Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Fréttir Hugmyndir landbúnaðarráðherra um lægri skatta á landsbyggðinni: Sveitaskattur Guðna ekki á borð ríkisstjórnar „Ég trúi á þessa leið. Ég trúi því að lægri skattar á landsþyggðinni dragi fólk þangað og verði til þess að stöðva fólksflóttann til höfuð- borgarsvæðisins," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðaráðherra um þingsályktunartillögu sem hann flutti á síðasta þingi og fjall- aði um jöfnun lífskjara og að- stöðumunar á landsbyggðinni. í tillögunni er gert ráð fyrir veru- legum skattaívilnunum handa þeim sem búa á landsbyggðinni. „Ég mun hins vegar ekki fara með þessa tillögu inn á borð ríkisstjórnar og gera kröfu um að hún verði gerð að stjórnarfrum- varpi. Ég fer ekki með byggðamál en mun að sjálfsögðu halda þessum Guðni Ágústsson. sjónarmiðum á lofti í allri umræðu um þau mál, bæði innan ríkisstjórnar og á þingi,“ sagði Guðni og ít- rekaði þá skoðun sína og trú að skattaafsláttur á landsbyggðinni væri sterkasta vopnið í barátt- unni gegn fólksflótta til Reykjavíkur. Meðflutningsmenn Guðna að fyrrgremdri þingsályktunartil- lögu voru framsóknarmennimir Kristinn H. Gunnarsson, ísólfur Gylfl Pálmason og Hjálmar Ámason. í tillögunni var meðal annars gert ráð fyrir 150 þúsund króna persónu- afslætti til íbúa ákveðinna land- svæða til viðbótar þeim sem fyrir er og að foreldar framhaldsskólanema á landsbyggðinni fái að nýta persónu- afslátt bama sinna. -EIR Svalir í björtu báli á Bárugötu Litlu munaði að eldur kæmist í þak íbúðarhúss við Bárugötu 7 um kvöld- matarleyti í gær þegar verið var að grilla úti á svölum í góða veðrinu. Stóðu svalimar og það sem á þeim var í björtu báli þegar slökkvilið kom á vettvang. Þar sem slökkviliðsmenn vora snöggir á vettvang með búnað sinn tókst að slökkva áður en verr fór. Talið er að gasleki sé orsök brunans. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins era al- gengustu brunamir af þessu tagi vegna gasleka. Síðan gerist það gjaman að fólk kemst ekki í að skrúfa fyrir kútinn. Varðstjórinn sagði mikilvægt að reyna að staðsefja grillin sem fjærst eldmat ef kviknar í og reyna síðan eftir mætti, það er ef nokkur kostur er og slökkvOið kemst ekki strax, t.d. í sumarbústaða- landi, að skrúfa fyrir gaskútinn. -Ótt Brotist inn í 3 hús Brotist var inn í þrjú íbúðarhús í Reykjavík í gær og þaðan stolið verðmætum. Lögreglunni var til- kynnt um innbrotin síðdegis um það leyti þegar fólk var að koma heim úr vinnu. Einn maður hefur verið handtekinn vegna eins inn- brotsins og er í haldi lögreglu. Hjálmlaus hlaut höfuöáverka Ungur drengur slasaðist á höfði þegar hann hjólaði þvert á bíl sem ekið var eftir Álfhólsvegi í Kópavogi í gærkvöld. Drengurinn kastaðist í götuna. Hann var ekki með hjáim og hlaut höfuðmeiðsl. Hann missti meðvitund en rankaði fljótlega við sér. Hann liggur á sjúkrahúsi en er ekki lífshættulega slasaður. DV-mynd S Nýr leikskóli í Garði DV, Suðurnesjum: Nýr rúmlega þrjú hundruð fermetra leik- skóli hefur verið tekinn í notkun í Garðinum. Skól- inn rúmar 44 böm í tveimur bekkjardeildum og bætir úr brýnni þörf á leikskólaplássi. Byggingin hófst í nóvember á síðasta ári en það var Húsagerðin hf. í Reykjanes- bæ sem var verktaki að húsinu. Nýr, glæsilegur leikskóll hefur verið tekinn í notkun í Garði. Fjölmenni var við vígslu skólans sl. sunnudag. DV-mynd Arnheiður Við vígsluna síðastliðinn sunnudag flutti m.a. séra Bjöm Sveinn Björns- son blessunar- orð og Jón Hjálmarsson, formaður bygg- ingamefhdar, rakti byggingar- söguna. 1 byggingar- nefnd hússins voru, auk Jóns, Einvarður Al- bertsson og Maria Anna Eiríksdóttir. -AG Hafnfiröingur fann leið aö sumarvinningum Coca-Cola: Lýsti með vasaljósi í gegnum tappana „Ég komst að þessum leyndar- dómi fyrir slysni og algera tilviljun. Ég var með lítið vasaljós heima við sem ég tyllti sem snöggvast ofan á kókflösku og þar með var ráðgátan leyst. Geislinn fór í gegnum tapp- ann og merkið á tappabotninum speglaðist í yfirborði kóksins," sagði Sighvatur Adam Sighvatsson, bensínafgreiðslumaður í Hafnar- firði, um uppgötvun sína sem vakti kurr í höfuðstöðvum Vifilfells í Reykjavík þegar fréttist aö búið væri að finna leið að vinningunum i sumarleik fyrirtækisins. „Ég hafði samband við þá hjá Kók og þeir þökkuðu mér fyrir en sögð- ust reyndar hafa frétt af öðru slíku tilviki í Bandaríkjunum. Þar hefði maður lýst í gegnum kóktappana með infrarauðu ljósi og þannig séð sumarvinningana," sagði Sighvatur sem er 29 ára og neitaði því að- spurður að hafa notfært sér þessa þekkingu til að leita vinninga í kók- flöskum í kjörbúðum. „Ég hefði get- að gert það en samviska mín bauð mér annað.“ Sumarleik Coca-Cola er aö ljúka en vinningar verða greiddir út á meðan birgðir af sumarflöskunum endast í verslunum. -EIR Vasaljós og kókfiaska - allt sem til þarf í sumarleiknum Stuttar fréttir Jákvæð athygli Sr. Bolla Gústavssyni vígslu- biskupi á Hól- um fmnst vænt um að jákvæð athygli skuli beinast að Hóla- hátíð, kirkjuleg- um höfuðstað Norðurlands. Dagur segir frá. Siv í Færeyjum Siv Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra og ráðherra norræns samstarfs, er í Færeyjum. Hún hittir Högna Hoydal, starfsbróður sinn, í dag og fleiri færeyska stjórnmálamenn. Boðin íbúð Félagsþjónusta Reykjavíkur hefur boðið íbúa í fjölbýlishúsi að flytja tímabundið úr eigin íbúð í íbúð í eigu Félagsbústaða. Þetta er gert vegna deilna íbúðareig- andans við nágranna sinn, leigu- taka hjá Félagsbústöðum. Þrælabúðir Signý Jóhannesdóttir, formað- ur Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, likir starfsaðstöðu og vinnuumhverfi starfsfólks Þor móðs ramma-Sæbergs við þræla- búðir fremur en fyrirtæki við upphaf nýrrar aldar. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins mót- mælir þessari lýsingu. Dagur sagði frá. Tíminn kemur Vilhjálmur Ingi Ámason, fyrr- um burtrekinn úr framkvæmda- stjóm Neytenda- samtakanna, tekur i Degi und- ir gagnrýni JónsMagnúson- ar á Jóhannes Gunnarsson for- mann og segist hafa vitað að hans tími myndi koma. Ungliðar þrefa Á stjórnarfundi SUS í fyrra- kvöld urðu átök um fulltrúalista á þing SUS um helgina. Deilt var um 50 manns sem skipt hafa um lögheimili síðustu daga. Dagur segir málið óútkljáð. Vilja aukaflokksþing Umhverfisverndarsinnar innan Framsóknarflokksins hyggjast fara fram á aukaflokksþing vegna sinnaskipta Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um umhverf- ismat á Fljótsdalsvirkjun. Siv studdi tillögu um mat á flokks- þinginu í október sl. en er á móti því eftir að vera orðin umhverfis- ráðherra. RÚV sagði frá. Tilraunaverksmiðja Bandarískt fyrirtæki ætlar að reisa tilraunaverksmiðju á Reykjanesi þar sem búið verður til kísilduft úr Hekluvikri. RÚV greindi frá. Hópreið aldarinnar Þann 28. ágúst næstkomandi ætla Skagfirðingar að standa fyr- ir hópreið og skemmtun á Vind- heimamelum. Ákveðið hefur ver- ið að kalla uppákomuna brennu- reið og töðugjöld. Markmiöið hjá aðstandendum samkomunnar er að mynda stærstu hópreið aldar- innar á íslandi. Atkvæði um flugvöll Ámi Þór Sigurðsson, aðstoðar- maður borgar- stjóra, segir að borgaryfirvöld íhugi nú að halda atkvæða- greiðslu meðal borgarbúa um hvernig þeir vilji nýta Vatnsmýrar- svæðið. Hann sagði koma til greina að Reykjavíkurflugvöllur fari þaðan. RÚV greindi frá. Hætta rekstrinum Mýrdælingur ehf. hefur ákveð- ið að hætta rekstri hjólabátanna tveggja sem siglt hafa með ferða- menn í skoðunarferðir að Reynis- dröngum undanfarin tíu ár. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.