Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Page 12
12 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 Spurningin Hver finnst þér vera besti skemmtikraftur íslands? Dögg Kristjánsdóttir stuðnings- fulltrúi: Fóstbræður. Kristján Kristjánsson sjómaður: Sveinn Waage. Viktoría Hermannsdóttir, 12 ára: Jón Gnarr og Helga Braga. Anna Kristín Pálsdóttir, 12 ára: Helga Braga Jónsdóttir. Eva Björk Helgadóttir, 12 ára: Helga Braga og Jón Gnarr eru best. Lesendur Um borgarstjórn Reykjavíkur: Ekki stefna mannúð- ar og vinstristefnu Hvað með Laugardalinn, borgarstjóri, er það mannvænlegt að hirða eina al- mennilega græna svæðlð af fjölskyldufólki, börnum og eldra fólki? spyr Adda m.a. í bréfinu. - Framkvæmdir í Laugardalnum. Adda G. Sigurjónsdóttir skrifar: Ég bý í Kópavogi og kaus þar en hefði kosið R-listann hefði ég verið í Reykjavík. Þess vegna er ég undr- andi yfir starfsaðferðum R-listans sem þó kennir sig við vinstristefnu mannúðar og umhverfis. Ef litið er á það sem af er þessu kjörtímabili vakna ýmsar spurningar. 1. Hvað með deiluna við kennar- ana? Er það ekki baráttumál okkar, vinstrimanna, að styðja við mennt- un í landinu? Ingibjörg Sólrún borg- arstjóri ætlaði samt að þrjóskast við gegn launahækkun til þeirrar stétt- ar sem nánast elur upp bömin okk- ar. 2. Hvað með þá staðreynd að klámbúllur skuli leyfðar í borginni? Maður skyldi ætla að vinstri borg- arstjóm væri skynsamari en svo að leyfa þennan rekstur. Ég hefði frek- ar trúað því að Félag ungra sjálf- stæðismanna myndi beita sér fyrir strípibúllum, vændi og eiturlyfjum (þeir segjast hrifnir af þvi). 3. Af hverju beitir borgarstjóm Reykjavíkur sér ekki tyrir því að færa Reykjavíkurflugvöll út fyrir borgina? Er einhver skynsemi í því að hafa endalausan flugvélagný inni í borginni? Fyrir utan hættuna sem af því stafar. Finnst borgarstjóra það vera umhverfisvænt? 4. Hvað átti það að þýða að hækka strætófargjöldin? Þetta bitn- ar auðvitað mest á bamafólki og eldri borgurum sem hafa ávallt ver- ið framarlega í baráttu vinstri- flokka. 5. Og hvað með Laugardalinn, borgarstjóri? Er það mannvænlegt að hiröa eina ahnennilega græna svæðið af fjölskyldufólki, bömum og eldra fólki? Finnst borgarstjóra bara vera allt í lagi að leyfa Lands- símanum og Jóni Ólafssyni að byggja stórhýsi úr gleri og stáli á eina unaðsreit Reykvíkinga? Er ekki allt í lagi með borgarstjórann? Satt að segja finnst mér ekkert óeölilegt þótt fólk sé alveg brjálað yfir þessu og get ekki séð neitt líkt með því að stöðva-borgarvöxtinn- garðinn-klisju og því að fólk vill halda í almenningsgarðinn sinn - allan. Mér finnst starfsaðferðir R- listans minna um of á það sem Sjálf- stæðisflokknum væri helst trúandi til að gera. Þeir em þó heiðarlegri, lofa ekki að starfa á grundvelli jafn- réttis og félagshyggju og svíkja það svo. - Er ekki bara sami rassinn undir ykkur öllum þegar í stólinn er komið, sama hvað þið heitið? Reykvíkingar muna þetta sjálfsagt í mari 2001. Vika í l'rfi athafnamanns Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar: Á einni viku eða svo hefur Jón Ólafsson, kenndur við plötubúðina Skífuna, komið víða við í fjölmiðl- um. - 1. Hann fékk lán i banka í fyrra og keypti land í Garöabæ fyrir 700 milljónir. Nú vill hann úthluta lóö- um í landinu og græða á því. Bæjar- yfirvöld höfðu aftur á móti skipu- lagt byggingarland í öðmm enda bæjarins og þar verður byggt næstu 3 árin. 2. Svo virðist sem nefndur Jón hafi keypt fjórðungshlut í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins og allt skelfur þar og víðar í fiármálakerf- inu. Menn virðast ekki æskja þess að maðurinn komist þar til áhrifa. Hlutabréfin lækka og ríkisstjórnin skoðar mótleik í stöðunni. 3. Borgarstjórinn í Reykjavík verður að greiða kosningaskuld R- listans sem hann er sagður skulda Jóni og dugar þá ekkert minna en land i Laugardal undir bíó og skemmtihús. Kannanir sýna yfir- gnæfandi meirihluta mótfallinn þessum áformum Jóns og borgar- stjórans. 4. Samkvæmt umfiöllun um skattamál mannsins hefur hann 79 þús. kr. á mánuði. - Ég hélt að hann vildi vera maður meö mönnum, eins og t.d. forstjóri Eimskips og fleiri sem eru með himinhá laun, en borga að sama skapi stórar upphæð- ir til samfélagsins. Við hljótum því að borga fyrir hann vegna skóla- kerfis, heilbrigðisþjónustu og annað sem sameiginlegir sjóðir okkar sjá um. Er þetta allt eðlilegur gangur? Sólmyrkvi á jörðu niðri - ófullnægjandi skil í sjónvarpsfréttum hér Lárus Guðmundsson skrifar: Fjölmiðlamenn tala stundum um „gúrkutíð" þegar lítið er í fréttum. Undanfarið hefur þó glaðnað til í þeim efnum. Sólmyrkvann bar t.d. að og uppi varð fótur og fit hjá þeim vildu horfa á myrkvann í gegnum sérstök gleraugu eða dökkan papp- ír. Menn góndu til himins og ís- lenskir fiölmiðlar hafa verið að birta myndir af fólki sem skyggnd- ist um og höfðu eftir ummæli þess. - Sjónvarpsstöðvarnar hér gerðu þessu þó ekki nægilega góð skil, a.m.k. ekki þegar þetta er ritað. Þrátt fyrir frábæra aöstöðu sjón- varpsstöðvanna íslensku til að fá er- lendar myndir frá atburðinum og hvemig hann verkaði á jörðu niðri var það ekki sýnt hér. - Tugir mynda voru hins vegar birtir af [LJ§[I*Æ\ þjónusta allan sólarKringi*§0&«á Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu „Vildi fá að sjá hvernig jörðin og umhverfið breyttist um miðjan dag og viðbrögð fólksins," segir bréfritari. - Fólk í miðjum sólmyrkva í Devon-héraði á Englandi. fólki að horfa á sólmyrkvann og af sólinni þegar hún myrkvaðist að hluta til eða nærri alveg eins og gerðist víða um heim. En það var á sjónvarpsstöðinni Sky News, sem menn hafa þó ekki almennt aðgang að hér á landi, sem sjá mátti hvemig þetta var á jörðu niðri, hvemig mnhorfs var á jörð- inni og viðbrögð fólksins við því þegar skugginn féll á jörðina um tæplega tveggja mín- útna skeið og þegar aftur birti til. Þetta fannst mér athyglis- verðast við alla þessa frétt - að sjá hvernig jörðin og um- hverfið breytt- ist um miðjan dag og að sjá viðbrögð fólks- ins. Hitt, að sjá sólina sjálfa hverfa að hluta, var ofgert því það er ekki há- punkturinn í málinu, að mínu mati - aðeins hitt hvernig fólkinu verður við þegar at- burðurinn skeður, hvemig atburður- inn lýsir sér hér neðra. Sólin er jú líf- ið og ljósið sem heldur öllu gangandi hjá okkur. Það var því fróðlegt að sjá hvemig umhverfið breyttist og við- brögöin við því þegar þetta ljós slokknar næstum alveg. - Og hefði getað orðið að fullu segja svo sumir. Samfylkingin verði jafnaðar- mannaflokkur Gísli Glslason skrifar: Ég er einn þeirra sem hafa mik- ið hugsað um hvemig hinni nýju hreyfingu, Samfylkingunni, muni vegna til lengdar. Ég hef ávallt kos- ið Alþýöuflokkinn þótt ég hafi aldrei verið flokksbundinn, ég var og er fylgjandi uppstokkun A- flokkanna beggja. En mér finnst ekki hafa tekist nógu vel til þegar á allt er litið. Ég held að aldrei verði friður innan Samfylkingar- innar eins og hún er samansett, jafnvel undir einhveiju nýju heiti. Ég tel rétt að þeir sem eru miklir vinstrimenn í Samfylkingunni nú- verandi fari í flokk Steingríms J. og hinir sem em fyrrverandi al- þýðuflokksmenn verði þá eftir og sameinist um að breyta Samfylk- ingunni í jafnaðarmannaflokk með nýrri forystu, t.d. Jóhönnu og Guð- mundi Árna sem formanni og varaformanni. Það gengur aldrei upp, þetta með samkrullið við fyrr- verandi alþýðubandalagsmenn. Taka verður á skattamálunum Einar Sigurjónsson hringdi: Það sem maður er að lesa um núna varöandi hina lágu skatta at- hafnamanna sem vitað er að eiga eignir upp á tugi eða hundmð milljóna er hneyksli gagnvart öll- um almenningi. Það er líka hneyksli gagnvart stjórnvöldum og sýnir að þau hafa tilhneigingu til að láta þessa ósvinnu dankast von úr viti. Það era alls kyns „skatta- skjól“ sem tröllríða þjóðfélaginu og sem óprúttnir aðilar, bæði ein- staklingar og fyrirtæki, notfæra sér óspart. Það er óréttiátur sjó- mannaafsláttur, það era stóreigna- menn sem ekki greiða eignaskatt, og það em hátekjumenn sem ekki greiða tekjuskatt þótt tekjur og eignir fari ekki alltaf saman skattalega séð. En nú verða fiár- málaráðherra eða stjórnvöld í heild að taka á skattamálunum. Maarud-flögur fyrir hross! Þór skrifar: Það voru þá bara Maarud-flögur sem við íslendingar áttum að fá ódýrari í stað afnáms hrossatoll- anna! Er ekki verið að grínast með okkur íslendinga í sambandi við þessi mál um afnám tolla af ís- lenskum hrossum og að í staðinn fáum við ódýrar kartöfluflögur? Ég er ekki undrandi þótt einhverj- ar þjóöir í nágrenni við okkur hlæi sig máttlausar að þessu bar- dúsi með íslenska hestinn sem á að vera besti hestur í heimi og eft- irsóttur um allar jarðir, að menn skuli þá ekki bara kaupa hann á hvaða verði sem er. Forseti okkar hefur lýst hestinn næstmikil- vægastan fyrir íslendinga á eftir stóriðju. Og hvað er þá verið að jafna hrossatollum við kartöflu- flögur. - Ég næ bara ekki sam- henginu. Óttast rússnesku mafíuna hér Sigvaldi hringdi: Ég var að lesa leiðara DV rétt áðan (fimmtud. 12. ágúst) um ringulreiðina í Rússlandi. - Þetta er að verða hræðilegt ástand í þessu fyrrverandi heimsveldi (var nú kannski aldrei eins burðugt og af var látiö). Maður sér á ferðalög- um til Spánar að þar em hópar rússneskra fiölskyldna sem eru að koma sér vel fyrir í litiu stfand- bæjunum og kaupa jafnvel upp heilu hverfin og bátahafnir með. Þetta er sagt fyrrum sovétvalda- fólk sem komst með fiármuni úr landi, oft nefnt rússneska mafian. Ég óttast að eitthvað af þessum mönnum kunni að hasla sér völl hér á landi og hafi kannski gert það í gegnum fávísa landa okkar. En ástandið í Rússlandi er sannar- lega til að óttast, ég er sammála ritstjóra DV um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.