Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 11 Fréttir DV, Kuumiit: „Það á að vera mögulegt að ná hér miMu meiri grálúðu en gert hef- ur verið,“ segir Sigurður Pétursson skipstjóri sem um árabil stjórnaði íslenskum togurum og er sestur að í frumstæðu þorpi á austurströnd Grænlands. Þaðan gerir hann út 6 tonna plastbát til grálúðuveiða og leggur upp hjá stórfyrirtækinu Nuka A/S. Honum er ætlað að kenna Græn- lendingum veiðitækni og nýjar að- ferðir til að ná hinum verðmæta fiski sem er við bæjardyr Græn- lendinganna. DV fór á sjóinn með Sigga Pé á Ammassalikfirði og það var rífandi veiði aðeins 100 metra frá landi. Grálúða stóð á öðrum Skagstrendingur hf.: Aukinn hagnaður og góðar horfur Skagstrendingur hf. var rekinn með 130 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 1999, sam- anborið við 73 milljóna króna hagn- að árið áður. Hagnaður fyrir af- skriftir nam 240 milljónum króna samanborið við 146 milijóna króna hagnað fyrir sama tímabili í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 153 milljónum króna nú, sam- anborið við 68 milljóna króna hagn- að fyrstu 6 mánuði ársins 1998. Rekstrartekjur félagsins jukust um 18% á milli ára, úr 985 milljón- um króna í 1162 milljónir. Rekstrar- gjöld voru hins vegar um 922 millj- ónir en 839 milljónir í fyrra. Aukn- ar rekstrartekjur má rekja til góðra aflabragða skipa félagsins. Þá hefur afurðaverð á sjófrystum cifurðum haldist hátt. Framhald hefur orðið á bættri rekstrarafkomu Skagstrendings sem varð á milli áranna 1997 og 1998 en þá snerist reksturinn úr 205 milljóna króna tapi 1997 í 68 millj- óna króna hagnað 1998. „Ég er nokkuð sáttur við þessa niðurstöðu og tel að við séum á réttri leið. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að laga reksturinn að núverandi rekstrarumhverfi hafa skilað árangri og þar á starfsfólk Skagstrendings stóran hlut ,“ segir Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri. -bmg Hagnaður Þróun- arfélags íslands Þróunarfélag íslands hf. skilaði 518 milljóna hagnaði fyrir skatta á fyrri helmingi ársins 1999 og 349 milljóna hagnað eftir skatta. Á sama tima í fyrra var hagnaðm-133 milljónir. Raunávöxtun hlutabréfa- eignar félagsins nam 46% á árs- grundvelli, að teknu tiiliti til arð- greiðslna. Til samanburðar hækk- aði Heildarvísitala Aðallista Verð- bréfaþings íslands um 8,6% á tíma- bOinu, eða um 18% á ársgrundvelli. Gengishagnaður hlutabréfa nam alls 547 milljónum króna. Á tímabilinu keypti félagið hluta- bréf í 13 félögum að fjárhæð 120 milljónir kr. og seldi hlutabréf fyrir 246 milljónir í 15 félögum. í lok tímabilsins á Þróunarfélagið hluta- bréf í 78 fyrirtækjum, þar af eru 34 skráð á Aðallista Verðbréfaþings ís- lands, 11 fyrirtæki á Verðbréfa- þingsins og 33 fyrirtæki eru óskráð, þar af 7 erlend. Heildareignir félagsins námu 3.680 milljónúm í lok tímabilsins eig- ið fé 2.647 milljónum kr., eða 72% af heildareignum. Arðsemi eigin fjár var 32% á ársgrundvelli. -bmg hverjum öngli og var sannkallað mok. í helgarblaði DV er viðtal við Sigga um lífið í frumstæðu smá- þorpi með innfæddum og glímuna á plastbáti við hafisinn sem á köflum Sigurður Pétursson skipstjóri gerir út 6 tonna plastbát til grálúðuveiða á austurstönd Grænlands. Hér er hann ásamt hefur verið tvísýn. -rt Gunnari Braga Guðmundssyni, forstjóra Nuka A/S. DV-mynd Róbert R. t / tima - "í • - ■' -»i'- V.'-jœ&M. Klipping ■ w W l\l . ATH. Kortið gildír í 3 mánudi. RlUT AF ÖTSðtOKÖRFOM m ÓT*ÚW(M TftBOWH srómÆRÞiÆKiKiM á tffJúH vðwm FAWAÞO wm RFÖT-SKÓ R -KÁ RSK RAOT-SKA RT f f f Mörkin 1 108 Rvk. fJnjggraJújJuz tofur-J óJJju mtofuj^ Vorjlun-futnu'ó ur óJíón-UndJrwt-JJíurt-JJúruJíruut ocj wurcjt fJJ íslenskur skipstjóri á Grænlandi Kennir grá- lúðuveiðar - og býr við frumstæðan aðbúnað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.