Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 7
^r ..>. MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1999 AVfH 23 Minn þekkti hlaupari Ágúst Þorsteinsson hefur verið fram- kvæmdastjóri Reykja- víkur maraþons á undanförnum árum. Ágúst er þekktur langhlaup- ari og átti um tveggja ára skeið ís- landsmet í maraþoni, sem hann setti árið 1983 í Manchester. Hann hefur þó ekki getað vegna starfs síns verið meðal þátttakenda 1 Reykjavíkur maraþoni. Ágúst sagði að erfitt væri að spá fyrir um þátttöku fólks í hlaupinu í ár. „Erlendir keppendur skrá sig yf- irleitt fyrr en íslendingar og það stefnir í að fjöldi útlendinga verði svipaður og á síðasta ári. í fyrra kepptu rúmlega 300 úflendingar. Þegar hafa rúmlega 200 útlendingar skráö sig og það eru alltaf einhverj- ir tugir sem koma frá herstöðinni á Keflavíkurflugvelli," segir Ágúst. „Þátttaka fólks hefur ráðist mjög af því hvernig veðrið hefur verið síðustu vikuna fyrir hlaup, enda er skráð í hlaupið dagana 16.-21. ágúst. Það er eins og stór hluti hlauparanna, sérstaklega í styttri vegalengdunum, taki ekki ákvörðun fyrir en á síðustu dögunum og þá leikur veðrið stórt hlutverk. Við miðum við að skráningu sé að mestu lokið í lengri vegalengdum þann 19. ágúst en reyndar verður skráð fram á síðasta dag. Keppend- c Rás- og endamark í Lækjargötu Rás- og endamark hlaupsins verður að venju í Lækjargötu (sjá kort af hlaupaleiðinni). Maraþon, hálfmaraþon og 10 km (timataka) verða ræst klukkan 10. 3 km og 7 km skemmtiskokk verða ræst klukkan 12:30. 10 km línuskautahlaup verður ræst klukkan 9.50. Drykkjarstöðvar og heilsugæsla Drykkjarstöðvar verða á um það bil 5 km fresti (sjá merking- ar á korti). Þar verður boðið upp á Gatorade íþróttadrykk og vatn. Læknar og hjúkrunarlið verður til reiðu meðan á hlaupinu stendur og til aðstoðar er hlauparar koma í mark. Hlaupaleið „Þátttaka fölks hefur ráðist mjög afþví hvernig veðrið hefur verið síðustu vikunafyrir hlaup, enda er skráð í hlaupið dagana 16.-21. ágúst. Það er eins og stór hluti hlauparanna, sérstaklega i styttri vegalengdunum, taki ekki ákvörðunfyrr en á sið- ustu dögunum ogþá leikur veðrið stórt hlutverk, " segir Ágúst Þorsteinsson, framkvœmdastjóri Reykjavíkur maraþons. Veður hefur mikil áhrif á fjölda þátttakenda - segir Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri RM um er þó bent á að skráningargjald hækkar um 300 krónur í öllum vegalengdum nema skemmtiskokki ef skráð er eftir 19. ágúst. Þátttaka fólks í helstu almenn- ingshlaupum á árinu hefur verið upp og ofan. Fjölgun varð í Mý- vatns-maraþoni og Laugavegshlaup- inu en á móti kemur að fækkun varð í Jónsmessuhlaupinu og einnig í Ármannshlaupinu á dögunum. Ein af ástæðunum fyrir fækkun kepp- enda er sú að framboð af hlaupum er sífellt að aukast. Það er ekki leng- ur hægt að taka þátt í öllum al- menningshlaupum landsins heldur verður að velja á milli." Línuskautakeppni er nýjung „Línuskautakeppnin er nýjung í Reykjavíkur maraþoni en algengt er orðið í borgarhlaupum erlendis að bjóða upp á keppni á línuskautum. Þær hafa notið mikilla vinsælda en þess má geta að víða erlendis geta menn keppt í heilu maraþoni á línu- skautum. Línuskautakeppnin er ræst 10 mínútum áður en 10 km, hálfa og heila maraþonið byrjar. Þannig ætti að vera tryggt að hvorug greinin trufli hina, enda fara þeir að jafnaði hraðar yfir sem eru á línuskautum. Þó má búast við að fremstu hlauparar í 10 km nái þeim sem reka lestina á línu- skautunum, enda fara þeir nákvæm- lega sömu leiðina." Ágúst Þorsteinsson lagði áherslu á að keppendur nýttu sér þá þjónustu sem í boði er. „Þeir sem eru í vand- ræðum með búningsaðstöðu geta skil- ið föt eftir í plastpoka í Ráðhúsi Reykjavíkur á meðan á hlaupi stend- ur. Sjúkragæslan hefur sannað gildi sitt og starfsmenn hennar hafa i nægu að snúast allan tímann. Þeir sem helst þarfnast aðhlynningar eru aðallega þátttakendur úr 10 km. Þeir sem fara í hálfa og heila maraþonið virðast gera sér grein fyrir getu sinni og eru ólíklegri til að glíma við meiðsli að loknu hlaupi." Ágúst vildi að lokum benda hlaupurum á að Sæbrautin og Lækjargatan yrðu lokaðar á meðan á hlaupinu stæði. „Við verðum að vona að ökumenn á öðrum götum sýni hlaupurunum tillitssemi," segir Ágúst. -ÍS Götur sem hlaupnar verða 1 3 km eru: Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Hringbraut, Bræðraborgarstíg- ur, Vesturgata, Hafnarstræti og Lækjargata. Götur í 7 km eru: Fríkirkju- vegur, Skothúsvegur, Suður- gata, Lynghagi, Ægisíða, Nes- vegur, Suðurströnd, Eiðs- grandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, Pösthússtræti, Hafnarstræti og Lækjargata. Götur í 10 km eru: Frí- kirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lind- arbraut, Norðurströnd, Eiðs- grandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, Pósthússtræti, Hafnarstræti og Lækjargata. ' Götur í 21 km og 42 km eru: Fríkirkjuvegur, Skothús- vegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suður- strönd, Lindarbraut, Norður- strönd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofhsvegur, Sæbraut, Skeið- arvogur, Langholtsvegur, Laug- arásvegur, Sundlaugarvegur, Borgartún, Snorrabraut, Sæ- braut, Kalkofnsvegur og Lækj- argata. I cúÁfmcr E o Suðurfandsbraut 20 Sími 588 6868 «5T Q. o ¦^ ^ Bremsur Hreinsiefni & smurolíur Hlífasett Hjálmar Línuskautar í miklu úrvali Komdu með línuskautana, við yfirförum þá fyrir þig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.