Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 3
 /nU * LAUGARDAGUR 14. AGUST 1999 Mflar 39 Jöklaferð á Isuzujeppum: I sólbráð og sumarhita á Langjökli Eins og fram kom í grein um reynsluakstur á Isuzu Trooper um síðustu helgi hér í DV-bílum er rétt ár liðið frá því að þessir jeppar komu á markað hér á landi. Stórum hluta þessara jeppa hefur verið breytt, mismikið að vísu, en all- margir eru komnir á 33 til 38 tomma dekk. Mest reynir á þessa breyttu bíla í snjóakstri síðari hluta vetrar en minna er um að menn leggi á jökla á sumrin þegar sólbráð og sprungur hefta gjarnan för. Nokkrir eigendur Isuzu-jeppa vildu þó reyna um síðustu helgi hvernig bílum þeirra tækist til við akstursaðstæður á jökli að sumar- lagi. Veðurútlit var ekki gott þegar lagt var upp frá Reykjavík, rigning og þoka, en þegar nær dró áfanga- staðnum var farið að birta mjög í lofti og veður orðið betra. Ekið var upp á Kjalveg, á móts við Bláfell. Þar er nýr afleggjari að Langjökli en Geysismenn eru þarna með aðstöðu fyrir vélsleðaferðir á jökulinn. Mikil sólbráð Þegar á jökulinn var komið var mikil sólbráð, enda glampandi sól og sumarhiti. Sjá mátti ótal smá- læki seytla fram eftir yfirborði jök- ulsins og sums staðar blámaði í yf- irborðið af krapa. Alls lögðu níu Isuzu-jeppar á jökulinn, átta Trooper og einn Dou- ble Cab, sá á 38 tomma dekkjum. Trooper-jepparnir voru misbúnir „til fótanna", einn á 33 tomma dekkjum, fjórir á 35, einn á 36 og tveir á 38. Það kom verulega á óvart hve vel þeim tókst að fleyta sér á blautum snjónum á venjulegum sumardekkj- unum þótt það kæmi vissulega fyrir að þeir yrðu að láta í minni pokann fyrir bleytu og krapa og fá kipp til að losna. Ekki var síður fróðlegt að fylgjast með fjöðrunarbúnaði Trooper-jepp- anna, hversu vel hann elti mishæð- ir og sprungur, en þrátt fyrir að ekið væri yfir býsna djúpar rásir héldu öll hjól góðri spyrnu. Gott afl og snúningsvægi dísilvél- arinnar nýtist einnig greinilega vel við þessar akstursaðstæður. Ekið var upp undir efstu brúnir Langjökuls eftir góðan dag í sól- skini og góðu veðri og meðan þeir sem í neðri byggðum voru máttu sætta sig við þoku og súld var aftur ekið sömu leið til baka. -JR Lagt á Langjökul. Sólbráöin hafði grafið djúpar rásir í yfirborðið sem var blautt og krapkennt af sólarhitanum. Hér var brugðið á leik til að reyna fjöðrunina. Það var hægt að leggja mikið á hana áður en hjólin fóru að missa grip. Myndir Kjartan P. Sigurðsson Stundum kom það fyrir að snjórinn var of mjúkur og blautur, eins og sést vel hér á þessari mynd, en hjólförin fylltust strax af vatni. Varasamt er að leggja á Jökla á þessum árstfma, enda mikið um sprungur. Hér er verið að læðast yfir eina slíka. Harley með nýjan Softail á næsta ári Ekkert liggur enn opinberlega fyrir um hugsanlegt útlit nýja aldrifsbílsins frá Fiat. En svona sér teiknari „Quattrorou- te" hann fyrir sér - og ætla má að hann hafi í þvf efni nokkuö fyrir sér. Jeppi eða jepplingur frá Fiat A fréttafundi með ráðamönnum Fiat á Italiu í síðasta mánuði kom fram að fyrirhuguð er framleiðsla á nettum aldrifsbíl i samvinnu við Mitsubishi. Staðfest var að meining- in væri að nota GDI-vél Mitsubishi í þennan bíl en sú vél er sem kunn- ugt er með svokallaða strokkinn- sprautun sem tryggir sparneytni og litla mengun. Einnig er fyrirhugað að bjóða bíl- inn með einbunudísil, en sú gerð dísilvéla ryður sér nú sem óðast til rúms. Öfugt við GDI-strokkinn- sprautun felst einbunutæknin í því að allir strokkar fá eldsneyti úr einni meginfæðilínu en rafeinda- stýrð innsprautun sér um að skammta nákvæmlega rétt magn inn í sprengihólfið úr þessari einu allsherjarbunu. Einbunutæknin gerir dísilvélarnar sparneytnari, hljóðlátari og með minni mengun. Hérlendis þýðir þó lítið að bjóða litla bíla með þessar skemmtilegu vélar, sem gætu verið svo hag- kvæmar fyrir eigendur sína og um- hverfi, af því að dísilsköttun al- mennt, og á litla bíla sérstaklega, er úr takti við alla skynsemi, þrátt fyr- ir fagurt hjal stjórnmálamanna um nauðsyn þess að draga úr mengun og tryggja hagkvæmni hlutanna. Nýi netti aldrifsbillinn frá Fiat verður byggður á svokallaða „spaceframe"-grind eins og Multipl- an en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann verður með millikassa, og flokkast þannig með jeppum, eða hvort hann verður jepplingur með aldrif/sidrif. Ástæða er þó til að búast við hinu síðar- nefnda því sagt er að hann eigi að keppa við jepplinga eins og Toyota RAV4 og Honda CR-V. ' Ekki mun heldur hafa verið tekin ákvörðun um hvað barnið eigi að heita. Þó hefur verið bent á að jepp- inn sem Fiat framleiddi fyrir ítalska herinn þar til fyrir áratug eða svo hét Campagnola. Sumir telja að það nafn muni öðlast endurnýjun líf- daga með þessum nýja aldrifsbíl sem væntanlegur á markað síðari hluta árs 2001. -SHH Þeir hjá Harley Da- vidson hafa verið upp- teknir við að endurbæta framleiðslulínu sína undanfarið og fyrir næsta ár lítur út fyrir mikið uppfærða línu þar sem öll stærri hjólin hafa fengið nýjan mót- or. Nýi mótorinn er rúmir 1400 rúmsentí- metrar og er „twin cam" sem er í fyrsta skipti hjá Harley Davidson síðan á þriðja áratugnum. Reyndar hafa allir stóru „Big Twin"-mótorarnir fengið nöfn eins og „Knucklehead", „Panhead", „Shovelhead" og „Evolution" og þá oft miðað við útlit heddsins. Mörg- um finnst lagið á heddinu minna sig á kastala á nýja mótornum svo að stungið hefur verið upp á nafninu „Castlehead". Softail-hjólið hefur verið flagg- skip Harley síðustu ár og löngu kominn tími til að endurbæta þá út- gáfu. í 2000-árgerðinni hefur Nýi mótorinn hann meira á er sérstakur í útliti, reyndar minnir höfuð á hróki en kastala. hann, auk nýja mótorsins, fengið nýja grind, alvöru-diskabremsur með fjórum stimplum og endur- hannað pústkerfi. Þar að auki hafa tvöföldu Fat Bob-tankarnir verið látnir fjúka í staðinn fyrir eins tanka og koma með Dyno- hjólunum. -NG Ný grind og mótor eru aðalbreyt- ingarnar á nýja hjólinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.