Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 4
18 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Sport íslenska u-21 lands- llðið í handknattleik tapaði í gær leik um 18. sæti á móti Angóla á heimsmeistaramót- inu i Kína. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem vonaðist eft- ir 13.-14. sætinu á mót- inu. Leikurinn á móti Angóla endaði 19-20 eftir að íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 11-8. Þrjár reknar út af „Það voru þrír leik- menn reknir út af, þannig að við spiluð- um þrjár á móti sex og þær jöfnuðu á því tímabili. Það var eig- inlega of stór biti fyrir okkur. Það sem gerðist var að það var brott- rekstur fyrir brot og svo sögðu þeir (dómar- arnir) að það væru mótmæli og þá var önnur rekin út af og svo lagði sú þriðja boltann niður og hann rúllaði aðeins, var ekki kyrr, þannig að henni var hent út af líka. Þetta var rosa- lega svekkjandi þannig að maður er bara að ná sér núna fyrst, alveg ofsalega taugastrekkjandi," sagði Svava Ýr Bald- vinsdóttir, þjálfari landsliðsins, niður- dregin í gærkvöld. „Þetta var algjör vendipunkúr í leikn- um. Við höfðum haft yfirhöndina í leiknum. Við áttum að vinna þetta lið. Að vísu spiluðu íslensku stelp- urnar ekki vel. Við erum enn of langt á eftir þessum bestu þjóðum," sagði Svava Ýr að auki. Sterkur riðill Tvö af þeim fimm liðum sem voru með íslandi í riðli keppa um efstu fjögur sæti mótsins. ísland var því i geysilega erfiðum riðli. Stúlkurnar töp- uðu svo öllum leikjum í milliriðli ef frá er tal- inn leikurinn á móti Japan. Því keppti ís- land um 17. sætið á mótinu á móti Angóla, en alls kepptu 20 lið á mótinu. Þórdís Brynjólfs- dóttir, FH-ingur, var markahæst íslensku stúlknanna á mótinu en hún skoraði 30 mörk þrátt fyrir að missa af einum leik vegna meiðsla. Næst á eftir henni var Þóra Helgadóttir með 22 mörk. Reynslurík ferð „Það er vissulega reynslan úr þessu sem stendur upp úr. Ég vona bara að þessar stelpur nái að nýta sér það,“ bætti Svava Ýr við. íslenskt kvennalið hefur aldrei áður kom- ist í úrslitakeppni HM þannig þetta undirbýr þær vonandi fyrir A- landsliðið í framtíð- inni. Ferð stúlknanna stóð yfir í alls 18 daga en þær eru væntanleg- ar heim á sunnudag eftir 30 klukkustunda ferðalag frá Kina. -ÍBE Þordis Brynjóifsdott- ir, FH, varð marka- hæst íslensku stúlkn- anna á HM í Kína. Hér sest hun i Margar á leið úr landi Miklar breytingar hafa orðið á liðum úrvalsdeildar kvenna nú í ágúst- mánuði. Skólar í Bandaríkjunum eru að hefjast og leiktímabil félagsliða á meginlandi Evrópu eru einnig að hefjast. Samkvæmt heimildum DV þá eru Anna Lovísa Þórsdóttir og Ásthild- ur Helgadóttir úr KR famar utan eða á leið til náms. Ásthildur mun þó leika með KR gegn ÍA á mánudag en hún er á leið til Úkraínu með A- landsliðinu. Hjá Grindavík eru kanadísku leikmennirnir þrír horfnir til sins heima. Ensku leikmennirnir fjórir úr ÍBV eru farnir til Englands ásamt Justine Lorton úr Stjömunni. Þá er Valsarinn Bergþóra Laxdal á leið í háskólanám til New York, en hún mun þó ná leik Vals gegn Fjölni í næstu viku og það mun Blikinn Hjördís Þorsteinsdóttir einnig gera gegn Grindavík en hún er að hverfa til annarra starfa í Svíþjóð. Brotthvarf þessara leikmanna mun án efa hafa mikil áhrif á gang deildarkeppninnar það sem eftir lifir sumars -ih Eyjólfur ekki með Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær 16 manna hóp sinn fyrir vináttulandsleikinn í Færeyjum næsta miðvikudag en þjóðimar mætast þá í vígsluleik nýs og glæsilegs grasvallar í Gundadal í Þórshöfn. Hópurinn er nákvæmlega eins og DV spáði í miðvikudagsblaðinu. Eyjólf- ur Sverrisson leikur ekki með vegna leikjaálags og meiðsla og Arnar Gunn- laugsson er meiddur. Að öðm leyti er ísland með sitt sterkasta lið í Færeyj- um og Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV, er þar eini leikmaðurinn frá ís- lensku félagi. -VS Blikasigur - gegn frísku liði ÍA Breiðablik átti í nokkru basli með frískt lið ÍA þegar liðin mættust í lokaleik 10. umferðar úrvalsdeildar kvenna. Gestimir úr ÍA byrjuðu leikinn betur, áttu nokkrar góðar sóknir og úr einni slíkri bjargaði Helga Ósk Hannesdóttir á marklínu Blikamarksins. En sókn Breiða- bliks þyngdist eftir því sem leið á leikinn og á 34. minútu skoraði Rakel Ögmundsdóttir fyrir Breiðablik. Hún var aftur að verki mínútu síðar og Blikamir leiddu, 2-0, í hálfleik. Skagastúlkur komu grimmar inn í seinni hálfleikinn og aftur máttu Blikarnir hafa sig alla við og vörðu enn á marklínu eftir þunga sókn. En likt og í fyrri hálfleik sóttu Blikarnir í sig veðrið og áður en flautað var til leiksloka höfðu þær Kristrún L. Daðadóttir (70. mín.) og Rakel (86. mín.) bætt við sínu markinu hvor. „Við lékum alls ekki nógu vel í þessum leik og vorum á hælunum á löngum köflum og ef við ætlum okkur að eiga möguleika í liðin sem em fyrir ofan okkur í deildinni þurfum við að leika betur en i dag. En við sigruðum og það er fyrir öllu,“ sagði Rakel Ögmundsdóttir, markaskorari Blika. Staðan í úrvalsdeildinni: KR 10 9 1 0 464 28 Valur 10 8 1 1 34-7 25 Breiðablik 10 6 2 2 26-13 20 Stjarnan 10 5 2 3 29-12 17 ÍBV 10 5 1 4 32-18 16 ÍA 10 2 1 7 8-30 7 Grindavík 10 1 0 9 8-47 3 íjölnir 10 0 0 10 4-58 0 -ih Bland í poka íslandsmeistaramótiö í leirdúfu- skotfimi fer fram á keppnissvæði Skotfélags Reykjavíkur í Leirdal um næstu helgi. Um 40 keppendur eru skráðir til leiks en mikil vakning hef- ur verið í leirdúfuskotfimi á þessu ári, sem dæmi má nefna að yfir 100 nýir menn hafa gengið í raðir Skotfé- lags Reykjavíkur, einnig hefur veriö mikil aukning í öðrum skotfélögum um land allt. Samhliöa íslandsmótinu verður haldið opið mót Skotfélags Reykjavik- ur, þar sem skráöir eru til keppni fjórir erlendir skotmenn ásamt þeim íslendingum sem keppa á íslandsmót- inu. Hrefna Jóhannesdóttir sem hafði aðeins gert fimm mörk í fyrstu 22 leikjum sínum með ÍBV og aldrei þrennu, setti félagsmet hjá ÍBV í efstu deild kvenna i fyrrakvöld er hún gerði sex mörk gegn Grindavík. Hrefna varð aðeins fjórða konan til að skora sex mörk á síðustu 13 árum. Hrefna hefur skorað 9 mörk í deild- inni i sumar, ekki 8 eins og sagt var í DV í gær, og félagi hennar í ÍBV, Kelly Shimmin, er með 9 mörk en ekki 10. Nicolas Anelka, nýgenginn í Real Madrid frá Arsenal eftir langa þrautagöngu á félagsskiptamarkaðn- um, var ekki valinn í franska lands- liðshópinn fyrir vináttuleik gegn Norður-írum í Belfast 18. ágúst. Orlando Magic skipti í gær Isaac Austin til Washington Wizards fyrir Öóra leikmenn og bætist Austin í hóp þeirra Horace Grant, Nick Ander- son og Penny Hardaway sem hafa yfirgefið Flórída-liðið í sumar. Þeirfjórir leikmenn sem komu fyrir Austin eru framherjamir Terry Dav- is og Ben Wallace og bakverðirnir Tim Legler og Jeff Mclnnis. Nýskip- aður þjálfari, Doc Rivers hefur að- eins einn leikmann frá því i fyrra þegar Orlando náði besta árangrin- mn í Austurdeild (33-17). Hópinn skipa meðal annars nú: Nýliðinn Corey Maggette, Danny Manning, Dale Ellis, Billy Owens, Don Mac- Lean og Tariq Abdul-Wahad. -ÓÓJ DEILD KARLfl Tindastóll - Selfoss .........3-0 Unnar Sigurðsson, Joseph Sears, Gunnar B. Ólafsson. Ægir - HK.....................1-1 Ásgeir Freyr Ásgeirsson - Guð- bjartur Haraldsson. Tindastóll 14 11 2 1 49-8 35 Sindri 13 6 6 1 18-5 24 Þór A. 13 7 2 4 26-19 23 Selfoss 14 6 4 4 31-27 22 Leiknir R. 13 5 6 2 21-15 21 KS 13 5 2 6 15-18 17 HK 14 4 4 6 24-31 16 Ægir 14 1 6 7 18-34 9 Völsungur 13 2 2 9 13-35 8 Léttir 13 1 4 8 19-12 7 nbrigði - þegar íslenska liðið hafnaði í 18. sæti Heimur fegurðarinnar er blekking agi Skagamenn í bikarkeppninni 1999: Einstakt - met hjá ÍA, ekki enn fengið á sig mark Þegar Gylfi Orrason flautaði til leiksloka í undanúrslitaleik . Skagamanna og Eyjamanna á miðvikudagskvöld var það ekki jeinungis til marks um að Skagamenn væru komnir í / bikarúrslitin í 16. sinn heldur einnig að ÍA er eina lið sögunnar sem fer í gegnum fjórar umferðir fram að úrslitaleik án þess að fá á sig mark. Alls hafa Skagamenn leikið 360 bikarmínútur í sumar og á þeim hefur liðið skorað 15 mörk gegn 0. Sex félög haldið hreinu fram í úrslitaleik Sex félög hafa farið sína leið í úrslitaleik aðalkeppni bikarsins án þess að fá á sig mark en þegar ÍA (1964), KR (1966) og Víkingar (1971) gerðu það byrjaði aðalkeppni ekki fyrr en í 8 liða úrslitum og þegar Keflavík (1973), Valur (1978) og Víðir (1987) náðu þessum árangri byrjuðu þau að spila í 16 liða úrslitum. Skagamenn eru því eins og áður segir fyrsta liðið til að byrja í 32 liða úrslitum og fara alla leið í bikarúrslitin án þess að fá á sig mark. Tvö af fyrrnefndum liðum, KR (1966) og Víkingar (1971), tryggðu sér bikarinn án þess að fá á sig mark í allri keppnini en bæði léku aðeins 3 leiki í þeim keppnum. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.