Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Afmæli Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands ísl. verzlunarmanna og varaforseti Al- þýðusambands íslands, Starhaga 14, Reykjavik, er fimmtug i dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í ísaks- skóla, Melaskóla og Hagaskóla og lauk síðan stúdentsprófi frá VÍ 1971. Ingibjörg hóf sumarstörf hjá Eimskip er hún var sextán ára og starfaði þar í farþegadeild til árs- ins 1973 er hún hóf störf hjá Flug- leiðum og starfar hún þar enn í hlutastarfi í tekjubókhaldi. Ingibjörg var í 14 ár í stjórn VR en varð formaður Landssambands ísl. verzlunarmanna 1989 og gegnir því starfi enn. Hún hefur verið varaforseti ASÍ frá 1992 og í stjóm Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá 1977, sem varamaður til 1995 en að- almaður síðan þá. Ingibjörg hefur setið í skólanefnd VÍ síðan 1979. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Fjölskylda Fóstursynir Ingibjargar: Bjarni Jónsson, f. 10.11. 1982, og Andrés Jón Esrason, f. 29.11. 1986. Móðir þeirra var Áslaug Jónsdóttir, f. 5.5. 1948, d. 5.4. 1996. Faðir Bjama er Jón Rafn Jóhannsson en faðir Andr- ésar Jóns er Esra S. Pétursson. Ingibjörg átti eina systur, Mariu, f. 1943, d. 1980, skrifstofumaður í Reykjavík og síðar húsmóðir i Bandaríkjunum. Foreldrar Ingibjargar: Guðmund- ur Jónsson, f. 2.11. 1908, d. 1973, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykja- víkur, og k.h., Helga Sigríður Ei- ríksdóttir, f. 22.6. 1915, húsmóðir og starfsmaður við Landsbókasafn. Ætt Föðurbróðir Ingi- bjargar var Jón, fram- kvæmdastjóri H. Bene- diktssonar í Reykja- vík. Föðursystir Ingi- bjargar var Guðrún, kona Einars Sæ- mundssonar, iðnrek- anda og fyrrv. for- manns KR, föður Ás- bjöms iðnrekanda. Guðmundur var sonur Jóns, verslunarmanns í Reykjavik, bróður Guðmundar, forseta borgarstjómar. Jón var son- ur Ásbjörns, tómthúsmanns á Eyr- arbakka, Ásbjörnssonar, og k.h. Guðrúnar Sigurðardóttir, b. í Efra-Seli í Flóa, Bjömssonar, b. í Garðhúsum, Sigurðssonar. Móðir Guðmundar var Þórunn Gunnarsdóttir í Gunnarshúsi á Eyr- arbakka, bróður Gísla, b. á Högna- stöðum, langafa Sigurðar E., for- stjóra Húsnæðisstofnunar, Kristins yfirlæknis og Þorgríms, formanns Lögreglufélags Reykjavíkur, Guð- mundssona. Gunnar var sonur Jóns, b. á Efra-Langholti, Magnús- sonar, b. þar, bróður Helga, langafa Magnúsar Guðmundssonar ráð- herra, afa Magnúsar Thoroddsen. Helgi var einnig langafi Sigurbjarg- ar, móður Björgvins, framkvæmda- stjóra VSÍ, og dr. Jakobs, Sigurðs- sona. Þá var Helgi afi Valgerðar, ömmu Guðmundar i Víði. Annar bróðir Magnúsar var Þorsteinn, langafi Ingigerðar, langömmu Karls Steinars, varaformanns Verka- mannasambandsins. Þriðji bróðir Magnúsar var Jón, langafi Margrét- ar, ömmu Halls og Símonar Símon- arsona, margfaldra íslandsmeistara í bridge, og langömmu Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Systir Magnúsar var Ingunn, ætt- móðir Reykjaættarinnar, langamma Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar biskups. Ingunn var einnig langamma Magnúsar, pró- fasts og alþingismanns, föð- ur Péturs ráðherra. Önnur systir Magnúsar var Mar- grét, langamma Stefáns í Núpskoti, afa Brynjólfs Bjamasonar, heimspekings og ráðherra. Margrét var einnig langamma Guð- mundar, afa Benedikts Bogasonar alþm. Magnús var sonur Eiríks, b. í Bolholti, ættfóður Bol- holtsættarinnar, Jónssonar. Móðir Gunnars var Kristín Gísladóttir. Móðir Kristínar var Ástríður, systir Einars, langafa Önnu, móður Ing- ólfs Jónssonar ráðherra. Ástríður var dóttir Gunnars, hreppstjóra í Hvammi á Landi, Einarssonar og Kristínar Jónsdóttur yngra, b. að Vindási, Bjamasonar, hreppstjóra á Víkingslæk, ættföður Víkings- lækjarættarinnar, Halldórssonar. Móðir Þórunnar var Ingibjörg, syst- ir Margrétar, móður Ólafs Gíslason- ar stórkaupmanns, föður Gísla læknis. Ingibjörg var dóttir Guð- mundar á Eyrarbakka, bróður Al- dísar, langömmu Manfreðs Vil- hjálmssonar arkitekts. Önnur systir Guðmundar var Ingigerður, langamma Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Guðmundur var sonur Þorsteins, b. á Vorsabæ, Jörunds- sonar. Móðurbróðir Ingibjargar er Jón, k.h. Áslaug, dóttir Sigurðar Ein- arssonar frá Holti og Maríu Ás- mundsdóttur. Móðir Ingibjargar, Helga Sigríður, er dóttir Eiríks, járnsmiðs í Reykjavík, Jónssonar, b. á Keldunúpi, Pálssonar, b. í Hraunkoti, bróður Páls, langafa Guðjóns Samúelssonar, húsameist- ara ríkisins. Móðir Jóns var Ingi- björg Þorláksdóttir. Móðir Eiríks var Helga Eiríksdóttir. Móðir Helgu Sigríðar var María, systir Jóns, foður Aðalsteins efna- verkfræðings og Harðar, efnaverk- fræðings og framkvæmdastjóra þróunardeildar TSÍ. Systir Maríu var Jóhanna, amma Guðlaugs Björgvinssonar, forstjóra MS. Mar- ía var dóttir Bjama Jónssonar, b. á Geirlandi, og k.h. Sigríðar, systur Þorvarðar, prófasts og skólastjóra í Vik, afa Sigurgeirs ráðuneytis- stjóra og Ólafs yfirlæknis, Jóns- sona. Hálfbróðir Sigríðar var Hannes í Forsæludal, afi Hólmfríð- ar á Undirfelli, ömmu Salvarar Kristjönu viðskiptafr. Hannes var einnig afi Hannesar, afa Hólmfríð- ar Karlsdóttur. Sigriður var dóttir Þorvarðar, prests á Prestsbakka, bróður Friðriks, langafa Ólafs, afa Ólafs Ragnars forseta. Þorvarður var sonur Jóns, prests á Breiðaból- stað, Þorvarðssonar. Móðir Sigríð- ar var Valgerður (systir Hákonar, kaupm. á Bíldudal, dóttir hans var Ingibjörg H. Bjarnason) Bjarna- dóttir, prests á Söndum, Gíslason- ar, prests á Hafsteinsstöðum, bróð- ur Ingibjargar, ömmu Oddnýjar, langömmu Vals Arnþórssonar. Ingibjörg var einnig amma Guð- mundar, föður Magnúsar ráð- herra. Gisli var sonur Odds prests sem hvarf frá Miklabæ, Gíslason- ar, biskups á Hólum, Magnússon- ar. Móðir Odds var Ingibjörg, syst- ir Sigríðar, móður Sigurðar Stef- ánssonar Hólabiskups. Ingibjörg var dóttir Sigurðar lögsagnara Ein- arssonar, Hólabiskups Þorsteins- sonar. Móðir Gísla var Guðrún Jónsdóttir, prests í Goðdölum, Sveinssonar. Stefán Hlíðar Jóhannsson Stefán Hlíðar Jóhannsson húsa- smíðameistari, Þrándarstöðum, Austur-Héraði, er fimmtugur í dag. t Starfsferill Stefán er fæddur á Egilsstöðum og ólst upp á Þrándarstöðum. Hann gekk í farskóla í Mýnesi, Grunnskól- ann á Eiðum, fór þaðan í Héraðsskól- ann á Laugum (smíðadeild), síðan lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík þaðan sem Stefán útskrifaðist sem húsa- smíðameistari. Stefán hefur unnið hjá K.H.B., Trésmiðju Fljótsdalshér- aðs o.fl. en starfar nú sjálfstætt eftir að hann hætti með hefðbundinn bú- skap. Einnig stundar hann óhefð- bundinn búskap, s.s fiskeldi. Mikil skógrækt er á Þrándarstöðum. Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Guð- rún Benediktsdóttir frá Fá- skrúðsfirði, f. 6.9. 1951. Hún er dóttir Benedikts Þórðar- sonar sjómanns, sem nú er látinn, og Þorgerðar Guð- jónsdóttur. Guðrún rekur Gistiheimili á Eiðum á sumr- in í Grunnskólanum á Eið- um en vinnur sem matráðs- kona þar á veturna. Böm Stefáns og Guðrúnar eru: Benedikt Hlíðar, f. 22.4. 1973, tæknifræðinemi í Dan- mörku; Jóhann Erling, f. 14.6. 1975, vörubílstjóri, Þrándarstöðum, kvæntur Kristínu Karlsdóttur og eiga þau einn son, Jón Gunnar; Sig- ríður Hulda, f. 25.6. 1980, nemi á Þrándarstöðum. Unnusti hennar er Ingólfur Friðriksson; Þorgerður, f. 6.5. 1986, nemi á Þrándarstöð- um. Foreldrar Stefáns: Jó- hann Valdórsson, múr- ari frá Stuðlum í Reyð- arfirði, f. 20.2. 1920, og Hulda Stefánsdóttir, húsmóðir frá Stakka- hlíð í Loðmundarfirði, f. 26.11. 1920, d. 26.4. 1989. Systkini Stefáns: Eð- vald, f. 25.4. 1943, bíla- sali, Randabergi, maki Vilborg Vil- hjálmsdóttir frá Möðrudal; Ólafia Herborg, f. 8.3. 1945, verslunarmað- ur, Fellabæ, maki Jón Þórarinsson lögreglustjóri frá Vífilsstöðum í Tungu; Þorleifur, f. 24.3.1951, d. 22.4. Stefán Hlíðar Jó- hannsson. 1979, sambýliskona Auður Garðars- dóttir frá Kópavogi; Ásdís, f. 8.12. 1952, bankastarfsmaður, Egilsstöð- um, maki Ragnar Þorsteinsson vöru- bílstóri, frá Þernunesi í Reyðarfirði; Valdór, f. 16.3.1954, bílstjóri, Reykja- vík, skilinn; Jóhann Viðar, f. 31.3. 1955, járniðnaðarmaður, Keflavík, maki ðsk Traustadóttir frá Seyðis- firði; Vilhjálmur Karl, f. 16.9. 1957, refabóndi, Þrándarstöðum, maki Svanfríður Drífa Óladóttir frá Hauksstöðum, Jökuldal; Kári, f. 13.7. 1959, d. 9.7. 1961; Kári Rúnar, f. 4.4. 1961, bifvélavirki, Reykjavík, skil- inn; Ingibjörg Ósk, f. 16.5.1965, dag- móðir, Reykjavík, skilin. Stefán tekur á móti gestum í Gisti- heimilinu á Eiðum laugardaginn 21.8. 1999 frá kl. 20.30. Verið velkom- in. Stígur Sæland Stigur Sæland garðyrkju- bóndi, Garðyrkjustöðinni Stóra-fljóti, Biskupstungum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Stígur fæddist í Hafnar- firði en ólst upp í Biskups- tungum. Hann byrjaði að starfa við grænmetisræktun og gerði það til ársins 1970. Þá hóf hann ræktun afskor- inna blóma í félagsbúi með fóður sínum og bróður og stóð það til 1987. Síðan þá hefur Stígur stundað eigin atvinnurekstur við rósarækt á Garðyrkjustöðinni Stóra-Fljóti. Stigur hefur alltaf ver- Stígur Sæland. ið búsettur í Biskups- tungum. Hann var í stjórn sundlaugar- nefndar í 4 ár og for- maður íbúafélags Reykholts í 7 ár. Fjölskylda Stígur kvæntist árið 1969 Aðalbjörgu Sigur- jónsdóttur, f. 1951. For- eldrar hennar: Elsa Haag árd Einarsdóttir og Sigurjón Stefánsson, Þau slitu samvistum árið Vopnafirði. 1992. Böm Stígs og Aðalbjargar: Sigurjón f. 1969, trúlofaður Guðbjörgu Gunnars dóttur; Ágúst, f. 1972, í sambúð með Unni Gunnarsdóttur; Stígur, f. 1977, í sambúð með Susan Lundmark. Systkini Stígs: Sigriður, f. 27.5.1944, kennari; Gustav, f. 7.12. 1945, garð- yrkjumaður; Klara, f. 3.4. 1951, hús- móðir; Sveinn, f. 29.10.1954, garðyrkju- maður og oddviti; Eiríkur, f. 11.11. 1958, kaupmaður. Foreldrar Stígs: Eiríkur Sæland, f. 1922, fyrrv. garðyrkjubóndi, og Hulda S. Gústavsdóttir, f. 1926, húsmóðir, Espiflöt Biskupstungum, nú Selfossi. Foreldrar Eiríks: Stígur Sæland, fyrrv. lögregluþjónn, og Sigríður Sæland ljós- móðir, Hafnarfirði. Foreldrar Huldu: Gústav Sigurbjamarson, birgðavörður hjá P&S, og Klara Benediktsdóttir. í tilefni afmælisins tekur Stígur á móti gestum fóstudagskvöldið 20. ágúst á Gistiheimilinu að Geysi eftir kl. 19.00. Til hamingju með afmælið 19. ágúst 100 ára Halldór Gfslason, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfirði. 85 ára Sigurður Runólfsson, Hátúni 31, Reykjavík. 80 ára Kristinn Halldórsson, Öldugötu 12, Seyðisfirði. Þóra Gunnarsdóttir, Kirkjulækjarkoti 2, Hvolsvelli. 75 ára Elsa Pálsdóttir, Hjallanesi 2, Hellu. Guðmundur Jónsson, Hæðargarði 33, Reykjavík. Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, Hafnarfirði. 70 ára Bragi Einarsson, Þelamörk 46, Hveragerði. Guðrún Ármannsdóttir, Höfðagrund 9, Akranesi. Magnúsína Þórðardóttir, Grænuvöllum 4, Selfossi. Matthildur Sveinsdóttir, Höfðagötu 11, Hólmavík. 60 ára Már Guðmundsson, Litluvöllum 11, Grindavík. Sif Georgsdóttir, Ki'íuhóli, Akureyri. Sigyn Georgsdóttir, Reykjamörk 14, Hveragerði. 50 ára Anna Lára Ármannsdóttir, Hnjúkabyggð 27, Blönduósi. Bjarni M. Aðalsteinsson, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík. Daði Sigurðsson, Engjaseli 72, Reykjavík. Guðbrandur Jóhannsson, Nesjaskóla, Höfn. Halldór Sigurjónsson, Skarðsbraut 15, Akranesi. Lilja Björnsdóttir, Furugrund 26, Kópavogi. Þuríður A. Jónsdóttir, Hegranesi 31, Garðabæ. 40 ára Agnar Sigurbjörnsson, Faxabraut 31d, Keflavík. Anna Mariella Sigurðardóttir, Látraseli 5, Reykjavík. Áslaug Gunnarsdóttir, Granaskjóli 29, Reykjavík. Fjóla Ingimundardóttir, Skólavöllum 8, Selfossi. Guðmundur Sæmimdsson, Starmóa 11, Njarðvík. Halla Hrafnkelsdóttir, Flókagötu 11, Reykjavík. Hilda Bianco, Þemunesi 1, Garðabæ. Jóhanna Guðrún Guðjónsdóttir, Melabraut 29, Seltjarnamesi. Tómas Óskar Guðjónsson, Granaskjóli 50, Reykjavík. Undur Dq stórmerkl... -t 4 v 4 ^ -T m m. mm www.iri3ir.i3 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.