Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 4
18 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 F» Leist vel á aðstæður Svanur Lárusson og Ólafur Guð- mundsson fóru til Englands á dögun- um til að athuga aðstæður i Swindon þar sem lokaumferðin í heimsbikarn- um í torfæru veröur haldin. DV hafði uppi á þeim félögum og spurði frétta af svæðinu og er þar skemmst frá að segja að þeim leist vel á og allar likur eru á að keppnin fari þar fram. Svæð- inu svipar nokkuð til aðstæðna á Hellu og eru viðgerðarsvæði og áhorf- endapallar eins og best gerist fyrir keppni af þessu tagi. Svæðið er venju- lega notað undir motocross-keppni og býður upp á góðar brekkur og margt annað sem heillar áhorfendur. Hverjir berjast? Á íslandsmeistaramótinu hafa ver- ið miklar sviptingar og gengi manna misjafnt milli keppna. Eins og staðan er eiga nokkrir menn möguleika á meistaratitlinum þegar ein keppni er eftir. Ljóst er því að keppnin í heims- bikarmótinu verður hörð og spenn- andi. Bikarmeistarinn: Akureyringur- inn Sigurður Arnar Jónsson skaust nokkuð óvænt upp á toppinn í fyrra og sigraði í heimsbikarkeppninni. Siddi, eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið framarlega i íslandsmeistara- mótinu i sumar og á þar raunhæfa möguleika á fyrsta sæti. „Ég hef farið einu sinni til að æfa mig og til að reyna að stilla bílinn en annars hef ég veriö i geðveikri vinnu. Ég verð að eiga fyrir útgerðinni á bíinum en það hefur gengið erfiðlega að fá kostendur til að styrkja mig. Ég ætla að berjast fyrir titlinum og reyna að halda bik- arnum hérna fyrir norðan," sagði Siddi. Götubílameistarinn: Ásgeir Jamil Ailansson, bikarmeistarinn í götubíla- ilokki í fyrra, hefur verið mjög áber- andi í torfærunni i sumar og í upphafi var hann með forystu i DV-Sport Is- landsmeistaramótinu þrátt fyrir að vera á götujeppa. í siðustu keppnum hefur hann lent í bilunum, eyðilagði vélina, innspýtingin var til vandræða og sjálfskiptingin fór við Stapafell. „Ég er búinn að skipta um sjálfskiptingu og hef veriö að reyna að stilla innspýt- inguna. Ég er samt ekki nógu ánægð- ur með hana. Ég er ekkert sérlega bjartsýnn fyrir keppnina en ætli keppnisskapið nái ekki tökum á mér á leiðinni norður," sagði Ásgeir Jamil. Engin afslöppun: Gisli G. Jónsson skaust upp í fyrsta sæti DV-Sport Is- landsmeistaramótsins í síðustu keppni sem haldin var við Stapafell á Reykjanesi. Þar mætti Gisli ákveðinn til leiks og ók af hörku á nýmáluðum bíl sínum. Mussoinn: Haraldur Pétursson varð að hætta keppni við Stapafell eft- ir tvær brautir vegna vélarbilunar. Festing fyrir rokkerarma hafði losnað, og undirlyftur höfðu skemmst. „Mis- tök i samsetningu úti,“ sagði Harald- ur. „Við erum búnir að fá varahlutina og gera við vélina. Hún gengur flnt núna. Þá höfum við verið að gera til- raunir með stillingu á flöðrunarbún- aðinum þannig að bíllinn er farinn að láta betur að stjóm," sagði Haraldur enn fremur en Mussoinn hans er hrein íslensk hönnun og smíöi. Riddarinn hugumstöri: Sigurði Þór Jónssyni á Fassa-tröllinu hefur gengið nokkuð vel í síðustu keppnum. Sigurður hefur vakið athygli fyrir djarfan akstursstíl. Minnir hann helst á riddara sem ræðst að óðum dreka ■þegar hann botnar Corvettuvélina í Fassa-tröllinu i þverhnípt stálin í tor- færunum, án þess að slá af. „Bíllinn er í góðu standi, ég er búinn að yfirfara vélina og drifbúnaðinn. Þá er ég búinn að vera að mála bílinn og pjattast dá- litið. Það er ekkert nema toppurinn sem bíður,“ sagði Sigurður. Staðan í heimsbikar- mótinu 1999 Sæti Niimer Nafn Stíg 1. 1 Gísli Gunnar Jónsson 20 2. 3 Gunnar Egilsson 15 3. 24 Haraldur Pétursson 12 4. 18 Eyjólfur Skúlason 10 5. 6 Gunnar Pálmi Pétursson 8 6. 10 Siguröur A. Jónsson 6 7. 7 Ásgeir Jamil Allansson 4 8. 15 Gísli G. Sigurðsson 3 9. 11 Guðmundur Pálsson 2 10. 2 Einar Gunnlaugsson 1 Torfæran - hérlendis og bráðum erlendis Torfærukeppnistimabilið er nú í hámarki. Einungis lokaumferð DV- Sport íslandsmeistaramótsins er eft- ir og DV-Sport heimsbikarmótið er hafið. Staðan í íslandsmeistaramót- inu er nokkuð opin og eiga nokkrir keppendur möguleika á titilinum. Mótið er mun meira spennandi en var sl. ár þegar þeir Gísli G. Jóns- son og Gunnar Pálmi Pétursson voru búnir að tryggja sér titlana hvor í sínum flokknum eftir þrjár fyrstu umferðimar. Þeir félagar eru nú einnig í for- ystu íslandsmeistaramótsins en þar eru líka aðrir sem geta hrifsað titil- inn frá þeim. Fyrsta umferð heimsbikarmóts- ins var ekin í malarkrúsunum við Akureyri laugardaginn 7. ágúst sl. Sú keppni var alljöfn og spennandi. Þar skiptust menn á að vera í for- ystu en þegar upp var staðið voru það þeir Gísli G. Jónsson, í flokki sérútbúinna bíla, og Gunnar Pálmi, í götubílaflokki, í forystu. Heimsbikarmótið samanstendur af þremur umferðum og verður næsta umferð ekin næstkomandi laugardag. Það er Jeppaklúbbur Reykjavíkur sem heldur þá keppni og keppnisstaðurinn verður við Jós- epsdal. Búast má við mjög harðri og spennandi keppni þar enda er mót- ið rétt byrjað. Bæði er að heimsbik- artitillinn heillar marga og svo hitt að þeir 15 keppendur sem bestum árangri hafa náð eftir fyrstu tvær umferðirnar tryggja sér þátttöku í og farseðil á síðustu umferð móts- ins. Þriðja og síðasta umferð heims- bikarmótsins verður haldin við Fox- hill motocross brautina í Swindon, Benedikt Óskar Ásgeirsson sýndi oft skemmtileg tilþrif í fyrstu umferðinni enda þótt hann endaði ekki ofarlega í keppninni. sent utan en flutningur bilanna og ferð keppendanna ásamt flmm að- stoðarmönnum verður þeim að kostnaðarlausu. KLÍA mun sjá um keppnishaldið og er áætlað að fara með um 100 starfsmenn utan sem munu sjá um að keppnin fari vel fram og verði spennandi. Þá verður úthverfl Lundúna, i byrjun október. Að sögn Svans Lárussonar, aðstoð- arframkvæmdastjóra KLÍA, sem skoðað hefur svæðið, eru þar þrjár til fjórar brautir nánast tilbúnar en þær sem upp á vantar verða búnar til með stórvirkum vélum. Á Foxhill mun vera nokkuð góð aðstaða fyrir áhorfendur en þar hafa verið allt að 25.000 manns á einni keppni. Búist er við að áhorfendur að torfærunni verði ekki undir 10.000. Bretamir hafa sýnt torfærunni nokkurn áhuga og á keppninni á Akureyri voru staddir þáttagerðarmenn frá Gísla G. Jónssyni tókst að tryggja sér sigurinn í fyrstu umferð DV-Sport heimsbikar- mótsins í síðustu brautinni. Árangur Gunnars Pálma Péturssonar í torfærunni síðustu ár sýnir og sannarað þar fer toppökumaður. DV-myndir JAK væntanlega boðið upp á pakkaferðir á keppnina þannig að áhugasamir torfæruunnendur ættu ekki að missa af henni. Áætlað er að halda utan á fimmtudegi, bílamir verða teknir úr gámunum á fóstudag og keppendur koma sér þá fyrir og prófa bílana og keppnissvæðið. Keppnin verður síðan á laugardag. Sunnudagurinn er ætlaður til að koma bílunum aftur í gámana en menn munu svo hafa mánudaginn til að skoða London. -JAK Ýmsar uppákomur urðu hjá Elmari Þór ogAlpine-grœjunni á Akureyri. Hér veltur grœjan í endabarði einnar brautar- innar en þátttaka Elmars varð heldur endaslepp þegar sjálfskiptingin í Alpine-grœjunni sprakk og Elmar slasaðist á fœti. ur einungis keppt tvisvar. Honum tókst þó að næla sér í annað sætið á Akureyri. sjonvarpsstöð- inni Channel 4 sem hyggjast gera 8 þátta röð um torfæruna. Þeir eru væntan- legir aftur núna um helgina og þá ætla þeir að fylgj- ast með keppn- inni í Jósepsdal. Með þeim í för verða nokkrir að- ilar sem hafa hug á að taka þátt í þriðju umferð- inni. Ætla þeir að kynna sér gerð bílanna og upp- byggingu þeirra. Hugsanlegt er að þeir smíði sér bfla eða kaupi þá hér og nýti sér á þann hátt tækni- kunnáttu íslend- inga á þessu sviði. Þá munu einnig vera vænt- anlegir nokkrir Sigurður Arnar Jonsson skaust, öllum að óvörum, upp á toppinn i fyrra þegar hann sigraði í hcimsbikarkcppninni. Siddi var þá á sínu fyrsta kcppnisári. Hann lenti í 6. sæti í fyrstu umferðinni núna og vcrður heldur betur að standa sig í keppnunum tveimur sem eftir eru ef hann ætlar að halda titlinum. keppendur frá Norðurlöndunum á Foxhill en Skandinavamir sáu sér ekki fært að mæta í keppnina hér á landi þar sem hún rakst á við keppni í Noregi og Svíþjóð. Eins og fyrr sagði munu a.m.k. fimmtán ís- lenskir keppendur fara tfl Englands. Mun torfærubílunum og öllum bún- aði þeirra verða pakkað í gáma og Gengi Daníels G. Ingimundarsonar hef- ur verið misjafnt í einstökum brautum í keppninni í sumar. Daníel og Græna þruman eru þó, eins og á þessari mynd, á uppleið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.