Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Síða 1
19 Meistarar á sigurbraut ÍA og KR mætast í bikarúrslitum: Fyrsti í 35 ár í fyrsta skipti í 35 ár, eöa frá árinu 1964, mætast gömlu stórveld- in ÍA og KR í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, sem að þessu sinni fer fram að loknu íslandsmótinu, þann 26. september. Félögin léku þrjá af fimm fyrstu úrslitaleikjum bikarkeppninnar, 1961, 1963 og 1964, og KR hafði betur í öll skiptin. Eftir skellinn á Akranesi í gærkvöld missa Eyjamenn hins veg- ar af því í fyrsta skipti síðan 1995 að komast í úrslit bikarsins. Þeir töpuðu í gærkvöld í fyrsta skipti fyrir ÍA í bikarleik utan Laugar- dalsvallar. -VS Hvað gera KR-ingar í kvöld? KR-ingar taka á móti Kilmamock frá Skotlandi í 1. umferð UEFA-bik- arsins í knattspymu á Laugardals- vellinum kl. 19 í kvöld. í skoska liðinu era tveir þekktir landsliðsmenn og fyrrum leikmenn Glasgow Rangers. Það eru Ally McCoist, mesti markaskorari Skota á seinni timum, og Ian Durrant, sem er nýkominn í landsliðið á ný. Durrant á reyndar við meiðsli að striða og ekki öraggt að hann leiki með. KR-ingar tetla fram sínu sterk- asta liði og eru vongóðir um að geta náð hagstæðum úrslitum í kvöld en seinni leikurinn verður í Skotlandi 26. ágúst. Einn sigur í 18 leikjum gegn Skotum Þetta er í 10. skipti sem félög frá íslandi og Skotlandi mætast í Evr- ópukeppni en íslensk lið hafa ekki leikið jafnoft gegn neinni annarri þjóð frá upphafi. Ef litið er á úrslit gegn skoskum liðum frá upphafi er kannski ekki ástæða til of mikillar bjartsýni. Af 18 leikjum til þessa hafa íslensku liðin aðeins unnið einn. Það var einmitt sá síðasti, þeg- ar ÍA sigraði Raith Rovers á Akra- nesi, 1-0, árið 1995. Þrisvar hefur orðið jafntefli, hjá ÍAgegn Aber- deen, FH gegn Dundee United og Keflavík gegn Hibemian, en skosku liðin hafa fagnað sigri 14 sinnum. Nánar um leikinn á bls. 22. -ÍBE/VS Fimmtudagur 12. ágúst 1999 dvsport@ff.is www.visir.is hofn Kári Steinn Reynisson fagnar ásamt Reyni Leóssyni og Kenneth Matijani eftir að hafa skorað þriðja mark ÍA gegn ÍBV í undanúrslitaleik bikarkeppninnar í kn gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór „Enginn beygur" - segir Páll Guölaugsson fyrir leikinn við Anderlecht Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs. „Það er enginn beygur í okkur þrátt fyrir að við séum að mæta stórliði. Við ætlum að reyna að spila árangursríka knattspyrnu og leggja áherslu á að halda marki okk- ar hreinu. Við verðum að reyna að gera eins fá mistök úti á vellinum og hægt er og ef það tekst getum við vonandi strítt þeim í leiknum," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, við DV í gærkvöld en í kvöld mætir Ólafsfjarðarliðið belg- íska liðinu Anderlecht í fyrri leikn- um í 1. umferð UEFA-bikarsins. Leikurinn fer fram á glæsilegum velli Anderlecht í Brússel og er reiknað með um 20.000 áhorfendum á hann. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að hann er 100. Evr- ópuleikur Anderlecht. Páll sagði að tveir af bestu leik- mönnum Anderlecht yrðu ekki með, en það eru Enzo Scifo og Svíinn Per Zettenberg, sem kjörinn var leik- maður ársins á síðasta tímabili. Þeir eiga báðir við meiðsli að stríða. Leggjum allt í sölurnar „Þó svo að þessir tveir leikmenn verði ekki með er lið Anderlecht mjög vel mannað. Við vorum rétt í þessu að sjá leik Anderlecht og Moeskroen frá því um síðustu helgi á myndbandi og vonandi getum við lært eitthvað af þeim leik. Þaö er hugur í strákunum að standa sig vel og þeir ætla að leggja allt í sölumar. Það verður spennandi að sjá hvern- ig ungu strákunum reiðir af en í fyrsta skipti í langan tíma era eng- in meiðsli í leikmannahópnum,“ sagði Páll. -GH Celestine Babayaro hjá Chelsea fagnar marki gegn Skonto Riga í forkeppni meistaradeildarinnar í gærkvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.