Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 30
42 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 Afmæli Sigurður Ingi Sigurðsson Siguröur Ingi Sigurðsson, fyrrver- andi oddviti Selfosshrepps, er níræð- ur í dag, 16. ágúst. Starfsferill Sigurður Ingi er fæddur í Nýjabæ á Eyrarbakka. Rúmlega ársgamall flutt- ist hann til Reykjavíkur með fjöl- skyldu sinni og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum í stórum systkinahópi. Hann stundaði barnaskólanám í Mið- bæjarskólanum í Rvk. Að því loknu var hann einn vetur í kvöldskóla K.F.U.M., síðan í gagnfræðadeild M.R. i þrjá vetur. Eftir gagnfræðapróf hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk námi sem búfræð- ingur vorið 1929, var veturinn 1929-30 í íþróttaháskólanum í Ollerup í Dan- mörku. Hann stundaði landbúnaðar- störf á íslandi til haustsins 1936 er hann fór utan til náms við Landbún- aðarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan sem landbúnaðar- kandidat vorið 1939. Að námi loknu 1939 var Sigurður ráðinn kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi og starfaði þar fjögur ár. Vor- ið 1943 var hann ráðinn til Mjólkur- bús Flóamanna á Selfossi og starfaði þar sem skrifstofustjóri og fulltrúi stjórnarinnar næstu 15 árin. Við stofnun Selfoss- hrepps 1947 var Sigurður kosinn í hreppsnefnd Sel- foss og sat í henni samtals 27 ár, fyrstu þrjú árin sem varamaður og síðan 24 ár sem aðalmaður. í janúar- mánuði 1958 var hann kos- inn oddviti sveitarstjórn- arinnar og var oddviti og framkvæmdastióri Selfoss- hrepps næstu 12 árin. Sig- urður Ingi sat í ýmsum nefndum á vegum sveitarfélagsins þessi ár. Hann sat í stjóm Lánasjóðs íslenskra sveit- arfélaga fyrstu árin sem hann starf- aði, var í ýmsum félögum eftir flutn- ing á Selfoss, t.d. Skógræktarfélagi Ár- nesinga frá 1943 og var hann í stjóm þess í yfír 30 ár, þar af formaður í 8 ár, stofnfélagi í ýmsum félögum, t.d. Stangaveiðifélagi Selfoss, Rotary- klúbbi Selfoss, Tónlistarfélagi Árnes- sýslu o.fl. Fjölskylda Sigurður er kvæntur Amfríði Jóns- dóttur frá Neskaupstað frá 17.1. 1942. Hún er dóttir Jóns Rafnssonar, útvegs- bónda og verkamanns, og konu hans, Hróðnýjar Jónsdóttur húsmóður. Böm Sigurðar og Hróðný- ar: Hróðný, f. 17.5. 1942, maki hennar var Jóhann Halldór Pálsson bóndi. Þau bjuggu að Dalbæ í Hrunamannahreppi og eignuðust fjögur börn. Hróðný og Jóhann Halldór fómst af slysfóram 28. nóv- ember 1987; Sigurður Gunnar múr- arameistari, f. 20.4.1944, maki Guðrún Osvaldsdóttir skrifstofumaður, þau eiga tvö böm; Tryggvi pípulagninga- meistari, f. 30.8.1945, maki Kristbjörg Einarsdóttir hárgreiðslumeistari, þau eiga þrjú börn á lífi, hafa misst eitt barn; Ingibjörg kennari, f. 18.3. 1948, maki Henrý Þór Granz, bygginga- tæknifræðingur/markaðshagfræðing- ru, þau eiga þrjár dætur; Elín María hjúkranarfræðingur, f. 13.2. 1959, maki Richard Örn Richardsson eftir- litsmaður, þau eiga einn son. Systkini Sigurðar: Ámi, fríkirkju- prestur í Rvk, f. 13.9.1893, d. 20.9.1949; Ásgeir, skipstjóri ms. Esju og ms. Heklu, f. 28.11. 1894, d. 22.9. 1961; Sig- rún Bjarnar, bóndi á Rauðará og Laugabrekku, f. 15.61896, d. 10.8.1979; Þorkell, vélstjóri á toguram og vél- gæslumaður hjá Hitav. Rvk., f. 18.2. 1898, d. 1.3 1969; Þorsteinn f. 4.10.1899, d. 21.9. 1911; Sigríður f. 2.10. 1903, d. 19.8.1914; Þóra Steinunn húsmóðir, f. 21.9. 1912, d. 2.1. 1989. Foreldrar Sigurðar: Sigurður Þor- steinsson frá Flóagafli, f. 10.9.1867, og Ingibjörg Þorkelsdóttir frá Óseyrar- nesi, f. 29.5. 1868. Þau gengu í hjóna- band árið 1892 og stunduðu búskap á ýmsum jörðum í Árnessýslu og Sig- urður stundaði jafnframt sjómennsku á ýmsum skipum. Þau fluttu til Reykjavíkur í byrjun septembermán- aðar 1910. Eftir það starfaði Sigurður við fasteignasölu og ritstörf en Ingi- björg sinnti heimilisstörfum. Sigurður Þorsteinsson var af Fjallsætt og Víkingslækjarætt og Ingi- björg Þorkelsdóttir var af Bergsætt. Sigurður Ingi verður að heiman á afmælisdegi sínum. Sigurður Ingi Sig- urðsson. Guðbjörg Sigurðardóttir Guðbjörg Sigurðardóttir ljósmóðir, Hrafnistu, Laugarási, Reykjavík, er 85 ára í dag. Starfsferill Guðbjörg fæddist á Setbergi á Skógarströnd og ólst upp á Kársstöð- um í Helgafellssveit í Snæfellsnes- sýslu. Hún lauk ljósmæðraprófi frá LMSÍ 30.9. 1952. Hún var ljósmóðir á Landspítalanum, fæðingadeild, frá 18.6. 1956-30.9. 1982. Hún var deildar- ljósmóðir þar frá 1969 til starfsloka. Fjölskylda Systur Guðbjargar: María, f. 20.9. 1909, d. 20.4. 1977, gift Sigurði Tómassyni, f. 19.12.1897, d. 20.4.1977, bjuggu á Barkarstöðum í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu; Aðalheiður, f. 10.7. 1912, gift Stefáni Siggeirssyni, f. 24.7. 1907, d. 13.10. 1973, bjuggu í Stykkis- hólmi; Jófríður, f. 13.12. 1916, d. 28.3. 1943. Gift Bjama Sveinbjörnssyni, f. 20.3. 1916, bjuggu í Stykkishólmi. Seinni kona Bjarna er Anna Krist- jánsdóttir, f. 10.7.1924, búa í Stykkis- hólmi; Ágústa Sigurðardóttir Ring- sted, f. 3.8. 1925, gift Baldvini Ring- sted, f. 23.10. 1914, d. 27.12. 1988, bjuggu á Akureyri. Foreldrar Guðbjargar: hjónin Ingi- björg Daðadóttir, f. 19.5. 1884, Set- bergi, Skógarströnd, d. 28.12. 1987, og Sigurður Magnússon, f. 20.4. 1880 á ísafirði. (Móðir hans dó er hann var 4 ára gamall. Hún sagði honum er hún lá banaleguna að hann væri fæddur 4 apríl sem síðar reyndist rétt), d. 7. 5.1984, bóndi á Kársstöð- um og síðar hreppsstjóri í Stykkishólmi. Ætt Ingibjörg var dóttir hjón- Guðbjörg anna Daða Daníelssonar, f. Sigurðardóttir. 10.10.1850, d. 1939, frá Litla- Langadal, og Maríu Andrés- dóttur, f. 22.7.1859, d. 1965, frá Miðbæ í Flatey á Breiðafirði. Þau bjuggu á Dröngum og Set- bergi á Skógarströnd, Snæf. María bjó síðar í Stykkishólmi. Sigurður var sonur hjón- anna Guðbjargar Jóns- dóttur og Magnúsar Sig- urðsssonar, bónda á Ósi og Hálsi á Skógarströnd. Hann var um skeið Vest- urlandspóstur. Síðast var hann búsettur á ísaflrði Afmælisbarnið verður í Þórsmörk á afmælisdag- inn. INNKA UPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR F ríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is T//Á UTBOÐ F.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík og Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboðum í gerð yfirbyggingar göngubrúar yfir Miklubraut. Brúin er stálbitabrú í 2 höfum, 60 m löng og 3 m breið. Helstu magntölur eru: Stálsmíði: 43,5 tonn Mótafletir: 4 m2 Steypa: 2,5 m3 Bendistál: 60 kg Handrið utan brúar: 75 m Verkinu skal að fullu lokið 15. júní 2000 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar, frá og með 17. ágúst nk., gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 6. október 1999, kl. 11.00, á sama stað. bvf 97/9 F.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík og Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu og yfirborðsfrágang vegna göngubrúar yfir Miklubraut. Um er að ræða gerð endastöpla og millisökkuls með tilheyrandi stoðveggjum ásamt gerð aðliggjandi göngustíga og trappa, þökulögn og gróðursetningu. Helstu magntölur eru: Fyllingar: 6.100 m3 Fláafleygar: 2.100 m3 Göngustígar: 2.365 m2 Mótafletir: 358 m2 Bendistál: 5,4 tonn Steypa: 99 m3 Forsteyptar tröppueiningar: 47 stk Meginhluta verksins skal skilað þann 1. desember 1999 en lokaskiladagur er 15. júní 2000 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 17. ágúst nk. gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: 1. september 1999, kl. 11.00. á sama stað. bvf 98/9 Ólafur Egilsson Ólafur Egilsson bóndi, Hundastapa, Borgar- byggð, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Borgarnesi. Hann gekk í barna- og miðskóla Borg- arness. Ólafur vann al- menna verkamanna- vinnu, aðallega hjá Kaup- félagi Borgfirðinga, tO 1974 er hann hóf búskap á Hundastapa á fóðurleifð konu sinn- ar. Þar hafa þau byggt allar bygg- ingar upp, ræktað mikið og rekið stórt kúabú. Ólafur hefur verið formaður Veiðifélags Álftár undanfarin ár. Fjölskylda Ólafur kvæntist 21.10. 1961 Ólöfu Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 21.9. 1941, húsmóður og bónda. Foreldrar hennar: Guðmundur Jónsson og Sigurbjörg Ólafsdóttir, bændur á Hundastapa, bæði látin. Börn Ólafs og Ólafar: Sigurbjörg, f. 22.7. 1961, sambýlismaður Karl Torfason, böm Agnes, nemi, Magn- ús, nemi, Birgir, Snorri og Torfi Lárus; Egill, f. 16.11.1962, blaðamað- ur á Morgunblaðinu, maki Unnur Lárusdóttir safnvöröur, börn Ólafur Lárus og Urður; Guðmundiu-, f. 4.2. 1962, sjómaður í Ólafsvík, sambýliskona Þuríður Ragnarsdóttir, böm Við- ar Þór, Ólöf Guðrún og Sigrún; Hrafnhildur, f. 9.5. 1972, hjúkrunarffæð- ingur, sambýlismaður Axel Eyfjörð Friðriksson sjávarútvegsfræðingur; Hanna Kristín Lind, f. 23.1.1977, háskólanemi og frjálsíþróttakona. Systkini Ólafs: Hilmar, Kristinn, Guðmundur, Páll, Rannveig, Sig- rún, Þorbergur, Sonja, Eygló, Jenný og Hans. Hálfsystir: Sóley Jóhansen, búsett í Þórshöfn í Færeyjum. Foreldrar Ólafs: Egill Pálsson, f. 6.9. 1912, d. ágúst 1992, verkamaður í Borgarnesi, og Jóhanna Lind Páls- son, frá Sviney i Færeyjum, f. 11.9. 1916. Þau bjuggu í Borgarnesi. Ólafur verður á ferðalagi á Norð- urlandi á afmælisdaginn. jjrval - gott í hægindastólinn Ólafur Egilsson. Tll hamingju með afmælið 16. ágúst 90 ára Jóhanna S. Þorsteins, Dalbraut 23, Reykjavík. 85 ára Hulda Vigúsdóttir, Aðalgötu 4, Dalvík. Jónas Finnbogason, Aðalbraut 47, Raufarhöfn. 80 ára Þorvaldur Einarsson, Hlíðargötu 5a, Neskaupstað. 75 ára Dagbjartur Jónsson, Álakvísl 106, Reykjavík. Guðný Helgadóttir, Dúfnahólum 2, Reykjavík. Helena Magnúsdóttir, Álfaskeiði 104, Hafnarfirði. Matthías Matthíasson, Litlagerði 9, Reykjavík. 70 ára Ásgeir H.P. Hraundal, Stóragerði 22, Reykjavík. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Karfavogi 20, Reykjavík. 60 ára Björgvin Steinþórsson, Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði. Georg Hermannsson, Þorsteinsgötu 15, Borgarnesi. Gunnar Jónasson, Rifkelsstöðum 2b, Akureyri. Hildur Margrét Egilsdóttir, Birkilundi 13, Akureyri. Ida Christiansen, Móaflöt 12, Garðabæ. Jónína Guðrún Árnadóttir, Torfufelli 29, Reykjavík. 50 ára Elsí Sigurðardóttir, Leynisbraut 11, Grindavík. Magnús Guðmundsson, Reynivöllum 4, Egilsstöðum. Ólafur Tryggvi Þórðarson, Urðarstíg 4, Reykjavík. Svava Halldóra Ágeirsdóttir, Dvergagili 26, Akureyri. 40 ára Bryndís Ólöf Guðjónsdóttir, Vogabraut 22, Akranesi. Einar Ófeigur Magnússon, Lyngbrekku 14, Húsavík. . Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. Jóhann Gylfi Gxmnarsson, Dalseli 38, Reykjavík. Jóhann Jóhannsson, Öldugötu 17, Dalvík. Jón Pálmi Jónsson, Hjallabraut 1, Hafnarfirði. Kristín Sigríður Jónsdóttir, Noröurvöllum 36, Keflavík. María Sveinfr. Halldórsdóttir, Hvammabraut 4, Hafnarfirði. Sigurður Bjamason, Tómasarhaga 19, Reykjavík. Sævar Óskarsson, Skipagötu 4, ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.