur á Ólympíuleikunum árið 1976 í Montreal í Kanada. Þá hljóp hann á tímanum 2:09:55 sem var nýtt ólympíumet. Sá tími hefur staðist vel tímans tönn og hefur aðeins einu sinni verið bættur síðan, af Portúgalanum Carlos Lopes í Los Angeles árið 1984. Waldemar Cierpinski fæddist í Neugattersleben í Þýskalandi (þá A- Þýskalandi) árið 1950. Ferill hans hófst með góðum árangri í hindrun- arhlaupum, en Cierpinski komst fljótlega að því að maraþonhlaup áttu enn betur við hans stfl. Hann fór að æfa maraþonhlaup af alvöru árið 1974, bætti sig um 3 mínútur á næsta ári og á ólympíuárinu sjálfu margbætti hann persónulegan ár- angur sinn. Fyrst hljóp hann á 2:13:57 klst., sex vikum síðar á 2:12:21 klst. og var fyrir þann árang- ur valinn sem fulltrúi A-Þýskalands í maraþonhlaupi. A-Þjóðverjar höfðu ávallt á að skipa geysisterku liði íþróttafólks og því komust engir í liöið nema Cierpinski fagnar sigri á Ólympiuleikunum í Moskvu árið 1980. þeir sem voru í fremstu röð. Cierp- inski endurgalt traustið með glæsi- legum sigri í Montreal, þar sem hann lagði meðal annars að velli Bandaríkjamanninn Frank Shorter sem talinn var sigurstranglegastur fyrir hlaupið. Kom, sá og sigráði Að loknum Ólympíuleikunum 1976 tóku við nokkur mögur ár fyr- ir Cierpinski en þegar næstu Ólympíuleikar voru í seilingarfjar- lægð gerði hann sér lítið fyrir og sigraði á úrtökumóti í heimalandi sínu á tímanum 2:11:17 klst. Þar með tryggði hann sér farseðilinn á Ólympíuleikana i Moskvu árið 1980. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sigur eftir harða keppni við bestu hlaupara heims á þeim tíma, Mexíkóann Rodolfo Lopez og Hollendinginn Gerard Nijboer. Ci- erpinski var með um 100 metra forystu þegar hann kom í markið. Cierpinski náði góðum árangri á næstu árum, varð annar í Evr- ópubikarkeppninni 1981, þriðji á HM árið 1983 en varð síðan að sitja heima árið 1984, vegna þess að Sovétmenn og lönd A-Evrópu snið- gengu leikana. Cierpinski hefur alla tíð haldið sér í góðri æfingu og verður fróðlegt að sjá hvaða tíma hann nær í Reykjavíkur maraþoni, þegar hann nálgast hálfrar aldar afmælið. -ÍS i i* f II i < « i < i i S I i I I S 1 i i i í i f i ! I í í ) I t l i _________________________________________:_____________________________ __________________________________________________________________________________+ M f #

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.