Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Viðskipti Þetta helst: .. «Nýtt met á VÞÍ: Aldrei meiri hlutabréfaviðskipti, 671 m.kr. ... Alls voru viðskipti VÞÍ 1.143 m.kr. ... Mest viðskipti með Samherja, 146 m.kr. ... Marel, 116 m.kr. ... Eimskip, 80 m.kr. og 5,2% hækkun ... Úrvalsvísitala hækkaði um 0,61% og er nú 1.296,4 ... Síldarvinnslan lækkaði um 9% *.. 225 milljóna hagnaður hjá Marel: Mikil viðskipti og gengishækkanir Óhætt er að segja að milliuppgjörið sem Marel hf. sendi frá sér í fyrradag hafi komið mönnum á óvart. Hagnað- Milliuppgjör Kaupþings hf.: Aukning hagn- aðar 46,2% Rekstur Kaupþings hf gekk vel á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnað- ur félagsins nam 209 milljónum króna, að írádregnum 100 miiljónum króna í reiknaðan tekjuskatt. Þetta samsvarar 46,2% hagnaðaraukningu frá sama tíma á fyrra ári er hagnaður eftir skatta nam 143 miiljónum króna. Arðsemi eig- in fjár Kaupþings nam 41,8% saman- borið við 46% allt árið í fyrra. Eigið fé Kaupþings 30. júní nam 1,2 mihjörðum króna en var 1 millj- arður króna í árs- lok 1998. Afkomu- horfur á síðari hluta ársins eru góðar að mati stjómenda fyrirtækisins. Hreinar rekstrartekjur samstæðunn- ar námu 852 milljónum króna saman- borið við 619 miiljónir á sama tíma í fyrra en það er 37,6% aukning. Vegna aukinna umsvifa, verulegrar fjölgunar starfsmanna og áframhaldandi upp- byggingar tölvu- og upplýsingakerfis jukust rekstrargjöld einnig verulega og námu þau 542 milljónum króna saman- borið við 402 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins 1998, en það er 34,8% aukning. Niðurstöðutala efnahags- reiknings félagsins var 17,2 mitljarðar króna 30. júní en var 19,4 miljarðar í lok árs 1998 sem samsvarar 11,3% lækkun. Á sama tíma jókst eigið fé Kaupþings um 20% eins og fram kemur hér að ofan. -bmg Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings hf. ur félagsins þessa fyrstu sex mánuði ársins 1999 var 225 milljónir króna og hefur ekki orðið áður meiri í sögu fyrirtækisins. Þessi hagnaður er mun meiri en spár fjármálafyrirtækja gerðu ráð fyrir. Á sama tíma árið 1998 var tap sem nam 77 milljónum króna. Viðbrögð hlutabréfamarkaðar- ins létu svo sannarlega ekki á sér standa og samtals voru viðskipti með bréf félagsins 245 milljónir síðustu tvo daga. Gengishækkunun bréfanna á sama tíma er um 27% sem teljast verður mjög gott. Síðustu 30 daga hef- ur gengi bréfanna hækkað um 41% Átak starfsmanna Þennan stórbætta árangur má rekja til samstillts átaks starfs- manna fyrirtækjanna sem skilaði sér í aukinni sölu á framleiðsluvör- um samstæðunnar, aukinnar fram- leiðslu og framleiöni. Þá hafa fjár- festingar í fiskvinnslu aukist eftir samdrátt á síðastliðnu ári. Á tíma- bilinu voru rekstrartekjur Marels 2.765 milljónir króna, samanborið við 1.732 milljónir króna á sama Gengisþróun Marels frá áramótum 35 6.1.1999 -------------------► 18.8.1999 __________________________ pra tíma í fyrra. Þær hafa því aukist um rúman milljarð, eða um 60%. Hins vegar hækkuðu rekstrargjöld að- eins um 37%. Þetta er því stórgóður árangur og ljóst að ef félaginu tekst að halda þessari miklu framleiðni- aukningu eru bréf í Marel góður fjárfestingarkostur þrátt fyrir þessa miklu gengis- hækkun í gær og í fyrradag. Horfur eru góð- ar Að mati stjórnenda fyrirtækis- ins er horf- ur í rekstri Marels á síðari hiuta ársins 1999 góðar. Eftir besta fyrri árshelming í sögu Mar- el-samstæðunnar er verkefnastaðan góð í upphafi þess síðari. í lok júní 1999 var reikningsfærð vörusala og fyrirliggjandi pantanir meiri en vöru- sala allt árið í fyrra og því gefur góð verkefnastaða góð fyrirheit um vöxt á seinni hluta ársins. -bmg Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Heildarhagnaður tvöfaldast frá fyrra ári Heildarhagnaður Eignarhaldsfé- lagsins Alþýðubankinn hf. á fyrstu sex mánuðum ársins er 132,7 millj- ónir króna í samanburði við 66,2 milljónir króna sama tímabil árið áður. Þessi heildarhagnaður skipt- ist í 203,2 milljóna króna innleystan hagnað á árinu og 70,5 milljóna króna lækkun á óinnleystum hagn- aði sem stafar af sölu hlutabréfa í íslandsbanka. Hreinar jjármunatekjur hækk- uðu verulega m.v. sama timabil á síðasta ári og voru 297,5 milljónir króna í stað 89,3 milljóna króna á sama tímabili árið áður. Hreinar Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmda- stjóri Eignarhalds- félagsins. tekjur af skulda- bréfaeign námu 87,1 milljón króna, saman- borið við 55,3 milljónir árið áður og hreinar tekjur af hluta- bréfaeign námu 210,3 milljónum króna, saman- borið við 34,1 milljón króna árið áður. Rekstrarkostnaður nam 18,1 milljón króna á árinu í stað 16,7 milljóna króna árið áður. Afkoma félagsins á tímabilinu endurspeglar hagstæða þróun skráðra hlutabréfa og aukins vaxta- munar af skuldabréfaumsýslu fé- lagsins, ásamt innlausn söluhagnað- ar vegna sölu Vöruveltunnar hf. á fyrri hluta ársins. Á undanfömum vikum hefur markaðsvirði hluta- bréfa í eigu félagsins farið hækk- andi og jafnframt hefur félagið inn- leyst verulegan söluhagnað vegna sölu á hlutabréfum í Lýsi hf. og Hugi forritaþróun hf. Því má gera ráð fyrir því að afkoma félagsins á síðari hluta ársins verði enn betri en á fyrri hluta þess. -bmg Markaður með fyrirtækjaskuldabréf óskilvirkur - velta á skuldabréfamarkaði dregst saman álag á bréf nokkurra fyrirtækja og banka kemur í ljós að álag á viðkom- andi bréf er óstöðugt og ósam- ræmi er í álagsmun á mismun- andi félög- um. Velta með spariskírteini m.kr. Færst hefur í vöxt að stærri fyrir- tæki afli sér lánsfjármagns beint af markaði með því að gefa út skulda- bréf. Hins vegar hefur eftirmarkaður með þessi bréf verið fremur daufur, viðskiptamagn lítið og verðmyndun þar með óskilvirk. Þetta kemur fram í Morgunpunktum Kaupþings fyrir skömmu. Það álag sem leggst ofan á ríkisskuldabréf er vegna þeirrar áhættu að viðkomandi fyrirtæki geti ekki mætt skuldbindingum sínum á láninu og áhættunnar sem felst í því að geta ekki innleyst bréfið á markaði yfir gildistíma þess. Að mati Kaup- þings mætti ætla að álag fyrirtækja- skuldabréfa væri nokkuð stöðugt yfir tíma og að álagsmunur milli félaga skapaðist af sömu áhættuþáttum og á ríkisskuldabréfum. Þegar skoðað er Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Stopul viðskipti og lítil velta Ástæðan fyrir þessari óskilvirkni er talin vera sú að viðskiptin með skuldabréfin eru mjög stopul og lítil velta á markaðnum. Að mati Kaup- þings ættu fjárfestar á skuldabréfa- markaði að bera saman þá kosti sem í boði eru og hvort ávöxtunarkrafa sem gerð er á viðkomandi bréf sé raunhæf. Eðlilegt er vegna lítillar veltu að álag ofan á ríkisskuldabréf sé nokkurt, einkum vegna erfiðleika fjárfesta við að innleysa skuldabréfin á gildistíma þeirra. Velta minnkar á skuldabréfa- markaði Frá því í september í fyrra hefur velta með langtímaskuldabréf minnk- að stórlega. Þetta kom fram i Mark- aðsyfirliti Landsbankans í gær. Þessi markaður, sem til skamms tíma var burðarásinn á íslenskum verðbréfa- markaði, hefur farið mjög halloka og að mati sérfræðinga Landsbankans er ljóst að núverandi lausafjárreglur ráða þar mestu um. Samkvæmt þeim er fjárfesting fjármálastofnana í ríkis- tryggðum skuldabréfum lögð að jöfnu við almenn útlán sem hamlar mjög möguleikum þeirra til að mynda markað með skuldabréf. Greinilegust eru áhrifin á markað með spariskír- teini þar sem veltan er næstum horf- in. Mun minni velta hefur gert það að verkum að verðmyndun á skulda- bréfamarkaði er afar óvirk og sam- hliða minnkandi veltu hefur bil kaup- og sölutilboða aukist. Spariskirteini, sem áður mynduðu grunninn að verð- lagningu annarra skuldabréfa, t.d. fyrirtækjaskuldabréfa, eru nú ónot- hæf sem verðmiðun. Minni velta eyk- ur líka seljanleikaáhættu fjárfesta sem dregur úr trúverðuleika og áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum verðbréfamarkaði. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, hafnaði þessari gagnrýni í samtali við Viðskiptablað- ið í gær. Hann sagði ástæðuna frekar vera lítil útgáfa ríkissjóðs á skulda- bréfum. Þá bætti hann því við að lausafjárreglurnar vernduðu meiri hagsmuni en minni og að ekki hefði verið hjá því komist að gripa til að- gerða. -bmg Mikil viðskipti Mjög mikil viðskipti hafa verið á VÞÍ undanfarna daga. Svo virð- ist sem góð milliuppgjör hafi kveikt neistann. Síðustu tvo daga hafa hlutabréfaviðskipti verið um 1.100 milljónir og Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,6% í fyrradag og 0,54% í gær. Frekari bensínhækkanir Allt bendir til þess að bensín muni enn hækka Ástæðan er sú að bensínverð á Rotterdammarkaði hefur hækkað síðan í júlí. Bensín hefur þegar hækkað um 17% á árinu. Búist er við að breytingin nú verði ekki nema 50 tÚ 70 aurar þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar. Atvinnuleysi í lágmarki í fyrradag sendi Vinnumála- stofhun frá sér yfirlit um atvinnu- ástand á íslandi. Þar kom fram að atvinnuleysi á landinu mælist nú aðeins 1,7% sem er það minnsta síðan á 9. áratugnum. Nánar verð- ur fjallað um ástand á vinnu- markaði í blaðinu á morgun. 33 milljóna hagnaður In- foStream Hagnaður hugbúnaðarfyrirtæk- isins InfoStream ASA var 22,4 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta var 35,4 milljónir króna. Verulegur viðsnúningur hefur orðið í rekstri InfoStream frá sama tímabili í fyrra en þá var 48 milljóna króna tap af fyrirtæk- inu. Jenið í hámarki Gengi japanska jensins hefur hækkað mikið að undanförnu. í gær var gengi jensins á móti krónu 0,6476 og hefur hækkað um meira en 6,3% frá áramótum. Þessi þróun er hagstæð fiskútflytj- endum til Japans og óhagstæð þeim sem flytja inn japanskar vörur. Tveir milljarðar á morgun Forsvarsmenn Orca-hópsins ætla að greiða tvo milljarða á morgun fyrir þau bréf sem þeir keyptu í Fjárfestingafbanka at- vinnulífsins. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu í gær. Hópurinn samanstendur af fjórum aðilum og þarf því hver aö greiða sem svara hálfum milljarði. Afgangur- inn, um þrír milljarðar, verður fjármagnaður með langtímalán- um. Ástralir einkavæða símann Meira en 1,8 milljónir Ástrala hafa skráð sig fyrir hlut i Telstra sem er stærsta símafélag í Ástral- íu og í eigu ríkisins. Þar er stefna stjómarinnar að hraða einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja, efla hluta- bréfamarkað og um leiö að afla tekna. Áætlaðar tekjur ríkisins af einkavæðingunni eru um 760 milljarðar íslenskra króna. Mikill vöxtur á Nýja-Sjálandi Endurskoðuð hagvaxtarspá fyr- ir Nýja-Sjáland gerir ráð fýrir að hagvöxtur á ári veröi um 3,5 til 4% næstu þrjú árin. Don Brash, seðla- bankastjóri þar í landi, sagði að þar þyrfti að auka nokkuð peninga- magn í umferð síðar á árinu til að styðja við þennan vöxt. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.