Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 2
16 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 17 Sport Sport Leikur kattar- ins að músinni - Leiftur steinlá, 1-6, fyrir Anderlecht í Belgíu DV, Belgíu: Leiftursmenn frá Ólafsfirði sóttu ekki gull í greipar Anderlecht þegar liðin áttust við í Briissel í Belgíu í gærkvöld. 20.000 áhorfendur urðu vitni að stórsigri Anderlecht, 6-1, og hefði sá sigur geta orðið mun stærri því Jens Martin Knudsen, markvörður Leifturs, varði oft meistaralega. Það tók Anderlecht 19 mínútur að finna leið fram hjá Knudsen en þá skoraði BartGoor af stuttu færi og síðan varði Knudsen í tvígang í opnum færum Anderlechtmanna. Öðru hverju áttu Leiftursmenn ágætar skyndisóknir og upp úr einni slíkri jöfnuðu þeir metin á 26. mínútu. Steinn V. Gunnarsson átti fyrirgjöf fyrir mark Anderlecht og þar hrökk boltinn af varnarmanni Anderlecht í netið. Það sló þögn á áhorfendur á hinum glæsilega leikvangi í Brussel enda hafði leikurinn að mestu fariö fram á vallarhelmingi Leifturs. Heimamenn sóttu án afláts eftir þetta mark og á 40. mínútu varð Steinn V. Gunnarsson fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Mínútu síðar skoraði BartGoor þriðja markið og staðan í hálfleik, 3-1. Síðari hálfleikurinn var leikur kattarins að músinni. Leikmenn Anderlecht mættu mjög ákveðnir og hver sóknin á fætur annarri buldi á Leiftursvöminni. Per Zetterberg bætti við Qórða markinu á 53. mínútu eftir frábæran einleik og skömmu síðar skoraði Baseggio fimmta markið af stuttu færi. Rétt á eftir komst Alexandre Da Silva í gott færi en markvörður Anderlecht varði laust skot hans. Sjötta markið hjá Anderlecht lá í loftinu og það skoraði Ranzinski af stuttu færi á 68. mínútu eftir mikla þvögu í vítateig Leifturs. Jens Martin Knudsen bar höfuö og herðar yfir leikmenn í liði Leifturs og bjargaði sínum mönnum frá enn stærri skelli. Leiftursmenn börðust vel en hittu einfaldlega fyrir ofjarla sína. Leiftursliðið frekar veikt „Eftir 20 mínútur hélt ég að við ætluðum að fara með leikinn út í einhverja vitleysu. En sem betur fer náðum við 3-1 forystu fyrir leikhléið. í seinni hálfleik lék liðið mjög vel en andstæðingarnir voru ekki sterkir. Mér fannst Leiftursliðið frekar veikt. Fyrir okkur var mikilvægt að ná góðum úrslitum á heimavelli í veganesti fyrir síðari leikinn þar sem á íslandi getum við búist við köldu veðri og allt öðrum aðstæðum en við eigum að verijast," sagði Aimé Anthunis, þjálfari Anderlecht, á blaðamannafundi eftir leikinn en belgísku fjölmiðlamennirnir furð- uðu sig á því að Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, lét ekki sjá sig á blaðamannafundinum. Lið Leifturs: Jens Martin Knudsen - Sergio Macedo, Hlynur Birgisson, Páll V. Gíslason, Steinn Viðar Gunnarsson, Max Peltonen - Ingi Hrannar Heimisson, Aleksandre Da Silva, Páll Guðmundsson (Þorvaldur Þorsteinsson 60.), Gordon Forrest - Uni Arge (Alexandre Santos 75.). -KB Attum markið skilið „Fyrri hálfleikurinn var góður en við nýttum bara ekki færin. Ef þeir hefðu fengiö þessi færi hefðu þeir unnið þennan leik með þremur tfl fjórum mörkum. Þegar upp er staðið getum við verum sáttir með leikinn. Viö áttum markið alveg skilið í lokin og þessi leikur sýnir okkur að við erum að nálgast þá,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR. „Við vissum að við þurftum að halda áfram. Það er alltaf hætta á að liðið missi taktinn í hléinu og haldi ekki áfram að gera hlutina. En svo náðum við taktinum aftur og sýndum að við værum betra liðið á vellinum. Þeir þurfa að gera að minnsta kosti tvö mörk í seinni leiknum og það er því allt opið í þessu og þeir þurfa að hafa fyrir því ef þeir ætla að vinna okkur,“ sagði Átli. -ÓÓJ Átexandre Da Silva ocj Ingl Hrannar Heimisson eiga hér í höggl við Þjálfari Kilmarnock: Áttu skilið að vinna Þjálfari Kilmamock, Bobby Williamson, var rólegur eftir leikinn þrátt fyrir tapið á móti KR í gærkvöld. „Við þurfúm að gleyma þessum leik í bili og búa okkur undh' leikinn í deildinni á sunnudaginn. Það eru tveir leikir þar til við spilum aftur á móti KR og ég hugsa bara um einn leik í einu, þannig að ég er ekki farinn að hugsa um seinni leikinn á móti KR. Við þurfúm að vera jákvæðir fyrir deildar- leikina en ég skil ekki hvers vegna við spiluðum ekki betur í kvöld. Ég verð þó að segja að KR- ingar spiluðu vel, þeir unnu af miklum krafti og voru fljótir að stöðva sóknarleik okkar og eiga þvi skilið hrós fyrir. KR átti skilið að vinna í kvöld, var betra liðiö, en það er leikur eftir á heimavelli okkar á Rugby Park og ég er viss um að við spilum betur þar,“ sagði Bobby eftir leikinn. -ÍBE Bobby William- son, þjálfari Kilmarnock, fær hér að heyra það frá aðstoðardóm- ara leiksins. „Sagöi Júra að þruma sér á nærstöngina" „Ég er óánægður með að ná ekki að skora fleiri mörk, allavega tvö. Þeir sköpuðu sér ekkert gott færi og við erum ánægðir með það og stefnum á að spila þannig úti að þeir skori ekki mark og þá erum við komnir áfram,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem lagði upp sigurmarkið. „Ég sagði bara Júra (Þórhalli) að þruma sér á nær- stöngina því ég ætlaði bara að láta vaða í átt að markinu og það var ekki leiðinlegt að sjá boltann í netinu rétt fyrir leikslok," sagði Guðmundur Bene- diktsson, besti maður KR-inga í leiknum. -ÓÓJ Eigum góða möguleika „Hitt liöið spilaði vel og við spiluðum mjög illa. Við byrjuðum eiginlega aldrei leikinn. Við getmn spilað mun betur. Mér fannst ég spila langt undir getu. Framherjamir tveir hjá KR vom mjög líflegir, mjög góðir. Mér fannst íslendingarnir spila knatt- spyrnu í mjög háum gæðaflokki. Þeir héldu boltan- um vel og spiluðu einnig vel á milli sín. Það em eng- ir leikir auðveldir í Evrópukeppninni, þannig að ég vissi aö þeir myndu veita okkur mikla keppni. Við verðum að spila mun betur i síðari leiknum í Skotlandi en ég held að möguleikar okkar séu mjög góðir á aö komast áfram,“ sagöi Garry Hay, vinstri bakvörður Kilmarnock, við DV. -ÍBE „Þeir fengu engin færi“ „Þetta var mjög erfiður leikur en að sama skapi var gaman að vinna. Við vörðumst mjög vel og sköpuðum okkur einnig færi en aðalatriðið var að þeir fengu engin hjá okkur. Við verðum aftur „litla liðið" í útileikn- um en með þessum sigri erum við búnir að gefa okkur sjálfum mögu- leika á að komast eitthvað lengra," sagði David Winnie, Skotinn í liði KR, og hann hefur leikið áður á Rugby Park, heimavelli Kilmarnock. Já, og þar er erfitt að spila. Það er nýbúið að endurbyggja völlinn, sem er mjög huggulegur og væntanlega eiga um 10 til 15 þúsund áhorfendur eft- ir að skapa þar mikla stemningu og gott andrúmsloft." -ÓÓJ Vörn KR-inga er ekki fljót „Þegar maður kemur inn á síðasta hálftímann er maður ákveðinn í því að gera sitt allra besta og mér fannst ég gera það. Við unnum ekki, en það var mikilvægt fyrir mig að spila vel. Við verðum að gera betur í síöari leiknum því við verðum að vinna. Ég held að möguleikar okkar séu góðir þar sem við náðum þessum úr- slitum þrátt fyrir að spila langt undir getu. Þannig að ef við spilum eins vel og við getum spilað ættum við að vinna. KR er með nokkra mjög góða leikmenn, sérstak- lega frammi, en ég held möguleika okkar góða því vömin hjá þeim er ekki mjög fljót. Ég hugsa að við vinnum og jafrivel skora ég,“ sagði Jerome Vareille, franski leikmaðurinn hjá Kilmamock, glaðbeittur eftir leikinn. -ÍBE Á Eurosport Leikur KR og Kilmarnock var sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Eurosport. Billy McNeill, fyrrum leikmaður og framkvæmdastjóri Celtic, var aðstoðar- þulur og hann og kollegi hans voru greinilega vel lesnir um íslenska knatt- spymu. McNeill vissi öll deili á Atla Eðvalds- syni, þjálfara KR, og að hann væri bróð- ir Jóhannesar, fyrrum leikmanns Celt- ic. McNeill rakti feril Atla i Þýskalandi og sagði að hann virtist í svo góðu formi að hann gæti hæglega verið enn að spila. Bjarka Gunnlaugsson þekktu þeir strax, sögðu augljóst að hann væri ein- eggja tvíburi Arnars Gunnlaugssonar hjá Leicester. „Amar er þó greinilega betri, enda er hann hjá Leicester en Bjarki á íslandi," sagði McNeill. Ekki voru þeir hrifnir af Einari Erni Birgissyni þegar hann heimtaði gult spjald á einn Skotann. „Svona gera menn ekki, þetta brot verðskuldaði ekki spjald,“ sögðu þeir og ályktuðu að Ein- ar Öm hlyti að vera aðdáandi ítalska fótboltans. í útsendingu Eurosport í Hollandi og Belgíu var hollenskur þulur sem greini- lega vissi öllu minna um island en hin- ir. Hann sagði að KR væri í 2. sæti i deildakeppninni en á toppnum væri Keflavik, lið ameríska hersins á íslandi! -VS/KB Þórhallur Hinriksson er hér að skalla knöttinn í net Kilmarnock og tryggja vesturbæjarliðinu sannfærandi sigur. Á minni myndinni má sjá Atla Eðvaldsson, þjálfara KR, lifa sig vel inn í leikinn af hliðarlínunni. DV-myndir Hiimar Þór %ij UEFA-BIKARINN Forkeppni, 1. umferð Fyrri leikir: Anderlecht - Leiftur ..........6-1 KR - Kilmarnock................1-0 Gorica - Inter Cardiff ........2-0 Kl Klakksvík - Grazer AK......0-5 Vllaznia - Spartak Trnava.....1-1 Metalurgs Liepaja - Lech Poznan 3-2 Lantana - Torpedo Kutaisi.....0-5 Sheriff Tiraspol - Sigma Olomuc 1-1 Vojvodina - Újpesti TE ........4-0 Bodö/Glimt - Vaduz ............1-0 Bate Borisov - Lokom.Moskva .. 1-7 Maccabi Tel-Aviv - FBK Kaunas 3-1 Vardar Skopje - Legia Varsjá . . 0-5 Riga - Helsingborg.............0-0 Gautaborg - Cork City..........3-0 Ferencvárosi - Contstructurol .. 3-1 Mondercange - Dinamo Búkar. . 2-6 Tulevik Viljandi - Club Bmgge . 0-3 Neftchi Baku - Rauða stjarnan . 2-3 * FC Jerevan - Hapoel Tel-Aviv . . 0-2 Lokomotiv Tbilisi - Linfíeld .... 1-0 Kryvbas Kryvyi Rig - Shamkir . 3-0 Inter Bratislava - Bylis ......2-1 Viking Stavanger - Principat ... 7-0 Belshina Bobruisk - Omonia ... 1-5 Lyngby - Birkirkara ...........7-0 Sliema Wanderers - Ziirich .... 0-3 Grasshoppers - Bray Wanderers 4-0 Cwmbran Town - Celtic..........0-6 Portadown - CSKA Sofia ........0-3 Vaasa - St. Johnstone ........1-1 Olimpija Ljubljana - Kareda ... 1-1 Apoel Nicosia - Levski Sofia ... 0-0 Hajduk Split - Dudelange..... 5-0 * Ankaragúcii - B36 Þórshöfn .... 1-0 Steaua Búkar. - Levadia Maardu 3-0 Shakhtar Donetsk - Sileks.....3-1 HJK Helsinki - Shirak..........2-0 Eftirtalin lió sitja hjá: Bologna, Roma, Udinese, Werder Bremen, Wolfsburg, Kaiserslautem, Atletico Madrid, Celta Vigo, Deportivo Cor- una, Nantes, Lens, Mónakó, Ajax, Vitesse, Roda, Newcastle, Tottenham, Leeds, Beira Mar, Benfica, Sporting Lissabon, Vitória Setúbal, Panatihai- kos, PAOK Saloniki, Ionikos, Aris Saloniki, Slavia Prag, Stabæk, LASK Linz, Zenit St.Petersburg, Osijek, Fenerbache, AB, Lausanne-Sports, Karpati Lviv, Amica Wronki og Debr- eceni. Auk þessara liða fara í aðalkeppn- ina þau 16 liða sem falla út í for- keppni meistaradeildarinnar og sig- urvegaramir þrír úr Intertoto-keppn- inni. „Skynsamir í Skotlandi" „Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik sem við áttum að nýta en það var mjög jákvætt að þeir fengu engin færi allan leikinn. í seinni hálfleik datt spilið okkar niður og ég hélt að þetta myndi enda 0-0 en sem betur fer náðum við að klára þetta. Hvað mig varðar, þá reynir maður að gera sitt besta fyrir KR og það er það sem skiptir mestu máli og að við unnum leikinn og héldum hreinu. Við verðum að vera skynsamir úti í Skotlandi, spila agað og halda hreinu og ég hef trú á því að við getum það. Við höfum haft þolin- mæðina í sumar og oft verið að skora á síðustu mínútun- um og liðið er í góðri æfingu til að halda út allan leikinn," sagði Bjarki Gunnlaugsson við DV. -ÓÓJ - KR vann verðskuldaðan sigur á Kilmarnock í UEFA-bikarnum, 1-0 KR 1(0) - Kilmarnock 0 KR-ingar, berum höfuðið hátt, stendur í texta hins fræga KR-lags sem Bubbi Morthens er höfund- ur að og það er einmitt það sem leikmenn KR geta gert eftir sigurinn á Kilmamock í gærkvöld. KR- ingar unnu mjög svo sannfærandi sigur, sem hefði átt að vera stærri því ekki vantaði færin, auk þess sem þýski dómarinn sleppti augljósri vítaspymu sem KR-ingar áttu að fá. KR-Iiðið var betra á nær öllum sviðum knattspyrnunnar og leikmenn Kilmarnock geta prísað sig sæla fyrir að hafa ekki tapað stærra. Þeir geta þakkað varamarkverði sín- um, Colin Meldmm, aö ekki fór verr en hann bjarg- aði liði sínu frá stærra tapi með góðri markvörslu og þá einkum í fyrri hálfleik. Guðmundur Benediktsson gaf tóninn strax á 3. mínútu leiksins þegar hann átti gott skot á markið sem Meldrum varði. Þetta var upphafið að nokkrum yfirburðum vesturbæjarliðsins í fyrri hálfleik en fimm sinnum í hálfleiknum vom þeir nærri því að skora. Leikmenn Kilmamock voru nánast eins og statistar í fyrri hálfleiknum. KR- vömin hafði öll ráð Skotanna í hendi sér og aðeins einu sinni í öllum hálfleiknum náði Kilmcimock skoti á mark KR. Fyrstu 20 mínútumar í síðari hálfleik voru tíðindalitlar. KR-ingar bökkuðu aftar á völlinn og við það náði Kilmamock aðeins meiri broddi í sinn leik en án þess að skapa sér nein marktækifæri. Leik- ur KR-inga var heldur ómarkvissari þessar fyrstu 20 mínútur, sendingafeilar fóra að ágerast og nokkur þreytumerki að sjá á mönnum. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga, skynjaði þetta og sendi varamenn sína í upphitun. Á 70. mínútu ákvað hann svo að skipta Einari Emi Birgissyni inn á og sú skipting hleypti nýju blóði í KR-liðið. Einar var hársbreidd frá því að skora á 73. mínútu en skot hans fór í stöngina éftir frábæra sókn og laglega sendingu Sigursteins. 10 mínútum síðar spólaði Einar Þór sig í gegnum vörn Kilmamock, lék á þrjá vamarmenn og sendi Síðan á Bjarka sem átti skot að mark- inu en boltinn fór í hönd eins varnarmanns Kilmarnock og þar hefði átt að dæma víti. Ein- ar Öm kom svo við sögu í sigur- markinu en hann vann auka- spymuna sem Guðmundur Benediktsson fram- kvæmdi á glæsilegan hátt. KR-ingar undirstrikuðu með þessum leik að þeir hafa á að skipa fimasterku liði og engin tilviljun að þeir skuli vera að berjast um sigur í deild og bikar hér heima. Það var ekki veikan hlekk að finna í mjög samstilltu og baráttuglöðu liði. Sigurður Örn Jónsson var fremstur meðal jafninga í mjög öflugri vöm en skosku sóknarmennimir hrukku af honum eins og flugur. Þórhallur og Sigursteinn unnu geysi- vel á miðjunni og Einar Þór tók nokkrar góðar risp- ur á vinstri vængnum. Bjarki og Guðmundur héldu vamarmönnum Kilmamock við efnið og vel það því þeir réðu lítið við þessa útsjónarsömu og leiknu leikmenn. Það er aðeins hálfleikur í þessu stríði og KR-ing- ar verða að búa sig undir erfiðan leik í ljónagryfju Kilmamock-liðsins eftir hálfan mánuð. Pressan er á leikmönnum Kilmarnock og þeir hljóta aö bíta meira frá sér heldur en þeir gerðu í gær. Spili KR- ingar hins vegar agað og af skynsemi er góður möguleiki að íslendingar fái að sjá fleiri Evrópu- leiki hér heima á þessari leiktíð. -GH 0-0 Þórhallur Hinriksson (85.) skoraði með hörku- skafla frá markteig eftir auka- spymu Guömundar Benedikts- sonar frá vinstri kanti. Kristján Finnbogason - Sigurður Öm Jónsson, David _____ Winnie, Þormóður Egilsson, Bjami Þorsteinsson - Sigþór Júlíusson (Einar Öm Birgisson 70.), Þórhallur Hinriksson, Sigursteinn Gíslason, Einar Þór Daníelsson - Guðmundur Benediktsson, Bjarki Gunnlaugsson. Gul spjöld: Sigþór. Colin Meldmm - Chrisopher Innes, Frederic Dindeleur, Kevin M’guwne - Angus MacPherson, Mark Reilly, Gary Holt, Alister Mitchell, Garry Hay - Michael Jeffrey (Paui Wright 84.), Mark Roberts (Jerome Vareille 60) Gul spjöld: Dindeleur. KR - Kilmarnock Markskot: 9 6 Hom: 7 3 Áhorfendur: 3000. KR - Kilmamock Völlur: Blautur en góður. Dómari: Wolfgang Stark. Smámunarsamur. Maður leiksins: Guðmundur Benediktsson, KR. Toppleikur á allan hétt og lagði upp sigurmarkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.