Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 36
stölur miðvikudaginn 18.08. ’99 9 17 25 28 34 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gaett. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Átökin í SUS! Niðurstaða á þinginu ** "Fundinum verður fram haldið á þinginu og þar fæst niðurstaða i mál- inu,“ sagði Jóhanna María Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna, við DV í morgun. Þing sambandsins verður haldið í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Eru tveir í framboði til formanns, Sigurður Kári Kristjánsson og Jónas Þór Guðmundsson. Listi yfir væntan- lega þingfulltrúa var lagður fram á stjórnarfundinum í gærkvöld. Virtust stuðningsmenn Jónasar Þórs hafa flutt lögheimili allmargra fulltrúa sinna. Snerist deilan um það hvort þeir væru réttkjörnir á þingið. Ekki tókst að ljúka stjómarfundinum en «#ramhaldsstjórnarfundur verður á þinginu um næstu helgi. Jóhanna María kvaðst ekki vilja tjá sig um efn- isatriði málsins. -JSS Ráðherraheimsókn: Ermakov á leiðinni Rússneski sjávarútvegsráðherr- ann Nikolai Aleksandrocich Erma- kov er væntanlegur til landsins í 'íateg. Mun hann dvelja hér ásamt fóruneyti fram á sunnudag og eiga viðræður við ráðamenn, skoða sjáv- arútvegsfyrirtæki og kynna sér landshagi cdmennt. -EIR Fókus á rúntinum í Fókusi sem fylgir DV á morgun fræða sérfræðingar lesendur um rúntmenningu landsins. Andrea Brabin talar um þjónana sína átta, sagt er frá nýjustu uppátækjum list- arunkarans Egils Sæbjömssonar og stungið upp á 50 aðferðum sem kon- i Ifcir geta beitt til að losna við karlinn. í Lífinu eftir vinnu er svo að vanda nákvæmur leiðarvísir um menning- ar- og listalífið. Hvítur sandurinn í Nauthólsvík, þar sem gerð ylstrandar er langt komin, hefur mikið aðdráttarafl í góðu veðri. Glatt var á hjalla hjá þessum krökkum þegar Ijósmyndari DV var þar á ferð í sólinni í gær. DV-mynd Teitur Bensínhækkanirnar: Ríkið hemji sig segja talsmenn neytenda Á þessu ári hafa orðið vemlegar hækkanir á heimsmarkaðsverði á bensíni. Vegna þess hve álögur rík- isins era miklar á bensín verða hækkanir á útsöluverði innanlands mun meiri en hækkanir á inn- kaupsverðinu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. bif- reiðaeigenda, sagði í morgun að það væri í raun furðulegt að ríkisvaldið skuli viðhafa þessa undarlegu verð- stýringu sem í sjálfu sér er stórlega verðbólguhvetj- andi. „Hver króna sem bens- ín hækkar um á heimsmarkaði bætir á sig einni og hálfri krónu hér heima, hara vegna skatta,“ sagði Runólfur. „Þegar heims- markaðsverð á bensini breytist er eðlilegt að út- söluverð breytist hér innanlands. orðið meira Ftunólfur Ólafs- son, fram- kvæmdastjóri FÍB Undanfarið hefur samræmi milli verð- breytinga á heimsmarkaði og á útsöluverði hér innanlands en áður var. En um leið og þetta hef- ur gerst er ríkið stöðugt að ganga harðar fram í því að næla sér í fjár- muni bifreiðaeig- enda með auk- inni skattheimtu. Henni hefur síð- Jóhannes Gunn- arsson, formað- ur Neytenda- samtakanna. ur en svo linnt og þar sjáum við ekki aukinn skilning. Vegna þessar- ar skattheimtu, sem óvíða er meiri á byggðu bóli, þá er grandvöllur til raunverulegrar samkeppni á bens- ínmarkaði hér á landi afar takmark- aður,“ sagði Ámi Sigfússon, for- maður Félags ísl. bifréiðaeigenda, í samtali við DV í morgun um nýaf- staðnar bensínhækkanir og boðaðar nýjar hækkanir um næstu mánaða- mót. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, tók í' sama streng í morgun i samtali við DV. Hann sagði að ríkisvaldið hlyti að þurfa að end- urskoða skatt- heimtu sina og áhrif hennar á verðlag á bens- íni, ekki síst í ljósi verðbólgu- hvetjandi áhrifa. -SÁ Arni Sigfússon, formaður FÍB. Ekkert kemur í veg fyrir hækkun Bjami Bjamason, fulltrúi for- stjóra hjá Olíufélaginu, sagði í morgun að ekkert gæti komið í veg fyrir olíuverðshækkun í lok mánaðarins. „Meðalheimsmark- aðsverð í ágúst var töluvert hærra en í júlí og við þurfum að taka á okkur þessa hækkun. Við endur- skoðum verð á okkar vörum um mánaðamót en ég get ekkert sagt um hversu mikil þessi hækkun verður. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Bjami. Margir sérfræðingar á erlend- um mörkuðum telja að olíuverð geti ekki hækkað endalaust og getgátur eru uppi um að það sé að ná hámarki. -bmg Stjórnarfundur í Neytendasamtökunum í dag: Búist við afsögn formanns Stjómarfundur Neytendasamtak- anna verður haldinn í dag og er búist við því að hart- verði tekist á. Sam- kvæmt heimildum DV er jatnvel búist við því að Jóhannes Gunnarsson, for- maður samtakanna, segi af sér á fúnd- inum. Alvarlegur ágreiningur hefúr verið innan stjómarinnar sem kom upp á yf- irborðið nýlega þegar deilur formanns og varaformanns um afstöðuna til meints sóðaskapar í rekstri kjúklinga- bús á Suðurlandi komu upp á yfirborð- ið. Þá hefúr Viihjálmur Ingi Ámason, stjómarmaður í Neytendasamtökun- um, sem fyrir nokkru var vikið úr framkvæmdastjóm samtakanna, sagt við fjölmiðla að hann vænti þess að sinn timi sé kominn á ný innan sam- takanna. Hann hafi verið rúinn ærunni fyrir að hafa vakið athygli á að samtökin notist við stolinn hughúnað í rekstri sínum. Hann fari fram á afsök- unarbeiðni og uppreisn æra. -SÁ Veðrið á morgun: Hlýjast á Austurlandi Á morgun, fóstudag, er búist við suðvestlægri átt, víða 5-8 m/s og súld öðru hverju vestan- lands. Skýjað verður með köfl- um vestan til og hiti verður á bilinu 12-18 stig, hlýjast á Aust- urlandi. Veðrið í dag er á bls. 37. li € írboltar Múrfestingar IM' ■Bv=>=iÍ3 clTv l'S ~§í% 25 ==■- Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.