Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 2
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 JD"\T (gjHONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 Skottið er þokkalega stórt miðað við stærðarfiokk bflsins. Frekar hátt er þó upp í það og afturljósin ganga inn á hleðslusvæðið. Reynsluakstur Alfa Romeo 146: Óvenjugaman að aka Alfa Romeo 146 hefur nú undirgengist netta breytingu sem undirstrikar enn betur snotra, ítalska hönnun. Myndir DV-bflar Hilmar Þór kæmi klyíjaður úr stórmarkaðnum að bílnum. Fjarlæsing er líka auka- búnaður á 146 1,6 T-Spark, þó al- mennt séð sé hann dável búinn. Auk ofannefndra atriða má nefna snertirofa á rúðuþurrkum fyrir eina stroku og góð kortaljós - en útispeglar á þessum ágæta bíl taka óþarflega lítið svið. Og hvað kostar nú svona gripur? Grunnverð á 1,6 T-Spark eins og hér hefur verið lýst er 1.570.000. Hægt er að fá hann líka tveggja dyra (þriggja að dómi framleiðenda); þá heitir Innrétting er sérlega fáguð og smekkleg. hann 145 og kostar 40 þúsund krón- um minna. Hvorar tveggja gerðirn- ar er hægt að fá líka með tveggja lítra 155 ha. vél, með nokkuð meiri búnaði en 1,6 1 gerðirnar, og kosta þá 1.980.000 og 1.930.000 krónur. Auk bensínvélanna sem að fram- an eru nefndar eru Alfa Romeo 145/146 framleiddir með öfluga JTD- einbunudísilvél en vegna furðulegr- ar þröngsýni íslenskra yflrvalda er ekkert vit að kaupa litla bíla með dísilvélar, hversu spameytnar, gangnettar og spameytnar sem þær eru. Almannarómur segir að um þetta ráði hagsmunir oliufélaganna miklu þó bágt sé að trúa að því sé leyft að ráða ferðinni til skaða fyrir landsmenn alla. -SHH Alfa 146 er næsta stærð fyrir neð- an Alfa 156. Ekki hefur mikið borið á honum hérlendis þau þrjú ár sem hann hefur verið í boði. Nú kemur hann með nýjan framenda og nýjan afturenda og ýmsar lagfæringar í tæknibúnaði og innréttingu hér og hvar - og virkilega bíll sem vert er að taka eftir. Alfa 146 er vel búinn eins og aðr- ir bílar Fiat-samsteypunnar ítölsku - grunngeröin með læsivarðar bremsur og rafeindastýrða hemlun- ardreiflngu, fjóra líknarbelgi - belg- urinn fyrir framsætisfarþega er bú- inn skynjara sem nemur hvort ein- hver er í sætinu, enda óþarfi að sprengja belginn ef enginn er þar til að verja - hæðarstillanleg kippi- belti, styrktarbita í hurðum, hæðar- stillanlegt stýri og fjölstillanlegt ökumannssæti, framstóla með Recarosniði og 8 ára ryðvamará- byrgð svo fátt eitt sé nefnt. Ekki má heldur gleyma 1,6 T-spark-vélinni með tölvustýrðan knastás með breytilega opnun á ventlum (Vtec) sem gefur 120 hö. og 144 Newton- metra - rétt að segja 8 Nm á hvert kíló í eigin þyngd. 10,5 íhundraðið Það er líka kannski ekki hvað síst þessi vél sem gerir þennan bíl svo eftirminnilegan því satt að segja er óvenjugaman að aka þessum bll. Vélin er að vísu talsvert hraðgeng og þarf að hafa snúninginn sinn til þess að njóta sín en hún hefur alltaf kraft sem hæfir aðstæðum og þenn- an kraft er auðvelt að virkja í gegn- um létta kúplingu og ratvísan gír- kassa. Sá hefur tiltölulega lág hlut- fóll þannig að vélin er yfirleitt á samhengi í hug tveir eða þrír mik- ilsmetnir þýskir framleiðendur. Hurðfrnar til dæmis eru beinlínis með óvenjubreiðar gluggakistur, efnismiklar og þéttar. Sárlega hljóðlátur Eitt af því sem gerir þennan bíl skemmtilegan er hve hljóðlátur hann er. Vissulega heyrist jú nokk- uð í vegi ef hann er grófur en vélar- hljóð er vel innan marka. Vindhljóð er sérstalega lítið, jafnvel á góðri siglingu með glugga ökumanns galopinn. Það er líka stór plús við þennan bíl hve fallegur hann er að innan. Það er ekki aðeins að litir séu sér- lega smekklega valdir saman heldur er hann óvenjusnoturlega bólstrað- ur, til dæmis framan við framsætis- farþega. Innanrými í framsætum er líka prýðilegt og innstig/útstig prýðilegt. Aftursætin eru ekki alveg eins góð en þó viðunandi, helst að aftursætisbökin séu i brattasta lagi. Þau er hægt að leggja niður 60/40 ef flytja þarf meira en skottið tekur normalt: 320 lítra með aftursætið uppi, 1130 1 þegar það hefur verið lagt niður. Alfa 146 er hlaðbakur eins og á máli bílaframleiðenda heitir 5 dyra, þó fáir vildu sjálfsagt nota hlerann að aftan fyrir dyr til að stíga inn í bílinn eða út úr honum. Hann er opnanlegur innan frá eða með lykli að utan. Þar vildi ég frekar hafa handfang sem hægt væri að opna án þess að leggja allt frá sér ef maður talsverðum snúningi, en til þess er hún líka gerð - þó fannst mér stund- um að vel væri við hæfi að hafa þama 6. gírinn líka. Viðbragð Alfa 146 er aðeins 10,5 úr kyrrstöðu í 100 - hámarkshraði sagður 197 en af skiljanlegum ástæðum varð það ekki staðreynt hér. Hitt er hægt að staðhæfa að Alfa Romeo 146 tekur ljúflega við gjöf- inni og er áður en maður veit af kominn á vel góðan hraða án þess að manni þyki nokkru ofboðið í ör- yggis- eða velsæmismálum umferð- arinnar því virkt öryggi (akstursör- yggi) Alfa 146 er í góðu lagi. Stýring er hámákvæm, kannski með ofur- lítinn vott af undirstýringu, fjöðrun frekar stíf en heldur stefnunni vel og gleypir allar minni háttar ójöfn- ur, og hemlar í fullu samræmi við hröðun. Virkilega sportlegur í með- fórum. Allur bíllinn virkar mjög þéttur og massífur, líkt og stærri bíll eða bílar keppinauta sem á ís- landi að minnsta kosti eru hafðir í meiri metum - mér detta í þessu Framhurðir opnast vel og auðvelt er að stíga inn og út. Frágangur á klæðningu er með því snotrasta sem gerist. Nissan Sunny SLX, ,ssk, ‘91 Grár,Ek.61 þ.Verö: 610.000 Honda Prelude 2,2 VTi, 5 g.‘93 Rauður Ek.115 þ. Verð: 1.650.000 Alfa Romeo 146 1 ,B T-Spark Nokkrar tölur: Vél: Tvíneista (Twin Spark) 4 strokka, 1598 cc, 120 ha. v. 6300 sn.mín., 144 Nm v. 4500 sn.mín. Tölvustýrður knastás með breytilegri opnun á ventlum (Vtec). Eyðsla skv. meginlands- staðli 6,5-11,11 á 100 km, meðal- eyðsla 8,6 1. Viðbragö 0-100 10,5 sek., hámarkshraði 197 km klst. 5 gíra handskipting, drif á fram- hjólum. Fjöðrun: MacPherson með gormum, jafnvægisstöng og dýfuvörn framan, gormar, gas- demparar og langarmar ásamt jafnvægisstöng að aftan. Hemlar læsivarðir, diskar fram- an og aftan. Lengd-breidd-hæð: 4235-1712- 1426 mm, hjólahaf 2540 mm. Farangursrými: 320/11301 Eigin þyngd: 1150 kg. Dekkjastærð: 185/60x14. Verð: 1.570.000 kr. Umboð: ístraktor, Gardabæ. HOflda Clvlc Sl, ssk. 5 d. ‘96 55 h. 1.150 b. Honda Civic LSi, 5 g.5 d. ‘98 20 h- 1.440 b. BMW 520IA, 4 d. ‘91 120 h. 1.050 b. Cilroín XM 5g.5d. ‘93 138 h. 890 b. Oaihalsu Ter. 4x4 ,ssk.5 d. ‘98 14 b. 1.450 h. Daihatsu Applause,5 g. 4 d. ‘90 153 h. 350 n. DaihaUu Charade TS..3 d. ‘92 82 h. 300 h. Ford Escort CLX, 5g.5d. ‘97 40 h. 1.090 h. Jeep Grand Cherokee,.5 d. ‘93 90 h. 1.550 b. Mazda 323 LXi, 5g. 4d. '95 104 h. 590 b. MMC Galant 4x4, 5g.4d. ‘96 68 h. 1.750 b. MMC Galant GLS, 5 g. 4 d. ‘90 161 h. 620 b. MMC Lancer, 5g. 4 d. ‘92 92 h. 580 h. MMC Lancer, 5 g. 4d. *93' 115 h. 590 h. Nissan Micra LX, 5g.3d. ‘94 98 h. 590 b. Nissan Sunny SLX.ssk. 4 d. ‘91 61 h. 610 h. Nlssan Sunny SH, ssk 3d ‘94 55 h. 820 b. Range Rmer. ssk. 5 d. ‘85 115 h. 290 h. RenaultNe«ada21,5g.5d. '83 96 h. 850 h. Suharu Legacy sL, 5 d. ‘90 208 h. 490 b. Suzukl Balene, 5 g. 4 d. ‘97 44 b. 1.010 h. Toynla Corolla, ssk. 3 d. ‘93 80 h. 850 b. Toyota 4-Runner, 5g.5d. ‘91 107 b- 1.090 h. Volvo S40, ssk. 4 d. ‘97 21 b. 1.820 h. Volvo 460 GL, ssk. 4 d. ‘93 iio b. 770 b. VW Golf, 5 g. 3 d. ‘95 82 b. 790 b- VW Polo, 5 g. 3 d. ‘98 11 b- 1.050 h Mégane-langbakurinn kominn: Mégane Break og Coupá sýndir um helgina Langbakurinn Renault Mégane Break er frumsýndur á íslandi nú um helgina í húsakynnum Bifreiða og landbúnaðarvéla á Grjóthálsi. Þar með eru allir bílar Mégane-lín- unnar komnir í sölu hérlendis en Break er aðeins nýlega kominn í framleiðslu og sölu á erlendum mörkuðum. B&L frumsýna einnig um helgina Mégane Coupé með nýtt útlit og báðfr þessir bílar eru nú i boði með nýrri 1600 cc vél. Að búnaði eru Break og Coupé sambærilegir við aðrar útfærslur Mégane og verðið er frá 1.558.000 krónum. Sýningarsalir B&L eru opnir í dag, laugardag, frá kl. 10-16, en á morgun milli kl. 12 og 16. Mégane Break - rúmgóður langbakur fyllir Mégane-línuna. Mégane Coupé hefur fengið létta andlitslyftingu og nýja vél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.