Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 r 23 Fréttir íslandsflug með reglubundið flug til Kulusuk: Áratugi aftur í tímann - segir Halldór Björnsson leiðsögumaður DV, Kulusuk: Halldór Björnsson segir að Islendingar, sem fari í dagferð til Kulusuk, ánetjist gjarnan landinu og vilji þá koma aftur og sjá meira af Græn- landi. „Það kemur Islendingum á óvart að eftir aðeins tveggja tíma flug séu þeir komnir á landsvæði sem er áratugum á eftir íslensku samfélagi hvað varð- ar nútíma- þægindi," segir Hall- dór Björnsson leiðsögu- maður sogn ferða- manna fyrir ís- landsflug til Kulusk þar sem búa um 400 manns við frum- stæð skil- yrði. Flestar ferðirnar eru dagsferðir en þó er einnig um að ræða ferðir þar sem gist er um nótt í Kulusuk. Fólki er gefinn kostur á því að skoða Kulusuk og nágrenni. Siglt er um á jullum og sumir fara með þyrlu til Angmagsalik sem er stærsti bærinn á Austur-Grænlandi með tæplega 2000 íbúa. „Það kemur mörgum á óvart að vera komnir áratugi aftur í tím- ann. Þarna er ekki rennandi vatn og margan ferðamanninn undrar að þessi lífsskilyrði skuli vera svo skammt frá íslandi," segir Halldór. Hann segir að þeim erlendu ferðamönnum sem hann hefur veitt leiðsögn nægi yfirleitt að stoppa í 4 tima og hafa þar með komið til Grænlands. „Það eru flestir mjög ánægðir með þessa dagsferð en þeir eru þó margir meðal íslendinganna sem verða mjög hrifnir og vilja ólmir sjá aðra hluta Grænlands. Fólk sér þama hundasleða og mikið af haf- ís og þeir eru margir sem verða mjög hrifnir. Á vorin er mögulegt að fara í ferðir á hundasleðum og veiða niður um Is. Þá er á einnig hægt að fara með fólk til rjúpna- veiða,“ segir Halldór. Hann segir að aukning hafi orð- ið milli ára í ferðunum sem standa frá miðjum júni og út ágúst. „Það hefur orðið aukning í þessu og við erum með haustferð- ir til skoðunar. Það sem fyrst og fremst heillar er ósnortin náttúra Grænlands. Það eru miklir mögu- leikar á auknum túrisma enda góð hótel bæði í Kulusuk og Ang- 'magsalik,“ segir Halldór. -rt Halldór Björnsson um borð í jullu ásamt ferðamönnum í Kulusuk. DV-myndir Róbert R Reykjanesbær: Rokk á réttu róli DV, Suðurnesjum: Rokkstokk hljómsveitakeppnin verður haldin í 3. skipti í Reykjanesbæ í september. Félagsmiðstöðin Úngó sér um allan undirbúning og framkvæmd keppninnar. Jón Rúnar Hilmarsson er forstöðumaður Ungó. „Þátttaka í keppninni hefúr farið ört vaxandi og í fyrra tók þátt tuttugu og ein hljóm- sveit. Rokkstokk hljómsveitarkeppnin hefur verið tekin upp á geisladisk, fyrst einfaldan, síðan tvöfaldan. Næst verður hann að minnsta kosti þrefald- ur og fær þá sigurhljómsveitin í verð- laun disk með stúdíóupptökum af sín- um lögum. Einnig fá frnun aðrar hljómsveitir eitt lag í stúdíói á diskinn." Hver hljómsveit þarf að flytja þrjú frumsamin lög í keppninni. Ekki skipt- ir máh á hvaða tungumáli er sungið eða hvers kyns tónlist er spiluð. Keppnin fer fram í Félagsbíói í Keflavík 17. og 18. september en úr- slitakvöldið er 24. september. Upptaka á Rokkstokk verður í hönd- um Júlíusar Guðmundssonar hjá Geimsteini en G. Kristinn Jónsson, starfsmaður Ungó, sér um stúdíóupp- tökur en hann á hljóðverið 60B. Þess má geta að sigurhljómsveitin frá því í fyrra, Klamedía X, tók upp plötu hjá hljóðverinu og gaf út á þessu ári. Hægt er að nálgast ítarlegri upplýs- ingar um Rokkstokk á heimasíðunni. Slóðin er www.gjorby.is/rokkstokk. Þess má geta að Rokkstokk er vímu- laus skemmtun. -A.G. Hljómsveitin Klamidía X Sl Electrolux Frvstikistu- tilboð M Frystikistur í öllum stærðum á tilboðsverði. 180-460 lítra. Verð frá 31.990 kr. HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Undur Dq stórmerkl... 4 * + 4 » www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTiRNAR Stálgrindin að fjölnota íþróttahúsi í Reykjanesbæ risin. DV-mynd Arnheiður Reykjanesbær: Fjölnota íþróttahús að rísa Verkið hefur hingað til gengið eftir áætlun og ekkert bendir til annars en húsið verði afhent Reykjanesbæ í febrúar á næsta ári eins og verk- samningur gerði ráð fyrir. -A.G. DV, Suðurnesjum: Nú er verið að reisa stálgrindina sem kemur til með að bera uppi þak hússins en áætlað er að húsið verði komið undir þak í lok september. og fólkíð sem gerir líf hennar betra íy r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.