Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Qupperneq 1
15 Heims- fr'r& -... V Oj/'ar ” ■' - " ^ bikarinn - ^ í tor- ijfe færunni ■ \ Wm # / - . . OO Haraldur skoraði Haraldur Ingólfsson skoraði fyrra mark Elfsborg- ar þegar liðið vann mikil- vægan útisig- ur á Trelle- borg, 1-2, í sænsku A- deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Markið gerði Haraldur snemma í siðari hálfleik og skömmu síðar átti hann hörkuskot þar sem boltinn fór bæði í slá og stöng. Trelleborg jafn- aði metin en Elfsborg knúði fram sigur með marki 5 mínútum fyrir leikslok. Haraldur fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í sænska sjón- varpinu í gærkvöld. Hann lék allan leikinn og fékk að líta gula spjaldið. Með sigrinum komst Elfsborg úr fallsæti og upp í það 10. með 19 stig. Fyrir neðan eru Malmö með 18 stig, Norrköping og Hammarby með 17 og Djurgárden með 16 stig. -EH/VS í banni en látnir spila Talsverð brögð hafa verið að þvi að undanförnu í 2. flokki karla í knattspyrnu að leikmenn hafl verið látnir spila þó þeir ættu að vera í leikbanni. Nokkuð hefur verið um kærumál að undanfórnu í A-deild 2. flokks af þessum sökum. Fram hefur fengið dæmda sigra gegn Val og ÍA og breytir þetta talsvert stöðunni í A-deildinni þar sem ÍA missir toppsætið til ÍBV. Samkvæmt heimildum DV hyggst Knattspyrnusamband íslands hefja rannsókn á því hversu algengt það er að svindlað sé á þennan hátt og hvort leikmenn eru skráðir undir öðrum nöfnum en þeirra eigin. -VS Frjálsíþróttafólk heimsins reynir að koma íþróttinni: Aftur á skrið á heimsmeistaramótinu í Sevilla sem hefst á morgun Michael Johnson, Marion Jones og Maurice Green eru þrjú af stærstu nöfn- unum á HM í Sevilla. Hvert lyfjahneykslið á fætur öðru hefur herjað á frjálsiþróttaheiminn á síðustu vikum og í sumar á sama tíma og þrjú af virðingarmestu heimsmetunum hafa fallið, í 100 metrum, míluhlaupi og tugþraut. Um helgina hefst 7. heimsmeistara- mótið í frjálsum íþróttum í Sevilla á Spáni og menn velta því nú fyrir sér hvort ekki þurfi til mikil afrek ef á að ná að mæta þeim álitshnekki sem frjálsar íþróttir hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum. Fjögur gull hjá Jones Marion Jones er fljótasta kona heims sem stendur, um það efast enginn og menn spá því nú að hún hampi fjórum gullum á HM í Sevilla. Hún gæti verið nýjan hetjan sem ber íþróttina yfir þessi lyfja- hneyksli. Jones er mjög sigur- strangleg bæði í 100 metra og 200 metra hlaupi þar sem hún er ósigruð síðan 1997 og á bestu tíma ársins (10,80 og 21,81 sek). Hún gæti þó þurft að hafa fyrir langstökkinu sem hún fær harða keppni í. Marion Jones er ekki eini íþrótta- maðurinn sem getm- slegið í gegn á mótinu, Maurice Green gæti sannað sig enn frekar sem fljótasti maður heims með því að vinna bæði 100 og 200 metra hlaupið, en Green setti heimsmet í 100 metra hlaupi í sum- ar er hann hljóp metrana á 9,79 sek- úndum. Hann gæti síðan bætt þriöja gull- inu við í boðhlaupi. Green hefúr sjálfstraustið í lagi og hann sagði keppinautum sínum að varast undramanninn. Þetta verður sjöunda heimsmeist- aramótið frá upphafi og fer það fram dagana 21. til 29. ágúst og þá daga er víst að augu íslendinga og heimsins verða á frjálsíþróttafólk- inu í Sevilla sem reynir að endur- hyggja trúna á fijálsum íþróttum sem íþrótt án lyfja. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.