Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 Sport i>v Bland í poka Hristo Stoitchkov, knattspyrnumað- urinn frægi frá Búlgariu, er á batavegi eftir að hafa fengið raflost af misgáningi á heimili sínu á fimmtudaginn. Stoitchkov var fluttur á sjúkrahús og lá þar um helgina en fær væntan- lega að fara heim á næstu dögum. Paris SGer eitt á toppi frönsku A- deildarinnar í knattspyrnu eftir þrjá sigra i jafnmörgum umferðum. París- arliðið sigraði Metz, 2-1, á laugar- dagskvöldið og Jay-Jay Okocha, Ní- geríumaðurinn snjalli, fagnaði 26. af- mælisdegi sínum með því að skora sigurmarkið. Meistarar Bordeaux eru i öðru sæt- inu í Frakklandi með 7 stig eftir 4-0 sigur á Troyes og David Trezeguet skoraði þrennu í 4-0 sigri Mðnakó á Bastia. Rúmenia sigraöi Litháen, 25-20, i úr- slitaleik á heimsmeistraramóti 21 árs landsliða kvenna í handknattleik sem lauk i Kína á fóstudaginn. Danmörk sigraði Ungverjaland, 25-20, í leik um bronsið. ísland hafnaði sem kunnugt er í 18. sætinu af 20 þátttökuþjóðum. Alfreó Gíslason stýrði Magdeburg til síns þriöja sigurs I jafnmörgum æf- ingamótum í handknattleik að und- anfórnu þegar lið hans og Ólafs Stef- ánssonar vann Schaffhausen frá Sviss, 18-12, í úrslitaleik á móti i Wernigerode í Þýskalandi á laugar- daginn. Enzo Scifo, hinn reyndi leikmaður Anderlecht og belgíska landsliðsins í knattspyrnu, var fluttur á gjörgæslu um helgina þegar lunga hans féll saman í kjölfarið á uppskurði á öxl. í tilkynningu frá Anderlecht var sagt að líðan hans væri ágæt eftir atvik- um og heilsa hans og knattspyrnufer- ill væru ekki í hættu. Billy Owens gekk um helgina til liðs viö Philadelphia 76ers í amerísku NBA-deildinni í körfubolta en hann lék með Seattle á síðasta tímabili. Owens hefur Ieikið i átta ár í deild- inni og er að fara til sins sjöunda fé- lags. Hann spilaöi þó aldrei með liði númer sex í röðinni, Orlando, sem fékk hann frá Seattle í sumar í tengsl- um við önnur leikmannaskipti. Mario Basler, knattspyrnumaður- inn snjalli en erfiði hjá Bayern Múnchen, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2002. Basler hefur átt í miklum deilum um kaup og kjör við forráðamenn félagsins undanfarnar vikur. Miguel Angel Nadal, spænski lands- liösmaðurinn i knattspymu, er geng- inn til liðs við gamla félagið sitt, Mallorca, eftir átta ára dvöl hjá Barcelona. Hann er áttundi ieikmað- urinn sem yfirgefur Barcelona í sum- ar. Enska knatt- spyrnusambandió hefur ákært Ruud Gullit, fram- kvæmdastjóra Newcastle, fyrir ummæli hans eftir leik liðsins við Aston Villa í A- deildinni um síð- ustu helgi. Gullit var þá mjög æstur yfir óskiljanlegum brottrekstri Alans Shearers af velli og sagði að fella ætti Uriah Rennie dómara niður um tvær deildir fyrir axarsköft sín. Ruud Van Nistelrooy skoraði þrennu fyrir PSV í 4-1 sigri á Maas- tricht í fyrstu umferð hollensku A- deildarinnar í knattspyrnu um helg- ina. Nikolaj Jacobsen, öflugi danski hornamaðurinn hjá þýsku meist- urunum í handknattleik, Kiel, missir af fyrstu vikum komandi tímabils. Jacobsen gengst á morgun undir upp- skurð vegna kviðslits. -VS Helgi Sigurðsson, landsliðmaður í knatttspyrnu, var á fimmtudag seld- ur frá norska liðinu Stabæk til gríska liðsins Panathinaikos fyrir 127 millj- ónir króna en það gerir Helga að næstdýrasta knattspyrnumanni ís- lands. Helgi gerði 3 ára samning. Hvemig líst þér nýja liðið? „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig að spila hjá svona stórum klúbbi og ég hlakka rosalega til og lít á þetta sem mikið ævintýri.“ Hver var forsagan að sölunni? „Það var voða lítill aðdragandi að þessu. Ég frétti af áhuga þeirra á þriðjudagskvöld, á miðvikudags- kvöldið flaug ég til Grikklands og skrifaði undir á hádegi á fimmtudag. Það voru 36 tímar frá því ég vissi um þetta þar til allt var orðið klárt.“ Hvað veistu um grísku knatt- spymuna og Panathinaikos? „Ég þekki nafnið, liðið hefur verið í meistaradeild Evrópu og er eitt þekktasta knattspyrnulið Grikklands síðustu ár. Þetta er stórt félag og það sem ég sá í heimsókn minni styrkti trúna hjá mér að þetta væri réttur staður fyrir mig.“ Kvíðir þú ólíkri menningu? „Þeir eru heitir þarna og maður veit að ef illa gengur geta orðið ein- hver vandræði en um leið og vel gengur er maður eins og kóngur. Þetta verður að koma í ljós. Ég fer bara út með jákvæðu hugarfari og ætla að reyna að standa mig. Þetta er öðruvísi en þar sem ég hef verið áður en Aþena er mjög alþjóðleg borg og í Grikklandi eru fyrir tveir íslending- ar, þeir Amar Grétarsson og Kristó- fer Sigurgeirsson, og það hjálpar að það séu einhverjir Islendingar í kringum mann.“ Ertu fjölskyldumaður? „Já, ég á konu, Maríu Valdimars- dóttur, og tveggja ára dóttur sem heitir Þóra.“ Hvemig taka þær þessu? „Ég hef ekki spurt þá litlu enda veit hún litið hvað er að gerast en konan er bara jákvæð og mjög spennt eins og ég. Við tökum þessu eins og hverju öðru ævintýri. Það er gaman að komast til Grikklands í gott veður- far og þar er örugglega gott að vera.“ Hvemig var veran í Noregi? „Þessi tvö ár hafa verið frábær og þau bestu á fótboltaferlinum. Ég upp- lifi Stabæk í mikillri uppsveiflu og þaðan verður mjög sárt að fara.“ Hvað stendur upp úr? „ Bikarúrslitaleikurinn með Sta- bæk er það minnisstæðasta sem ég hef tekið þátt í inni á vellinum en það stærsta utan hans er að skrifa undir hjá svona stórum klúbbi eins og Panathinaikos." Hefur þú breyst mikið sem knattspyrnumaður á undanförn- um árum? „Tíminn hjá Stabæk hefur breytt mér mjög mikið og ég lít á reynsluna frá þeim tíma sem gott veganesti. “ Hvað er skemmtilegast við að vera atvinnumaður í fótbolta? „Sem atvinnumaður færðu að stunda aðaláhugamál þitt í vinnunni og svo fær maður góðan tíma inn á milli til að vera með fjölskyldunni. Það hefur alltaf verið draumur að komast i atvinnumennskuna og nú er hann að rætast með því að komast að hjá stórum klúbbi." Átt þú önnur áhugamál? „Það er voða lítð, ég hef stundað aðeins golf í Noregi en annars geri ég eitthvað með fjölskyldunni? Hverja telur þú möguleika landsliðsins á að komast í EM? „Við eigum mjög góða möguleika á því, annars værum við ekki í þessu. Við erum búnir að standa okkur það vel hingað til að við eigum ekki að hugsa öðruvísi en að við ætlum i úr- slitin. Það verður erfitt en er hægt.“ Hvemig sérðu næstu 3 árin?. „Ég sé þau sem spennandi ár hjá stórum og góðum knattspyrnuklúbbi. Ég æfl við toppaðstæður með topp- leikmönnum og sé ekki annað en ég eigi eftir að bæta mig. Mesti draum- urinn er að ég fái mín tækifæri og skori mín mörk.“ -ÓÓJ Katrín Jónsdóttir skoraöi fyrra mark Kolbotn þeg- ar liðið tapaði, 2-3, fyrir Athene Moss í norsku A-deild- inni í knattspyrnu á laugardaginn. Katrín skoraði fyrsta mark leiks- ins á 55. mínútu og Kolbotn komst í 2-0 en fékk síðan á sig þrjú mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. ósigurinn er mikið áfall fyr- ir Kolbotn þvi liðið er í toppbarátt- unni en Athene Moss í hópi neðstu liða. Helgi Sigurðsson, næstdýrasti Islendingurinn: Hlakka mikiö til Tap í fyrsta leik hjá Erlu Erla Hendriksdóttir, landsliðskona í knatt- spyrnu, lék í gær fyrsta leik sinn í dönsku A-deild- inni þegar lið hennar, Fredriksberg, tók á móti meisturum Fortuna Hjörring í fyrstu umferðinni. Erla var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á sem varamaður eftir 40 mínútur og lék í nýrri stöðu sem vinstri bakvörður. Hún stóð vel fyrir sínu en lið hennar mátti sætta sig við 0-2 tap gegn sterku liði Fortuna sem er með landsliðskonur í öllum stöðum. -ih GSS og GSE sigruðu Golfklúbbur Sauðárkróks sigraði i kvennaflokki og Golfklúbbur Set- bergs úr Hafnarfírði í kariaflokki í 2. deild sveitakeppninnar í golfi sem lauk á Hólmsvelli í Leiru i gær. í kvennaflokki verð Nesklúbburinn í öðru sæti, Húsvíkingar í þriðja, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í fjórða, Oddur í fimmta og Ham- ar frá Dalvík I sjötta sæti. í karlaflokki varð Nesklúbburinn einnig í öðru sæti, Eyjamenn í þriðja, Kjölur úr Mosfellsbæ í fjórða, Borgnesingar í fimmta og Golf- klúbburinn Hellu á Rangárvöllum varð í sjötta sæti. -VS . I I %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.