Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 21 Sport Darren Huckerby er genginn til liðs við Leeds frá Coventry. Leeds greiðir Coventry 470 milljónir króna fyrir Huckerby en Coventry keypti hann frá Newcastle fyrir 170 milljónir króna fyrir fjóram áram. Huckerby er ætlað að fylia skarð Jimmy Floyd Hasselbaink en hann gekk á dögun- um í raðir Atletico Madrid. Ato Boldon, heimsmeist- ari í 200 metra hlaupi, get- ur ekki varið heimsmeist- aratitil sinn í greininni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sevilla á Spáni síðar í þessum mánuði. Boldon er meiddur í læri og keppir ekki meira á þessu tímabili. Evrópumeistaramót fatlaóra í sundi hófst I Þýskalandi í gær. ís- lensku keppendumir kepptu í 200 metra fjórsundi og komu tvenn verð- laun í hlut þeirra. Kristin Rós Há- konardóttir varð Evrópumeistari og Birkir Rúnar Gunnarsson varð annar. Eva Þórdis Ebenesardóttir varð í 5. sæti á nýju íslandsmeti, Bjarki Birgisson varð í 7. sæti, einnig á nýju íslandsmeti og Bára B. Erlingsdóttir hafnaði í 7. sæti. Matthias Matthiasson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs Fjölnis í handknattleik. Matthías kemur til Fjölnis frá ÍR en hann hefur bæði leikið þar og þjálfað Breiðholtsliðið. Ekki er ósennilegt að Matthías muni leika með Fjölnismönnum í vetur. „Við erum sterkari nú en á síðasta tímabili. Við höfðum fundið rétta jafnvægið í liðið og væntum mikils af þeim nýjum leikmönnum sem era komnir til félagsins," segir Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayem Miinchen, en keppni í þýsku A-deildinni hefst á laugardaginn. Bæjarar höfðu mikla yfirburði í þýsku knattspymunni á síðustu leiktíð og urðu 15 stigum á undan Leverkusen sem hafnaði i öðru sæti. Oliver Bierhoff, fyrirliði þýska landsliðsins í knattspymu, vill að Er- ich Ribbeck landsliðsþjálfari velji Thomas Hassler að nýju í landsliðiö en þessi 32 ára knái leikmaður hefur verið inni í myndinni hjá Ribbeck. „Hassler hefur yfir að ráða mikilii tækni og góðum leikskilningi sem ætti að nýtast þýska landsliðinu," segir Hássler. Lothar Mattháus, hinn leikreyndi leikmaður Bayem Mtlnchen, mun ganga til liðs við New York-New Jersey Metro- star í Bandaríkjunum í desember. Mattháus hef- ur leikið með Bæjurum i 11 ár og verið einn allra besti leikmaður þeirra. Forráðamenn þýsku meistaranna ætla að koma á ágóðaleik fyrir Mattháus og launa honum vel unnin störf fyrir félagið. Edda Garöarsdóttir stóð í marki KR í síöari hálfleiknum gegn Fjölni í úr- valsdeild kvenna í knattspymu i gær- kvöld. Sigríöur Pálsdóttir, mark- vörður KR, hefur átt við meiðsl að stríöa og fékk ekki leyfi sjúkraþjálf- ara til að standa lengur í markinu en 45 mínútur. Edda lék á miðjunni í fyrri hálfleik og setti eitt mark. Argentinska liöiö Boca Juniors sigr- aði spænsku meistaranna i Barce- lona, 3-2, i vináttuleik í Alicante í gærkvöldi. Zenden og Luis Figo skoraðu mörk Börsunga. Árlegt Golfmót FH fer fram á Hval- eyrarvellinum í Hafnarfirði föstu- daginn 13. ágúst. Rétt til þátttöku hafa allir FH-ingar og stuðningsmenn FH, 18 ára og eldri. Skráning í mótið er í Kaplakrika í síma 565 2534 eftir hádegi fram að móti. Veitt verða góð verðlaun með og án forgjafar, nánd- arverðlaun á öllum par 3 brautum og fjöldi verðlauna verður dreginn úr skorkortum að móti loknu. Skorað er á FH-inga að fjölmenna í golfmótið á 70 ára afmælisári FH. Matthias Hallgrímsson, sá gamal- kunni landsliðsmaöur í knattspyrnu og markaskorari, fékk að líta rauða spjaldið í 3. deildar leik í fyrrakvöld. Matti er þjálfari Bruna frá Akranesi sem tapaði, 4-3, í Njarðvík. Kristinn Hafliöason lék i gærkvöld sinn fyrsta leik á tímabilinu með ÍBV þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins á Akranesi. Kristinn hefur veriö frá vegna meiðsla síðan í maí. Skagamenn hafa ekki fengið á sig mark í bikarkeppninni í sumar en era búnir að skora 15 mörk sjálfir. -GH/VS Sport Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu: Baráttusigur - Vals gegn lánlausu Stjörnuliöi Valur vann baráttusigur gegn lánlausu Stjörnuliði, 2-1, þegar liðin mættust á Valsvellinum í gær- kvöldi. Auður Skúladóttir, þjálfari Stjömunnar, kom sínu liði yfir á 23. mínútu en markið vakti Val úr dvala og þremur mínútum fyrir leikhlé jafnaði Bergþóra Laxdal með frábæra marki. Valsstúlkur komu ákveðnar til síðari hálfleiks og Katrín Jónsdóttir tryggði þeim sigurinn er hún skor- aði á 53. mínútu. Stjarnan sótti ákaft það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora þrátt fyrir nokk- ur ágætis marktækifæri. „Þetta var rosalega erfiður leikur alveg fram á síðustu mínútu, við hleyptum þeim of mikið inn í leik- inn og þetta var einn af þeim leikj- um þar sem maður vill helst ekki fá hálfleik," sagði Bergþóra Laxdal, fyrirliði Vals. Hrefna skoraði sex mörk Hrefna Jóhannesdóttir var í mikl- um ham þegar Eyjastúlkur unnu stórsigur á Grindavík í Eyjum, 7-0. Hrefna gerði sér lítið fyrir og skor- aði 6 af mörkum ÍBV og íris Sæ- mundsdóttir skoraði eitt. Eyjastúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en þá skoraðu þær fimm mörk. Tólf mörk hjá KR Olga Færseth skoraði 3 mörk, Inga Dóra Magnúsdóttir 3, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 2, Helena Ólafsdóttir 2 og þær Guðlaug Jóns- dóttir og Edda Garðarsdóttir eitt mark hver þegar KR burstaði Fjölni 12-0. Staðan í hálfleik var 8-0. -ih/ÓG # V < LANDSSÍMA m DEILDIN Úrvalsdeild kvenna KR 10 9 1 0 48-4 28 Valur 10 8 1 1 34-7 25 Stjarnan 10 5 2 3 29-12 17 Breiöablik 9 5 2 2 22-13 17 ÍBV 10 5 1 4 32-18 .16 ÍA 9 2 1 6 8-26 7 Grindavík 10 1 0 9 8A7 3 Fjölnir 10 0 0 10 4-58 0 Markahæstar: Ásgerður H. Ingibergsd, Val .... 13 Helena Ólafsdóttir, KR...........12 Kelly Shimmin, ÍBV ..............10 Elfa B. Erlingsdóttir, Stjömunni 9 10. umferóinni lýkur í kvöld með leik Breiðabliks og Akraness á Kópavogsvelli klukkan 19. Góður tími hjá Green Bandaríkjamaðurinn Maurice Green náði góðum tíma í 100 metra hlaupi á gullmóti í frjálsum iþróttum í Zúrich í gær. Green kom fyrstur í mark á 9,99 sekúndum. í 800 metra hlaupi sigraði Daninn Wilson Kipketer á 1:43,01 mín. 1400 metra sigraði Jerome Yong frá Bandarikjunum á 44,33 sek. Bandaríkja- maðurinn Mark Crear sigraði í 110 m grindahlaupi á 13,19 sek og Lars Riedel, Þýskalandi, kastaði lengst allra í kringlukasti eða 67,64 metra. -GH Enn einn sigur Jones Marion Jones frá Bandaríkjunum hélt sigurgöngu sinni áfram í 200 metra hlaupi á guUmótinu í Zúrich í gær. Hún kom í mark á 22,10 sekúndum. í 400 metra grindahlapi kvenna kom Deon Hemmings frá Jamaiku fyrst í mark á 53,30 sek., Violeta Szekaly frá Rúmeníu sigraði í 1500 metra hlaupi á 3:59,31 mín. Maria Mutola, Mosambik, varð hlutskörpust í 800 metra hlaupi á 1:56,04 mín. og Gabriela Szabo kom fyrst í mark í 3000 metra hlaupi á 8;25,03 mín. -GH Fjórir keppa um gullpottinn Marion Jones, Bandaríkjunum, Gabriela Szabo, Rúmeníu, Wilson Kipketer, Danmörku og Bernard Barmasai, Keníu, eiga öll möguleika á að vinna gullpottinn, um 80 milljónir króna, en þau unnu öll sína fimmtu sigra á guflmótinu í frjálsum íþróttum í Zúrich í gærkvöld. Eitt mót er eftir og þá kemur í ljós hvort gullpottinum verður skipt á milli þessara fjögurra íþróttamanna. -GH Meistararnir komnir á sigurbrautina Meistarar Manchester United era komnir á sigurbrautina i ensku A- deildinni í knattspymu. United tók á móti SheSield Wednesday i gærkvöld og vann öraggan sigur, 4-0. Paul Scholes, Dwight Yorke, Andy Cole og Ole Gunnar Solkjær skoraðu mörk meistaranna. Ryan Giggs kom inn í lið United eftir meiðsli og með tilkomu hans kom mikið líf í sóknarleikinn. Michael Bridges, sem Leeds keypti frá Sunderland á dögunum, sýndi hvers hann er megnugur þegar Leeds vann góðan útisigur Southamtpon, 0-3. Bridges gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörkin. Aston Villa var ekki í vandræðum með að leggja Everton að velli, 3-0. Julian Joachim, Dion Dublin og Ian Taylor skoraðu mörkin. Everton lék manni færra síðustu 40 min. eftir að John Collins var vikið af leikvelli. Leicester lagði Coventry, 1-0, og skoraði Muzzy Izzett sigurmarkð úr víti á 24. mínútu. Coventry, sem hefur tapað báðum leikjum sínum, missti David Burrows út af með rautt spjald á 69. mínútu. Amar Gunnlaugsson lék ekki með Leicester vegna meiðsla. í deildabikamum töpuðu Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Brentford á heimavelli fyrir Ipswich, 0-2. -GH X* MEISTARAPEHPIN Forkeppni, 3. umferð Fyrri leikir: Teplice - Dortmund............0-1 AaB - Dynamo Kiev..................1-2 ' Rapid Wien - Galatasaray......0-3 Molde - Real Mallorca.........0-0 Spartak Moskva - Partizan Bel. . 2-0 Glasgow Rangers - Parma.......2-0 Chelsea - Skonto Riga.........3-0 Croatia Zagreb - MTK Búdapest. 0-0 Zimbru Chisinau - PSV Eindh. . 0-0 Hapoel Haifa - Valencia........0-2 Bröndby - Boavista.............1-2 Fiorentina - Widzew Lodz.......3-1 Hertha Berlín - Anorthosis .... 2-0 AEK Aþena - AIK ...............0-0 Sturm Graz - Servette......... 2-1 Lyon - Maribor.................0-1 Sigurliöin í þessari umferö fara i riðlakeppni meistaradeildarinnar ásamt 16 öðrum liðum sem sitja hjá. Þau eru: Manchester United, AC Mil- an, Lazio, Bayem Mtinchen, Leverku- sen, Barcelona, Real Madrid, Bor- deaux, Marseille, Feyenoord, Willem II, Arsenal, Porto, Olympiakos, Ros- enborg og Sparta Prag. Taplióin í þessari umferð halda áfram i næstu umferð UEFA-bikars- ins. Eyjólfur Sverrisson átti góðan leik fyrir Hertha Berlin i sigri á Anort- hosis Famagusta frá Kýpur. Iraninn Ali Dai skoraði fyrra mark Herthu strax á 2. mínútu og markakóngurinn Michael Preetz bætti við öðru á 58. minútu. Þetta var fyrsti Evrópuleik- ur Herthu Berlin í 20 ár. Þaó tók Chelsea 75 mínútur að brjóta niður varnarmúr lettneska liðsins Skonto Riga. Aleksanrs Kol- inko, landsliðsmarkvörður Letta, var i miklum ham og varði hvað eftir annað meistaralega. Það var svo loks varamaðurinn Celestine Babayaro sem braut ísinn á 76. mínútu og í kjölfarið fylgdu mörk frá Gustavo Poyet og Chris Sutton. Skagamenn hafa ekki fengið mörg tækifæri til að fagna í sumar og þeir gerðu það innilega eftir leikinn við ÍBV. Jóhannes Harðarson, Gunnlaugur Jónsson, Sturlaugur Haraldsson, Ragnar Árnason og Alexander Högnason fara hér fremstir í flokki í fagnaðarlátunum. DV-myndir Hilmar Þór IA3(1) - IBVO Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson, Al- exander Högnason, Gunnlaugur Jónsson, Reynir Le- ósson - Pálmi Haraldsson, Heimir Guðjónsson (Ragnar Árnason 78.), Jóhannes Harðarson, Kári Steinn Reynisson - Stefán Þ. Þórðarson (Unnar Valgeirsson 83.), Kenneth Matijani (Kristján H. Jóhannsson 83.) Gult spjald: Stefán Þór. Birkir Kristinsson - Ivar Bjarklind, Hlynur Stefans- son, Zoran Miljkovic, Hjalti Jóhannesson - Ingi Sig- urðsson, ívar Ingimarsson (Kristinn Hailiðason 80.), Goran Aleksic (All- an Mörköre 66.), Baldur Bragason, Guðni Rúnar Helgason - Steingrím- ur Jóhannesson (Jóhann G. Möller 66.) Gul spjöld: Engin. P 1 :& i < ÍA-ÍBV Markskot: 13 7 VöUur: Mjög góður. Horn: 3 4 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Áhorfendur: 1.200 ágætur. Maður leiksins: Stefán Þ. Þórðarson, IA Stööugt ógnandi, hlekkurinn sem vantaði í Skagaliðið. Skagamenn komnir í bikarúrslitin gegn KR-ingum: - Eyjamenn gátu fengiö enn stærri skell en 3-0 á Akranesi Undanúrslitaleikur ÍA og ÍBV í bikarnum á Akranesi í gærkvöld varö aldrei sá spennu- tryllir sem flestir bjuggust við. íslands- og fráfarandi bikarmeistarar ÍBV vora gersam- lega yfirspilaðir af frísku Skagaliði. Það var deildarmyrkvi á íslandi í gær en hjá Eyja- mönnum var um hreinan sólmyrkva að ræða - þeir sáu allavega aldrei til sólar á Akra- nesi. Það verða því Skagamenn sem mæta KR í úrslitaleik bikarsins í lok september. Það var aðeins á upphafsmínútunum sem eitthvert lífsmark virtist með Eyjamönnum. Ingi Sigurðsson átti skot sem sleikti þver- slána, en þar með var þætti ÍBV lokið og ÍA tók smám saman öll völd. Skagamenn fengu vítaspyrnu á 17. mínútu þegar Zoran Mflj- kovic braut á Stefáni Þ. Þórðarsyni en rétt eina ferðina brást þeim bogalistin. Nú varði Birkir Kristinsson glæsilega frá Sturlaugi og skot frá Matijani í kjölfarið. En í þetta sinn voru Skagamenn ekki slegnir út af laginu. Þeir hertu tökin, skor- uðu þrívegis, og Eyjamenn hefðu ekkert get- að sagt við því þó þeir hefðu farið heim með 6-0 tap á bakinu. ÍBV fékk eitt einasta mark- tækifæri eftir áðuraefnt skot Inga. Þá björg- uðu Skagamenn á marklínu eftir skalla Jó- hanns Möllers, óðu upp völlinn og skoruðu þriðja mark sitt. Skagamenn spiluðu án efa sinn besta leik í sumar og sýndu svo ekki varð um villst að stigatala þeirra í úrvalsdeildinni gefur ránga mynd af styrk liðsins. Eins og það lék í gær- kvöld var engan veikan hlekk að finna og ekki vantaöi mörkin í þetta sinn. Hver ein- asti leikmaður var innstilltur á sigur og ekk- ert annað og uppskeran var eins og til var sáð. Heim- koma Stefáns Þ. Þórðarson- ar hefur hleypt nýju blóði í sóknarleikinn, þann þátt sem var mesti höfuðverkur ÍA framan af sumri. í herbúðum ÍBV var eitt- hvað allt annað um að vera. Þar þurfa greinilega margir að fara að hugsa sinn gang. Liðið átti ekki skot að marki langtímum saman og Ólafur Þór, markvörður ÍA, þurfti ekki að verja skot afl- an leikinn. Eínn útispilari, Hlynur Stefánsson, var með fullu lífsmarki allan tímann. Steingrjmur var að vanda einn og yfirgefinn i framlínunni. Miðjuspilið var í molum og fáar heilsteyptar sóknir sáust til liðsins í leiknum. Eyjamenn áttu engin svör við öflugum leik heimamanna og baráttu- leysið var slíkt að menn fengu ekki einu sinni gul spjöld fyrir að reyna að bíta frá sér. Sama stemning og gegn KR 1996 „Það er oft sagt að þriðja markið klári leikinn og það kom loksins hjá okk- ur. En í stöðunni 2-0 vor- um við með leikinn í höndunum og þeir fengu ekki nein færi, nema þeg- ar Gulli bjargaði á línu rétt áður en ég gerði þriðja markið. Við vild- um þetta mikið meira en þeir, þegar við vorum komnir einu og tveimur mörkum yfir vora þeir farnir að hengja haus. Við vitum að lið okkar er betra en staða þess í deildinni sýnir, til þessa höfum við hins vegar ekki náð að spila vel heilu leikina, en nú voram við ákveðnir í aö klára þetta. Undirbúningurinn var svipaður og þegar við unnum KR í úrslitaleiknum 1996, við fórum í góðan göngutúr og náðum upp sömu stemningu og þá,“ sagði Kári Steinn Reynisson við DV eftir leikinn. Hugarfarinu þarf að breyta „Skagamenn spiluðu glimrandi vel og ég sá það enn betur þegar ég var kominn af velli. Baráttan var miklu betri hjá þeim og viljinn meiri. Við höfúm ekki verið nógu sannfærandi fram á við, boltinn berst lítið til mín þarna frammi. Það þarf ekki endilega að breyta um taktík, en hugarfarinu þarf að breyta. í kvöld vantaði alla baráttu í liðið, það voru ekki margir á tánum í þessum leik. Bikarinn er úr sögunni, það þýðir ekki að hugsa meira um hann og nú er að einbeita sér að deildinni og reyna að fara að spila eins og við gerðum áður fyrr,“ sagði Steingrímur Jóhannesson sem fékk ekki færi í leiknum og var skipt af velli um miðjan siðari hálf- leik. -VS A./Jl Pálmi Haraldsson (31.) " v nýtti sér mistök Hjalta og náði skoti af hægra markteigshomi, Birkir kom á móti og varði en boltinn hrökk beint í Pálma og í netið. 0-© Jóhannes Haröarson (60.) w v fékk sendingu frá Alexander inn í vítateiginn hægra megin og þrumaði boltanum í stöngina nær, hönd Birkis og i netið. 0_/j\ Kári Steinn Reynisson (78.) ” lék Guðna Rúnar sundur og saman i vítateignum vinstra megin og renndi boltanum í stöngina fjær og inn. Skagamaðurinn Heimir Guðjónsson tekur hér á móti ham- ingjuóskum frá litlum syni sínum eftir sigur á ÍBV. Bjargar sumrinu - sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA „Við vissum að gegn þessu liði þýddi ekki að slaka á eitt augnablik, þá yrði okkur refsað. Við lögðum leikinn upp með ákveðnum hætti, vorum með 2 menn gegn 3 inni á miðjunni og það þýddi góða færslu á vængmennina og mið- herjana og það tókst bærilega. KR og ÍA era gamlir erki- fjendur og það ætti að verða mikil stemning og góð umgjörð í kringum úrslitaleik milli þessara félaga,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, við DV eftir leikinn. „Eyjamenn hafa náð árangri á því að liggja til baka og nýta hraðaupphlaupin. Við reyndum að loka fyrir það, og tókst það, og þar með vora helstu vopn þeirra farin. Þessi sigur bjargar vissulega andliti okkar og sumrinu að mörgu leyti. Við höfum verið óheppnir og klaufar í senn, en nú eram við komnir ákveðna leið. Á íslandsmótinu eram við ekki i vænlegri stöðu en ætlum að gera þar atlögu að þriðja sætinu,“ sagði Logi Ólafsson. -VS UEFA-meistaranir i Parma máttu þola 2-0 ósigur gegn Rangers í Glas- gow. Italarnir urðu fyrir áfalli á 24. mlnútu þegar Fabio Cannavaro var vikið af velli og það nýttu leikmenn Rangers sér í botn. Tony Vidmar skorði á 33. mínutu og Claudio Reyna á 76. mínútu. Eyjabanarnir i MTK Budapest eiga góða möguleika á að komat í meist- aradeildina eftir markalaust jafntefli í Króatíu. Heimamenn misstu mann útaf eftir 17. minútna leik en á 67. minútu var leikmanni úr MTK vísað af velli. UEFA-bikarinn HJK Helsinki - Shirak...2-0 Arnar ekki í náðinni Arnar Grétarsson sat á vara- 7 mannabekk gríska liðsins AEK all- an tímann í gærkvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heima- velli gegn AIK frá Svíþjóð. Heima- menn í AEKréðu ferðinni en Sví- arnir vörðust vel og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknar að sögn Arnars Grétarssonar „Þetta var annar leikur okkar á tímabilinu og ég hef þurft að sætta mig við að vera á bekknum. Maður verður bara að taka því og grípa tækifærið þegar það gefst. Ég er kominn með breskan umboðsmann sem vinnur í mínum málum. Hann hefur þegar skrifað AEKbréf og spyr hvort ég sé til sölu og þá hvaða upphæð þeir vilja fá fyrir mig. For- ráðamönnum AEK ber að svara þessu bréfi í þessari viku en í janú- ar er ég kominn með frjálsa sölu,“ sagði Arnar við DV í gær. GH* t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.