Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 27 DV Nektardans- meyjar í afmæli Leonardos litla Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio ætlar að halda upp á 25 ára aJmælið sitt í nóvember með stæl. Hann er búinn að bóka frægan næturklúbb í Los Angel- es og munu þijátíu nektardans- meyjar staðarins fylgja með og skemmta gestum. Það er þó ekki nóg því leikarinn hefur einnig boðið tíu fatafellum úr öðrum uppáhaldsklúbbi að taka þátt í gleðskapnum. Svo vitnað sé beint í Lónlí Blú Bojs „mun verða veislunni margt í“, vinir leikarans og vandamenn. Leo er þekktur fyrir að veita vel í veislum sínum og fyrir að vera manna harðastur í því sem partíum fylgir. Því er óhætt að reikna með skemmtilegu afmæli í nóvember. Noel Gailagher með nýja sveit Vandræðagemlingurinn Noel Gallagher úr bresku poppsveit- inni Oasis hefur svo mikla þörf fyrir að tjá sig með tónlist að ein hljómsveit er ekki nóg, jafnvel þótt hún sé einhver sú víðfræg- asta sem um getur um þessar mundir. Nei, kappinn er búinn að stofna aðra hljómsveit sem hefur hlotið nafnið TaOgunner og þar ætlar Noel að spila á trommumar. Tveir aðrir eru með í bandinu. Hljómsveitin mun koma fyrst fram opinber- lega á einhverjum pöbbi í næsta mánuði, að sögn kunnugra. Liz Hurley lætur afbrýðisemina ná yfirhöndinni: Rúmsena úr mynd Hughs klippt burt Enginn botnar neitt i neinu. Ekki verður þó annað séð en að fyrirsæt- an Liz Hurley hafi látið afbrýöisem- ina ráða ferðinni þegar hún fyrir- skipaði að ástarsena í nýjustu mynd kærastans, fallna engilsins Hughs Grants, skyldi klippt burt og hent í tunnuna. Grant lék þar á móti hinni mjög svo glæsilegu Jeanne Tripplehom. Liz hafði valdið til að klippa þar sem hún er framleiðandi myndarinnar. Þeir sem unnu að gerð myndar- innar, Mikki bláskjár heitir hún, eru furðu lostnir á viðbrögðum Liz. Þetta var jú eina rúmsenan í allri myndinni og á þessum siðustu og verstu tímum þykir það nú ekki mikið úr því lostinn fær á annað borð að ná tökum á persónunum. Þannig er nefhilega að á meðan á tökum stóð var Liz á hliðarlínunni og hvatti þau Hugh og Jeanne til dáða, einmitt í þessari sömu rúm- senu og hún hefur nú klippt burt. „Liz hvatti skötuhjúin áfram á meðan verið var að kvikmynda svo enginn fattar hvert vandamálið Liz og Hugh mæta tii frumsýningar á Mikka bláskjá í Los Angeles. var,“ segir maður sem er öllum hnútum kunnugur í viðtali við breska æsiblaðið Heimsfréttir. „Það sem meira er, þau voru ekki allsnakin. Hugh var í sokkunum og boxemærbuxunum og Jeanne var í leggingum og hvítum sokkum. Sú saga gekk hins vegar um myndver- ið á eftir að Liz hafi þótt þau vera einum um of áköf og óþvinguð gagn- vart hvort öðm. Og eftir langar við- ræður við leikstjórann, Kelly Mak- in, komst hún að þeirri niðurstöðu að senan ætti ekki heima í mynd- inni. Við gerum því skóna að þama hafi heilbrigð öfund brotist út hjá Liz vegna vel heppnaðrar ástar- senu,“ segir þessi innanbúðarmað- ur enn fremur. Og það sem talið er hafa vakið upp öfundina í hjarta Liz vora við- töl sem Jeanne Tripplehom veitti þar sem hún gaf Hugh litla hæstu einkunn fyrir kossana. „Hann fær ellefu af tíu mögulegum,“ sagði Jeanne í einu viðtalinu. Og það var greinilega meira en Liz þoldi. Sharon Stone og Phil Bronstein á góðum degi og við hestaheilsu. Kraftaverk bjarg- aði lífi mannsins hennar Sharon Sharon Stone segir að það gangi kraftaverki næst að eiginmaður hennar, ritstjórinn Phil Bronstein, skuli enn vera á lífi. Hann fékk hjartaáfall fyrir skömmu og var fluttm- í dauðans ofboði á sjúkrahús í San Francisco þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Ég hef eiginlega ekkert soflð slð- an,“ segir Sharon í viðtali við norska blaðið VG. Sharon var við kvikmyndatökur í Vancouver í Kanada þegar hún fékk boð um að Phil hefði verið fluttur á sjúkrahúsið. Þegar hún kom til San Francisco var hann kominn á skurðarborðið og allt fór vel. Enginn vafi er á því að Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas eru umtalaðasta parið í Hollywood um þessar mundir. Þau eru greinilega ánægð hvort með annað ef marka má þessa mynd sem tekin var þegar þau komu til frumsýningar myndarinnar, The Muse. Hvorugt leikur þó í myndinni heldur fer sú ágæta Sharon Stone með aðalkvenhlutverkið. Gjafabréf frá Hard Rock að andvirði 2.500 krónur og Krakkaklúbbs-bolur frá Krakkaklúbbi DV. Þyri Imsland nr. 260891 Arnór B. Elvarsson nr. 240493 Katrín E. Hjálmarsdóttir nr. 211086 Krakkaklúbbur DV þakkar ykkur fyrir þátttökuna í Krakkaklúbbs-leiknum. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Jennifer Love Hewitt í nýrri strandarmynd: Gellan í gárunni - endurvekja skal „strandarbeibin" Hin íðilfagra Jemiifer Love Hewitt, sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Time of Your Life mun á næstu misser- um takast á við það mik- ilvæga hlutverk að koma strandgellum og -mynd- um aftur inn í hring- iðuna í Hollywood. Col- umbia-kvikmyndafélagið tekur sárt að engar strandmyndir skuli vera gerðar á meðan sjón- varpsþátturinn Strandverðir fer sig- urfór um heiminn og ætlar að gera bragarbót á því með rómantísku gaman-dramamyndinni 'The Girl in the Curl' sem nefna mætti á islensku „Gelluna í gárunni" eða „Beibið í bárunni“ eftir því hve meim eru íslensku- sinnaðir. Strandstelpan sem Love Hewitt á að gera ódauðlega missir bróður sinn og finn- ur huggun á brimbrettinu - hrein og tær snilld. Hewitt, sem nýlega var valin Besta kvikmyndaleikkonan á Teen Choice Award-hátíðinni, sér því fram á náðuga daga í sólinni. Sviðsljós Léttklædd tmfl- aði Goldie and- lega leiðtogann Kvikmyndaleikkonan Goldie Hawn olli nokkra írafári í New York um daginn þegar hún þótti koma heldur léttklædd til að hlýða á Dalai Lama, andlegan leiðtoga þeirra Tíbetbúa. Herma heimildir að andansmaðurinn hafi látið truflast og aðrir gestir höfðu ekki augun af Goldie sem var í knallstuttum kjól og í engu brjóstahaldi. Goldie lét sig þetta engu skipta og gleypti hvert ein- asta orð sem hraut af vörum trú- arleiðtogans. Mel brjálast í fjórða sinn Mad Max-myndimar komu ástralskri kvikmyndagerð og kvennagullinu Mel Gibson rækilega á kortiö fyrir tuttugu áram. Nú hyggst, George Miller, höfundur og leikstjóri mynd- anna þriggja, halda sögunni um leðurklædda útlagann áffarn meö fjórðu myndinni. Miller situr nú sveittur við skrif á handriti og vill ekkert gefa upp um efnið, nema hvað hann ætli sér að fara ótroðnar slóðir með Max. Mel Gibson ku hafa áhuga á að taka þátt sem er eins gott því Mad Max-mynd án Mels væri eins og Bond mynd án 007 - hvorki fuel né fiskur! Hertogaynjan af Jórvík, Sarah Ferguson, betur þekkt sem Fergie, sækist nú stíft eftir þeim heiðri að fá að sleppa síðustu kristalkúlu aldarinnar á Times Square um aldamótin. Það er gömul og mjög virðuleg hefð í New York að bijóta eitt stykki kristalkúlu hver áramót og nú villFergie sem sé fá að höndla hnossið, ásamt borgarstjóra New York við annan inann. Og því ekki - Fergie er eins og allir vita sómakær kona og vönd að virðingu sinni...! Fergie og kristalkúlan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.