Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Qupperneq 1
hw 'TSEÍFn/ :r •.nnií’.rrr5 • Kynlíf getur eyðilagt ferilinn Bls. 23 Ofurtölva rannsakar veðurfar Bls. 18 Bls. 20 og 21 Þrávirk lífræn efni eru vandamál tölvui tækni og vísinda PlayStation Eldflaug áhugamanns Áhugamaður nokkur um eld- flaugar, Bretinn Steve Bennet, hyggst gera aðra tilraun til að skjóta á loft heima- smíðaðri eldflaug en fyrsta tilraun hans fór í vaskinn nú í vor. Þá sprakk eldflaug hans í um 200 feta hæð eftir að hafa verið i loftinu í um 5 sekúndur. „Það er alveg ljóst að nú heppnast þetta hjá mér og við komumst á spjöld sögunnar með glæsibrag," sagði Bennet kok- hraustur við blaðamenn. Hann hyggst skjóta nýju eldflauginni, Starchaser 3a, upp í 20.000 fet næsta fóstudag frá Morecambe Bay í Norðvestur- Englandi og verða þar með fyrsti maðurinn til að gera heimasmíð- aða eldflaug. GPS-vandi á laugardaginn Notendur GPS- staðsetningartækj a gætu lent í nokkrum vandræð- um næstkomandi laugardag vegna vandamáls sem svipar nokkuð til 2000-vandans. GPS-kerfið telur nefnilega vikum- ar síðan það hóf starfsemi árið 1980 en vegna ákveðinna tækniástæðna telur kerflð einungis upp í viku 1024 og byrjar síðan aftur að telja frá „viku 0“. Þeir sem munu að öll- um líkindum lenda í vandræðum vegna þessa eru eigendur ódýrari tegunda GPS-tækja, sérstaklega þeirra sem eru eldri en 5 ára. Ekki er talið líklegt að stofnanir eða fyr- irtæki sem nota GPS, eins og t.d. flugfélög, muni verða fyrir skakka- fóllum vegna vandans. pjiij"1 ililll Vísindamenn hafa : £Í.'JiiJ,Jj-J nýverið tekið eftir J/iiiGJ áhugaverðum eigin- leika sem fylgir því þegar aldurinn tek- ur að færast yfir stjörnur á borð við sólina okkar. Þá verða þær hin mestu „átvögl" og taka að þenjast út og gleypa nálægar reikistjörnur ásamt reyndar öllu öðru sem er á braut nálægt þéim. Ekki hafa gráðugar stjörnur af þessu tagi verið staðnar að verki en merki þess að geimveislur af þessu tagi séu á ferð leyna sér ekki. Stjörnurnar þenjast út, gefa frá sér mikið innrautt ljós, snúast hraðar og i kringum þær má finna mikið magn frumefnisins liþíums sem myndast inni í stjörnum með kjarnasamruna. Sólin okkar mun ekki ná þessu stigi fyrr en eftir um það bil fimm milljarða ára, svo við mennirnir þurfum engar áhyggj- ur að hafa í bráð en þessi stjarn- fræðilegu ellimerki munu einmitt valda endalokum jarðar- innar og mannkynsins, þ.e. að því gefnu að við verðum ekki búin að þvi sjálf löngu fyrr. Gasrisar étnir Þegar sólstjörnur eldast þenjast þær út og verða að svokölluðum rauðum risum. Þá draga þær til sín og gleypa nálægar stjörnur, brúna dverga (sem eru mitt á milli gasrisa og sólstjama, þ.e. ekki nægilega stórir til að kjama- samruni og geislun geti átt sér stað) og önnur stjarnfræðileg fyr- irbæri sem á vegi þeirra verða. Ef þessar óheppnu stjörnur eru jafnmassamiklar og t.d. reiki- stjaman og gasrisinn Júpíter verður sólstjarnan stærri og bjartari vegna þess að hún tekur til sín massa og þar með þyngdar- afl reikistjörnunnar. Einnig snú- ast þær hraðar vegna þess að þær „innlima" snúningshraða plánet- unnar. Þegar stjörnurnar hitna gefa þær frá sér gífurlegt magn ryks sem geislar miklu innrauðu ljósi. íslensk leitarvél á Internetinu rf MiU— «f ttiua «ð fcttfttJ irtfwi. DttOiif yí/-jr j / iliÍfW I.Si'fff I ÍjDffJitUj i 1 ! Víðf ifitt / IffW*. Uf ( flttf'iJi í I Svi; j 1 VWfiiÍi-itt(i I lir, M W *áhfifiá ’iátt iwícflgiíí jlfðUJSlMáitef ......... otu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.