Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 JL^"V s fréttir ____________ W"W Hlutur ríkisins í bensínverði mikill og vaxandi: Bensíni dælt á bílinn og peningum í ríkissjóð Þegar bíleigandi kaupir bensín á bíl sinn þá rennur langstærstur hluti kaupverðsins beint í ríkissjóð. Ríkissjóður hagnast stórlega á hverjum seldum bensínlítra. Þegar bíleigandi kaupir bensín á bíl sinn þá rennur langstærstur hluti kaup- verðsins beint í ríkissjóð. Ofan á kaupverð bensínsins komið á hafn- arbakka á íslandi, svokallað c.i.f.- verð leggur ríkið fyrst vörugjald. Það hækkar verð vörunnar um hvorki meira né minna en 97 pró- sent. Skattheimta ríkisins á bensín hef- ur vaxið mjög undanfarin ár. Til samanburðar þá var tollur, igildi núverandi vörugjalds á bensín ekki nema 36 prósent árið 1991. Taka ber þó fram að árið 1991 hafði tollurinn verið lækkaður til að mæta hækk- uðu heimsmarkaðsverði á bensíni vegna áhrifa Persaflóastríðsins á heimsmarkaðsverð og þar með inn- kaupsverð til landsins. Röksemdin fyrir þessari tollalækkun á bensín var sú hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi fjármálaráðherra, að ekki væri ástæða tU fyrir ríkissjóð að hagnast sérstaklega á stríðinu. Þegar í ljós var komið að áhrif stríðsins á heimsmarkaðsverðið urðu minni en búist hafði verið við þá var þessi skattheimta hækkuð á ný og var rúm 50% af innkaups- verði bensíns. Nú þegar heimsmarkaðsverð hef- ur hækkað um helming á þessu ári þá þá er ekki hægt að merkja neinn vilja né neina tUburði hjá ríkis- stjórninni til að lækka vörugjaldið og draga þannig úr þessari skatt- heimtu án þess að verða af tekjum. Hin mikla hækkun á heimskmark- aðsverðinu og innkaupsverði bens- íns veldur því að tekjur ríkissjóðs hafa vaxið gríðarlega og langt um- fram áætlanir og forsendur fjárlaga. Gera má ráð fyrir því að i ár kaupi bílaeigendur 190 miUjónir lítra af bensíni á farar- tæki sín. Inn- kaupsverð hvers lítra er nú um 10.60 kr. Við það bætist fyrrnefnt vörugjald, kr. 10,28 sem rennur í ríkis- sjóð, flutningsjöfn- unargjald 56 aurar, bensíngjald kr. 28.60 sem er eymamerkt er til vega- gerðar og samgönguframkvæmda og svo loks þóknun olíufélaganna fyrir innflutning, geymslu og dreif- ingu sem er 10 til 16 krónur á hvern lítra eftir því hvort bensínið er af- greitt af starfsmanni olíufélags á bílinn eða hvort kaupandi dæli því sjálfur og hvar hann kaupir það. Ofan á þetta leggst síðan virð- isaukaskattur sem er um kr. 16,40 og eins og vörugjaldið renn- ur beint í skatta- hítina. Það er því ljóst af þessu að það er ríkissjóður sem fær langsam- lega mest í sinn hlut þegar fólk kaupir bensín á bíla sína. Það er líka ljóst að því hærra sem inn- kaupsverðið er, þeim mun meira kemur í hlut ríkissjóös. Stinga höfðinu í sandinn „Afstaða okkar í FÍB er sú að þeg- ar eldsneytisverð rýkur upp á heimsmarkaði með tilheyrandi áhrifum á verðlag hér innanlands, þá geti ríkisvaldið tæpast leyft sér að stinga höfðinu í sandinn þar sem það hefur þessi miklu áhrif á verð- myndun þessarar vöru,“ segir Run- ólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hagsmuna- samtaka bifreiða- eigenda. Runólf- ur bendir á að hver krónuhækk- un á innkaups- verði bensíns komi fram sem kr 2,40 úr pyngju bileigandans. Af þeirri upphæð taki rikið til sín aukalega hvorki meira né minna en 1,40 sem er þá beinlínis hagnaður ríkisins af hækkuninni. Málsmetandi stjórnmálamenn hafa sagt að ekki gangi að vera að hringla með bensínskattana, lækka þá þegar heimsmarkaðsverð á bens- íni hækkar en hækka þá þegar heimsmarkaðsverðið fer niður. í þessu sambandi er rétt að hafa hlið- sjón af þeirri staðreynd sem raunar er sýnd á meðfylgjandi gröfum, að skattar á bensin hafa jafnt og þétt þyngst allan þennan áratug. Ríkið hefur verið að auka hlutdeild sína í tekjum af bensínsölu mjög verulega. Bæði í því ljósi og því að verðbólgu- hættumerki eru mörg og skýr í efnahagslífmu nú telja margir að ástæða sé til að ríkið dragi úr þess- ari gríðarlegu skattheimtu á bensín, ekki síst í því ljósi að ein af undir- stöðum hagvaxtar og blómlegs þjóð- lífs er einmitt góðar samgöngur. Á hinn bóginn hefur það verið meðal stefnumála ýmissa stjórnmála- manna að draga sem mest úr bíla- umferð og leggja jafnvel á nýja skatta, t.d. svokallaða græna skatta, með þetta fyrir augum. Þeg- ar þetta viðhorf var borið undir framkvæmdastjóra FÍB sagði hann: „Öflugar og greiðar samgöngur eru lykilþáttur í uppbyggingu hvers hagkerfís og i raun undirstaða hag- vaxtar á hverjum tíma. Auk þess eru góðar samgöngur mjög þung- vægt byggðamál hér á landi. Við, fá- menn þjóð, búum í víðáttumiklu landi. Að tala um að gera fólki sem erfiðast fyrir með að fara milli staða og nota bifreiðar er nokkuð sem ég held að fólk, ekki síst í dreifbýli, myndi seint láta bjóða sér. Það hef- ur komið fram að þaö hefur verið horft til svokallaðra grænna skatta sem fyrirfinnast sums staðar er- lendis. Það liggur fyrir að þótt ekki hafi enn að minnsta kosti verið formlega lagðir slíkir skattar á elds- neyti hér á landi hafa skattar í öll- um regnbogans litum verið lagðir á eldsneytið og skatthlutur ríkisins í útsöluverði bensíns hækkað og hækkað undanfarin ár og einna mest hjá ríkisstjómum sem hafa lýst yfir vilja til að lækka skatta.“ Sú hækkun sem orðið hefur á bensíni á þessu ári mun fyrirsjáan- lega auka tekjur ríkissjóðs af bens- íni um minnst 500 milljónir króna. Þá hafa hækkanirnar og hin vax- andi skattheimta rikisins valdið hækkun verðlagsvísitölunnar. Nærri mun láta að sú hækkun sem þegar er orðin á árinu hafi valdið ein og sér um 0,7% vísitöluhækkun og þar með verulegri hækkun á skuldum heimilanna. Frétftaljós Stefán Ásgrímsson Sundurliðun á verði 95 oktana bensíni - verð 82,40 kr. 1% 0,8 kr. 69% 56,9 kr. 15% 12,4 kr. 15% 12,3 kr. Opinber gjöld Flutningsjöfnun Innkaupsverö Sala og dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.