Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 13 Stríðið í Kósóvó var í rauninni þrjú stríð. Hið fyrsta var hið diplómatíska stríð sem átti að koma í veg fyrir þjóð- ernisstyrjöld. Þvi stríði töpuðu Vestur- veldin og NATO í Rambouillet. Annað stríðið var lofthem- aðurinn gegn Serbum sem háð var eingöngu til að bjarga orðstír NATO. Það stríð vann NATO. Þriðja stríðið er háð núna, af meiri grimmd en menn kæra sig um að vita af og snýst um það sama og fyrsta stríð- ið: sjálfstjóm Kósóvó innan Serbíu, þar sem allir íbúar njóti fullra borgara-og mannréttinda. Það stríð er að tapast. Vesturlönd eru sammála Serbum í þvi að Kósóvó eigi að vera hluti af Serbíu og vilja ekki sjálf- stætt Kósóvó. Serbum er hins veg- ar lítið um lýðræði gefiö og hvorki Al- banar né Serbar virðast vilja fjölþjóð- legt samfélag í Kósóvó. Því em Alb- anir nú að hreinsa burt alla Serba og stefna að sjálfstæði, þvert gegn yfirlýstri stefnu Vesturveld- anna og NATO. íhlutun NATO hefur kallað fram furðu- lega niðurstöðu. Eins og segir í grein í ritinu Foreign Af- fairs: NATO skarst í leikinn í borgara- stríði með öðrum aðilanum og sigraði hinn en hefur æ síð- an stutt af alefli af- stöðu þess aðila sem sigraður var til þess málefhis sem barist Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður var um, þ.e. sjálfstæð- is Kósóvó. Það er: NATO hefur í megin- atriðum sömu mark- mið og Serbar. Upplausn í Kósóvó ríkir öng- þveiti og ógnaröld sem umheimurinn hefur ekki lengur áhuga á. Vopnaðir hópar fara um ræn- andi, ruplandi og myrðandi, ekki að- eins Serba heldur hvern sem stendur í vegi fyrir þeim. 35 þúsund hermenn NATO fá ekki við ———— neitt ráðið. Engin stjórn er í landinu, engin lögregla, engin miðstjóm til að veita þjónustu, enginn ríkis- kassi til að greiða laun. Um allt land hafa myndast klofningshópar og ættflokkabandalög sem berjast innbyrðis. KLA er óagaður og sundurleitur hópur sem ekki verð- skuldar að kallast her. Það er heldur ekkert leyndar- mál að albönsk glæpasamtök frá Kósóvó eru allsráðandi i eitur- lyfjadreifmgu í Bretlandi, Þýska- „Vesturlönd eru sammála Serbum í því að Kosovo eigi að vera hluti af Serbíu og vilja ekki sjálfstætt Kosovo. Serbum er hins vegar lítið um lýðræði gefið og hvorki Albanar né Serbar virð■ ast vilja fjölþjóðlegt samfélag í Kósóvó.u sterkum ítökum íslamskra öfga- samtaka í ofanálag. Ráðamenn KLA em ekki hótinu betri en Milosevic og ekki síðri þjóðernis- hreinsunarmenn. Hætt er við að NATO tapi þessu þriðja Kósóvó- stríði með stofnun Stór-Albaníu, eins og Serbar hafa alltaf sagt. landi, Austurríki, Frakklandi og á Norðurlöndum. Auk vopnasmygls er þetta fjárhagsgrundvöllur KLA. Kaldhæðnislegt væri ef niðurstaða „mannúöarhemaðar" NATO yrði stofnun ríkis sem byggðist á skipulagðri glæpastarfsemi, með I Kosovo ríkir öngþveiti og ógnaröld sem umheimurinn hefur ekki lengur áhuga á. Vopnaðir hópar fara um rænandi, ruplandi og myrðandi og hinir 35 þúsund hermenn NATO fá ekki við neitt ráðið. Völ og kvöl Af 200 þúsund Serbum sem bjuggu í Kósóvó era nú innan við 25 þúsund eftir. Fylgi við þá hug- mynd að Kósóvó verði áfram hluti af Serbiu fyrir- finnst varla lengur meðal Albana. Upplausnin í Kósóvó stefnir í átt til þess ástands sem ríkti í borg- arastríðinu í Líbanon. Eftir standa tveir möguleikar. NATO gæti tek- ið að sér sama hlutverk og Sýr- lendingar gegna þar; hafa herflokk á hveiju götuhomi og í hverjum bæ. Það er þó illmögulegt. Hinn möguleikinn er að skipta Kósóvó milli Serba og Albana sem þýddi í raun samein- ingu við Albaníu og gæta síðan landamær- anna, eins og SÞ hafa gert á Kýpur síðan 1974. Þá mætti hugsanlega koma á lýðræði og fjöl- þjóðasamfélagi í serbneska hlutanum. Hætt er við að al- banski hlutinn yrði öfgasinnum múslíma og glæpasamtökum að bráð. Þetta eru þeir kostir sem Vesturveld- in og NATO standa frammi fyrir eftir frækilega eyðileggingu á efhahag Serbíu: Búa til tvær Albaníur eða eitt Líbanon. Sá á kvölina sem á völina. Gunnar Eyþórsson lllir kostir í Kosovo ísland - demantur Víst er það svo að ísland er ekki ríkt af akurjörð né dýrum málm- um. En aðkomumenn, hvort sem um er að ræða þá sem hleypt hafa heimdraganum og dvalið erlendis um skeið eða gesti af erlendri grund, eru sammála um að ísland sé demantur. Stutt er síðan Kevin Kostner kom í heimsókn til lands- ins. Hann ferðaðist í fylgd Baldvins Jónssonar sem er kunnur fyrir að vekja athygli á gæðum íslands til sjávar og sveita. Hann heillaðist af landinu, ekki síst fólkinu sem hér býr, og spurði: Gerið þið íslending- ar ykkur grein fyrir þvi að landið ykkar er stórkostlegur demantur? Kevin Kostner kynntist því að það er unnt fyrir frægar þekktar persónur að ganga um Reykjavík- urborg, fara í verslanir og veitinga- hús, vera í hjarta borgarinnar án afskipta og áreitis. Hann kynntist því að unnt er að ræða við flesta á ensku, án nokkurra vandkvæða, hvar sem er á íslandi. Hann kynnt- ist hreinleika náttúrunnar, að unnt er að drekka vatn úr nærri hverri lækjarsprænu og að friður og ró finnst hvar sem er á landinu við ár, við vötn, á fjöllum og einnig í hjarta Reykjavíkurborgar. í þessu felst demantsímyndin og hana verð- um við íslendingar að varðveita. Landgæði Einar Benediktsson, sá mikli jöf- ur og hugsjónamaður, sá framtið landsins á þann veg að hér gæti dropið smjör af hverju strái. Hluti af hans lífsbaráttu var að vinna bug á landlægri tregðu gegn nýj- ungum, gegn tækniframförum, gegn erlendu fjármagmi, gegn frelsi einstak- lingsins til að skara fram úr. Hann sá mögu- leikana í akur- yrkju, veiðum dýpra en við landsteinana og orkunni í fossum og vötnum landsins. Það hafa mörg hugtök komið upp síðan á dögum Einars. Þekking manna hefur aukist á lífríki náttúrunnar, afleiðingum mengunar og áhrifum fram- kvæmda á náttúru. Möguleikar fólks til ferðalaga hafa aukast í réttu hlutfalli við tækniframfarir og framkvæmdir, m.a. um hálendi íslands. Fyrir fáum árum áttu þeir einir kost á ferð- um um hálendi ís- lands sem ekið gátu utan vega á sérbún- um farartækjum, með misjöfnum afleiðing- um á náttúrufar og yf- irborð landsins. Nú er svo komið að sífellt fleiri eiga þess kost að sjá undur ís- lands á hálendinu í hópferðum og í eigin bifreiðmn á færum, skipulögðum fjallveg- um sem vissulega hafa áhrif á umhverf- ið, en koma í veg fyr- ir slóða í allar áttir eftir geðþótta þeirra sem aka tröllum á fjöllum Is- lands. Nýting náttúruauðæfa Tilefni þessara skrifa er sú um- ræða og umfjöllun síðustu ára, mánaða og vikna um hvað má gera, hver má gera og hvernig á að nýta náttúruauðæfin, ekki bara til lands heldur og til sjávar. Einnig umhugsunin um hver áhrif aðgerð- ir gagnvart auðlindum hafa á kom- andi kynslóöir, á veðurfar, á þróun mannkyns o.s.frv. Við vitum að mengun leiðir hröðum skrefum til margháttaðrar úrkynjunar, það hefur sannast bæði á plöntum, dýrum og mann- kyninu. Við því verð- ur að sporna og snúa á réttan veg. íslendingar eru hugfangnir af eig- in menningarsögu, eigin styrk og krafti meðal stórþjóða. Við getum verið stolt af því að á alþjóðavett- vangi er rödd íslands sterkari en margra stórþjóða og eftir okk- ar kröfum og ábend- ingum er farið meira en margan grunar. Núna er í algleymi umræða um Laugar- dalsframkvæmdir í Reykjavík, virkjanir norðan Vatnajökuls, vegalagningu á mörg- um stöðum á landinu, meðferð fiskistofna og afleiðingu stjómkerf- is fiskveiða. Það er af hinu góða að almenn- ingur láti sig varða ákvarðanir sér- fræðinga og pólitíkusa. Það kann góðri lukku að stýra ef fólkið í landinu lætur sig varða hvað er gert á hverjum tíma og skynjar möguleg áhrif tekinna ákvarðana í bráð og lengd. Lokaorð mín em: „Förum að landslögum - látum um- hverfismat ráða“ í tilviki fram- kvæmda og nýtingu auðlinda. Nýt- um okkur almenna þekkingu heimamanna og höfum í huga hagsmuni heildarinnar. Þá mun okkur vel famast. Gísli S.Einarsson „Það er af hinu góða að almenn- ingur láti sig varða ákvarðanir sérfræðinga og pólitíkusa. Það kann góðri lukku að stýra ef fólk- ið í landinu lætur sig varða hvað er gert á hverjum tíma og skynjar möguleg áhrif tekinna ákvarðana í bráð og lengd.“ Kjallarinn Gísii S.Einarsson alþingismaður, Vesturlandi Með og á móti Þjóóaratkvæði um Fljótsdalsvirkjun? Sú ákvörðun stjórnvalda að láta fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun ekki í lögformlegt umhverf- ismat hefur vakið upp hugmyndir um að skjóta umdeildum málum beint undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mætti athuga „Þjóðaratkvæðagreiðsla er vissu- lega leið sem hægt væri að fara, næð- ist sátt um það, og það yrði vissulega nokkur framför fyrir lýðræöið ef það tækist. Hins vegar hefur þjóðarat- kvæðagreiðsla mjög sjaldan farið fram á Islandi og framkvæmdin yrði vafalaust flókin og í raun undir því komið hvernig umræðan næði að þróast og hvaða tökum ijöl- miðlar tækju hana. í Svíþjóð hafa slíkar at- kvæðagreiðslur farið fram Ami Finnsson, tals- maöur Náttúru- verndarsamtaka ís- lands. nokkrum sinnum en árangurinn ver- ið með ýmsu móti. Þannig var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma að taka upp hægri umferð í landinu. Hægri umferð var engu að síður kom- ið á nokkmm árum síðar, árið 1967. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Fljótsdalsvirkjun er ein grundvallar- forsenda: Hún er sú að lögformlegt mat á umhverfisáhrifum hennar færi fram áður. Slíkt mat myndi draga fram öU helstu atriði máisins, kosti þess og gaUa. Flest bendir til þess að Norsk Hydro muni sækja um starfs- leyfi fyrir 280 þúsund tonna álver á Reyðarfirði þótt í upphafi sé aðeins talað um 120 þúsund tonna álver. Það er aUavega alveg ljóst að til að rekst- urinn borgi sig verði verksmiðjan að vera aUavega tvisvar sinnum stærri en það og þá mun fyrirhuguð Fljóts- dalsvirkjun ekki nægja heldur verður að byggja fleiri virkjanir.“ Óþarfi „Almennt tel ég ekki þörf á að beita því verkfæri sem þjóðarat- kvæðagreiðsla er í jafnlitlu samfélagi og íslandi. Nú em aðferðir við gerð skoðanakannana orðnar mjög fuU- komnar. Skoðanakannanir gefa orðið mjög áreiðanlegar upplýsingar um afstöðu þjóðarinn- ar til hinna ýmsu mála. Kjarni málsins er hins vegar sá hvernig hinir lýðræðis- lega kjörnu full- trúar bregðast við skoðunum og vUja meirihluta þjóðar- innar. Ef við tök- um sem dæmi umræðuna um Eyja- bakka þá er það staðreynd að meiri- hluti þjóðarinnar er því andvígur að þeim verði fórnað. Það er ljóst að það var á sínum tíma nægur tími til að Eyjabakkar færu í lögformað um- hverfismat. Það hefði ekki tafið fram- kvæmdir. Þeir einu sem hafa dregið lappimar í þessu máli eru Norsk Hydro. Þá vekur það furðu hvað dregist hefur að birta almenningi umhverfismat Landsvirkjunar. Það fer ekki hjá því að fólk fari að gruna að það sé óhreint mjöl í pokahorninu, þ.e.a.s. niðurstaða umhverfismats yrði sú að vernda beri Eyjabakka vegna sérstæðrar og einstæðrar nátt- úra. Ef stjórnvöld em vísvitandi að beita bellibrögðum í þessu máli þá er það grafalvarlegt mál. Þá er það ekki síður alvarlegt ef ríkisstjórnin ætlar ekki að taka neitt tillit til afstöðu þorra íslensku þjóðarinnar í þessu máli. Þar með hafa hinar óskrifuðu reglur lýðræðisins verið brotnar. Það má því setja spumingarmerki um stöðu lýðræðisins á íslandi. Aðeins eitt svar er við þeim vanda: Það gæti verið að ísland yrði að tengjast frek- ar virkri lýðræðisstofnun, t.d. Evr- ópusambandinu, sem þá væntanlega tryggði rétt þegnanna enn frekar gagnvart framkvæmdavaldinu." -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.