Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 =-------------------neiiSUM* Þrávirk lífræn efni eru ógn fyrir heilbrigöi allra jaröarbúa Tangarsókn mannsins að j - norðurheimskautið er risastórt niöurfall óþverra frá iðnríkj Það er vitað mál að maðurinn er konungur þess- arar plánetu, efstur og mestur allra lífvera hennar og engin önnur lífvera á jörðinni getur unnið mannkyn- inu nokkurn teljandi skaða. Kannski er það þess vegna sem maðurinn hefur sjálfur tekið að sér að vera sinn versti óvinur. Lögmál lífsins virðast einfaldlega þannig gerð að allar líf- verur þurfi einhverja ógn, eitthvert aðhald, til að halda sér vakandi í lífsbaráttunni - að geta séð fyrir næsta leik mótherjans og brugðist rétt við. Og allir vita að boxari sem lokar augunum endist ekki lengi í hringnum. Það verður sífellt Ijósara þeim sem sjá vilja að jörðin hefur ekki farið varhluta af framfaraskeiði mannsins síðustu aldimar. Stór- felld iðnvæðing, með öllu sem henni fylgir, hefur fært okkur mik- inn og ómetanlegan ávinning en um leið hefur náttúran fengið að súpa seyðið svo um munar. Eyðing regnskóganna, stórfeUdur útblást- ur gróðurhúsalofttegunda, útrým- ing tegunda og vanhugsaðar virkj- unarframkvæmdir (!) era dæmi um það sem maðurinn hefur vUj- andi eða óvUjandi komið í verk á hlutfaUslega stuttri veru sinni á jörðinni. Enn eitt dæmið væri það sem tekið skal stuttlega fyrir hér í Heimi: Þrávirk lífræn efni eða persistent organic pollutants upp á ensku. Díoxín og fleira huggulegt Þrávirk lífræn efni eru, eins og nafnið gefur til kynna, lífræn efni sem hafa mjög langan niðurbrots- tíma í náttúrunni. Þeirra á meðal eru díoxín, krabbameinsvaldandi efni er myndast sem hliðarfram- leiðsla í iðnaði eða við bruna á sorpi, og hvert mannsbam ætti að þekkja eftir mengunarhneykslið í Belgíu fyrr á árinu. Fæst þessara efna eru náttúrleg heldur hefur maðurinn framleitt þau í áratugi, fyrst og fremst tU notkunar í iðnaði en einnig hafa þau mikið verið notuð sem skor- dýraeitur enda mörg hver afar eitr- uð. Þessir tveir eiginleikar efnanna, langur niðurbrotstími og eitur- virkni þeirra, gera þau að einhverri mestu umhverfisógn sem við stönd- um frammi fyrir nú. Tólf skilgreind sem hættuleg - miklu fleiri við sjóndeildarhring Til þrávirkra lífrænna efna teljast fjölmörg efni og eru sum þeirra vel þekkt sem hættulegir mengunar- valdar. Hjá Umhverfisstofnun Sam- einuðu þjóðanna eru tólf þeirra nú skUgreind sem mjög hættuleg efni (sjá töfluna) og eru alþjóðlegir samningar í bígerð sem miða að því að notkun þeirra og framleiðslu verði hætt og meinlaus efni notuð í þeirra stað. Umhverfisverndarsamtök hafa þó bent á að mjög lítið sé vitað um hinn mikla fjölda efna sem faUi í flokk þrávirku efnanna og líklega þurfi að banna hundruði í viðhót ef vel á að vera. Hefur Greenpeace t.d. krafist þess að allri notkun efnanna verði hætt fyrir árið 2020 og má telj- ast gott ef það markmið nær fram að ganga. Reyndar kom það óvænt upp í huga greinarhöfundar við skrif sín hvort Grænfriðungar áttuðu sig á undarlegri staðreynd: Þeir berjast nú með kjafti og klóm (og vissulega réttUega) fyrir heilbrigði og lífsaf- komu inúíta á norðurheimskautinu eftir að hafa með jafnötuUi baráttu sinni fyrir friðun hvala, sela og nán- ast aUs þess sem dregur andann og heitir ekki homo ... rænt sama fólk lifibrauði sínu. En það er önnur EUa og óviðkomandi máli þessu. Eituráhrif óþekkt í 80 prósent tilvika Þrávirku efnin virka þannig að þau Scifnast fyrir í sífeUt stærri skömmtum eftir því sem ofar dreg- ur í fæðukeðjunni, ferli sem nefnt er „lífmögnun“. Þau eru fituleysan- leg eins og önnur líffæn kolefnis- sambönd og setjast því auðveldlega fyrir í fituvefjum lífvera. Efnin eru mörg hver krabbameinsvaldandi, valda margs konar breytingum og vansköpun á starfsemi likamans og líífærum hans og hafa brenglandi áhrif á hormónakerfi líkamans. Efnin berast ekki eingöngu frá bráð tU rándýrs heldur einnig frá móður tU fósturs svo sjá má, t.d. í ljósi umfjöUunar Heims um erfða- tækni, að ef breytingar gerast svo Baráttan gegn þrávirkum efnum: Islendingar framarlega í baráttunni - segir Davíð Egilson hjá Hollustuvernd ríkisins Til að fá gleggri mynd af ástandi mála varðandi þrávirk lífræn efni hafði DV- Heimur samband við Davíð Egil- son, forstöðumann deUdar um mengunarvamir sjávar hjá Holl- ustuvemd ríkisins. Við byrjuðum á að spyrja hann að því hver áhrif þessara efna gætu verið á lífríkið. „Þau geta haft margvísleg áhrif, t.d. á ónæmiskerfi lífvera, æxlun- arkerfi og taugakerfi þeirra, auk þess sem þau geta haft almenn eit- uráhrif og verið krabbameins- valdandi. Sammerkt með þessum efnum er að þau hlaðast upp, sér- staklega í dýrum sem eru efst í fæðukeðjunni, eins og t.d. mönn- um og öðrum stóram spendýrum, þó svo söfnunin sé mismunandi mikil milli tegunda." Ólögleg notkun Hvert er ástandió í heiminum hvaö varóar þessi efni í dag? „Hvað losun efnanna varðar eru flest þeirra bönnuð en þó vita menn af ólöglegri notkun og losun þeirra. Þær umhverfismælingar sem ég hef séð sýna að sum þessara efna eru að minnka, eins og t.d. DDT og PCB á norðurhveli. Hins vegar er magn annarra efna, eins og t.d. toxafen, miklu óljósara. Jafnframt finnast þrávirk efni sem ekki er búið að banna, eins og t.d. brómaðir eldvar- ar. Notkun margra þessara efna, einkum iilgresiseyða, er mjög mikil, t.d. í þróunarlöndunum, og talið er að ólögleg notkun sé allmikil. Fólk í þeim löndum notar þessi efni oft með þeim hætti sem aldrei yrði nKnHNUNDHOGI KUNOS Davíð Egilson, for- stöðumaður deildar um mengunarvarnir sjávar hjá Hollustu- vernd ríkisins, telur að auka verði mæl- ingar á þrávirkum líf- rænum efnum við ís- land verulega til að menn átti sig á ástandi mála hér á landi. DV-mynd ÞÖK samþykktur í vestrænum löndum og ógnar það t.d. mjög oft öryggi fólks á vinnustöðum. Áhrif mengunarinnar eru meiri því einfaldari sem fæðukeðjan er eins og t.d. hér á norðurhveli þar sem tegundir lífvera eru hlutfafls- lega fáar en mikill fjöldi einstak- linga af hverri tegund. Sum efni eru að auki í hærri styrk á norð- lægum slóðum en á upprunastöð- unrnn því þegar þau eru einu sinni fallin til jarðar á þessum köldu stöðum eru minni líkur á að þau gufi þar upp eins og gerist á heitari stöðum." Nauðsynlegt að bregðast við Hvenœr fóru menn að spá í þessa hluti? „Almennt fóru menn að átta sig á þessu upp úr 1970. Flest efnanna komu fram á sjónarsviðið eftir seinni heimsstyrjöldina en eftir 1970 vöknuðu svo margir til um- hugsunar um að skaðleika þess- ara efna. Menn áttuðu sig á því að losun eiturefna úti í náttúrunni drepur ekki bara það vonda held- ur hefur það miklu breiðari áhrif. Meðal þess sem vakti fólk af vær- um blundi var bókin „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Car- son sem íjallaði á áhrifaríkan hátt um þessi mál.“ Hvernig er ástandiö hérna á ís- landi? „Við erum fámenn þjóð lengst í úthafi, mörg þessara efna eru ekki framleidd hér á landi og þau sem hingað berast koma langt að. Því er mengunin hér á landi ekki mjög mikil. Sú staðreynd breytir þó ekki því að efnin, sem aðeins eru búin að vera í notkun í 30 - 50 ár, eru komin í afurðir okkar og þess vegna verðum við að berjast gegn notkun þeirra. Þörf á mælingum Hins vegar era til sárafáar mælingar á díoxíni og fúrani Mengunin hér é landi er ekki mjög mikiL Sö stað- reynd bmytir þó ekki því að efnin, sem aðeins eru búin að vera (notkun f 30-50 ér, eru komin í afurðir okkar og þess vegna verðum við að berj- ast gegn notkun þeírra, þótt þessi efni verði hugsanlega til hér á landi, t.d. við sorp- brennslu. Það verður að mínu mati að fara af krafti í mælingar á þessum hlutum til að sjá hvernig ástandið er. Þetta tel ég vera nánast forgangsverkefm um þessar mundir. Eiturefnin sem menn hafa verið að mæla hingað til hafa farið minnkandi og er það mjög vel en það má ekki gleyma því að þessi efni eru að berast hingað út í ballarhaf mjög langa vegalengd. Hins vegar höf- um við ekki mikla þekkingu á sumum þessara efna til að sjá hvernig ástandið sé hér við land og hvort nauðsynlegt sé að fara að bregðast við.“ Hvaöa aögeröir eru mögulegar til aö stemma stigu viö útbreiöslu þessara efna? „Það er til milliríkjasamning- ur þjóða á norðurhveli jarðar þar sem menn reyna að setja sér þau takmörk að banna stærstan hluta þessara efna, sjá til þess að PCB verði eytt og að notkun ann- arra efna minnki á næstu árum. Nú er svo verið að vinna að gerð alþjóðasamnings um þessi mál. Barátta íslendinga ísland stendur mjög framar- lega í að berjast fyrir að alþjóð- legur samningur um þetta mál verði gerður og við höfum verið í eldlínunni í 8-9 ár. Það er mitt álit að íslendingum hafi tekist að flýta þessu máli um 10 ár með vinnu sinni á alþjóðavettvangi. Það er næsta vist að slíkur samn- ingur hefði verið gerður en bar- átta okkar í þessu máli flýtti þró- uninni verulega. í samningnum eru menn að tala um að banna algjörlega notkun á sumum þessara efna og takmarka notkun annarra veru- lega. Til dæmis er áætlað að setja leiðbeinandi reglur um díoxín og fúran en þar er ljóst að erfitt verður að koma á algjöru banni vegna þess að þessi efni verða til við ýmis ferli og tengjast þau oft mismunandi tæknistigi þjóða. Aðferðir við sorpfórgun eru t.d. mismunandi eftir tæknistigi og hvað það varðar er mjög óraun- hæft að gera sömu kröfur til þró- unarlanda og hátæknivæddra iðnríkja. Það sem best er að gera i því sambandi er þá að fræða fólk um afleiðingar mengunar af þessu tagi og setja leiðbeinandi reglur um meðferð efnanna," seg- ir Davíð að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.