Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 2# Jurlir, ber og sveppir íslenskrar náttúru íslensk náttúra er til margra hluta nytsam- leg og því kynntist tilveran þegar hún ræddi við viðmælendur sína sem nota jurtir, ber og sveppi til lækninga og matargerðar. E Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari: Þar sem skógar eru þar eru sveppir Sg geri mikið að því að tína sveppi og maður heldur sig | helst þar sem mikið er af furu- og lerkitrjám. Heiðmörkin er mjög vinsæl en svo er það bara einfald- lega þannig að þar sem eru skógar þar eru sveppir,“ sagði Úlfar Finn- björnsson matreiðslumeistari sem er mikill sveppaáhugamaður. „Menn eiga sér margir hverjir leynistaði en ég er svo skelfilegur að ég er búinn að kjafta frá ölllum mínum. Það vita allir af mínum leynistöðum. Heið- mörkin er í miklu uppáhaldi og Skorradalurinn er alveg frábær. Þar finnur maður alla flottustu svepp- ina, kóngasveppi, sem eru stórir og fínir, og fleiri fina sveppi.“ Hvenær er besti tíminn til þess að tína sveppina? „Fyrstu sveppina fann ég fyrir hálfum mánuði en það er ómögulegt að segja til um það hvað tímabilið stendur lengi. Tíma- bilið stendur fram að fyrstu frostum en nú er besti tíminn.“ Hver er munurinn á íslenskum mm sveppum og erlendum, hvorir finnst þér betri? „Þeir íslensku búa nátt- úrlega við hreinna loft en hér er kannski minna af þessum flottustu tegundum og auk þess fáum við ekki mikið af alvöru villisveppum erlendis frá í verslanir hér. Mér finnast íslenskir sveppir per- sónulega alveg rosalega góðir og flóran er töluvert mikil hérlendis þótt hún sé ekki jafnstór og erlendis." Kristín Gestsdóttir er með jurtir í landinu sínu: Jurtirnar eru bestar um mitt sumar Kristín Gestsdóttir notar ber mikið í mat og hefur gefið út uppskriftabók sem hefur að geyma gómsætar berjauppskriftir. Við hjónin ræktum alls konar kál og salöt. Mér finnst fólk borða alltof lítið salat því það er í mínum huga gersamlega ómissandi bæði sem álegg og allt annað.“ Verjið þið hjónin miklum tima í garðinum? „Nei, ég er nú ekki mikið í garð- inum. Maðurinn minn hjálpar mér við þetta, eða við skulum frekar segja að ég hjálpi honum,“ segir Kristín Gestsdóttir sem er mikil áhugamanneskja um ræktun. „Við erum mikið með lífrænt ræktað þannig að það kemur mikill arfi en við reytum hann bara. Við tínum líka ber en það er ekki mik- ið af þeim héma í landinu okkar. Ég hef notað ber talsvert í mat enda finnst mér berjagrautur afskaplega góður.“ Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir notar jurtir til lækninga: Hófið skiptir mestu máli Kristín hefur skrifað alls skrifað fimm uppskriftarbækur, þar á með- al eina sem hefur að geyma 220 gómsæta ávaxta- og berjarétti." Ég bý aldrei til mat nema að vanda mig við að gera hann, hvort sem hann er einfaldur eða flókinn. Ég nota mat- og kryddjurtir mikið við matargerð og rækta mikið enda erum við í stóru landi hérna á Garðaholti." Jurtirnar segir hún bestar um mitt sumar þar sem þær megi ekki hafa blómstrað mjög lengi, en auðvitað fer það einnig eft- ir árferði. Kristín lét blaðamann að lokum hafa uppskrift að krækiberjagraut sem er tilvalinn svona síðsumars: 1 lítri krækiber, 1/2 lítri vatn, 3 dl sykur, safi úr hálfri sitrónu og 2. msk. kartöflumjöl. Berin eru sett í pott ásamt vatni, sykri og sítrónusafa og látið sjóða við vægan hita í 20 mínútur. Merjið þá berin með kartöflustappara og setjið á sigti. Setjið safann í pott og kælið að mestu. Hrærið kartöflu- mjölið út í safann í pottinum og setjið pottinn á heita hellu. Hrærið stöðugt í þar til grauturinn þykkn- ar. Borið fram heitt eða kalt með rjómablandi eða þeyttum rjóma. -þor Éí I g hjálpa fólki með jurtir, en það sem ég geri líka fyrir utan jjþað að vera grasalæknir er að hjálpa fólki með mataræðið. Fyrst fer ég i gegnum það með fólki hvað það borðar og að því loknu kem ég með tillögur til úrbóta og þær eru náttúrlega mismunandi eftir því hverjir kvillamir eru“, sagði Kol- brún Björnsdóttir grasalæknir, að- spurð hvað hún starfaði. Kolbrún nam grasalækningar í Englandi en það nám tekur fjögiu' ár. Hvernig kom til að þú fórst út í grasalækn- ingar? „Áhuginn kviknaði i menntaskóla og ég las allar bækur sem ég komst í um náttúrulækning- ar og spáði mikið í mataræði. Þá var ég staðráöin í því að verða nátt- úrulæknir en svo endaði það sem sagt á því að ég fór út í grasalækn- ingar.“ Hver er helstu mistök sem íslend- ingar gera í sambandi við mataræði sitt? „Ætli það sé ekki fyrst og fremst of mikill sykur og of mikið kaffi. Kaffi og sykur eru út af fyrir sig ekki hættulegt en það er hættu- legt eins og íslendingar neyta þess. Við kunnum ekki að nota kaffi, við notum það í óhófi. Það er hófið sem skiptir máli. Tveir bollar á viku gera manni ekkert en tiu bollar á dag hafa auðvitað mikil áhrif. Þá skiptir einnig máli hvernig kaffið er, lífrænt ræktað kaffi er auðvitað betra en sullið sem flestir drekka. Hvemig fólk kemur til þín og hvemig notar þú jurtir til lækn- inga? „ Þegar fólk kemur til mín í viðtal tek ég saman sjúkrasögu, matarsögu og lyfjasögu þess og svo ákveð ég í framhaldi af þvi hvaða jurtir á að nota. Ég útbý blöndu af jurtum eftir því hyað hentar við- komandi sjúklingi. Ég fæ allan skal- ann af fólki til mín en reyndar kem- ur mikið af fólki sem er búið að reyna margt og er orðið frekar slæmt. Það er erfiðara að með- höndla svoleiðis sjúklinga en þá sem koma strax og ég myndi gjarna vilja að fólk kæmi fyrr. Hvernig er að vinna með íslensk- um jurtum? ; I „Þær eru Ht mm mjög góðar og miklu hreinni en þær lendu og oft sterkari, annars nota ég innlendar og erlendar jurtir jöfn-* um höndum.“ -þor „Áhuginn kviknaði í menntaskóla og ég las allar bækur sem ég komst um náttúrulækningar og spáði mikið í mataræði. Þá var ég stað- ráðin í því að verða náttúru- læknir en svo endaði það sem sagt á því að ég fór út í grasalækningar." Hi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.