Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 X>‘\T Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Að meika það Söngleikur meö því dæmigerða nafni Jesus Christ Superstar var framinn í Austurbæjarbíói fyrir nokkrum áratugum. Hann er minnisstæður, því að annars vegar söng þrautþjálfaður Jón Sigurbjörnsson hlutverk Kaífas- ar og hins vegar gauluðu popparar í hljóðnema. Einkennilegt var að hlusta á Kaífas syngja og sjá Jesúm og hina popparana hoppa í kring með hljóðnem- ana. Þarna var samanburður hámenningar og lágmenn- ingar í hnotskurn, annars vegar heyrðist í rödd og hins vegar í poppurum, sem voru að reyna að meika það. í hámenningu geta gagnrýnendur og listaskýrendur sundurgreint getu listamanna í skilgreinanlega þætti og rætt efnislega um misjafna getu þeirra á hverju sviði. Listmálari býr yfir tækni í sérstakri meðferð lita og rit- höfundur hefur lag á stuttum málsgreinum. Þannig var hægt að ræða Jón Sigurbjörnsson sem söngvara, tala um sterkar hliðar hans og veikar, bera saman við aðra söngvara á svipuðu sviði og komast að raun um, að innanlands væri enginn honum fremri á af- mörkuðu sviði. Listamannsgæðin voru mælanleg. í lágmenningu skipta aðrir þættir meira máli. Miklu fleiri eru kallaðir og miklu erfiðara er að reyna að átta sig á, hver sé betri en annar. Tízkusveiflur skipta máli. Menn meika það með því að vera á réttum stað á réttum tíma. Og menn eru framleiddir af fyrirtækjum. Fyrir mörgum árum áttaði DV sig á, að hljómdiskaút- gefandi falsaði sölutölur á þann hátt, að diskur komst efst á metsölulista áður en eitt einasta eintak hafði ver- ið selt af honum. Blaðið varð að setja upp flókið mæl- ingakerfi til að koma í veg fyrir þessa blekkingu. Slíkur vandi væri óhugsandi í bókaútgáfu hér á landi. En við sjáum þess merki í Bandaríkjunum, að bókafor- lög snúast í vaxandi mæli um miðlungsbækur, sem skrif- stofumenn semja undir nafni fræga fólksins, en hefð- bundnar alvörubækur týnast í auglýsingaflóðinu. Ekki er hægt að framleiða listamenn á sama hátt og brezkar hljómdiskagerðir og bandarískar bókaútgáfur framleiða súperstjörnur með því að hafa skynbragð á, hvaða atriði muni verða í tízku allra næstu misserin eða hvaða atriðum verði hægt að koma í tízku. í poppaða heiminum snýst málið um að meika það og verða súperstjarna, venjulega um skamma hríð, fram að næstu auglýsingaherferð. Núna undir lok tuttugustu ald- ar er þetta ferli að verða alls ráðandi, en áhugi á lang- vinnri klassík að verða sérvizka gamalmenna. Breytingin frá klassískum bókmenntum, myndlist og tónlist yfir í poppaðar bókmenntir, myndlist og tónlist er samfara öðrum breytingum í þjóðfélaginu. Málið snýst ekki lengur um gæðasamanburð, heldur tízkutengdar að- stæður til að meika það eða láta meika sig. Við getum jafnvel eygt skyld atriði á öðrum sviðum. Menn meika það að verða landlæknir með því að vera þægur við ríkisstjórnina í vísindasiðanefnd. Menn meika það að verða umhverfisráðherra með því að skipta um skoðun á uppistöðulóni á Eyjabökkum. í lágmenningu í listum, embættisfærslu og stjórnmál- um meika menn það eða meika ekki. Sundurgreinanleg og skilgreinanleg gæði eru ekki að baki, heldur rétta trikkið, hvort sem það felst í talnafölsun á metsölulista eða sölu á fyrri skoðun sinni í umhverfismálum. Þjóðfélag, sem snýst um lágmenningu, dregur fljótlega dám af henni. Þeir, sem ekki meika það í poppinu, geta kannski meikað það í pólitík eða sölu undralyfja. Jónas Kristjánsson Lexíur af hundrað trilljónum Mikill og einlægur baráttumaður fyrir aukinni aðstoð við fátækar þjóðir sagði mér eitt sinn að ef al- menningur á Vesturlöndum vissi hversu hverfandi lítill árangur hefur orðið af opinberri þróunaraðstoð síð- ustu áratugi myndi starf sitt verða nánast ómögulegt. Engu að síður berst hann eins og margir af nýjum áhuga fyrir aukningu aðstoðar. Dapurleg reynsla Eftir fjörutíu ára reynslu og á ann- að hundrað trilljónir íslenskra króna að núvirði í aðstoð er fátt um sann- anir fyrir að þróunaraðstoð örvi hag- vöxt. Þau ríki sem mestum árangri hafa náð í að bæta lífskjör þegna sinna eiga það flest sameiginlegt að hafa litla eða enga aðstoð þegið. Flest fátækustu rikja heims hafa þegið þróunaraðstoð sem hefur í áraraðir numið tíu til þrjátíu prósent af þjóðarframleiðslu þeirra. Um það er tæpast ágreiningur að stór hluti þróunarfjár hefur farið I súginn. Eins er almennt viðurkennt að umtals- verður hluti aðstoðarinnar hefur orðið hinum fátæku til aukinna vandræða. Þá liggur fyrir að sá árangur sem hefur náðst hefur ósjaldan kostað óhóflegar fjár- hæðir. Aukinn áhugi að nýju Engu að síður eru flestir áhugamenn um hag fá- tækra jarðarbúa því fylgjandi að aðstoðin verði auk- in úr þeim fjögur þúsund milljörðum sem aðstoð ríkra þjóða nemur nú árlega, en Japanir gefa mest, um fimmtung alls fjár. Stuðningur við þróunaraðstoð fer vaxandi á ný eftir samdrátt aðstoð á seinni árum. Með þeim stuðningi fylgja hins vegar kröfur um nýja nálgun, breytt vinnubrögð og umfram allt aukinn heiðarleika gagnvart því sem margir telja stærsta verkefni jarðarbúa. Pólitík Ástæðurnar fyrir því hálf önnur trilljón dollara af þróunarfé hefur litlu breytt um þetta er ekki aðeins gífurlegt umfang vandans, heldur miklu frekar pólitík í kringum að- stoðina, ekki aðeins stórveldapóli- tík sem stýrt hefúr aðstoð Banda- ríkjanna og fleiri landa, heldur líka innanlandspólitík í löndum gefenda og þiggjenda. Ráðamenn í ríkjum sem veita aðstoð vUja auðvitað gagnast hagsmunum heima fyrir, enda eru þeir í vinnu hjá skatt- greiðendum. í löndum þiggjenda hafa hinir fátækustu, eðli málsins samkvæmt, minnsta möguleika á að toga aðstoðina til sín, enda má skUgreina fátækt sem valdaleysi. Hagsmunir gefenda geta stundum farið saman við hagsmuni fátækra, eins og þegar greitt er fyrir opnun viðskipta og stuðl- að að nýtingu þekkingar. Algengar ástæður sóunar og mistaka er hins vegar að fmna í vanhugsuðum tU- raunum af því tagi. Þarna gUda svipuð lögmál og um tilvUjanakenndar niðurgreiðslur og ívUnanir í við- skiptum en í tUviki þróunaraðstoðar er oft um líf og dauða að tefla. Vaxandi neyð Djúp neyð tveggja miUjarða manna er mesti óskapnaður okkar tíma. Þrátt fyrir lífskjarabyltingu víða í Asíu hefur neyðin farið vaxandi enda hafa 80 þjóðir minni tekjur nú en fyrir áratug. Þótt flestum þyki lítiU árangur af opinberri þróunaraðstoð berjast góðvUjaðir menn á ný fyrir aukningu hennar. Upp- örvandi dæmum af verulegum árangri sem stundum hefur náðst fyrir lítið fé hefur líka farið fjölgandi. Gæði þróunaraðstoðar margra ríkja og stofnana hafa smám saman vaxið enda eru leiðir til árangurs löngu kunnar. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Einfalt dæmi Fyrir hálfri annarri öld voru ríkustu þjóðir heims um það bU þrefalt ríkari en þær fátækustu. Fyrir hálfri öld var mun- urinn fimmtíufaldur og nú eru ríkustu þjóðir heims orðnar hundraðfalt rikari en þær fáætkustu. Sumar þjóðir, ekki síst í Asíu, voru fátækari við lok nýlendutím- ans en þær voru við upphaf hans. Sam- hengið er hins vegar ekki einfalt. Það skil- ar mönnum lengra að líta á fátæktina nú sem afleiðingu þess að þjóðir, eða hópar innan þeirra, hafa af sögiUegum, félagsleg- um, menningarlegum og pólitískum ástæðum ekki getað nýtt sér þá mögleika sem aukin þekking og aukin viðskipti í heiminum gefa öðrum. Úrbætur eru því aðeins öðrum þræði af tæknilegum toga. „Með þeim stuðningi fylgja hins vegar kröfur um nýja nálgun, breytt vinnubrögð og umfram allt aukinn heiðarleika gagnvart því sem margir telja stærsta verkefni jarðarbúa." skoðanir annarra____________________ _______________________r>v Kenningar að baki þróunaraðstoð eru einfaldar í grunninn. Aðstoðinni er ætlað að auðvelda fjárfestingar þar sem ekki er unnt afla fjár til þeirra án þess að sultar- ólar séu hertar um of. Um leið er henni oft ætlað að færa nýja tækni inn í samfélög sem ekki hafa möguleika á að kaupa hana. Að auki koma yfirleitt til kenningar um hvernig beina skuli aðstoðinni til hinna fátækari og valdaminni í viðkomandi löndum, sérstaklega þegar um er að ræða aðstoð frjálsra félagasamtaka, sem raunar eru yfirleitt fjármögnuð af opinberu fé í ríkum löndum. Flóknari veruleiki Börnin eru peð Saddams „Saddam Hussein er ekki sá fyrsti sem notar þján- ingar bama sem stríðstæki en hann er þó greinilega frábrugðinn öðrum um hvemig hann ráðskast með þjáningu barna eigin lands. Tilgangur hans með því aö beita viðkvæmustu þegnum íraks fyrir sig í bar- áttunni gegn viðskiptabanninu sem Sameinuðu þjóðirnar komu á vegna innrásarinnar í Kúveit fyr- ir nærri tíu árum. Hann hefur á þennan hátt fómað framtíð landsins í þessari viðbjóðslegu viðleitni sinni. Ný umferð viðræðna stendur yfir hjá SÞ til að endurmeta samskiptin við Irak og til að bæta líf hins almenna borgara. Saddam Hussein hefur hing- aö til ástundað þá gamalkunnu stefnu sína sem ger- ir börn íraks að peðum.“ Úr forystugrein Washington Post 18. ágúst. Endimörk þjáningarinnar „Einhver hluti þess lærdóms sem draga má af jarðskjálfta þessum verður dreginn af verkfræðing- um og jarðfræðingum sem munu leiða fram hina einu sönnu merkingu sem jarðskjálfti býr yfir. Hinn lærdómurinn, sá persónulegi, verður dreginn af fólki sem verður vitni að, kannski í fyrsta sinn, endimörkum þjáningar og styrks.“ Úr forystugrein New York Times 19. ágúst. Vandræði í Kákasus „Rússneskum hersveitum, og jafnvel ekki sovésk- um, hefur aldrei vegnað vel í Kákasushéraði. Menn hafa lengi vitað það í Moskvu, og ef það skyldi nú hafa gleymst eru ófarirnar í Tsjetsjeníu svo nýlegar að sá sannleikur ætti ekki að fara fram hjá neinum. Það vekur því undrun að stiórnvöld í Kreml og nýi forsætisráðherrann Vladímír Pútín skuli ætla sér að leysa átökin sem hafa brotist út í Dagestan með vopnavaldi. Nema þeir ætli að nýta sér ástandiö í pólitískum tilgangi heima fyrir.“ Úr forystugrein Libération 20. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.