Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 2
Bandarískir veðurfræðingar detta í lukkupottinn: Ofurtölva til að skoða allt undir sólinni IBandarískir veð- urfræðingar hafa fengið öfl- ugan banda- mann í líki ofur- tölvu frá IBM. Tölvan mun væntanlega auka skiln- ing vísindamannanna á alls lags veðurfyrirbærum, eins og þurrkum og gróðurhúsaáhrifum, svo eitthvað sé nefnt. Ofurtölvan, sem kostar litlar 450 milljónir króna, verður til húsa uppi á fjaUstindi einum ofan við borgina Boulder í Kólóradó. Þar mun hún gera líkön af veðurfars- mynstri heimsins aUs fyrir lofts- lagsrannsóknarstofnun Bandaríkj- anna. Nýja tölvan er tuttugu sinnum öflugri en sú sem var að baki hinni frægu Dimmblá, maskínunni sem sigraði heimsmeistarann i skák, Garrí Kasparov, og henni er ætlað að skoða hvert einasta veðurfyrir- bæri undir sólinni. „Kerflð mun leggja lið við að leita svara við erfiðustu viðfangsefnum vorra tima,“ segir Rod Adkins, framkvæmdastjóri tölvurisans IBM. Tölvan, sem hlotið hefur viður- nefnið Svartiskógur en heitir bara RS/6000, mun meðal annars rann- saka skyndUegt niðurstreymi lofts Þessi ofurtölva getur gert loftslagslíkön 200 til 300 ár fram í tímann og hún mun rannsaka hvort þurrkar eru hluti náttúrlegs óstöðug- leika. Hún spáir þó ekki fyrir um hvenær slíkt myndi gerast. og hvernig það getur valdið flugslys- um. Líkön af mengun verða gerð í tölvunni og einnig verður varpað ljósi á hvers vegna skógareldar brenna stjórnlaust. „Mun hún geta spáð fyrir um þurrka? Svarið er svona hálfpart- inn,“ segir A1 KeUie, forstöðumaður tölvudeUdar loftslagstofnunarinnar. „Þessi ofurtölva getur gert loftslags- líkön 200 tU 300 ár fram í tímann og hún mun rannsaka hvort þurrkar eru hluti náttúrulegs óstöðugleika. Hún spáir þó ekki fyrir um hvenær slíkt myndi gerast.“ Ný ofurtölva bandarískra vísinda- manna mun meöal annars rannsaka hvers vegna skógareldar brenna stjórnlaust. Gerir klassík börnin klárari? - kannski eru Mozart-áhrifin orðin tóm Almennt er það álitið vís- indalega sann- að að ungbörn verði gáfaðri en eUa ef leik- in er fyr- ir þau sígild tónlist meðan þau liggja og totta snuð- ið í vöggunni. Þessi nýlega „uppgötvun" vísindamanna þótti meira að segja svo sjálfsögð þegar hún kom fram að fyrir sumum er það kom- ið á stall með göml- um og gUdum hús- ráðum að smella Mozart á fóninn þeg- ar Lilli (-a) fer að lúlla vegna þess að örvun fyrstu þremur árunum skipti sköpum fyrir þroska heilans. Svo gæti þó verið að þessi heila- Goðsögnin um Moz- art-áhrifin hefur m.a. valdið lagasetningum í Flórída um að smá- böm i ríkisskólum hlusti á klassík á hverjum degi og rík- isstjórinn i Georgíu gefurhverri einustu nýrri móður i ríkinu geisladisk með seið- andi strengjum. leikflmi fyrir börnin væri lítið annað en getgátur og ýkjur sprottnar upp úr frjálslegum túlk- unum á óvísindalegum rannsókn- um. Til dæmis var könnunin á bak við Mozart-áhrifin svonefndu gerð á háskólanemendum en ekki börnum og áhrif- in voru enn fremur mjög sértæk og skammvinn. Könn- unin fól ekki í sér neinar heilarann- sóknir heldur var aðeins um hegð- unarrannsóknir að ræða og allar tilraunir til að end- urtaka rannsókn- ina (og fá fram sömu niðurstöður) hafa mistekist. Smábörn skulu hlusta Þeir sem vantrúaðir eru á Moz- art-áhrifin segja það stórlega ýkt og bjagað hversu mikið vísinda- menn í raun viti um þróun heil- ans og hvenær hún á sér stað. Þannig segja þeir vel geta verið að þróunin vari allt æviskeiðið og enginn tími sé mikilvægari en annar hvað varðar hugsun, lær- dóm og rökhugsun. Goðsögnin um Mozart-áhrifin hefur m.a. valdið lagasetningum í Flórída um að smábörn i ríkis- skólum hlusti á klassík á hverj- um degi og ríkisstjórinn í Georg- íu gefur hverri einustu nýrri móður í ríkinu geisladisk með seiðandi strengjum og det hele. Fari svo að goðsögnin reynist röng eiga þannig margir eftir að missa andlitið. -fin Hugsað í millíbörum Ný úkraínsk könnun bendir til þess að smá- vægilegar breytingar á loftþrýstingi geti haft áhrif á hvernig fólk hugsar. Vísindamaður við há- skóla í Kænugarði hefur verið að rannsaka samband loftþrýsings og hugsunar síðustu þrjú árin. Með því að leggja fyrir 12 sjálf- boöaliða nokkur verkefni og breyta siðan loftþrýsingi í prófanaherberginu án vitundar nemendanna með földum ventli komst hann að því að breytingarnar höfðu áhrif á hæfni viðkom- andi til að hugsa og einbeita sér. En niður- stöðurnar ultu á upprunalegu hugarástandi tilraunadýrsins. Þeir sem voru þreyttir og syfjaðir urðu enn slappari en þeir sem voru úthvíldir og vakandi urðu enn skarpari. Vísindamaðurinn treystir sér ekki til að útskýra þessar niður- stöður að fullu enn sem komið er en hann telur að líkaminn skynji loftþrýstingsbreytingar til þess að geta betur stjómað blóðþrýstingi og þetta kerfi hafi óbein áhrif á taugakerfið. Vefsíöu- vernd Ástralskt fyrir- tæki, Creative Digital' Technology, hef- ur hannað tölvu sem koma á í veg fyrir innbrot og fikt tölvuþrjóta við innihald vefsíðna. Fyrirtækið býður nú áhugasömum tölvunjörðum peningaverðlaun ef þeim tekst að finna leið fram hjá forritinu en engum forritara fyrirtækis- ins hefur tekist að vinna það afrek enn sem komið er. Hugbúnaðurinn kallast SecurePage (alltaf sama upp- hafsstafasnobbið í tölvuheim- um) og á það að leysa vanda fyrirtækja og einstaklinga sem vakna upp við vondan draum þegar vefsíðum þeirra er breytt fyrir framan nefið á þeim. Nýleg fórnarlömb árása af þessu tagi eru meðal ann- arra bandaríska leyniþjónust- an CIA, bandaríski herinn og sjálf Hillary Clinton, sem lenti í því að andstæðingar við framboð hennar til öldunga- deildar Bandarikjaþings létu gamminn geisa á hennar eigin vefsíðu. íul'JUi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.