Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 UV nn Ummæli Yerð með í slagnum „Ég neita því ekki aö ég er með í slagnum um áhrifastöð- i ur eins og for- . mennskuna en sem stendur ! fylgist ég bara ; , með hverju fram vindur." Össur Skarp- héðinsson, al- [ þingismaður Samfylkingar- innar, í Degi. Guðni, passaðu þig „Komdu ekki nálægt þessu, Guðni." Sigurbjartur Pálsson kart- öflubóndi um hugmyndir stjórnvalda um niðurfell- ingu verndartolla af Maarud-kartöfluflögum, í DV. Vafasamir kaupendur ,Reyna menn, sem auðguð- ust á vafasömum viðskiptum, , að eignast banka til þess að geta komist að við- | skiptaleyndar- málum keppi- nauta sinna?“ Hannes Hólm- steinn Gissurar- son prófessor í Morgunblaðinu. Jón Ólafsson í bann? „Ég tel að þetta tal forsætis- ráðherra um lagasetningu sé sprottið af því að hann vilji setja lög sem banni Jóni Ólafssyni i Skífunni að kaupa hlutabréf." Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður, í Degi. Hagkvæmni og örvænting „Sumir prófessorar í Há- skóla íslands og kennimenn í I dellufræðum hafa svarað gagnrýni á hátt verð á þorskkvóta með því að segja „að það sýni best hagkvæmni kvótakerfis- . Er ekki mælir- ef prófessorar skilja ekki mun á hagkvæmni og örvæntingu?“ Kristinn Pétursson fram- kvæmdastjóri, í Morgun- blaðinu. Brennt af í dauðafæri „Borgaryfírvöld brenna af í dauðafæri, rétt eins og krakk- amir í fótboltanum.“ Stefán Aðalsteinsson, um byggingahugmyndir borg- arstjórnar í Laugardalnum. Hrólfur Sæmundsson barítonsöngvari: Hélt lagi áður en ég fór að tala inn. Er það áfangi út af fyrir sig því ásókn í söngdeildir í skólann er mik- il og það var aðeins einn af hverjum tíu sem komst inn. Þess má geta að sigurvegarar tveggja síðustu ára í Metropolitan-óperukeppninni hafa komið úr þessum skóla.“ Hrólfur segist hafa sungið síðan hann man eftir sér: „Foreldrar mínir segja að ég hafi haldið lagi áður en ég byijaði að tala. Ég var siðan mikið í félagslífi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einkum starfsemi leikfé- lagsins þar sem ég tók þátt í upp- færslum, auk þess sem ég lærði á pí- anó og trompet og var í kórum. Ég var einnig í nokkrum popphljóm- sveitum, lengst i þeirri sem hét Stingandi strá. Ég var orðinn tvítug- ur þegar ég hóf söngnám og hef ég síðar heyrt að það sé góður aldur til að byrja. Með fram náminu kom ég fram í ýmsum söngleikjum, meðal annars Jesus Christ Superstar og Carmen Negra og hef sungið dálítið í kirkjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Það er mikið stúss að taka sig upp og flytja með fjölskyldu frá íslandi, því hefur Hrólfur kynnst undanfama daga: „Ég þarf að vera búinn að losa íbúðina sem ég bý í sama daginn og tónleikarnr eru. Svo er erfitt að slíta ákveðin andleg tengsl, alltaf erfitt að flytja frá sínum nánustu, það þarf að undirbúa fjölskylduna fyrir brott- flutninginn. Við erum með einn strák á skólaaldri sem þarf að byrja í skóla um leið og komið er til Boston svo það er í nógu að snúast þessa dagana.“ Eiginkona Hrólfs er Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsráðgjafi og eiga þau tvo syni. „Tónleikar mínir á sunnudaginn eru tvískiptir. Fyrir hlé mun ég syngja ljóðaílokkinn Dichterliebe eft- ir Robert Schuman við Ijóð eftir Heine. Segja má að ljóðaflokkurinn þessi sé hápunktur rómantíkurinnar þar sem rak- in er ást og ástarsorg ungs manns, mjög vinsæll ljóöa- flokkur meðal söngvara. Mozart er svo eftir hlé. Mun ég syngja helstu barítonariur hans úr þekktum óperum,“ segir Hrólfur Sæmundsson barítonsöngv- ari sem heldur tónleika í Víðistaða- kirkju við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar Hrólfur stendur á tímamótum þessa dagana: „Ég tók burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík í vor Maður dagsins og nú er stefnan tekin á Bandaríkin í framhaldsnám þar sem ég mun vera næstu tvö árin, sest á skólabekk í New England Conservatory í Boston, og eru tónleikarnir eins konar ^ lokaundirbúningur fyrir ferðina því ég fer ásamt fjölskyldu \ næstkomandi fimmtudag.“ Hrólfur segist Á mjög ánægður með að hafa komist inn í New England Conservatory: „Það að ég skyldi sækja um þennan skóla kom upp þegar ég sótti masterclass hjá manni sem heitir Martin Isepp. Hann benti mér á þennan skóla og í vor fór ég síðan í prufu og komst Sölvi Helgason. Dagskrá um Sölva Helgason Á sunnudaginn, kl. 14, verður dagskrá um Sölva Helgason (Sólon íslandus) að Lónkoti í Sléttu- hlíð í Skagafirði. ----- Meðal þess sem í boði verð- ur er erindi sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur Samkomur mun flytja um mynd- list Sölva en Aðal- steinn vinnur ásamt Ólafi Jónssyni, staðar- haldara í Lónkoti, og Hugrúnu Hrönn Ólafs- dóttur íslenskufræð- ingi að bók um mynd- list Sölva Helgasonar. Hjalti Rögnvaldsson leikari les valda kafla úr bókinni Sólon ís- landus eftir Davíð Stefáns- son og einnig valda kafla úr Frakklandssögu eftir Sölva Helgason. Sölvi fæddist að Fjalli í Sléttuhlíð 16. ágúst árið 1820 og dó á Ysta-Hóli í sömu sveit 20. október 1895. __________Árið 1995 reisti Ólafur Sölva minnisvarða að -----------Lónkoti og þar er einnig veitingahúsið Sölva-Bar og Gallerí Sölva Helgasonar. Líkþrár maður Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Á móti sól leikur á landsbyggðinni um helgina. Á móti SÓl á Stöðvarfirði Hljómsveitin Á móti sól er á faraldsfæti um helgina. Fyrsti við- komustaður drengjanna er Stöðv- arfiörður en þar er íslensk miðlun að opna útibú og því verður sleg- ið þar upp heljanniklu balli. Á laugardagskvöld er ferðinni heitið í Réttina í----------- ““rfe Skemmtanir með í fór Captain Morgan og magadansmærin Mallý, Mr. Captain yljar fólki við innganginn og Mallý þegar inn er komið. Þess má geta að nýtt upplag af plötu drengjanna 1999 var að koma í verslanir. Dansveisla á Gauknum Á Gauki á Stöng í kvöld kynn- ir Bashmennt live dansveislu. Fram koma Loop Troop, ein fremsta danssveit Svía, þétt fiög- urra manna grúppa meistara á sínu sviði, og Faculty, blandaður íslenskur hópur ungra, efnilegra listamanna sem einbeitis sér að jákvæðari feitri stemningu. í flokknum eru meðal annars menn eins og DJ intro, Ant Lew, Max- emum og Cell 7 úr Subterranean, Shadow, Deez, Halla, Þórunn, Drífa og Brynja úr Real Flavor og margir fleiri. Bridge Svíar og Islendingar áttust við í þriðju umferð Norðurlandamóts yngri spilara í eldri flokki. Leiknum lauk með naumum 16-14 sigri Sví- anna en þótt jafntefli hefði orðið í leiknum var þar að sjá mörg fiörug spil. Hér er eitt þeirra en íslending- ar græddu vel á því. Sagnir gengu þannig fýrir sig í opna salnum, aust- ur gjafari og AV á hættu: * ÁK8743 * 1075 4- K2 * 108 4 G6 V K8632 4 985 * 973 4 95 V DG4 4 D1074 * ÁKD4 Austur Suður Vestur Norður Guðm. Nyström Ómar Strömberg Pass 1 grand pass 4 4 P/h Grandopnun Svíanna lofaði 13-16 punktum og það verður að teljast eðlileg ákvörðun hjá norðri að stökkva beint í 4 spaða. Sá samning- ur er vonlaus því þar eru alltaf 4 gjafaslagir. Útspil Ómars Olgeirs- sonar í austur var lauf og Strömberg sá allt í einu möguleika á þvi að standa spilið. Ef útspilið var frá gosa var hægt að hleypa heim á tíuna, taka tvo hæstu i spaða og henda síðan annað- hvort hjörtum eða tíglum ofan í fríslagi í laufi. Með það fyrir augum bað Strömberg um lítið spil úr blind- um. Guðmundi Gunnarssyni brá svo að hann gleymdi því næstum að setja gosann. En hann áttaði sig í tíma og Strömberg fór 2 niður á 4 spöðum. Frímann Stefánsson og Páll Þórsson sátu í AV 1 lokuðum sal. Óhætt er að segja að lánið hafi leikið við þá félaga þegar þeir stýrðu samningnum í 3 grönd. Þeim er ekki hægt að hnekkja vegna sam- gangserfiðleika varnarinnar í hjartalitnum og ísland græddi 11 impa. ísak Örn Sigurðsson 4 D102 *»Á9 4 ÁG63 * G652

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.