Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Tillaga um óréttlæti í vikunni var rykið dustað af draug sem blessunarlega rykféll í skúffum Alþingis. Þar var dregin fram þingsá- lyktunartillaga um skattalega mismunun eftir búsetu í landinu, lægri skatta á landsbyggðinni og þar af leiðandi aukna skattbyrði þéttbýlisbúa. Tillaga þessi var lögð fram á síðasta þingi þar sem flutningsmenn lögðu til að Alþingi fæli ríkisstjórninni að skipa nefnd til að rannsaka hvernig unnt væri að jafna lífskjör og aðstöðumun fólks eftir búsetu með aðgerðum í skattamálum. Fyrsti flutningsmaður var Guðni Ágústs- son en með honum fluttu tillöguna þingmennirnir Hjálmar Árnason, ísólfur Gylfi Pálmason og Kristinn H. Gunnarsson. Tillagan vakti hvorki teljandi athygli né ugg þegar hún kom enda ólíklegt talið að mikið yrði með hana gert. Ástæða þess að tillagan kom til umræðu á ný er breytt staða fyrsta flutningsmanns. Hann er ekki lengur óbreyttur þingmaður heldur ráðherra í ríkisstjórninni. Því var tillagan háskalegri en áður, kæmi til endurflutn- ings á nýju þingi. í tillögu þingmannanna var gert ráð fyrir meiri per- sónuafslætti íbúa ákveðinna landsvæða, t.d. með því að foreldrar gætu nýtt ónýttan persónufrádrátt bama væru þau flarri vegna náms, að hjón og sambýlingar nýttu ónýttan persónuafslátt maka til fulls og fengju auk þess sérstakan persónuafslátt, t.d. 150 þúsund krónur á ári til viðbótar þeim persónuafslætti sem almennt gildir. Þá lögðu flutningsmenn einnig til annan frádrátt frá sköttum sem kæmi til góða íbúum í dreifðari byggðum landsins. Sama gilti um útreikning eignarskatts, þunga- skatts og bifreiðaskatts, auk endurskoðunar á löggjöf um skattalega meðferð söluhagnaðar í landbúnaði. Þá vildu flutningsmenn huga að mismunandi innheimtu virðis- aukaskatts eftir búsetu, væntanlega með lægri virðis- aukaskatti í dreifbýlinu. Óréttlæti í skattkerfinu hér er ærið þótt ekki sé á það bætt með fráleitum reglum eins og ofangreindir þingmenn lögðu til. Þótt meginregla skattlagningar sé sú að þegnarn- ir standi jafnfætis fer því fjarri að svo sé. Tekjuskatturinn er ranglátur enda greiðir hann aðeins um þriðjungur framteljenda. Svört atvinnustarfsemi er stunduð í stórum stíl. Álögur leggjast því afar misjafnt á þegnana. Þá nýtur ein stétt, sjómenn, sérstaks skattafsláttar. Þær reglur eru ekki verjandi. Sjómenn eiga að leita þeirrar kjarabótar til viðsemjenda sinna, útgerðarmanna. Það væri því að bæta gráu ofan á svart að koma á sér- stökum dreifbýlis- og búsetuafslætti í skattakerfinu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að hann trúi enn á þessa leið, að lægri skattar á landsbyggðinni dragi fólk þangað. Það er ólíklegt nema þéttbýlisbúar nýttu sér misréttið og flyttu lögheimili sín að nafninu til í dreifbýlið. Meðaltekjur hafa t.d. verið góðar á Vest- fjörðum en ekki komið í veg fyrir fólksflutning þaðan. Byggðaröskun ræður margt annað en bein peningaleg afkoma. Landbúnaðarráðherra ætlar sér að halda þessum sjón- armiðum á lofti í allri umræðu um byggðamál, innan ríkisstjómar, og á þingi en lætur það þó ógert að fara með tillögu um slíkar skattaívilnanir, fyrir hluta lands- manna, á borð ríkisstjórnarinnar og gera kröfu um að hún verði gerð að stjómarfrumvarpi. Það er þó bót í máli. Ráðherrann áttar sig á því að staða hans nú leyfir ekki æfingar sem óbreyttum þing- mönnum leyfast. Jónas Haraldsson Hinn nýi umhverfisráð- herra, Siv Friðleifsdóttir, er komin í miklar pólitískar ógöngur vegna Eyjabakka og Fljótsdalsvirkjunar. Áður en hún varð ráðherra lýsti Siv því skorinort yfir að hún von- aðist eftir því að Fljótsdals- virkjun yrði sett í „feril lög- formlegs umhverfismats.“ Eftir að Siv varð ráðherra hefur hún hringsnúist og styður ekki lengur að afdrif Eyjabakka verði háð opin- beru mati á umhverflsáhrif- um. Ráðherrann Siv Friðleifs- dóttir er því komin í full- komna mótsögn við afstöðu Sivjar þingmanns nokkrum mánuðum fyrr. Sjónarmið Sivjar Það eru ekki átta mánuðir síðan Siv Friðleifsdóttir og Finnur Ingólfsson tókust harkalega á í kosningu um embætti varaformanns Fram- sóknarflokksins. Finnur átti Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Er komin f miklar pólitískar ógöngur vegna Eyjabakka og Fljótsdalsvirkjunar, segir greinarhöfundur m.a. Trúveröug- leiki Sivjar sínar fara í sama ferli og lögformlegt umhverfis- mat.“ Þingmaðurinn undirstrikaði þetta við- horf sitt með því að benda á að þó Lands- virkjun hefði virkjana- leyfi fyrir Fljótsdals- virkjun hefði það verið geflð út áður en lög um mat á umhverfisáhrif- um voru samþykkt. Siv klykkti svo út með eftirfarandi gullkorni sem fékk hjarta sér- hvers unnanda íslenskr- ar náttúru til að slá af gleði: „Það er mitt sjón- armið að náttúran eigi að njóta vafans og nota eigi bestu tæki, s.s. um- „í Ijósi hennar eigin ummæla sem vitnað er til í greininni er vægt til orða tekið að umskipti Sivjar Friðleifsdóttur veki spurn• ingar um trúverðugleika hennar sem stjórnmálamanns Kjallarinn Össur Skarphéðinsson alþingismaður þá þegar í miklum erflðleikum vegna afstöðu sinnar til virkjunarmála, ekki síst Eyja- bakka og Fljóts- dalsvirkjunar. Siv notfærði sér þenn- an veikleika Finns af stakri snilld. Fyrir utan sterka áherslu á sjónar- mið kvenna lagði hún þunga áherslu á sjónarmið um- hverfisverndar, enda hefur sá málaflokkur legið eins og guflinn þráður gegnum stefnu Framsókn- arflokksins frá Ey- steini Jónssyni til Steingríms Her- mannssonar. í heilsíðuviðtali við Mbl. 19. nóv- ember stóðu þessi tvö málefni, staða kvenna og um- hverfisvemd, upp úr orðum Sivjar. Þar talaði efnileg stjórnmálakona af einlægni og sannfæringu um náttúra landsins. Hún kvað íslendinga í hópi útval- inna þjóða hvað óspillta náttúru varðaði og taldi nauðsynlegt að vemda hálendið því „okkur er öll- um að verða betur ljóst hvað há- lendið er dýrmætt". Síðan sagði Siv Friðleifsdóttir orðrétt: „Það er von mín að Landsvirkjun taki frumkvæði í því að láta umhverfisathuganir hverfismat, til að dæma um áhrif framkvæmda." Dapurleg örlög Það var ekki síst þessi einarði málflutningur Sivjar í umhverfis- málum sem leiddi til þess að hún fékk miklu fleiri atkvæði í slagnum um stól varaformannsins en menn bjuggust við. Þótt Finnur hafi slopp- ið með skrekkinn styrktist staða hennar verulega. Það dugði til þess að hún hreppti stól umhverfisráð- herra að kosningum loknum. Þjóðin vænti því mikils af því að sjá í stóli umhverfisráðherra unga baráttukonu sem hafði ekki aðeins lýst fylgi við þá gullnu reglu umhverfisverndar að náttúr- an skuli njóta vafans heldur sagt skorinyrt að besta tækið til að dæma um áhrif framkvæmda á borð við Fljótsdalsvirkjun væri umhverfismat. Siv Friðleifsdóttir, sem átta mánuðum fyrr hafði sagt þjóðinni að hún vonaðist eftir að Landsvirkjun léti Fljótsdalsvirkj- un og Eyjabakka „í sama ferli og lögformlegt umhverfismat" var nú loks komin í þá stöðu sem ráð- herra í ríkisstjóm íslands að geta beitt sér fyrir sannfæringu sinni. En viti menn. Orð Sivjar reynd- ust einskis virði. Það kom eins og reiðarslag þegar hún skipti alger- lega um skoðun við það að breyt- ast úr þingmanni í ráðherra. Hún lét ekki sitja við umskiptin ein heldur tók sér það sjálfskipaða hlutverk að verða skeleggasti tals- maður ríkisstjórnarinnar gegn þvi að afdrif Eyjabakka og Fljótsdals- virkjun verði háð lögformlegu mati á umhverfisáhrifum. Sjálfur umhverfisráðherrann fer nú fremstur í baráttu ríkisstjórnar- innar gegn þeim sem vilja vemda íslenska náttúru. Hvar er sannfær- ing stjórnmálamanns sem sýnir þessa háttsemi? I ljósi hennar eigin ummæla sem vitnað er til í greininni er vægt til orða tekið að umskipti Si- vjar Friðleifsdóttur veki spurning- ar um trúverðugleika hennar sem stjórnmálamanns. Össur Skarphéðinsson Skoðanir annarra Sjálfstæði í flugrekstri „Við höfum valið leiðir þar sem við höfum ákveð- ið samkeppnisforskot á markaðinum, annað forskot en þessa frípunkta sem farþegar félaga í flugbanda- lögum ávinna sér ... Flugleiðir hafa hins vegar mark- að sér þá stefnu að starfa i ákveðnum kima, og við erum þar af leiðandi tiltölulega sjálfstæðir þótt mað- ur sé aldrei alveg sjálfstæður og verði að taka tillit til annarra. En við munum reyna að viðhalda sjálfstæði okkar með því að fljúga á leiðum þar sem við erum ekki í beinni samkeppni við stærstu flugfélögin." Sigurður Helgason, fostjóri Flugleiða, í Mbl. 19. ágúst. Eyjabakkar á ábyrgð Alþingis „í dag er framtíð Eyjabakka i höndum Alþingis og þá á þingið að axla ábyrgð málsins. Mér finnst um- ræðan um Eyjabakka bera vissan vott um firringu, þar sem fólk áttar sig ekki lengur á því að við lifum á landinu og því fylgir sú kvöð að meta þarf hve nærri landinu á og má ganga. Landsvirkjun hefur á síðustu árum lagt mikla vinnu í rannsóknir á Eyja- bakkasvæðinu og sú vinna mun líta dagsins ljós nú í haust í matsskýrslu. Vonandi mun hún auðveldá mönnum í framhaldinu að taka ákvarðanir." Jóhannes Geir Sigurgeirsson í Degi 19. ágúst. Uppsláttarhugsjón Fljótsdalsvirkjunar „Umhyggja fyrir Austfirðingum er uppsláttarhug- sjón Fljótsdalsvirkjunar. Eru Austfirðingar bættari með það að fá eitt álver og hljóta í staðinn limlesta náttúru - bæði land og haf? Það er líka önnur hug- sjón á ferli. Það er hlutabréfagróði í álvernu.Það fer ekki leynt i fjölmiðlum ... Vítt og breitt um ísland fyrirfinnast kraumandi jarðhitasvæði. Væri ekki vistvænlegra að nýta orku úr iðram lands en sökkva yfirborði þess? Það hefur verið gert með góðum ár- angri þar sem er Nesjavallavirkjun. Samkvæmt um- tali og fréttum er hún vistvænt fyrirtæki. Nú reynir á mannvit og hollustu ráðamanna um val á virkjun- arstefnu framtíðar. Ásgeröur Jónsdóttir í Mbl.-grein 19. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.