Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 Tryggvi Magnús Þórðarson, 42 ára keppnisstjóri AlþjóðaraUsins. hringdi ég aftur i undanfarann og spurði hvemig þetta væri og hvort hann hefði orðið var við lögreglubíl- inn. „Já, já, hann er farinn frá okkur, hann kom héma fyrir hálftíma, við höfum bara verið að dreldta kafii og borða nýbakaða snúða. Ég þurfti að hringja aftur í lögreglustöðina og biðj- ast innilega afsökunar. Það hafa marg- ir svona mátulega kómískir hlutir komið fyrir sem ekki hafa verið teknir saman.“ Hvaða framtíð á alþjóðarallið ís- lenska? „Ég álít að komið sé að tímamótum hjá alþjóðlega rallinu með stofnun KLÍA. Ég held að núna þuríi að fara að klippa þetta í tvennt nokkuð afmarkað. Við þuríúm að hafa markaðssetn- inguna og keppnishaldið algjörlega að- skilið þannig að keppnishaldið sé ekki að trufla markaðssetninguna. Alþjóð- lega rallið getur orðið eitthvað meira en það er en þá þurfum við að fmna eitthvað sem dregur að fleiri útlend- inga. Við verðum hreinlega að fá meira umtal, hvemig svo sem við fáum það, við þurfum að fá jákvætt umtal. Við þurfiun að gera þessa keppni að ein- hveiju sem útlendingar vilja mæta í. Það er aðeins hægt að gera með tvennu móti því að við höfum ekki sög- una með okkur. Annaðhvort er það fjármálalegs eðlis eða að við komumst örugglega að í Euro-sport eða ein- hveiju sjónvarpsævintýri." Af hveiju breytum við ekki keppninni í séríslenskt fyrirbrigði, opið öUum sem standast öryggis- kröfúr, eins konar safarí, og lokk- um hingað sérvitringa á heimasmið- uðum bílum sem er lokað á annars staðar? „Ég held að við getum lent í smávandræðum með það. Við höfúm verið að velta því fyrir okkur hvort við eigum að gera þetta og það var ákveð- ið að gera það ekki af því við sóttumst eftir að fara inn í Evrópumeistara- keppnina. Núna, þegar Evrópumeist- arakeppnin er svo til að líða undir lok, nema þá öría helstu röllin, má vel end- urvekja þessa spumingu. Þetta er vissulega kostur en hefðbundnar safa- rísérleiðir eru á bilinu 120 til 200 kíló- metrar eða lengri þannig að við erum þar sennilega of stuttir. Hinn kostur- inn er að opna rallið og leyfa bara allt milli himins og jarðar og við höfúm þetta nákvæmlega eins og við höfum gert. Það eru fleiri keppnir í Bretlandi með óhomologeruðum bilum og ann- ars staðar á Norðurlöndum heldur en með homologeruðum bilum. Hins veg- ar þurfum við að sigla þennan milliveg milli þess að segja að við ætlum að leyfa hvað sem er, sem þýðir það að við getum fengið héma forsögulega bíla, eða þá að segja: „Við ætlum bara að vera með homologeraða bíla,“ og þá verðum við alltaf með þá bíla sem bíla- umboðin era með því þau þurfa nátt- úrlega að koma inn í mótorsport á ís- landi, eins og þau hafa verið að gera. Þau gera það hins vegar ekki gagnvart kannski einhveijum sem er á 1960 og einhveiju módelinu af Ford Escort. Það er alltaf þessi hárfíni millivegur, hvemig eigum við að gera þetta, hvar eigum við að vera? Með því að Evrópu- bandalagið var stofnað og þessi landa- mæri fóm að verða spumingarmerki varð það þannig í mótorsportinu að við getum farið og keppt í Bretlandi á okkar LÍA-skírteinum héðan að heim- an. Við þurfúm ekki sérstök alþjóðleg keppnisskírteini. Þetta er geipilega mikils virði en það þýðir líka að við getum boðið öðrum nákvæmlega það sama því alþjóða ákstursíþróttasam- tökin era búin að koma þessu á. Núna er verið aö athuga hvort við getum haldið héma eitthvað í áttina við góðaksturskeppni fyrir bíla af árgerð 1966 og eldri hér á íslandi árið 2001. Það þýðir að ef við fórum i gegnum al- þjóðlegu akstursíþróttasamtökin verð- ur framkvæmdin gífúrlega þung þar sem þarf að borga undir fjölda manns hingað. Taki hins vegar BÍKR og bif- reiðaíþróttaklúbbur úti í Wales sig saman og skipuleggi þessa keppni á ís- landi, sem er vel hægt, er þetta ekki al- Breskir hermenn hafa keppt undanfarin ár á nukkrum dísil Landroverum. Þátt- takan er hugsuö sem akstursæfing og gefur þeim stig i innbyrðis meistara- keppni. þjóðleg keppni heldur klúbbkeppni, haldin af báðum klúbbunum í landi annars þeirra. Maður gæti hugsað sér eitthvert svipað form. Við þurfúm ekki að hafa þennan alþjóðlega stimpil á keppninni, við getum bara markaðssett hana sem keppni og biðlað til útlendinga o.s.frv. Eins og lagt var af stað með þetta í upphafi, að komast inn í einhveija mótaröð, eða hvaða mótaröð sem er milli landa, byggist það alltaf á homologeraðum bílum." Er draumurixm að gera alþjóð- lega ralliö að Evrópumeistara- keppni með homologeruðum bílum? „Nei, ég segi það ekki, ég held að það væri fjarlægur draumur. Við þyrftum miklu meiri stuðning opin- berra aðila ef við ætluðum að gera það. Kostnaður við öryggisgæslu og ann- að því um líkt færi algjörlega úr bönd- unum og ég er ekkert viss um að við gætum staðið undið því. Til að fá leyfi til að halda Evrópumeistarakeppni þarf að véra með sjúkrabíl, björgunar- bíl og kranabíl við upphaf hverrar sér- leiðar og með 7 km millibili ef hún er lengri en 10 km. Okkur reiknaðist það til að með því að gera svona myndum við nokkum veginn rústa heilbrigðis- keríið hvar sem keppnin fer um eins og það legði sig því að ekki em til öllu fleiri læknar eða hjálparsveitarmenn ef fúllmaima á keppnina. Ég er ekki viss um að klúbhurinn og aðrir sem stæðu að þessu myndu hafa bolmagn til að standa undir því nema fá greiðsl- ur einhvers staðar annars staðar frá. Það sem við höfúm oft gert er að nota hjálparsveitimar þannig að við höfúm gert keppnina örugga, en þó stundum svínað fyrir hom, og við erum ekki með Vökubíla til að hirða upp bílhræ o.s.frv., sem er skylda hjá keppnis- stjómum erlendis sem ber að hreinsa brautina eftir sig. Við segjum að þetta sé bara á ábyrgð keppenda.“ Gullpottur „Evrópukeppnin er nú að breytast úr mörgum smáum keppnum út um alla Evrópu í nokkrar stórar keppnir, áætlað 5 keppnir, og búið mál. Eina leiðin fyrir okkur að ná í einhveija af toppökumönnunum hingað er að geta keypt þá! Árið 1994 bauðst okkur að fá mann sem heitir Ari Vatanen hingað til lands en kostnaðurinn var nokkuð fráhrindandi: 20 þúsund dollarar fyrir ökumanninn og hans aksturspening. Auk þess gerði hann þá kröfu að vera á bíl af því kalíberi að það hefði kost- að um 10 milljónir með þjónustuliði og öllu. Þetta er mjög dýrt og spumingin er hvemig við eigum að gera það. Ein- faldasta leiðin er kannski sú að segja: „Hér er stór pottur fyrir þá sem ætla að koma til íslands, sá sem vinnur fær þennan pott.“ Við höfúm átt í vandræðum meö kynningu á þessu ralli erlendis og kynningu á því að það sé bara yfirleitt mótorsport á íslandi að einhveiju öðm leyti heldur en torfærunni sem er þekkt úr sjónvarpinu erlendis. 50&-1000 manna sirkus „Við höfum gert töluvert að því að fara utan og reyna að kynna þetta rall. Þessi mótorsportsirkus er eldíert aga- lega stór heimur. Ef maður fer á keppni sem er hluti af heimsmeistara- keppni sér maður toppliðin og toppað- ilana og þetta er svona 500 til 1000 manna sirkus sem flakkar á milli landa. í innanlandsmótum í Bretlandi og fleiri stöðum er kannski keppnis- stjórinn á einum stað aðstoðarökumað- ur í annarri keppni, tengiliður kepp- enda í þriðju keppninni og svo eitt- hvað enn annað annars staðar þannig að fólk sem er í þessu flakkar mikið. Þetta er sami sirkusinn þannig að um leið og maður er kominn inn í þettan hóp getur maður gert miklu meira. Þá getur maður talað við fólk. Það er tal- að við mann og komið fram við mann sem jafhingja." Verðum að koma íslend- ingum út „Við þurfum nauðsynlega, ef við ætlum að halda þessu áfram og auka veg rallsins á Islandi, að koma ein- hverjum keppendum út. Það kostar 15, 20 til 30 milljónir að halda úti keppn- isliði í Bretlandi á aimennilegum bfi til þess að vera með og láta nafn sitt skína Það má náttúrlega gera þetta dýrara eða ódýrara. Fólk gerir þetta bara ekki. Það er mátulega stórt fyrirtæki á íslandi sem veltir 20 til 30 milljónum þó það sé ekki bara til að fá útrás fyr- ir bíladellu og fara utan. En það væri voðalega þægilegt íyrir þá sem em að- standendur þessa alþjóðlega ralls héma á íslandi að hafa íslenska kepp- endur í ralli erlendis, það veitir okkur svo gífurlega mikið. Bara þessar tvær áhafnir sem fóm utan í íyrra, þeir Sig- hvatur Sigurðsson og Úlfar Eysteins- son annars vegar, sem tóku þátt í svona jeppatorfæmakstri, og síðan Rúnar og Jón sem fóra utan og kepptu í einu ralli síðastliðið haust, þetta hef- ur orsakað miklu meira umtal og miklu fleiri spumingar til keppnis- stjómar okkar heldur en við hefðum nokkum tima getað trúað.“ -ÁS 23* SÍ3 \ • r c 11 «• r BILALAKK Sportbílalakk á alla bíla , ISLAKK sérverslun með bílalakk Hjá Jobba Skeifan 17 Fljót og góð þjónusta með úrvals efnum. Við kappkostum að vanda vinnuna og skila þér bílnum spegilgljáandi. Opið 9-18 mánud. -föstud., laugard. 10-15.30 Pantanir í síma 568 0230 MEWAPHOF aðeins 89.000 krónur! Næsta námskeiðið hefst 24. ágúst Vegna frábærra undirtekta á síðustu námskeiðum og mikilla fyrirspurna bjóðum við aftur námskeið til aukinna ökuréttinda á frábæru verði! Leigubifreiðar, vörubifreiðar og hópferóabifreiðar. IÖKUSKÚLI Skráning í símum 581 1919,892 4l24og89838IO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.