Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki víðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Garður er granna sættir Spakmæli eru sem aldagamall reynslubrunnur oft gagnlegri leiðarljós en kennisetningar nútímans. Dæmi um slíkt er friðarviðleitni Vesturlanda á Balkanskaga, sem hefur að leiðarljósi þá fáránlegu kenningu, að rétt sé að kenna hatursmönnum að lifa saman í friði. Þessi vonlausa viðleitni hófst í Bosníu fyrir nokkrum árum og verður nú endurtekin í Kosovo, þótt menn hefðu átt að læra af reynslunni frá Bosníu. Vandræðin stafa einkum af Bandaríkjunum, þar sem menn telja suðupott þjóða vera efsta tilverustig mannsins. Deila má um, hvort tekizt hafi að bræða saman þjóðir í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti hefur fólk af afrísk- um og rómönskum uppruna ekki lagazt að neinu meðal- tali, sem kalla mætti bandarískt. Vandamál fjölþjóðarík- isins hafa engan veginn verið leyst þar vestra. Frá Bandaríkjunum kemur kenningin um, að inn- prenta beri þjóðum Balkanskaga að lifa saman í friði. Sú kenning hefur leitt til óraunhæfra aðferða Vesturlanda við að halda þar uppi friði og efla velsæld. Nær hefði ver- ið að leita leiðsagnar í aldagömlum spakmælum. Garður er granna sættir segir eitt spakmælið. Ein- faldasta og ódýrasta leiðin til að halda frið milli ná- granna er að reisa girðingu milli þeirra, svo að ljóst sé, hvað sé hvers. Flóknasta og dýrasta leiðin er hins vegar að þvinga fólk inn í sameiginlega girðingu. Einfaldasta og ódýrasta aðgerðin til eflingar friði á Balkanskaga er að reisa girðingu umhverfis Serbíu, þar sem alls engir nema Serbar séu öðrum megin og alls eng- ir Serbar séu hinum megin. Vesturlönd gætu þá tekið að sér að vakta eina girðingu í stað stórra svæða. Eini vandinn við girðinguna er að finna, hvorum meg- in Svartfjallaland og Vojvodina eigi að lenda. Ljóst er, að Kosovo öll ætti að vera vestan hennar og að Bosníu ætti að skipta eftir einfaldaðri útgáfu af núverandi markalínu milli svæða Serba og svæða annarra þjóða. Hermenn, löggæzlumenn, erindrekar og hjálparstarfs- menn af Vesturlöndum eru á þönum um stór svæði í ár- angurslausri friðar- og uppbyggingarviðleitni. Glæpafor- ingjar heimamanna taka ekki mark á tilskipunum að vestan og stela mestallri fjárhagsaðstoðinni. Sem dæmi um árangursleysi löggæzlunnar má nefna, að verst ræmdu stríðsglæpamenn Bosníu, þeir Radovan Karadzic og Radko Mladic, ganga enn lausir og fara allra sinna ferða. Ekki hefur heldur tekizt að hindra Albana í að hefna harma sinna á Serbum í Kosovo. Tekið hefur verið saman, hversu miklu af vestrænu hjálparfé hafi verið stolið í Bosníu. Það eru rúmlega 70 milljarðar íslenzkra króna, sem er rosalega mikið fé. Um- svifamestu þjófarnir eru forseti Bosníu, Alija Izet- begovic, og sonur hans, Bakir Izetbegovic. Um spillinguna í Bosníu hefur verið samin 4000 blað- síðna leyniskýrsla, sem komizt hefur í hendur New York Times. Sem lítið dæmi úr henni má nefna, að Vesturveld- in saka borgarstjórann í Sanski Most, Mehmed Alagic, um 358 aðskilda þjófnaði á vestrænu hjálparfé. Ástæðulaust er að sóa peningum til uppbyggingar, ef þeim er meira eða minna stolið. Einfaldara og ódýrara er að láta heimamenn sjálfa ráða því, hvort þeir vilja byggja fyrir eigin rammleik, og takmarka afskipti Vesturlanda við það eitt að stía hatursmönnum í sundur. Við balkanskar aðstæður þýðir ekki að segja mönnum að elska hver annan. Nærtækara er að fara eftir spak- mælinu, sem segir, að garður sé granna sættir. Jónas Kristjánsson ,En er það virkilega rétt að ríkisstjórnin vilji sem dreifðasta eignaraðild?" spyr Ögmundur í grein sinni. Ríkisstjórn á móti dreifðri eignaraðild færðist eignarhaldið á mjög fáar hendur. Þannig er markaður- inn einfaldlega. Þetta þekkjum við þar sem lögmál hans eru lát- in ríkja, hvort sem er í fiskveiðistjórn- unarkerfl eða annars staðar. Markaðurinn ieitar í fákeppni. Gegn þessu kann að vera hægt að reisa einhverjar skorður en víðast hvar þar sem slíkt hefur verið reynt hafa þær reynst hald- litlar. Enda skulum við ekki gleyma því að á undanförnum „Til sanns vegar má færa að eignaraðildin hafi verið eins dreifð og mögulega er kostur; eigandinn þjóðin ÖH, 275.277 manns, en það munum við vera nú um stundir. “ Kjallarinn Ögmundur Jónasson form. þingflokks VG Forsætisráðherra hefur áhyggj- ur af því að fjármálastofnanir þjóð- arinnar safnist á fáar hendur og talar i því samþandi um nauðsyn þess að tryggja dreifða eignaraðild þegar bankar og aðrar opinberar eigur eru seldar. Um þetta hefur hann haft stór orð enda má til sanns vegar færa að miklu máli skiptir hverjir stýra þjónustustofn- unum almennings og flármálalífi þjóðarinnar. Nú er sjálfsagt að íhuga hvort og þá með hvaða hætti unnt sé að tryggja með lögum sem dreifðasta eignaraðild þegar almannastofnan- ir eru einkavæddar. Erflðara er og reyndar ógerlegt að búa svo um hnúta að einvörðungu gegnumheil- ir móralistar geti keypt. Bæði yrði sennilega fátt um kaupendur og einnig væru menn famir að daðra ískyggilega við stjórnarhætti ein- ræðisríkja með slíku fyrirkomu- lagi. Ekki væri það þeinlínis í anda frjálslyndis ef menn þyrftu að hafa velþóknunarvottorð ráðamanna upp á vasann til að fá aðgang að viðskiptalífinu. En er það virkilega rétt að ríkisstjómin vilji sem allra dreifðasta eignaraðild? Kann það ef til vill að vega þyngra að henni mislíki hverjir það eru sem nú eru að kaupa? - íhugum þetta ögn. Þær stofnanir sem eru til um- ræðu þessa dagana eru flármála- stofnanir og Landssíminn. Jafnt og þétt bætast svo fleiri á sölulistann. Allar þessar stofnanir hafa verið byggðar upp af almenningi og ver- ið á forræði hans. Til sanns vegar má færa að eignaraðildin hafi ver- ið eins dreifð og mögulega er kost- ur; eigandinn þjóðin öll, 275.277 manns, en það munum við vera nú um stundir. Hvers vegna að fækka eigendum? Með einkavæðingunni og söl- unni mun þessum eigendum snar- fækka og líklegt að með tímanum árum hefur hver lagasetningin rek- ið aðra til að greiða götu mark- aðslögmálanna og takmarka þar með möguleika hins opinbera, það er að segja fulltrúa almennings til afskipta af efnahagslífinu. Út á þetta hafa samningar á borð við EES einnig gengið. Setið yfir ránsfeng Afleiðingar þeirrar einkavæð- ingarstefnu sem rekin hefur verið allan þennan áratug eru nú fyrst að koma skýrt í Ijós. Og óhætt er að segja að marga reki í rogastans. Þjóðin fylgist agndofa með flár- málamönnum, sem komist hafa yfir milljarða króna, bítast um eig- ur þjóðarinnar og yfirráð yflr efna- hagslífinu. Engu líkara er en menn sitji þar yfir ránsfeng. Enda nokkuð til í því að svo sé. Á síðastliðnu vori þegar Alþingi kom saman að loknum kosningum flutti þing- flokkur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs þingsálykt- unartillögu þess efnis að öll frekari áform um einkavæðingu og sölu almannaeigna yrðu stöðvuð þegar i stað. Skipuð yrði þverpóli- tísk nefnd sem færi rækilega í saumana á einkavæðingunni og af- leiðingum hennar. í framhaldinu yrði reynt að ná sam- stöðu um stefnu sem þjónaði hagsmunum almennings en ekki gróðaafla. Þessi til- laga verður endur- flutt í byrjun þings. Vonandi mun hún fá brautargengi því nú er.mál að linni. Það verður að koma í veg fyrir að spekúlantar og brask- arar éti eigur þjóðarinnar upp til agna. Til umhugsunar Ef það er markmið í sjálfu sér að tryggja sem dreifðasta eignaraðild og ef það er markmið í sjálfu sér að tryggja lýðræðislega stjómun yfir fiármálalífi þjóðarinnar og stoð- kerfl atvinnulífs og samfélags sem hér hefur verið byggt upp af þjóð- inni allri og lotið forræði hennar með góðum árangri, hvers vegna er þá verið að rífa þessar eignir sem eru mikilvægar og skila eigendum sínum miklum verðmætum af þeim og koma á fáar hendur? Ögmundur Jónasson Skoðanir annarra Ojafnvægi á bílamarkaði „Ástæðan fyrir þessu ójafnvægi á markaðnum er að mínu mati fyrst og fremst skortur á upplýsingum sem hefur orðið til þess að allir aðilar við kaup og sölu notaðra bíla vita ekki hvort þeir hafa gert „góð“ kaup - í skilningnum að kaupa á „réttu“ verði... Sala notaðra bíla hefur í heild sinni verið rekin með tapi undanfarin ár og bílaumboðin því ekki ánægð með verðið. Niðurstaðan er sú að í mörgum tilfellum eru allir aðilar sem koma að kaupum og sölu þíla óá- nægðir með verðiö vegna ónógra upplýsinga." Bogi Pálsson í Viðskiptablaðinu 18. ágúst. Mannauður í sjávarútvegi „íslendingar standa mjög vel í þessum geira. Fyr- irtæki eins og Marel eru þekkt viða um heim... Ég held að kunnátta íslendinga á þvi hvernig búnaður til fiskveiða og fiskvinnslu eigi að vera sé mikil. í þessari þekkingu felst hinn raunverulegi mannauð- ur og hann þurfum við að nýta í meiri mæli en gert er í dag... Fyrirbæri eins og rafræn viðskipti gegn- um Netið eiga eftir að jafna samkeppnisaðstöðu okk- ar. Rafræn viðskipti gera stærð fyrirtækja afstæða. Einungis varan skiptir máli og þar erum við í góð- um málum.“ Ingólfur Sveinsson í sérbl. Mbl. um sjávarútveg 18. ágúst. Skelfilegur bílamarkaður „Það byggist á því að við erum að keyra á bílum sem eru 11 til 12 ára og jafnvel 14 ára gamlir og höld- um að það séu einhver verðmæti í þeim... Það sem er að eyðileggja markaðinn í dag er að bílaumboðin eru svo ofboðslega dugleg að flytja inn nýja bíla! Maðurinn úti á götu kaupir nýjan bíl vegna þess að hann fær hann allan lánaðan. Á flögurra ára bíl fá menn ekki nema 50% lán og þessi bíll er byrjaður að bila. Þess vegna er markaðurinn svona í dag. Það er svo miklu einfaldara að kaupa nýjan bíl út af lána- möguleikunum, það þarf ekki að eiga krónu til að keyra út á nýjum bíl. Notaður bíll er ekki það ódýr í dag að það borgi sig að kaupa hann.“ Guðfinnur Halldórsson í Viðskiptablaðinu 18. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.