Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 2
16 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 For- múlu- fréttir Eftir að Mika Hákkinen tryggði sér sigur á Hungaro-ring á sunnu- daginn hefur staða hans í stiga- keppninni vænkast til muna og er hann ekki nema tveim stigum fyrir neðan Eddie Irvine sem er efstur með 56 stig. Það eitt að hafa forystu í keppninni frá fyrsta hring til loka er ekki svo lítill sálfræðilegur sigur eftir þær ófarir sem hann og lið hans hafa lent í undarfarið og sann- aði hann fyrir Irvine að sigrar hans í Austurríki og Þýskalandi hefðu ekki oröið nema af því að Hákkinen náði ekki að klára. Hákkinen hafði alla burði til þess að sigra í Bret- landi, Austurríki og Þýskalandi ef óheppnin hefði ekki fylgt honum . Það var reiðarslag fyrir Formúlu 1 þegar Michael Schumacher fót- braut sig í Bretlandi í júlí. Milljón- ir manna fylgdust með í sjónvarpi og trúðu ekki sínum eigin augum. Margir áhorfendur á Silverstone fógnuðu fyrst en áttuðu sig svo á því að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Michael Schumacher, sem hefur leikið aðalhlutverkið í Formúlu 1 síðan 1994, var úr leik og skildi hina ökumennina eftir á brautinni og varð að láta þá um eftirleikinn. Flestir létu sér þá detta i hug að nú væri botninn dottinn úr öllu og það sem eftir væri af á árinu yrði ein- leikur Mika Hákkinens úr því að eina mótvægi hans um heimsmeist- aratitilinn væri horfið af sjónar- sviðinu um tíma. Annaö hefur kom- iö á daginn og má þakka það góðum akstri Eddie Irvine og óheppni McL- arens. Undanfarnar keppnir, bæöi í Austurríki og Þýskalandi, hafa ver- ið magnaðar spennu þó að Ung- verjaland hafi ekki komist í sama flokk. Bernie Ecclestone lét hafa það eftir sér að sportið væri meira en einhver einstaklingur og átti við að það skipti ekki máli þó Schumacher vantaði. En þegar litið verður til baka er 1999 árið sem kemur til með að verða kennt við fótbrot Schumachers. Og sá sem kemur til með skipa efsta sætið að loknu tímabili kemur tO með að fá að heyra að „það vantaði nú Schumacher". Þó að Schumacher hefði ekki brotnað og verið með er óvíst að hann hefði haft eitthvað í Hákkinen og McLaren að gera, þvílíkur er hraði hans þegar allt gengur upp. Nú eru aðeins eftir fimm keppnir og allar þær brautir eru hraðskreiðar og ættu að henta McLaren Mercedes og ef Finninn heldur haus og bíllinn bilar ekki er ekki hægt að búast við öðru en hann taki titilinn. En það er ekki öll von úti fyrir Ir- vine og Ferrari sem ætlar enn einu sinni að missa af feita bitanum og verður að láta stjörnuna sína, Schumacher, í varahlutverkið þeg- ar hann kemur til leiks. SPA-braut- in býður alltaf upp á óvæntar uppá- komur og spilar veðrið alltaf þar inn i. Ef rignir er Ferrari alltaf sterkt. Heimavöllur Ferrari er svo næstur á Monza, þar sem Ferrari skoraði 1-2 sigur í fyrra, og þar kemur Michael til með að mæta í bílinn og hjálpa Irvine. Á Nurbur- gring verða áhorfendastúkurnar rauðar af Ferrarifánum og DEKRA- húfum svo þar verður annar heima- völlur þeirra. Það veröur ekki fyrr en kemur út til Malasíu að skrifuð verður ný saga því þar hefur aldrei verið keppt áður. Suzuka ætti að falla McLaren í skaut, líkt og í fyrra, þar sem Hákkinen sigraði og tók titilinn, ef ekki aftur. En ef Ir- vine heldur áfram að vera duglegur að klára á verölaunapalli og bilana- tiðni McLaren lagast ekki verður þetta hörkubarátta til síðasta hrings í Japan. -ÓSG Belgía/SPA 30. ágúst Ítalía/Monza 13. september Evropa/Nurburgring 27. september Malasía/Sepang 17. október Japan/Suzuka 31. október Formúlubílarnir - hvers vegna eru þeir svona í laginu? Síðustu ár hefur hraði á Formúla 1 bílum stóraukist, bæði í beinum aksti og sérstaklega í beygjum. Árið 1968 byrjuðu Formúla 1 liðin að gera tilraunir með að nota vængi á bíla sína til þess að þrýsta bílnum fastar á brautina. Þannig var minni hætta á að hjólbarðar skrikuðu til í beygjum og jókst hraðinn til muna við það. Fyrstu árin var hönnun þessara vængja mjög einföld og klaufaleg með þeim afleiðingum að þeir féllu oft af í miðjum keppnum og ollu mörgum slysum. Á þrjátíu árum hefur loftflæði- hönnun farið mikið fram og er nú mikilvægasti hluturinn í hönnun Formúla 1 bíla. Til að sanna þessa kenningu eru bílar Williams frá ár- inu 1991til 1997 og McLaren frá 1998-1999 hannaðir af sama mannin- um, Adrian Newey, sem er einn sá besti í loftflæðihönnun í heiminum og því engin tilviljun að árangurinn er margir meistaratitlar. „Með loft- flæðinu er hægt að vinna upp bestu frammistöðuna í bílunum, en að gera það rétt er mjög erfitt." Segir Mike Gascoyne sem er tæknistjóri Jordan og hannaði bíl Jordanliðsins fyrir þetta ár og hefur tekist það vel. Á þessari mynd af aukavængnum, sem Damon Hill notaði á Hungaro-ring um helgina, sést hvernig vængurinn er Iát- inn snúa öfugt miðað við flugvclavæng. Vængurinn togar því bílinn niður í stað þess að lvfta honum upp. Hvernig myndast gripkraftur? Vængimir á Formúla 1 bílum nota sömu lögmál og eru notuð til að fá venjulega flugvél til að fljúga, nema kröftunum er snúið öfugt og í stað þess að láta bílinn fljúga upp í loft er honum þrýst niður á braut- ina með því afli sem myndast þegar hraði bílsins er aukinn. Reglan á flugvélavængjum er að hafa flötinn ofan á vængnum stærri en þann sem er undir honum, sem þvingar þá loftið sem fer yfir vænginn til að fara hraðar en það sem fer undir. Þetta orsakar þrýstingsmun sem framkallar lyftikraft. Á vængjum Formúla 1 bíla er sama tækni notuð og er öll yfirbyggingin byggð til að skapa þennan gripkraft án þess þó að það skapist of mikill dragsúgur vegna loftsveipa aftan við bílinn. Loftsveipirnir draga úr hraða bíl- anna um mörg prósent og því eru framfarir á þessu sviði einhverjar þær þýöingarmestu í þessu há- tæknisporti sem Formúla 1 er. Til dæmis hafa flest liðin tekið upp hönnun fjaðurstanga frá McLaren þar sem þær eru vænglaga í stað hringlaga. Þetta „sparar" mikinn dragsúg sem skilar sér í aukningu á hraða. hröð, með löngum, beinum köflum og fáum beygjum. Með meira áfalls- homi á vængnum myndast meiri gripkrafur, og í leiðinni meiri súg- ur, sem dregur úr hraða bílsins. Þar sem mikill hraði er mikilvægur á Monza nota liðin lítið áfallshom og fáa vængi til að ná sem mestum hraða, en hafa í staðinn minna grip í beygjunum og fara því hægar yfir þær. Þetta era plúsar og mínusar sem verður að meta í hvert skipti, hvort það er betra að tapa tíma í beygjum eða á beinu köflunum. í Monaco er þessu öfugt farið. Þar eru margar beygjur og lítill hraði og því eru vængimir margir og áfallshornið mikið. Þannig næst meira veggrip en hrað- inn er minni á beinu köflunum. lofti sem skellur á bílnum um- hverfis hann og kemur í veg fyrir að óþarfa loft- sveipir trufli loft- flæði bílsins. Sitt hvorum megin á framvængnum — ------[,---• sem stýra loftinu annaöhvort yfir eða undir vænginn í stað þess að það fari í kringum barðana en McLaren, sem nýtur krafta Adrian Newey, leiddi loftið innfyrir og hafa öll liðin tekið það upp eftir þeim. Hönnunardeild Ferr- ari hefur verið mjög iðin við að end- urnýja framvængina og komu þeir með sex útfærslur á síðasta ári, og einnig komu þeir með V-laga fram- væng sem þeir nota enn þá einir liða og bættu svo við V-laga aftur- væng á Hockenheim fyrir hálfum mánuði. -ÓSG Aftur- vængirnir Um það bil þriðj- ungur gripkrafts bílanna kemur frá afturvængnum. Það fer þó eftir brautum en aftur- vængirnir era þeir hlutar bílanna sem era hvað mest breytilegir eftir brautum. Þar sem afturvængirnir mynda mesta dragsúginn verður að stilla hann eftir legu brautanna. hann. Einnig hafa þessar endaplöt- ur haft enn meira hlutverki að gegna eftir reglubreytingar sem áttu sér stað árið 1998 þegar bílamir mjókkuðu, og era þá notaðar til að stýra loftflæðinu fram hjá framhjól- börðunum. Fyrri hluta árs 1998 var loftstraumnum beitt út fyrir hjól- Framvængurinn. Framvængir Formúla 1 bíla mynda um það bil 25% af gripkrafti bílsins, en getur fallið niður í 10% á meðan hann er rétt á eftir öðrum bíl og það er einmitt það sem gerir framúrakstur svona erfiðan í For- múla 1. Fram- vængurinn gegnir mjög mikilvægu hlutverki, því hann stýrir því Terra Firma komu ekki Nú er þaö ljóst að Terra Firma-hópur- inn, sem er frægur fyrir rosaleg áhættu- atriði á torfæruhjól- um í myndböndum sínum, þar sem rokktónlist er allsráð- andi, kom ekki til landsins eins og gert var ráð fyrir. Til stóð að hópurinn yrði hér- lendis í tvær vikur, og var reyndar einn úr honum þegar kominn hingað til að kanna aðstæður, en skyndi- lega var hætt við og borið við að kostnað- ur við dæmið yrði of mikill. Ætlunin var að nota tímann héma meðal annars í tökur á myndbandi en í bili verðum við að láta okkur duga að sjá þá félaga bara á mynd- böndum, teknum er- lendis. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.