Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 7 Fréttir Samtök um betri byggö vegna flugvallarmálsins: Miklu harðari átök -og „Þær framkvæmdir sem fyrirhug- aðar eru við Reykjavíkurflugvöll hafa engin áhrif á hvenær lokanið- urstaða næst. Þetta gerir ferlið ein- ungis öðruvísi. Það þarf miklu harð- ari átök og þau munu verða.“ Þetta sagði Öm Sigurðsson, einn stjórnarmanna í Samtökum um betri byggð, að afloknum stjórnar- fundi samtakanna í gær. Á fundin- um var fjallað þá ákvörðun að veita 1,5 milljarð króna í uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Örn sagði að hagsmunirnir „hin- um megin“ væm gífurlegir og þeir yrðu gerðir öllum Ijósir. Spumingin væri nú að flytja flugvöllinn í burtu eða að flytja höfuðborgina í burtu. Reykjavík væri að glata sínu tilkalli stór undirskriftasöfnun hverfasamtaka í bígerð Örn Sigurðsson. til að vera höfuðborg. Allt frum- kvæði væri horfið. Borgin gæti ekki tekist á við neina framtíðarþróun. Spyrja mætti hvernig ætti að byggja upp glæsilegan tölvuiðnað á næstu öld. Hann fengi örugglega ekki stað í Reykjavík. „Reykjavík verður aðeins jaðar- svæði með flugvöll. Önnur sveitar- félög á svæðinu taka við hlutverki hennar. Þessa ákvörðun er verið að taka þessa dagana í borginni. Nú eram við að takast á við lang- tímavanda þannig að þetta kemur okkur ekkert á óvart. En rangar ákvarðanir, hver á eftir annarri, gera svona mál miklu flóknari. í kjölfar ákvaröanarinnar um endur- bætur á flugveUinum kemur önnur ákvörðun sem samgönguráðherra talaði um strax í fyrradag. Hún var þess efnis að byggja þyrfti nýja flug- stöð og raunar nýja samgöngumið- stöð. Þannig er hann farinn að hlut- ast tU um grundvaUarskipulag borg- arinnar. Það væri rétt að spyrja hvort Ingibjörg Sólrún ætti ekki að flýta sér heim úr sumarfríi.“ Öm sagði að stjórn samtakanna hefði hug á að ræða við borgarstjóra um möguleika á almennri atkvæða- greiðslu Reykvíkinga um flugvöU- inn. Hann sagði jafnframt að í und- irbúningi væri mikU undirskrifta- söfnun í hverfasamtökum í Reykja- vík. Samtökin betri byggð stæðu ekki að þeirri stöfnun, en styddu hana að sjálfsögðu. -JSS Eyjabakkasvæðið undir vatn: Bætur í lækk- uðu orkuverði - segir oddviti Fljótsdalshrepps „Mér þætti ekkert óeðlilegt að horft yrði til þess hvemig við getum byggt upp atvinnustarfsemi á þessu svæði. Bæturnar gætu einnig verið í því formi að fólki yrði gerð búsetan léttari. Mér þætti best ef það yrði gert í lækkuðu orkuverði." Þetta sagði Jóhann Þórhallsson, oddviti í Brekkugerði i Fljótsdals- hreppi, aðspurður um um hugsanleg- ar bætur Landsvirkjunar til sveitarfé- lagsins vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda á Eyjabakkasvæðinu. Jóhann sagðist telja mikinn skaða af því ef Eyjabakkar færa undir vatn. Svæðið væri afréttur Fijóts- dalshrepps. Auk þess væri náttúru- fegurð þar mikU og stór liður í upp- byggingu á þeirri ferðaþjónustu sem verið væri að byggja upp á svæðinu. „Hvað varðar bætur hljótum við að horfa tU þess sem gerst hefur annars staðar á landinu," sagði Jó- hann. Hann vísaði einnig til staðar- dagskrár 21, þ.e. tUtekinnar grein- ar alþjóðlegra samninga um nýt- ingu auðlinda og sjálfbæra þróun. Hugmyndafræðin þar væri sú að þeir sem eru næstir auðlindunum njóti þeirra á einhvern hátt. Þetta sé í rauninni það sama og græn ferðaþjónusta gangi út á. Aðspurður um það hvort ekki væri brýnt fyrir sveitarfélagið að tryggja stöðu sína í tíma sagði Jó- hann að menn væm „vakandi". Hann byggist við því að viðræður færa að sigla af stað ef málið héldi áfram í sama farvegi og verið hefði. -JSS Mikið af ferða- mönnum í sumar DV, Stöðvarfiröi: Mikið hefur verið af ferðamönn- um á Stöðvarfírði í sumar og hefur tjaldstæðið verið mikið notað. Ferðafólk hefur notið sumarblíð- unnar sem verið hefur megnið af sumrinu og skoðar það ýmislegt og kemur m.a. gjarnan við í steina- safni-Petru Sveinsdóttur. Þar getur að líta mikið af fágæt- um steinum sem Petra hefur safnað síðustu áratugina. Að hennar sögn hafa mun fleiri sótt safnið heim en t.d. í fyrra en þá munu hafa komið milli tíu og-ellefu þúsund manns í safnið. Bæði koma margar rútur á hverj- um degi og svo fólk sem ferðast á eigin vegum. Hefur verið veruleg fjölgun í sumar á ferðamönnum frá Japan og Italíu en Petra, sem og fleiri fjarðarbúar, vildi gjaman sjá þjóðveg númer 1 um firðina. Það myndi fjölga ferðamönnum vera- lega í fjaröabyggðunum en þeir fara annars um Breiðdalsheiði og sleppa fjörðunum úr. Þó munar þar aðeins um átján kílómetrum sem er vega- lengdin frá Breiðdalsvík og til Stöðvarfjarðar en á móti kemur að vegurinn um firðina er á bundnu slitlagi til EgOsstaða ef undan eru skildir um tuttugu kilómetrar. Alls er leiðin er um eitt hundrað og þrjá- tíu kílómetrar. -GH Haustboðinn í Hveragerði - blómstrandi dagar í annað sinn á árinu DV, Hveragerði: Blómstrandi dagar eru haldnir tvisvar á sumri í Hveragerði, í júní og í ágúst. Mörgum finnst þetta vera nokkurs konar endir á sumrinu en a.m.k. undanfarin ár hafa veðurguð- ir sýnt okkur Hvergerðingum ein- dæma góðmennsku þessa daga. Á blómstrandi dögum, 12. til 15. ágúst sl., var ýmislegt til skemmtunar en hápunktinum var náð með dagskrá, brennu og brekkusöng í Lystigarð- inum á laugardagskvöldið. I yndis- legu veðri ávarpaði m.a. nýráðinn bæjarstjóri Hveragerðis, Hálfdán Kristjánsson, þann fjölda manns, sem saman var kominn. Síðan kveikti hann í bálkestinum við mik- inn fögnuð gestanna. Þama mátti sjá fólk á' öllum aldri,og mikið var um að fólk væri með börn í kerram og jafnvel ung- börn í bamavögnum langt fram eft- ir kvöldi. Allir sem vettlingi gátu vald- ið.sungu, trölluðu og rera sér með þingmanninum okkar, Áma John- sen, þegar hann spilaði og söng. Óvænti gesturinn að þessu sinni var Laddi og var stemningin með eindæmum góð allt kvöldið. -eh Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra heldur hér á gæs í sárum á ferð sinni um Eyjabakkasvæðið fyrr í vikunni. Oddviti Fljótsdalshrepps vill lægra raforkuverð í bætur frá Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda á Eyjabakkasvæðinu. DV-mynd GVA íslenski rúnturinn með augum rúnt-sérí E1 Grillo: Þrír vilja verkið Stýrihópurinn sem vinnur að því að olíulekinn í birgðaskipinu E1 Grillo verði stöðvaður er nú í við- ræðum við þá sem gert hafa verð- tilboð í verkið. Þeir eru þrír tals- ins, tveir kafarar og fyrirtæki sem fæst reyndar við köfun samhliða. Sex milljónum verður varið til þess verks, samkvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar. „Við ræðum við alla tilboðsgjaf- ana til að ganga úr skugga um að allir séu að tala um sömu hlutina," sagði Davíð Egilsson deildarstjóri hjá Hollustuvemd, sem sæti á í stýrihópnum. Aðrir í honum eru Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverflsráðherra, og Kristján Þ. Jónsson frá Landhelgis- gæslunni. Davíð sagði að töluverður mun- ur væri á verðhugmyndum þre- menninganna. Stefnt væri að því að ljúka viðræðum við þá fyrir helgi. Síðan væri fyrirhugað að fara í verkið eigi síðar en 15. sept- ember. Gert væri ráð fyrir að það tæki um það bil viku. -JSS U.S. INTERIMATIOIMAL Bráðvantar fólk 1000-2000 $, hlutastarf 2500-5000 $,fullt starf Þjálfun og frítt flug til Los Angeles. Viðtalspantanir í síma 698 4200 og 898 9995. Netfang: iris@mmedia.is Útleíga á alls konar leíktiækjum í bamaafmæli - götupartí - ættarmót o.fl. Herkúles Sími 568-2644 GSM 891-9344 Ueí9 ö«J falleg og sterk samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 557 7887 , Jk* s tif&miinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.