Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 Fréttir DV Aðstandendur Reykjavíkur maraþons fagna hér lokum undirbúnings þessa umfangsmikla íþróttaviðburðar með pastaveislu á veitingastaðnum Pasta-basta. DV-mynd Hilmar Þór Frá Reykjavíkur maraþoni í fyrra. 16. Reykjavíkur maraþonið á sunnudag: Hlaupaveisla í bænum - undirbúningslok í pastaveislu Mikil fjöldi hefur tekið þátt í Reykjavíkur maraþoni undanfarin ár. Kókleikurinn: Þykkari tappar á næsta ári Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, tjáði Vísi.is í gær að þeir hefðu ekki vitað af þeim möguleika að hægt væri að lýsa í gegnum kók- tappa með vasaljósi til að finna vinning, eins og kom fram í frétt DV í gær. Sumar- leikurinn er að verða bú- inn og kláraðist framleiðsla vegna hans í lok júlí. Nokkrar flösk- ur sem enn éru úti verða ekki kall- aðar inn. Fyrirtækið ætlar að sjá til þess að í næsta leik verði búið að gera ráðstafanir, til dæmis með því að gera tappana þykkari. ið. „Það er pastaveisla í Laugardals- höll á laugardaginn, milli 12 og 17, fyrir alla þátttakendur," sagði Ágúst Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri hlaupsins. Önnur skemmtileg uppákoma er sú að fyrir hvern keppanda, 12 ára og yngri, gefur Bónus 1000 krónur til Bamaspítala Hringsins og þvi eru sem flestir á þeim aldri hvattir til þátttöku. -ÍBE Auður Guðmundsdóttir, markaðsstjóri DV, Knútur Óskarsson, formaður Reykjavíkur maraþons, og Steinn Lárusson eru ánægð með að undirbúningstörnin er á enda. DV-mynd Hilmar Þór Reykjavíkur maraþonið verður haldið í 16. sinn á sunnudag og hefst í miðbæ Reykjavíkur. Nú þegar hef- ur fjöldi fólks skráð sig í hlaupið og er búist við um 3.500 þátttakendum. Þeir sem ekki hafa skráð sig hafa enn tækifæri en skráning fer fram i Laugardalshöll á morgun, kl. 11-17. Veðurspáin fyrir hlaupið er ágæt og vonast keppendur eftir þurrviðri. íslendingamir sem helst em lík- legir til afreka eru til að mynda Martha Emstsdóttir en hún keppir í hálfmaraþoni. Martha er í topp- formi þar sem hún ætlaði að keppa á HM í Sevilla í næstu viku en hætti við þátttöku sökum mikilla hita á Jóhann Ingibergsson, Lárus og Ingólfur Gissurarson verið vænlegir til árangurs í Mótsstjórn Reykjavíkur mara- upp á veislu fyrir hlaup- Sölustaðir sem þjónusta áskrifendur í sumarbústöðum: DV safnað og afhent við heimkomu Áskrifendur sem fara að heiman í sumarfríinu og verða í burtu í lengri eða skemmri tíma geta fengið pakka af DV afhentan við heimkomu. Það eina sem áskrifendur þurfa að gera er að hringja í 550 5000 og tilkynna hvenær þeir verða að heiman. Starfsfólk DV safnar blöðunum saman á meðan og afhendir þau þegar áskrifandinn kemur heim aftur. Til þess að fá DV til sín í fríinu þarf ekki annað en að hringja í 550 5000 og tilkynna um dvalarstað og þú færð DV sent sent sérpakkað og merkt á sölustað nærri dvalarstað. Árborg, Gnúpverjahreppi Baula, Stafholtstungum, Borgarfirði Bjarnarbúð, Brautarhóli Bitinn, Reykholtsdal Borg, Grímsnesi Brú, Hrútafirði Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupstungum Hreðavatnsskáli Laugarás, Biskupstungum Minni-Borg, Grímsnesi Reykjahlíð, Mývatnssveit Shell, Egilsstöðum Shellskálinn, Stokkseyri Skaftárskáli, Klaustri Staðarskáli, Hrútarfirði Varmahlíð, Skagafirði Veitingaskálinn, Víðihlíð Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Hásel, Laugarvatni Þrastarlundur Taktu if með Fáið DV sent í sumarbústaðinn:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.