Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 enmng Legóistar listarinnar Enn vefst póstmódernismi í myndlist fyrir íslendingum. En nú þurfa menn ekki að velkjast í vafa lengur, þessi umdeildi ismi er fundinn og hefur tekið sér tímabundna bólfestu í sýningar- sal hér í bæ. En grínlaust, hafi menn einlægan áhuga á að kynna sér hvernig þessi um- deilda stefna getur litið út gerðu þeir margt verra en að drífa sig á sýningu Stefáns Jónssonar í Ásmundarsal. Stefán hefur ekki haft sig mikið í frammi hérlend- is, aðallega vegna þess að hann hefur verið búsettur í Austur- löndum fjær. Þó munu einhverj- ir kannast við legókallana hans frá sýningunni Skúlptúr, skúlp- túr. Legókallarnir eru einmitt einn lykillinn að því sem Stefán tekur sér fyrir hendur. Eins og margir ungir myndlistarmenn virðist hann hafa lítinn sem eng- an áhuga á að auka einhverju við málaralistina, telur líkast til að hún sé komin að ákveðnum endimörkum þróunar sinnar. Þess í stað einsetur hann sér að gaumgæfa sjálfa innviði málcira- listar, og meira en það, nota þessa innviði til sjálfstæðrar sköpunar. Sköpun hans er eigin- lega í ætt við svokallaða afbygg- ingu (deconstruction), þar sem útgangspunkturinn er eitthvert lykilverk úr listasögunni: 8. maí eftir Goya, Sumarnótt á Þingvöll- um eftir Þórarin B. Þorláksson, í ■ II 1$ W$ Stefán Jónsson - Án titils (eftir málverki Rafaels) (hluti), 1998. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Krýning Napóleons eftir David o.s.frv. Sem sagt, list um list. Þessi lykilverk endurgerir Stefán í þrívídd, notar legóflgúrur sem staðgengla hinna mál- uðu þátttakenda í hverju drama og byggir í kringum þær nákvæmt módel af „sviðsmynd- inni“, jafnt náttúru sem arkitektúr. Sérhverri endurgerð stillir hann upp á staili sem borinn er uppi af einingum úr vinkiljámi. Hlutagildi endurgerðarinnar er því kirfilega áréttað. Senuþjófar Merkilegt nokk verða þessar endurgerð- ekki til að draga burst úr nefi fmm- ír myndanna heldur er eins og þær verði nákomnari okkur fyrir vikið. í stað þess að einblína á þær úr fjarlægö í listasafni getum við lagst yfir þau eins og börn yfir ný gull. Fyrir vikið fer að vísu eitthvað forgörðum af þjóðfélags- legum skírskotunum og tilfinningalegu vægi þeirra en í staðinn öðlast áhorfandinn nánari hlut- deild í gangverki þeirra, hagræðingu listamannsins á fólki í rými, og ekki síst skilning á byggingarfræði- legu og táknrænu hlutverki sjálfrar sviðsmyndarinnar. í meðförum Stefáns verða sviðsmyndirnar I rauninni senuþjófar. Þær yfirskyggja veslings legóistana sem reyna hvað þeir geta að halda reisn sinni; upp á sitt einsdæmi lýsa þær fyrir okkur viðtekinni merkingu hugtaka á borð við „vald“, „upphafningu", „ein- drægni" og „náttúruinnlif- un“. Sköpun Stefáns felst að sjálfsögðu í þessari afbygg- ingu, sem í sýningarskrá kallast „endurmönnun", í tilraunum hans til að láta eftirgerð slá neista af frum- gerð, en hana er einnig að finna í kænlegri endur- skipulagingu á sviðsmynd- unum. Þeir sem þekkja sinn David, Giotto eða Rafael taka eftir því hvemig Stefán „betrumbætir" ákveðna þætti sviðsmynd- anna, stækkar þær, minnkar og stílfærir eftir því sem hlutföll legóistanna segja fyr- ir um. Við þetta öðlast sviðsmyndimar einnig, og alveg óvart, eitthvað sem nefna mætti „skúlptúrgildi". Sem er sennilega ekki það sem listamaðurinn er á höttum eftir. Allt um það er sýning Stefáns vel til þess fallin að hrista upp í viðteknum skoð- unum. Tónverk fyrir GSM-síma Inúítalist í Þjóðarbókhlöðu Sjaldséða myndlist gefur að líta í and- dyri Þjóðarbókhlöðu næstu vikumar, nefnilega teikningar eftir marga af þekkt- ustu listamönnum Inúíta i Kanada (sjá mynd). Sýningin kemur úr safni MacDon- ald Stewart listamiðstöðv- arinnar við háskólann í Guelph í Ontario, en það er eitt af stærstu söfnum þar- lendis með verkum Inúíta. Listamennimir eru fjórtán talsins og tilheyra ættflokki frá Baker Lake í Nunavut, en þeir eru taldir hafa þró- að sérstakan stfl. Allt of lít- ið berst af listaverkum þessara „nágranna" okkar tU íslands og því er upplagt að nota þetta tækifæri tU að kynnast þróaðri sjónlist þeirra. Sýningin er hingað komin í tengslum við námskeið vísindamanna og stúdenta við háskólann í Guelph, Bændaskólann á Hólum og Há- skóla íslands. Sýningin i Þjóðarbókhlöðunni verður opin tU 4. nóvember. Bókhlaðan sjálf er opin mán.-fóst. 8.15-19, laugard. 10-17 og sunnudaga (ffá 22. ágúst) 11-17. Forvarsla til sýnis Listaverkafalsanir og listaverkaviðgerð- ir hafa verið mikið í umræðunni hér á landi á undanfórnum misserum. Því hlýt- ur sýning um nútímaforvörslu, sem sett hefur verið upp í Gerðarsafni í Kópavogi, í samvinnu við hið ítalska Instituto per l’Arte e il Restauro í Flórens, að vera sem himnasending fyrir aflan þorra þeirra sem láta sig varða menn- ingararfinn, varð- veislu hans og mis- þyrmingu. Fyrsti hluti sýningarinnar er helg- aður margvíslegum starfsaðferðum lista- manna fyrr á tímum og aUt fram á 17. öld. Annar hluti fjallar um ástæður þess að lista- verk verða fyrir skemmdum, bæði af eðlUegum orsökum og fyrir slysni. Þriðji hluti sýningarinnar segir svo frá sjálffi vinnunni sem forvarsl- an útheimtir. Þar eru meðal annars til- greindar aUar aðferðir sem notaðar eru við forvörsluna. Hér hefði auðvitað verið hægt að bæta við íslensku innleggi þai' sem fjallað heföi verið um þann vanda sem íslenskir forverðir hafa staðið frammi fyrir við greiningu falsaðra listaverka. Sýningin í Gerðarsafni er opin aUa daga nema mánudaga, frá 12-18, og lýkur 10. október. Áki Ásgeirsson og Gunnar A. Kristinsson. Tónlistarhópurinn Atonal Future hélt tón- leika í Iðnó síðastliðið þriðjudagskvöld og hófust þeir á langri biðröð. Tónleikarnir áttu að byrja klukkan 20.30 en náfólur maður í miðasölunni hélt áfram að selja miðana tU klukkan rúmlega níu. Þegar undirritaður spurði hvernig stæði á þessum seinagangi var svarið að „þeir“ hefðu ekki búist við svona mikflli aðsókn. Enda var húsfyUir og rúmlega það og samanstóð áheyrendahópurinn aðal- lega af ungu fólki. í Atonal Future eru komungir listamenn sem annaðhvort eru enn í námi eða hafa ný- lega útskrifast. AUt eru þetta færir hljóðfæra- leikarar og sumir tónskáld líka og með einni undantekningu voru öU verkin á efhisskránni eftir meðlimi hópsins. Með aulalegum texta Tónleikarnir byrjuðu á svonefndu íslensku rappi - rondo fantastico VII eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið einkennist aðaUega af síend- urteknum nótum upp stutta krómatík ásamt aulalegum texta sem hljóðfæraleikaramir sungu inn á miUi, gullkorn á borð við I love you ... you love me og þar fram eftir götunum. Enda má svo sem skUgreina rapp sem síbylju og leirburð og samkvæmt því var rapp Atla Heimis þokkalega sannfærandi, enda snyrti- lega samið. Næst á dagskrá var Sextett fyrir blásara og píanó eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Fyrsti hlutinn samanstóð af líflegri þrástefjun en svo róaðist tónlistin og tók þá við langur kafli sem var allt að því rómantískur og jafn- vel melódramatískur. Undirrituðum fannst ró- legi kaflinn helst til langdreginn og minna fuU- mikið á tónlist við sápuóperu, en þrátt fyrir það bar margt frumlegt og faUegt fyrir eyra og greinUegt að Gunnar Andreas er efnUegt tón- skáld. Eftir Hlyn AðUs VUmarsson voru tvær tón- smíðar, Roto con moto og Prelúdía & fúga. Sú fyrri er í raun frumstæð danstónlist, glæsilega raddsett, og einkenndist í heUd af órólegu mis- gengi í hrynjandi með magnaðri stígandi. Seinna verkið er í tveimur þáttum, hinn fyrri, prelúdían, er nokkurs konar vefur af löngum, leitandi tónum sem mynda síbreytUega hljóma. Fúgan er á hinn bóginn hin fjörlegasta, með óvæntum endi, en dálítið einhæf. Bæði verkin bera vott um hæfileika Hlyns Aðils, sér- staklega var Roto skemmtUegt og grípandi. Tónlist Jónas Sen Rump, Sjúsk, Hmmm, Rím Tónlist Áka Ásgeirssonar var rauði þráð- urinn í efnisskránni því á mUli verkanna heyrðust örstuttar skissur sem hétu Rump, Sjúsk, Hmmm og Rím. Segja má að þessi ör- verk hafi verið fyrir ljósakrónu og ósýnflega hljóðfæraleikara því hver skissa hófst á því að það kviknaði á ljósakrónunni i myrkvuð- um salnum, og svo heyrðist í hljóðfæraleikur- unum bak við sviðið leika mjög furðulega, fyndna tónlist. Eftir Áka var líka lengri tón- smíð, nafnlaus, fyrir blás- ara og hljóð- gervU. Tón- listin hófst með tryll- ingslegum triUum blásaranna og því næst heyrðist djöfuUegur fuglasöngur. Einnig kvað bandaríski forsetamarsinn við og von bráðar örveikir hljómar sem minntu á Neptúnus eft- ir Gustav Holst. Þá þurfti náttúrlega GSM- sími að hringja úr nálægum frakka sem lá á gólfinu og svo kvað annar sími við. Fleiri símar bættust í hópinn og eftir nokkur augnablik voru þeir orðnir óteljandi og sungu og görguðu eins og heUt fuglabjarg. Tónverk Áka var skemmtilegur gjörningur og i fyrsta sinn sem undirritaður heyrir verk fyrir GSM-síma. Síðasta atriði efnisskrárinn- ar var Þönk Þríömóðins eftir Gunnar Bene- diktsson, sérlega skemmtfleg tónsmíð með mjög svo suðrænum trommuleik ásamt hnit- miðuðum sólóum. Ástríðukennd saxófónsóló- in og stemningin i heUd gerðu að verkum að tónlistin hefði sómt sér ágætlega í kvikmynd eftir David Lynch. Þetta voru bráðskemmtilegir tónleikar, hljóðfæraleikurinn var í fremstu röð, sér- staklega var homleikur Stefáns Jóns Bern- harðssonar aðdáunarverður. Vonandi heyrir maður aftur í Atonal Future, og bara að það verði í allra nánustu, tóntegundalausri fram- tíð. Listrýnir undir þrýstingi Þann 30. júlí sl. birti umsjónarmaður grein um Listaskálann í Hveragerði og sýninguna „Samstöðu“, sem þar fór fram, þar sem hann lét þess getið að upprunaleg- um formála að sýningunni, skrifuðum af Braga Ásgeirssyni (á mynd), hefði verið „slaufað". Þess í staö hefði Einar Hákonar- son ritað þann harðvítuga for- mála sem birtist í skrá. Kvart- aði Bragi undan þessu og framkvæmd sýningarinnar í Hveragerði við nokkra sam- starfsmenn sína. Þaðan eru upplýsingar umsjónarmanns komncir. í birtingu þeirra fólst gagmýni á þessari meðhöndl- un skipuleggjenda á lands- þekktum listrýni, hreint ekki á Braga sjálfan. Eins og lesendur Morgunblaðsins vita bregst Bragi fljótt við ef honum þykir aö sér vegið. Það var því athyglisvert að hann mótmælti þessum upplýsingum ekki einu orði og er þó búinn að vera á landinu allan ágústmánuð. í grein frá Einari Hákonar- syni frá 7. ágúst, þar sem ekki eru spörað andmæli og ávirðingar, er þessari staðhæf- ingu umsjónarmanns ekki mótmælt að heldur. Það er fyrst nú, 12. ágúst, sem Bragi and- æflr, auðvitaö í löngu máli (getur Morgun- blaðið ekki beitt sér fyrir styttingu þessara greina hans; þorri fólks les einungis upphaf þeirra og niðurlag...), og sjá, hann ritaði aldrei umræddan formála, því er tómt mál að tala um að honum hafi verið „slaufað". Var einhver að tala um þrýsting? Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.