Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Side 1
15 Þórhallur Hinriksson: Spilum agaö í Skotlandi Þórhallur Hinriksson stóð uppi sem hetja KR eftir að hann tryggði liðinu sigurinn á Kil- marnock í gærkvöld. „Gummi er búinn að gefa góða bolta fyrir í sumar og það er alltaf vonin að reyna að stanga þá inn, sem tókst í dag. Þessi úrslit þýða að við getum spilað agaðan fót- bolta í seinni leiknum og treyst á að halda þessu og það hentar okk- ur mjög vél. Þetta var gríðarlega erfiður leikur, völlurinn var þungur og þeir í góðu formi. Við ætlum okkur áfram, erum með stóran og sterkan hóp. Menn eru líka að koma inn úr meiðslum á réttum tíma, þegar mikið liggur við að það sé fullt af mönnum til að taka við álaginu sem er fram undan,“ sagði Þórhallur Hinriks- son við DV eftir leik. -ÓÓJ Rakel eini nýliðinn Rakel Ögmundsdóttir, sóknar- maðurinn skæði úr Breiðabliki, er eini nýliðinn í fyrsta A-landsliðs- hópnum sem Þórður G. Lárusson, nýráðinn þjálfari kvennalandsliðs- ins í knattspyrnu, tilkynnir. Hann valdi í gær 16 leikmenn fyrir leik gegn Úkraínu í Evrópukeppninni sem fram fer ytra sunnudaginn 22. ágúst. Frá Breiðabliki koma auk Rakel- ar þær Helga Ósk Hannesdóttir, Margrét R. Ólafsdóttir, Sigrún Ótt- arsdóttir og Þóra B. Helgadóttir. Úr KR koma Ásthildur Helgadóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðlaug Jóns- dóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir og Sigríður F. Pálsdóttir. Þá eru í hópnum Ás- gerður H. Ingibergsdóttir og Rósa J. Steinþórsdóttir úr Val, Auður Skúladóttir úr Stjörnunni, Erla Hendriksdóttir frá Fredriksberg og Katrín Jónsdóttir frá Kolbotn. -VS Helgi Sigurðsson samdi til þriggja ára við Panathinaikos: Næstdýrastur - seldur frá Stabæk til gríska liðsins fyrir 127 milljónir Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspymu, gekk í gærkvöld frá þriggja ára samningi við gríska stórliðið Panathinaikos. í gærmorg- un höfðu Grikkirnir og Stabæk í Noregi komist að samkomulagi um kaupin á Helga en Panathinaikos greiðir Stabæk 127 milljónir króna fyrir hann. Helgi er þar með orðinn annar dýrasti knattspymumaður íslands frá upphafi, á eftir Arnari Gunn- laugssyni sem Leicester keypti frá Bolton fyrir 220 milljónir fyrir á ár- inu. Þeir tveir era einu íslending- arnir sem seldir hafa verið fyrir 100 milljónir króna eða meira. Helgi gekkst jafnframt undir læknisskoðun hjá Panathinaikos í gær og öll mál hans þar eru því komin á hreint. Hann hefur þar með spilaö sinn síðasta leik með Stabæk. Helgi fer með íslenska landslið- inu til Færeyja í næstu viku og flytur síðan með fjölskylduna til Grikklands en deilda- keppnin þar hefst um næstu mánaðamót. Málin gengu mjög hratt fyrir sig þvi Helgi var drifmn með hraði til Grikklands síðdegis í fyrradag. Grikkjunum lá á að ganga frá málinu til að fá hann löglegan með þeim í UEFA-bik- amum en Panathinai- kos kemur þar inn i aðalkeppnina í næsta mánuði. Helgi er þriðji markahæsti leikmað- ur norsku A-deildar- innar á þessu tímabili með 14 mörk. Alls skoraði hann 26 mörk í 52 deildaleikjum með Stabæk en hann gekk til liðs við norska félagið frá Fram í júní 1997. -VS Ekeren með Guðmund í sigtinu Belgíska knattspyrnufélagið Ek- eren fylgdist með fyrrverandi leik- manni sínum þegar KR mætti Kilmar- nock í gærkvöld - Guðmundi Bene- diktssyni. Guð- mundur var í 4 ár hjá Ekeren en lék lítið vegna meiðsla. Ekeren sparaði sér þó farseðilinn til íslands því félagið lét einn af þjálfurum sinum skoða hann í út- sendingu Eurosport, sem sýndi leik- inn beint í gærkvöld. Það var Aimé Anthuenis, þjálfari Anderlecht, sem benti kunningja sínum hjá Ekeren á Guðmund. Ant- huenis sá leik KR-inga við Leiftur á dögunum og fannst talsvert til Guð- mundar koma. Ekeren er að sameinast öðru félagi, Beerschot, undir nafninu Germinal Beerschot Antwerpen og ætlunin er að skapa nýtt stórveldi í belgísku knattspymunni. -KB/VS Ríkharður með þrennu Ríkharður Daðason skoraði þrjú mörk fyrir Viking Stavang- er þegar liðið burstaði Prinicpat frá Andorra, 7-0, í forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöld. Ríkharður lagði upp fyrsta markið með glæsilegri sendingu og skoraði síðan mörk númer þrjú, sex og sjö. Hann og Auðun Helgason léku báðir allan leikinn með Viking, og þeir geta tekið lífinu með ró í siðari viður- eigninni í fjallaríkinu eftir tvær vikur. -VS Föstudagur 13. ágúst 1999 dvsport@ff.is www.visir.is Alaves skoð- aði Bjarka DV, Spáni: Spænska knattspyrnufélagið Alaves sendi mann tfl að fylgast með Bjarka Gunnlaugs- syni, KR-ingi, i leiknum gegn Kflmarnock í gærkvöld. Alaves leikur í A-deildinni og slapp þar naumlega við fall á síðasta tíma- bili. Frá þessu var sagt á sjónvarpsstöð á Suður-Spáni i gærkvöld, og jafnframt að þýsk félög væra líka með íslendinginn í sigtinu. -JKS/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.