Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 4
40 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 HD’V Nýr og endurbættur Opel Omega í haust 310 hestafla 5,7 lítra V8-vél á næsta ári Nýr og endurbættur Opel Omega kemur í sölu á hausti komanda. Flaggskip þýsku Opel-verksmiðj- anna hefur verið endurbætt, jafnt utan sem innan, hæði hvað varðar hönnun og i tæknilegu tilliti. Meðal nýjunga má telja nýja 144 hestafla 2,2ja lítra bensínvél. Þetta er vél sem er, að sögn framleiðanda, með meira tog en nokkur önnur vél í þessum stærðarflokki, eða há- markssnúningsvægi upp á 205 Nm. Fjöðrunin hefur einnig verið end- urbætt og enn er haldið í afturhjóla- drif sem á að vera með mun meira veggrip en áður, jafnframt þvi að auka þægindi í akstri. Virkir höfuðpúðar eru staðalbún- aður í þessum nýja bíl og þeir sem ferðast í öflum gerðum Omega munu njóta þægindanna sem skyn- vædd rafeindastýrð miðstöð og loft- ræsting veitir. Miðstöðin er einnig með nýjum búnaði sem skynjar ef of mikið er af útblásturslofti frá öðr- um bílum i andrúmsloftinu og skiptir þá sjálfkrafa á innri hringrás. Gæði þessara nýju Omega-bíla Við fyrstu sýn er ekki mikil breyting á útliti Opel Omega en ný aðalljós, nýtt yfirbragð á V-laga vélarhlífinni og nýtt grill setja sinn svip á bílinn. endurspeglast í tíu ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu. Omega V8, með 5,7 lítra, vél bætist við á næsta ári. Hér munu ökumenn hafa heil 310 hestöfl til ráðstöf- unar og hámarks- snúningsvægið er 450 Nm. Opel hefur sett sem nemur 300 millj- ónum þýskra marka, eða sem svarar 12 milljörðum króna, í þróun á þessum end- urbætta Opel Omega sem verður sýndur í fyrsta sinn opinberlega á alþjóðlegu bílasýningunni, IAA, í Frankfurt i september. Sem dæmi um hve miklu hefur verið breytt í bílnum má segja að meira en þriðjungur þeirra 3000 hluta sem notaðir eru til smíði Omega sé nýr eða endurhann- aður. Breytt útlit í útliti hefur greinilega verið lagt meira upp úr finlegum breytingum en að bylta því. Að framan ber mest á nýjum aðalljósum með gegnsæju gleri og vélarhlífm er komin meö áberandi V-laga línur, líkt og í Vect- ra. Nýtt krómað grill undirstrikar breytinguna að framan enn frekar. Stuðarar og hliðarlistar eru samlit- ir bílnum. Að aftan ber mest á nýjum aftur- ljósum og nýrri opnun á farangurs- rými sem hægt er að fjarstýra frá lyklinum eða innan úr bílnum. Rafstýrðir hliðarspeglarnir hafa verið endurhannaðir og nýjar felg- ur, 15, 15 eða 17 tomma, allt eftir búnaðarstigi bilsins, setja sinn svip á hann. Meiri þægindi Rúmgott innanrýmið endurspegl- ar enn meiri þægindi en áður. Mjúkt yfirborð hluta úr plastefnum og þægileg áklæði eru áberandi. Stýrishjól, mælaborð og miðstokkur hafa verið endurhönnuð frá grunni. Atriði eins og nýir þægilegir rofar fyrir rafstýringu á rúðum innan á hurðum og nýr þægilegur armpúði með innbyggðu geymsluhólfi í miðju eru enn til að auka á þægind- in. Aflmiklar vélar Nýja 2,2ja lítra 16 ventla Ecotec- vélin er sérlega mjúkgeng því hún er með tveimur jafnvægisstöngum sem snúast andsælis snúningi vélar- innar og gefa mikla mýkt í gangi. Snúningsvægið, 205 Nm við 4000 snúninga, er 10% meira en fyrir- Innanrýmið hefur verið endurhannað frá grunni og nýtt stýrishjól og mælaborð setja sinn svip á þennan nýja Omega. Kort fyrir leiðsögukerfi er í sjónlínu frá ökumanni rétt hægra megin við stýrið. Að aftan ber mest á nýjum afturljósum. Stuðarar og hliðarlistar eru samlitir bílnum. Stationgerðin er einnig komin með nýtt yfirbragð. rennarinn, 100 hestafla vélin sem var fyrir, gaf. Þessi nýja fjögurra strokka vél kemur Opel Omega frá 0 í 100 km á 10,5 sekúndum og þar sem aksturs- aðstæður leyfa nær hún að koma bílnum úr 80 km hraða á klukku- stund í 120 km í fimmta gír á 15 sek- úndum. Einnig er val um aflmeiri V6-vél- ar, 2,5 lítra vél, 170 hö., og 3,0 lítra vél, 211 hö. Fyrir þá sem vilja dísil- vélar er val um tvær túrbóvélar, 2,0 Ecotec DTI 16V, 100 hö„ og 2,5 lítra sex stokka beinlínuvél, 130 hö. Til enn aukins öryggis er Omega kominn með aflmeiri hemlabúnað en áður. „Quick-Power“-aflhemlarn- ir skynja ef ökumaðurinn stígur snöggt á hemlana og snöggauka vökvaþrýstinginn og stytta þannig hemlunarvegalengdina verulega. -JR Ford Explorer - kynntur þýskum bílablaðamönnum á íslandi. gefinn kostur á að verða með í þess- ari kynningu. Explorer-jeppinn er sá sami og verið hefur hér í sölu nema með minni háttar endurbótum sem fylgja nýrri árgerð, svo sem stillan- legum höfuðpúðum, nýjum bretta- köntum og nýjum framstuðara og fleira þess háttar. Enn fremur er drifbúnaður endurbættur sem þýðir meiri hámarkshraða og enn betra viðbragð. Útfærsla bílanna er hin sama, hvort sem þeir eru ætlaðir til sölu í Þýskalandi eða á íslandi. Með í ferðum verður nýr bíll af gerðinni Ford Ranger en hann verð- ur notaður sem aðstoðarbíll. Þetta er nýr bífl sem er að koma á mark- að á íslandi, fyrsti hálfkassa-skúffu- bíllinn (double cab) sem ber heitið Ranger. Þetta er aldrifsskúfíúbíll með 109 ha. 2,5 lítra dísilvél með for- þjöjpu, rafdrifnar rúður allt um Þýskir kynnast Explorer á Islandi Ford í Þýskalandi er að undirbúa sérstakt átak í sölu á Ford Explorer þar í landi. í því sambandi vildu BIFREIÐASTILLINGAR NIC0LAI menn gera eitthvað öðruvísi en vanalega til þess að vekja athygli á Explorer. Niðurstaðan varð sú að hafa samband við Fordumboðið á ís- landi, Brimborg hf„ og leita eftir að- stoð við kynningu á íslandi á Ex- plorer-jeppanum fyrir þýska bíla- blaðamenn. Nú eru væntanlegir tveir hópar þýskra bílablaðamanna sem munu dvelja hér í þrjá daga hvor hópur til að kynnast Explorer jafnt sem lúx- *enVaSv^rí^'a BORÐINN hf. Smiðjuvegi 24 sími 557 2540 VISA Vélastillingar • Hjólastillingar ■jg" • Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar • Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum usbíl og sem jeppa sem spjarar sig við erfiðar aðstæður. Um leið munu þeir kynnast landinu og því um- hverfi sem kynning af þessu tagi kallar fram. Tveimur islenskum bílablaðamönnum verður einnig kring, samlæsingu, brettakanta, hátt og lágt drif og sitthvað fleira. Þessi bíll kemur væntanlega á markað á íslandi í október. -SHH EfiESSr / ú "saiÁ K 6:71 Ford Ranger - nýr skúffubíll með tvöfalt hús sem kemur á íslenskan mark- að í haust. Árið 2002 áætlar Renault að geta markaðssett bfla sína með líkn- arbelg fyrir aftursætisfarþega. Belgnum verður komið fyrir í læsingu bílbeltisins og hann á að tengjast sömu skynjurum og stjórna líknarbelgjum ökumanns og framsætisfarþega. Þetta er 60 lítra belgur sem á að koma í veg fyrir að aftursætisfarþegi stangi sætisbökin eða jafnvel fólkið fyr- ir framan sig þannig að meiðsli hljótist af. Ný Serena í Japan Nissan hefur endurhannað Serena-fjölnotabíl inn sem dálítið hefur verið af hérlendis og þótt standa sig vel. Nýi bíflinn er ávalari í formunum en sá sem hann tekur við af og ýmislegt hefur verið endurnýjað frá grunni, t.d. mælaborðið. Bíllinn allur er sagður rýmri og þægi- legri i umgengni. Fyrst um sinn er nýja gerðin bundin við Japan og útflutningur tæpast á döfinni fyrr en á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.